Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.03.1984, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 11. MARS 1984 23 Norsk kona, Aaseby segir frá reynslu sinni, en hún þjáðist af geðklofasýki ■ Ferill henn- ar sem Ijós- myndafyrir- sæta hófst þegar hún var fimmtán ára. Hún var á si- felldum ferða- lögum um stór- borgir Evrópu uns hún veikt- ist. ■ „Ég vona að mér takist að hjálpa öðrum, einmitt af því að ég hef sjálf orðið að reyna svo margt...“ segir Björg. þessum tíma, enda var lífsviljinn í lágmarki. En nú er Monica orðin nítján ára og sambandið á milli þeirra mæðgn- anna er mjög gott. Björg telur að dóttirin hafi fyrirgefið sér að hún van- rækti hana fyrr á árum. Ibúðin sem hún býr í núna er björt og vistleg. Hún er nýlega búin að þrífa og nú sækir Björg fermingarmyndirnar af henni. „Þetta er falleg stúlka", segir hún og stolt móðir strýkur rykið af rammanum. „Eftir dvölina á geðsjúkrahúsinu fékk ég sjúkdómsgreininguna: „Geðklofi...“. Ég neitaði að trúa því að ég væri veik, því þótt ég hefði fengið þunglyndisköst, þá trúði ég ekki að ég væri geðveil. En sjúkdómurinn sótti sífellt á. Nokkrum mánuðum eftir að hún útskrif- aðist fór hún til Sviss að vinna sem fyrirsæta. „Ég veit ekki hvað var að mér. Ég hafði öll tækifæri til, þess að afla mér feikna tekna, en þess í stað ók ég um í bílnum mínum allan daginn. Stundum fékk ég leigubílstjóra til að aka mér fram og aftur um Zúrich. Umboðsmaður minn sagði foreldrum mínum að eitthvað gengi að mér og ég var sótt og flutt til Noregs." Trúhneigð og guðleysi Björg hugsaði mikið um tilveruna á þessum tíma. Hún var 24 ára og komin á sjúkrastyrk. Fyrirsætuferillinn var búinn. Vinir hennar og kærastar hurfu allir. Þeir sem komið höfðu með vel- gengninni, hurfu þegar hún var öll. „Um tíma var ég mjög trúuð. Ég gerði altari við rúmið mitt og sat og bað kvöld eftir kvöld. Ég hugleiddi að gerast nunna. Nú er ég orðin guðleysingi. Því miður, segi ég, því ég veit að trúin hefur bjargað fjöldanum öllum af sálsjúku fólki.“ Geðbrigði hennar voru mikii. Stund- um var hún hamingjusöm en á næsta andartaki var hún á barmi fullkominnar örvæntingar. Ekki þurfti meira en ógæti- legt orð frá einhverjum nærri henni, til þess að þunglyndið helltist yfir hana. „Ég var lokuð inni í illum og myrkum vítahring. Ég reyndi að fyrirfara mér. Ég var stöðugt að ónáða lækninn og hringja til hans á öllum hugsanlegum tímum. Stundum komu vinir mínir mér til hjálpar. Ég var flutt af einu sjúkrahúsinu á annað. Einu sinni vaknaði ég í önd- unarvél. Þá skynjaði ég að ég hafði verið á mörkum lífs og dauða rétt einu sinni en lífið hafði sigur. Björg ræðir um æfi sína án biturleika. Hún tekur hlutunum eins og þeir eru. Hún grípur til sígarettupakkans. Hún vefur sér sígarettu en gleymir að kveikja í henni. Hún blaðar í gömlum úrklippu- bókum. Hún lítur á myndir af sjálfri sér, tággrannri, ríkri og eftirsóttri. „Það er engin ástæða til að vera montin af þessu“, segir hún. „Ég fagna því að Monica fór ekki sömu braut og ég gerði. Auðvitað var þetta skemmtilegt, meðan á því stóð. En það má sterk bein til þess að spillast ekki af þessu lífi, - silkikjólar, kampavín og karlmenn með morð fjár. Ég átti heiminn, en þetta hlaut að taka enda. Eftir að ég hafði verið langan tíma á Gaustad sjúkrahúsinu árið 1974 áttaði ég mig á hlutunum. Ætlaði ég að eyða allri æfinni innilokuð á hæli? Áttu það að verða örlög mín? Ég skildi alvöru málsins. Ég varð að herða mig upp og sýna að ég gat staðið á eigin fótum. Núna, næstum tíu árum síðar, hefur Björg náð lengra. Hún telst ekki lengur vera „geðklofi" heldur „bordering" (á mörkunum). Hún er á réttri leið. í stað bólstraða einangrunarklefans á Gaustad býr hún nú í fallegri íbúð í Grorud. „Ég hef enga sjálfsmorðstilraun gert í þrjú ár. Það eru líka þrjú ár frá því er ég var síðast lögð inn. Björg á það skilið að gleðjast yfir fengnu frelsi. Það er hún ein sem afrekaði það að ná sér upp úr hyldýpinu. Hún vildi það og kostaði öllum kröftum til. „Það eina sem ég þrái nú er ástin. Ég vildi hitta mann sem elskar mig og tekur mig eins og ég er. En það er enginn leikur. Kona sem er að nálgast fertugs- aldurinn og er þar að auki með mitt vandamál á herðum sér er varla mjög aðlaðandi. En ég hef átt nokkra vini. Þegar ég hef sagt þeim af sjúkdómi mínum, þá fara þeir allt í einu að eiga mjög annríkt og ég sé þá ekki aftur. Drottinn minn, reynið að skilja mig... ég hef að vísu átt erfitt af og til... en ég er ekki hættuleg. Enginn þeirra vina sem ég á nú veit um sjúkdóm minn. Ef til vill hverfa þeir eftir að hafa lesið þetta viðtal. Fólk er svo skrýtið. Það er svo dómhart. Ég er leið á elskhugum, sem aðeins vilja sofa hjá mér. En ef ég er tekin sem manneskja vil ég reyna að byggja upp stöðugt samband með ein- hverjum manni. Björg heldur baráttu sinni áfram. Það eina sem hún fer fram á er að við hlaupum ekki í burtu frá henni. Fjölbreytt úrval af skrifborðum fyrir unglinga og fullorðna. Sérstaklega gott verð. Einnig: Svefnbekkir, 5 gerðir. Vídeobekkir. Stereobekkir. Skrifborðsstólar. Kommóður. Bokahilluro.fi. Húsgögrt og . > ... Suðurlandsbraut 18 mnrettmgar simi 86 900 Sveitabúskapur Óska eftir samvinnu við hjón sem vilja taka þátt í uppbyggingu á Loðdýrabúi og e.t.v. öðrum búskap. Þörf væri á nokkru fjármagni. Jarðnæði fyrir hendi. Þeir sem kynnu að hafa áhuga vinsamlegast sendið tilboð á augl.d. Tímans merkt „Sveitabú- skapur“ fyrir 17. mars n.k. Ríkisstarfsmenn í BSRB Utankjörstaðaatkvæðagreiðslan um aðalkjara- samninginn er á skrifstofunni Grettisgötu 89 á skrifstofutíma til þriðjudags 20. mars. Yfirkjörstjórn Plast og málmgluggar Helluhrauni 6 Hafnarfirði sími53788 Við minnum á að það þarf ekki fúa- varnarefni á okkar framleiðslu. FYRIR FERMINGARNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.