Tíminn - 01.04.1984, Qupperneq 2
SUNNUDAGUR 1. APRIL 1984
■ Frá undirskrift samþykktar Neytendasamtakanna
og Félags Ferðaskrifstofa um kvörtunarþjón-
ustu fyrir neytendur, á Naustinu í gærdag. Böðvar
Valgeirsson fulltrúi ferðaskrifstofanna til
vinstri og Jón Magnússon frá Neytendasamtökunum
til hægri.
Kvörtnnarnefnd neytenda og
ferðaskrifstofa komið á fót
Flugleiðir
læra tölt
■ Límmiðar þeir sem Flugleiðir hafa
dreift víða um lönd hafa notið mikilla
vinsælda í Þýskalandi. Límmiðinn er
með mynd af íslenska hestinum, reist-
um mjög, með íslensku fánalitina sem
þverskurð um sig. Er íslenski hestur-
inn litinn hýrum augum af Þjóðverj-
um, eins og alkunnugt er, enda segja
Þjóðverjar að hin reisulega töltstelling
hestsins á myndinni sé stelling sem
sérhver sannur hestamaður vilji sjá
hesti sinn í. Hafa Þjóðverjarnir hent
því á lofti i góðlátlegu gríni, að með
þessum hætti hafi Flugleiðir lært tölt.
Arnar-
flug fær
Boeing
737
■ Á mánudaginn kemur, kemur
hingað til lands þota af gerðinni
Boeing 737 frá Noregi, sem Arnarflug
hefur gert kaupleigusamning um við
norska flugfélagið Braathen.
Arnarflug hyggst nota þotuna í
áætlunarflug félagsins til Evrópu og
einnig í leiguflug, en þessari þotu er
ætlað að leysa af hólmi samskonar vél
og Arnarflug hefur verið með á leigu
hjá hollenska félaginu Transavia.
Þotan er ekki af nýjustu gerð, því
hún er frá árinu 1971, en að undan-
förnu hafa verið gerðar á henni ýmsar
endurbætur, ný sæti verið sett í hana,
eldhúsi verið breytt og fullkomnum
flugleiðsögutækjum verið komið fyrir.
Vélin hefur verið máluð í einkennis-
litum Arnarflugs og hun verður skráð
hér á landi undir einkennisstöfunum
TF-VLT.
■ Fulltrúar Neytendasamtakanna og
Félags íslenskra ferðaskrifstofa hafa undir
ritað samning um kvörtunarnefndt þess-
ara aðila. LJm er að ræða sáttadómstól
sem ætlað er að sinna kvörtunum neyt-
enda vegna ferða sem skipulagðar eru af
aðilum innan Félags íslenskra Ferða-
skrifstofa og leysa þau mál á skjótari og
fyrirhafnarminni hátt en réttarkerfið get-
ur boðið upp á. Eftir sem áður geta
málsaðilar þó leitað úrskurðar dómstóla.
Kvörtunarnefndin mun einungis sinna
málum sem snerta ferðaskrifstofur innan
Félags íslenskra ferðaskrifstofa en utan
þeirra samtaka eru nokkrar minni ferða-
skrifstofur sem flestar vinna eingöngu að
ferðum til Islands og er fyrirtækið Sólar-
ferðir líklega sú eina þeirra sem stendur
fyrir ferðum íslendinga til annarra landa.
Að mati Neytendasamtakanna er hér
um mjög þarflegan hlut að ræða þar sem
mál af þessu tagi snertu oft árssparnað
heillar fjölskyldu og því brýnt að þau fái
skjóta og góða úrlausn.
Kvörtunarnefndin tekur til meðferðar
þau kvörtunarmál sem komið er á
framfæri við Neytendasamtökin innan
mánaðar frá lokum viðkomandi ferðar
og ekki tekst að leysa úr á annan hátt.
Þá þarf kærandi að greiða 500 krónur til
nefndarinnar sem er óendurkræft
kvörtunargjald. - b
Frankfurtarflugvöllur:
Gríðarleg upp
by gging síðustu
þrjá áratugi
■ Þessi skemmtilega loftmynd er af flugvellinum í
Frankfurt, en þangað leggja nú stöðugt fleiri Islendingar
Ieið sína ár hvert. Myndin er tekin úr ca. 3000 metra hæð,
í vesturátt. I forgrunni má sjá hluta þess hraðbrautarkerf-
is Þýskalands sem tengir Frankfurtarflugvöll við vega-
kerfl landsins, en þarna mætast einmitt aðalæðar norður/
suðurhraðbrautarkerflsins og austur/vesturhraðbrautar-
kerfísins.
Þjóðverjar hafa varið geysi-
lega miklum fjármunum í bygg-
ingu Frankfurtflugvallar síðustu
árin því frá árinu 1951 hafa þeir
varið yfir þremur milljörðum
þýskra marka í uppbygginguna
og þar af hefur yfir 2.5 milljörð-
um verið varið í hana frá 1968.
Flugvöllurinn er Frankfurtarbú-
um mikil tekju- og atvinnulind,
því þar starfa um 32 þúsund
manns og yfir 44 þúsund manns
á Frankfurtarsvæðinu hafa at-
vinnu sína vegna beinna tengsla
við starfsemi flugvallarins.
Rokkókösýning í London:
500 18. ald-
ar dýrgripir
— að andvirði liðlega
15 milljóna punda
■ Lundúnafarar og aðdáendur fagurra muna frá 18. öldinni geta
glaðst yfir því að nú um miðjan maí opnar stórglæsiieg rokkókósýning
í Victoria og Albert Museum í London, þar sem um 500 dýrgripir frá
18. öldinni verða til sýnis, og eru þeir hvorki meira né minna en 15
milljón punda virði. Sýningin stendur til septemberloka.
Sýningargripirnir koma víðs- ina. en jafnframt munu 36 bresk
vegar að, en þeir eru flestir og erlend söfn lána gripi, auk
lánsgripir. Að mestum hluta þess sem einhverjir gripir koma
mun það verða bréska konungs- frá fegurstu óðalsetrum
fjölskyldan sem lánar dýrgrip- Bretlands.