Tíminn - 01.04.1984, Qupperneq 15

Tíminn - 01.04.1984, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 30. MARS 19« 15 brenndir, sá bandaríski og hinn sovéski. íranir sýna fyrirlitningu sína á stórveld- unum, en þeir gera sér varla grein fyrir því að sjálfir eru þeir leikbrúður þeirra. Á hinni umdeildu leið frá Khorr- amschar til Ahwas teljum við á tæpum klukkutíma um 100 liðsflutningabíla, troðna af hermönnum. Við vegarbrún- irnar liggja hræ af brunnum íröskum skriðdrekum. Þeir eru rússneskir. Á veginum frá Khorramabad til Dez- ful má sjá tugi spánnýrra vörubíla af gerðinni „Nissan Patrol," en bílana hafa Japanir selt írönum á lágu verði. Þarna eru líka vörubílar með mynd af Khom- einy í framglugganum og slagorð aftan á pallinum. Þeir flytja hergögn sem fram- leidd eru í íran með evrópskri aðstoð. í 42 mánuði hefur stríðið geisað við Persaflóa. Minnst 300 þúsund manns sem stríðsaðilarnir hafa att fram á vígvöllinn hafa látið lífið. Samt halda þessi fáránlegu morð áfram. írakar vilja ekki ræða neina vopnahléssamninga, meðan íranskt herlið er á landsvæði þeirra. Skilyrði íranafyrirvopnahlésvið- ræðum er það að greiddar verði gífurleg- ar skaðabætur af hálfu íraka og að ríkisstjórninni þar undir forsæti Saddam Hussein verði refsað. Því er áfram skotið og drepið við landamærafljótið Schatt el-Arab. Ekki þurfa stríðsaðilar að óttast skotfæraþurrð. Meira en 40 lönd útvega hinum stríð- andi löndum vopn, þótt fæst vilji viður- kenna það, nema Gaddhafi. Hann selur írönum vopn vegna yfirlýstrar samúðar með Khomeiny-stjórninni. En mest af viðskiptunum fer fram með leynd. Norður-Kóreumenn koma vopnum til írans, sem Bandaríkjamenn skildu eftir í Vietnam á sinni tíð. Spánn og Ítalía leggja líka sitt af mörkum og Brasilíu- menn senda skriðdreka. Frakkar sem hyggjast hagnast á iðn- væðingu í írak, útvega stjórninni í Bagdad nútíma orrustuflugvélar og „Ex- ocet“ eldflaugar. Thailand, S-Kórea, Filippseyjar, Tyrkland og Grikkland hagnast vel, því þessi lönd selja til stríðsaðila bandarísk vopn úr eigin vopn- abúri og fá allt að fjórfalt verð fyrir þau. Selt er til beggja stríðsaðila. Þýsk fyrirtæki leggja til þunga vöru- bíla til flutninga, einnig austur-þýsk fyrirtáeki. Þau leggja af mörkum mótor- hjól og farþegavagna, sem flytja fall- byssufóðrið á vígvöllinn. Hjá Irönum eru þýsk vopn enn fram- leidd á leyfum sem fengust á dögum keisarans, svo sem skriðbelti. Vopna- verksmiðja ein í Teheran var byggð af þýskum aðilum að fullu og þar eru t.d. „G-3“ rifflarnir búnir til. Þýskir verk- fræðingar leiðbeina heimamönnum við smíðarnar. íranir nota líka eldflaugar til skriðdrekavarna af gerðinni „Hot“ sem „Messerschmidt“ og franska fyrirtækið „A’erospatiale" búa til. Með því að flytja eldflaugarnar um París er farið í kring um bann Bonn-stjórnarinnar við vopnasölu til stríðandi landa. íraski flugherinn flýgur líka þýskum þyrlum sem settar eru saman á Spáni. En kynlegastur er þó þáttur ísraels- manna í stríðinu. Þar sem þeim er ekki fjarri skapi að kynda undir illindum meðal múhameðstrúarmanna afgreiða þeir vopn til írana fyrirstöðulaust og halda þannig stríðinu gangandi. Á hverri nóttu fer Jumbo-þota frá ísraelskum herflugvelli í Negev-eyðimörkinni með hergagnafarm til Teheran. Leið vélar- innar liggur yfir Sýrland, sem vissulega er ekki í neinum kærleikum við ísrael, en styður aftur á móti írani. ísraelir selja Khomeiny-stjórninni það sem hana vantar allra helst, en það eru varahlutir í þann bandaríska herbúnað sem keisarinn kom sér upp og er ennþá uppistaða vopnabúnaðar landsins. Stjórnin í Jerúsalem telur sig hagnast á þessum næturflutningum á tvennan hátt. í fyrsta lagi gefa viðskipti þessi talsvert í aðra hönd og ríkissjóður ísra- ela þarf á slíku að halda. í öðru lagi er verið að draga vígtennurnar úr hugsan- legum fjandmanni. Meðan íran og írak eiga í ófriði er fleygur rekinn í samstöðu múhameðstrúarmanna og varla ástæða til að óttast þá að sinni.. Stórveldin hafa ekki heldur neinn áhuga á að stríðinu ljúki, að mati friðarrannsóknastofnunarinnar „Sipri" í Stokkhólmi. Ólíkt nær öllum átökum í Dauðir íranir í grennd við írösku hafnarborgina Basra. Á myndinni i miðið kasta íranskir hermenn mæðinni milli bardaga og á neðstu myndinni liggja fórnarlömb stríðsins úr her íraka hjá brunnum herflutningabil. heiminum eftir síðari heimsstyrjöld, þá hefur hvorugt stórveldið tekið afdráttar- lausa afstöðu með öðrum aðilanum nú. Jafnt Bandaríkin sem Sovétríkin styðja báða stríðsaðilana á beinan eða óbeinan hátt. írakar hljóta beinan stuðning frá báðum stórveldunum. Frá Sovétríkjun- um fá þeir Mig-þotur, skriðdreka og SS-12 eldflaugar. Frá Bandaríkjunum fá þeir könnunarflugvélar, þyrlur, riffla og skotfæri. en Iranir fá bandarísk vopn nteð hjálp ísraelsmanna, S-Afríku- manna, og S-Kóreumanna. Sovésk vopn útvega Líbyumenn og Sýrlendingar þeim. „Þessar vopnasendingar til beggja að- ila eru tvímælalaust ti! þess ætlaðar að halda við óbreyttu ástandi, þ.e. að stríðið haldi áfram," segir friðarrann- sóknastofnunin í Stokkhólmi. Hvorki Washington né Moskva hafa lagt að bandamönnum sínum að stöðva vopna- söluna. Stórveldin vilja koma í veg fyrir að nýtt stórveldi verði til við Persaflóa, bæði stórveldin eiga sér bandamenn á þessu svæði: Bandaríkjamenn Saudi-Ar- aba og Sovétríkin Sýrlendinga. Hassan Kakpour liggur ásamt 85 hel- særðum félögum sínum á sjúkrahúsi í Teheran, Labafi-Nejad spítalanum. Andlitið á honum er svart og brúnt á litinn. Yfir bólgnum augnalokunum, sem gröftur vellur úr liggur grisja. Hass- an segir svo frá: „Skyndilega komu tólf íraskar Mig-þotur austur yfir Tigris. Þær flugu yfir stöðvar okkar og vörpuðu niður sex sprengjum. Viðbjóðslegur sinnepsþefjandi rcykur umlukti okkur. Fyrst héldum við að þetta væri táragas og kyntum eld, en hitinn svælir táragasið burtu. En fýlan minnkaði ekki neitt. Mér varð illt og augun sviðu eins og af eldi. Þá fékk ég ofsakláða um allan kroppinn." „Þetta eru afleiðingar árásar með sinnepsgasi," segir yfirlæknirinn Sohrab- Pour. „Tólf hundruð íranskir hermenn hafa orðið fyrir sinnepsgaseitrun og hafa hlotið brunasár. Nær allir hafa beðið varanleg örkuml á þessu. Mörgum á enn eftir að versna og fyrir marga er ekkert hægt að gera." Þótt írakar þverneiti því að þeir hafi beitt sinnespgasi, þá hefur alþjóðleg nefnd Rauða krossins staðfest að íransk- ir hermenn hafi orðið fyrir eitrun af efnavopnum. „Skoðun á írönskum her- mönnum í Teheran bendir til að slíkum efnum hafi verið beitt,“ segir nefndin í skýrslu sinni. Þar með má ljóst vera að írakar hafa brotið alþjóðalög. Efnavopn hafa verið bönnuð í hernaði allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, samkvæmt Genf- ar-sáttmálanum. Eftir sem áður er þó haldið áfram að framleiða efnavopn. Sérfræðingar telja að írakar geti vel búið til sinnepsgas. En ef til vill eru sinneps- gas-sprengjurnar þó frá dögum síðari heimsstyrjaldarínnar. Bretar birgðu sig upp af þessum sprengjum í egypsku eyðimörkinni á sínum tíma og eitthvað af þeim hefur horfið úr geymslum. Á árunum eftir 1950 var vitað til að eitt- hvað af sprengjunum var til í írak og fleiri ríkjum í Austurlöndum nær. En eiturgasárás íraka sem ætlað var að lama allsherjarframsókn írana hefur aðeins stappað stálinu í þá. Það er augljóst. Á síðustu vikum hafa þúsundir gcfið sig fram sem sjálfboðaliðar. Þessir menn eru fúsir til þess að deyja píslar- vættisdauða, enda segja múllarnir að slíkt opni mönnum leiðina inn í himna- ríki. „Við höldum í stríðið til þess að framkvæma vilja Guðs og píslarvættis- dauðinn er æðsta þrep mannlegrar full- komnunar," segja sjálfboðaliðar á lóð háskólans í Teheran. Sérhver írani má fara til vígvallanna eftir mjög skamma herþjálfun. Opinberlega er lágmarksald- ur sagður 16 ára, en múllarnir eru ekki strangir á því ákvæði. Elsti maðurinn í liðinu er nær hundrað ára gamall faðir Ayatollah Montazeri, en sá maður yrði eftirmaður Khomeiny, félli erkiklerkur- inn frá. „Allah mun ráða niðurlögum fraka og kommúnismans," segir hinn 24 ára gamli stúdent Shapour. „Fyrst eftir dauðann hefst hið sanna líf.“ (Þýtt úr „Stem“ -AM)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.