Tíminn - 08.04.1984, Page 2
SUNNUDAGUR X. APRÍI. 19X4
■ Myndin sýnir Sir James
Murray ásamt dætrum sínum
og aðstoðarmönnum í bóka-
herberginu á heimili hans í
Oxford. „Ég tel að skráning
orðabókarinnar taki ekki meira
en 12 ár“, sagði Sir Murray á
sínum tíma þegar hann tók að
sér að ritstýra verkinu. Það
starf tók þó öllu lengri tíma og
varð að lokum ævistarf hans.
Hundrað
ára
og enn
að f æðasf
■ Þeir eru orðnir ófáir sem hafa byrjað enskunám sitt
með orðabókina „The Oxford English Dictionary“ sér
við hlið en það eru e.t.v. færri sem vita það að í febrúar
sl. á orðabók þessi hundrað ára afmæli. Við munum hér
á eftir rekja í stuttu máli tilurð þessarar merku bókar og
segja örlítið frá „föður“ hennar, Sir Henry Murray.
A NEW
ENGLISH DICTIONARY
ON HISTORICAL PRINCIPLES:
FÓUKOED MAINI.Y ON THE MATERIALS COLLKCTEO HY
íllt ^iiilologitil Socittí.
JAMES A H. MURRAY. LL.D„
rorAtDKNT or tni, rKiiot«ciCAi. *ocir.TY,
wnn THt ASSI&'TANCL OF UASY SCJIOlAJfS A.Y/> V£X <‘T sc/F.U/..
PAHT I. A - ANT.
OXl'ORI):
A T T H K CLARli Nl)0 N 1’ R f-: SS.
k. - ""
Price Twolve ShiUlng* xnd Sixpence.
■ Titilsíða fyrstu útgáfu orðabókarinnar. Bókin var þó svo mjög tengd
nafni Murrays að hún var oftast kölluð „orðabók Murrays“.
■ Fyrsta febrúar sl. voru ná-
kvæmlega hundrað ár frá því að
fyrsti hluti ensku orðabókarinnar
„The Oxford English Dictionary“
leit dagsins ljós. Þessi fyrsti hluti
orðabókarinnar bar nafnið A til
Ant og það verður að segjast að
margar bækur hafa heitið nöfnum
sem hafa verið meira krassandi en
óvíst að þær hafi verið eins mikil-
vægar fyrir enska tungu og sú bók
sem hér um ræðir. Bókfróðir menn
telja að orðabókina megi setja á
sama stall og Biblíuna og rit Shak-
espeare hvað varðveislu enskrar
tungu snertir þó svo að hún hafi
ekki haft jafn tilfinningarík áhrif
og síðarnefndu ritin.
Það tók 44 ár að fullgera fyrstu
heildarútgáfuna sem síðan hefur
verið í stöðugri endurskoðun og í
rauninni mun því verki verða hald-
ið áfram svo lengi sem ensk tunga
verður töluð. Ritstjóri fyrstu útgáf-
unnar var sjálfmenntaður maður
að nafni James Augustus Henry
Murray frá Denholm í Roxburgs-
hire. Sir James Murray eins og
hann löngum var nefndur fékk þó
ekki að lifa þann dag að sjá
orðabókina útgefna í heild sinni
því hann lést löngu áður en verkið
var fullunnið en undir ritstjórn
hans mun rúmlega helmingur að
fyrstu heildarútgáfunni hafa orðið til
Upphaflega mun Sir Murray hafa
talið að það tæki u.þ.b. 12 ár að
skrá orðabókina en verkið hlóð
stöðugt utan á sig og eins og fyrr
segir lifði hann ekki þann dag að
sjá bókina fullunna. Til að gera
orðabókina sem vandaðasta mun
Sir Murray hafa staðið í bréfa-
skriftum við höfunda samtímans
til að inna þá eftir merkingum orða
sem var að finna í verkum þeirra.
Þannig hefur t.d. varðveist bréf
frá Sir Murray til Robert Browning
þar sem hann er að grafast fyrir um
merkingu eins orðs sem Browning
notaði í bók sinni „ Aurora Leigh“.
Þó að til þess hafi ekki staðið í
upphafi varð orðabókin ævistarf
Sir Murrays og svo mikið var hún
tengd nafni hans að hún var
löngum nefnd manna. í millum
orðabók Murrays. Utgefendur
bókarinnar Oxford University
Press mun hafa verið farið að
lengja eftir því að bókin yrði
tilbúin til prentunar en smám sam-
an varð mönnum ljóst eftir því sem
á leið að hér væri á ferðinni bók
sem hefði nánst endalausa sölu-
möguleika og sú hefur orðið reynd-
in.