Tíminn - 08.04.1984, Qupperneq 8
SUNNUDAGUR 8. APRIL 1984
a
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og
Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síöumúli 15, 105 Reykjavík.
Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verö í lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar
(2 blöö). Áskrift 250 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent ht.
Afturhald
á undanhaldi
■ Illmúraðar byggingasamþykktir og skipulagsreglur sem eru
meira í ætt við trúarbrögð en eðlilegar takmarkanir á
framkvæmdagleði þeirra sem við húsbyggingar fást, hafa lengi
staðið allri eðlilegri byggingaþróun fyrir dyrum. En skörð hafa
brotnað í þann múr sem strangtrúarmenn á sviði skipulagsmála
hafa staðið dyggan vörð um. Þeir hafa alltof lengi komist upp með
að svínbeygja aðra undir trúarsetningar sínar.
Samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að leyfa að breyta
Hamarshúsinu við Tryggvagötu í íbúðahúsnæði er gleðilegur
vottur um þá stefnubreytingu sem er að verða. Þar var áður rekin
umsvifamikil atvinnustarfsemi, en húsnæðið hentaði ekki lengur
til þess brúks. Nýr eigandi ákvað að breyta því í íbúðir og mun
veitingastofa hafa fengið inni á neðstu hæð. Mörg ljón í formi
reglugerða og strangtrúnaðar voru í veginum en nú hefur
borgarstjórn tekið af skarið.
Vel má vera að Hamarshúsið við höfnina henti ekki öllum til
að búa í og þar mun lítið um útivistarsvæði og bílastæði af skornum
skammti. En þeim sem telja að hús þetta sé óhæft til íbúðar og
miða þá við eigin þarfir eða einhvers konar kjarnafjölskyldu,
kemur hreint ekkert við hvaða kröfur þeir 20-30 aðilar sem þarna
munu kaupa íbúðir gera fyrir sig. Varla dettur nokkrum manni í
hug að barnmargar fjölskyldur sækist eftir að búa þarna. En fyrir
þá sök er fráleitt að meina barnlausu fóki og einhleypingum að
búa um sig í miðborginni við höfnina ef það kærir sig um. Og víðar
eru vandræði með geymslurými fyrir bíla en við Tryggvagötu.
Bent hefur verið á að þarna sé umferð, mengun og hætta á
skarkala frá höfnini. En beint á móti og enn nær höfninni eru
Hafnarbúðir, hjúkrunarheimili fyrir aldraða, og þaðan heyrist
aldrei kvörtun hvorki frá vistfólki né starfsfólki. Gerður Steinþórs-
dóttir boruarfulltrúi Framsóknarflokksins, benti á í umræðum um
málið að fólkið í Hafnarbúðum væri þvert á móti mjög ánægt með
umhverfi sitt sem er óvenju líflegt. Því má bæta við að
hljóðmengun við Tryggvagötu er svipuð og á Miklubraut. Eftir
Hringbrautinni vestanverðri er gífurleg bílaumferð og eru þar
stórar íbúðablokkir við akbrautirnar og mannmargt elliheimili í
ofnaálag og kvartar ekki nokkur maður úr sértrúarsöfnuði
skipulagsfrömuða, þrátt fyrir að þarna eykst umferð jafnt og þétt
vegna aukinnar byggðar vestar á nesinu.
Sú kenning að allir eigi að búa í afmörkuðum hverfum og vel
einangruðum frá öllu athafnalífi með stöðluðum þjónustukjörnum
fær ekki staðist nema fyrir þá sem vilja búa um sig í þorpskjarna.
Aðrir eiga að fá frelsi til að búa í miðborginni eða við höfnina ef
þeir svo kjósa og er gefið tækifæri til þess. Það er nú einu sinni
svo að mannlífið er ekki eins staðlað og þeir harðstjórar, sem
ávallt eru að skipuleggja líf samborgara sinna, vilja vera láta.
Miðborg Reykjavíkur er á góðri leið með að verða líflaus
ruslakista. Reynt er nteð öllum tiltækum ráðum og þrýstingi að
koma í veg fyrir allar breytingar aðrar en þær að fjölga
bílastæðum. En hér er að verða breyting á og vonandi munu
öskutunnuraðir og skúrahröngl hverfa sjónum vegfarenda einhvern
tíma á næstu 50 árum og miðborgin byggð að siðaðra manna hætti.
Það er víðar í gömlu Reykjavík en í miðbænum sem eitthvað í
ætt við þróun á sér stað. Óti úlega víða hafa fundist lóðir og stærri
spildur sem farið er að byggja hús á, þar sem áður var lagt blátt
bann við hvers konar framkvæmdum. Kyrrstöðumennirnir í
skipulaginu hafa aldrei skilgreint að neinu skiljanlegu gagni þau
sjónarmið að hvergi megi byggja né neinu að breyta nema í margra
kílómetra fjarlægð frá því bæjarstæði sem höfuðborgin stóð á t.d.
1930 eða 1940. Verndun einstakra menningarverðmæta kemur
þessu máli ekkert við.
Torfusamtökin unnu gott verk og nýtilegt með því að koma í
veg fyrir glerhallarbyggingu en endurbæta og lífga upp gömlu
húsin í Bakarabrekkunni. Nú hafa þau einnig riðið á vaðið með
góðu fordæmi. Mikið hús er að rísa þar sent áður voru mjöl- og
mógeymslur á sjálfri torfunni. Svo reisuleg bygging hefur aldrei
verið þar áður, en hún verður ekki fyrir neinum, þvert á móti.
Þetta er ánægjuleg hugarfarsbreyting hjá verndarsinnunum. Það
á ekki aðeins að líta aftur í tímann heldur einnig fram á við.
-O.Ó.
horft í straumirm
Að þora að lifa I
frelsi og sjálfstæði
í viðsjálum heimi
B Um s.l. mánaðamót var þess minnst, að 35 ár eru liðin
síðan íslendingar gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu og
gerðu síðan varnarsamninginn við Bandaríkin, sem njörvaði
niður erlendan her í landinu og myndaði skilyrði þess, sem
síðan hefur gerst, - að erlend herstöð veröur æ varanlegri
stofnun og hersetan sjálfsagðari hlutur og framtíðarsýn.
Þessi tímamót leiða hugann að þeirri staðreynd, að
íslendingar hafa verið hersetin þjóð að fullu eða nokkru leyti
í nærfellt hálfa öld, og að sjálfstæðistímabil þeirra á þessari
frelsisöld varð harla stutt, eða ekki nema tveir áratugir.
Höfum við fuilt sjálfstæði?
Einhverjum kann að þykja það of mælt, að íslendingar hafi
ekki haft fullt frelsi og sjálfstæði þann hálfa fjórða áratug, sem
við höfum búið við bandaríska herstöðvasamninginn, en þá
er vert að minna á eftirfarandi staðreyndir. Við ráðum ekki
yfir hluta af íslandi. Þar gilda ekki íslensk lög nema að litlu
leyti, ekki íslenskar reglur eða reglugerðir um samskipti ríkis
og borgara, ekki íslensk lögsaga yfir erlendum mönnum sem
dveljast á íslensku landi. Á margan annan hátt eru íslensk
ríkisráð yfir landinu og þeim sem þarna dveljast rofin, og þeim
var beinlínis afsalað með varnarsamningnum. Þetta er ómót-
mælanlega skerðing á íslensku sjálfstæði.
Eitt glöggt dæmi um þetta er einmitt að gerást þessa dagana
til viðbótar því sem fyrir var. Það er yfirtaka bandarísks
skipafélags á flutningum til herliðsins á íslandi samkvæmt
bandarískum lögum. Öllum hlýtur að vera það kunnugt, að
það er og hefur verið eitt skýrasta sjálfstæðiseinkenni
íslendinga, að jafnframt sjálfstæðistökunni tóku þeir í sínar
hendur alla flutninga til og frá landinu, annað hvort með eigin
skipum eða leigu erlendra skipa, en höfðu öll þessi ráð í
höndum. Nú á það að breytast svo, að erlenda ríkið í íslenska
ríkinu suður á Miðnesheiði, sem hefur eigin lög, alls konar
undanþágur frá íslenskum ríkisskyldum, ætlar að taka flutning-
ana í eigin hendur, að bandarískum lögum. Það er ný
sjálfstæðisyfirlýsing þess gegn íslenska ríkinu. Þjóðríki sem
verður að búa við slíka hertöku á hluta lands síns og lögum,
hvort sem er með samningi eða ekki, hefur ekki lengur fullt
sjálfstæði. Þetta er vitanlega staðreynd, sem ekki verður á
móti mælt. Hluti íslensks lands og ríkis er kominn í annarra
hendur hvort sem er með hertöku eða eigin afsali.
Kallaði nokkur þetta
sjálfstæði 1930?
Þeir sem nú eru nær sjötugir og hafa lifað meginhluta ævi
sinnar við þetta ástand á Islandi, hljóta að spyrja sjálfa sig
nokkurra samviskuspurninga. Þeir sem fermdust á árunum
kringum 1930 og voru að vakna til skilnings á þjóðlífinu töldu
að þeir væru sú hamingjukynslóð sem ætti að fá að búa í
landinu við óskorað þjóðfrelsi og fullt sjálfstæði. Þetta voru
glæstar vonir eftir allt, sem á undan var gengið, og ábyrgðin í
samræmi við það. Engum kom þar til hugar að það gæti
samrýmst fullu þjóðfrelsi og sjálfstæði að hafa í landinu
erlendan her sem lyti lögunt annars ríkis og réði hluta landsins.
Á áratugnum milli 1930 og 1940 hefðu allir svarað spurningu
um það, hvort slíkt gæti kallast sjálfstæði, hiklaust neitandi
sem hverri annarri fjarstæðu. Þetta var svo algilt þjóðarálit,
að enginn stjórnmálaflokkur í landinu dirfðist að halda hinu
gagnstæða fram alveg fram að 1950.
Sjálfstæðiskynslóðin frá þriðja og fjórða áratugi aldarinnar,
sem ól í brjósti rökstuddar vonir um að verða handhafi
íslensks sjálfstæðis eftir myrkar aldir, hefur nú orðið að bergja
þann beiska bikar í hálfa öld að una skertu sjálfstæði í landi
sínu. Það er lífsósigur hennar.
Var þetta nauðsynlegt?
Árið 1946 voru allir meginflokkar landsins sammála um
það, að herinn sem sat landið á stríðsárunum, ætti að fara og
íslendingar að taka Keflavíkurflugvöll í eigin hendur, svo sem
sjálfstæðu ríki bar og bauð. Þeir voru sammála um þá kröfu
og hernunt var settur hálfs árs frestur til þess að hafa sig á
brott, en beiðni Bandaríkjanna um herstöðvar til langs tíma
var hafnað alveg og einróma. En herinn fór aldrei eins og allir
vita. Síðan kom aðildin að Atlantshafsbandalaginu til. Rök
mátti færa fyrir því þá, að hún væri ekki óeðlileg með þeim
fyrirvara sem undirskriftinni var settur, að hérskyldi ekki vera
her á friöartímum. ísland er hluti af þessu hnattsvæði og því
hlaut það að eiga töluverða samleið með þjóðum þess og deila
með þeim örlögum ef til ófriðar kæmi. En á þeim tíma kom
hvorki þjóðinni, Alþingi né ríkisstjórn hennar til hugar að til
mála kæmi að kaupa þá aðild því verði, að hér sæti erlendur
her að staðaldri, jafnt í stríði sem friði. Hefði þá verið Ijóst.
að sá böggull fylgdi skammrifi, hefði aðildin ekki komið til
greina. Það vita allir, að þess vegna var fyrirvarinn settur að
kröfu þjóðar og Alþingis.
Herseta hér og aðild að Atlantshafsbandalaginu var því að
sameiginlegum vilja þjóðarinnar þá tvö alveg aðskilin mál, og
þessi staða íslands samþykkt og viðurkennd í samtökunum í
orði kveðnu að minnsta kosti. Og á þessum skilyrðum hefðu
íslendingar átt að standa hvað sem á dagana dreif. Það var
þeirra haldrcipi. Varnarsamningurinn og erlenda hersetan hér
'á friðartímum var að sjálfsögðu afnám þessara skilyrða af
hálfu íslendinga og jafnframt sjálfstæðisafsal að nokkru.
í kjölfar þessa kom upp það nýja viðhorf tveggja stórra
flokka, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks, að halda því
að þjóðinni sýknt og heilagt, að það væri í raun eitt og hið
sama að vera í Atlantshafsbandalaginu og hafa hér erlendan
her - það hlyti að fara saman. Þetta þjónaði sjónarmiðum
beggja, þótt skoðanaandstæður þeirra væru áttirnar austur og
vestur. íslenski málstaðurinn - að þetta væru aðskilin mál og
ættu að vera það hefur orðið að þoka æ meira fyrir þessum
áróðri.
Og síðan höfum við, sem héldum okkur sjálfstæðiskynslóð
orðið að jarða drauma okkar frá 1930 og búa við skert
sjálfstæði í nær hálfa öld, hafa hér erlendan her á friðartímum
í hálfan fjórða áratug - gegn heitstrengingum þjóðarinnar.
Á slíku afmæli hljóta menn að spyrja: Var þetta nauðsyn-
legt? Þurfti að skerða sjálfstæði landsins með þessum hætti
allan þennan tíma og staðfesta slíkt ástand um ófyrirsjáanlega
framtíð? Þurfti að fórna sjálfstæðisdraumum þessarar kyn-
slóðar og næstu kynslóða á þessu altari? Eða hafa þetta ekki
verið friðartímar í þeim skilningi sem réð fyrirvaranum við
inngönguna í Atlantshafsbandalagið? Ber nú að líta svo á, að
aðildin þar og erlend herseta séu eitt og sama málið og
óaðskiljanlegt ástand?
Svörin við þessum spurningum verða sjálfsagt mismunandi,
en því verður þó vart á móti mælt, að síðustu fjórir áratugarnir
hljóta að teljast friðartímar í hinum gamla og viðtekna
skilningi. í okkar heimshluta hafa ekki orðið stríðsátök sem
heitið geti því nafni milli þjóða. Teljum við hersetu hér
nauðsynlega í samræmi við gamla fyrirvarann erum við farin
að kalla mismunandi ófriðvænlegt ástand sama nafni og
styrjaldarástand? Það var auðvitað ekki inntak fyrirvarans né
heldur skoðun þjóðarinnar á sínum tíma.
Að þora að lifa í frelsi
Sé það friðarástand sem ríkt hefur í Evrópu síðustu fjóra
áratugina talin næg ástæða til erlendrar hersetu hér, má ætla
að hér verði erlendur her og skert sjálfstæði því samfara um
ófyrirsjáanlega framtíð, eða um aldur og ævi. Það eru
dapurlegar horfur fyrir sjálfstæðiskynslóðina frá 1930 sem nú
hefur orðið að eyða ævinni 35 friðarár við erlenda hersetu
þvert ofan í dýrustu drauma sína og allar heitstrengingar um
herleysi á friðartímum. Við hefðum getað notið fulls sjálfstæð-
is í herlausu landi þennan mannsaldur, ef við hefðum verið
trú upprunalegum heitstrengingum og skilgreiningu og þorað
að lifa í sjálfstæði við hættu.
Ef við teljum þessi ár til styrjaldarára eins og hersetan vitnar
um, getum við varla vænst þess ástands í heimsmálum á næstu
áratugum eða jafnvel öldum, að við gætum kallað það friðarár.
Ástandið verður jafnófriðvænlegt og það hefur verið, en þó
geta það orðið friðarár, eins og síðustu áratugirnir.
Við þetta ástand verðum við að búa og miða viðhorf okkar
við það að halda fullu sjálfstæði án erlends hers í því
friðarástandi. Annars glötum við því - af ótta við stríð - á
friðartímum.
Það sem hér skiptir máli er að þora að lifa í frelsi og
sjálfstæði, þótt ófriðvænlegt sé, þora að hætta nokkru til þess,
leggjast ekki svo lágt að selja sjálfstæðið fyrir einhvers konar
öryggi - ímyndað eða raunverulegt. í neyðarhættu er hægt að
biðja unt hjálp nágranna, en þegar hættan minnkargetum við
ckki leyft honum að setjast upp á heimilinu, og taka þar ráðin.
Þá glötum við sjálfum okkur. Hver maður er í lífshættu hverja
stund. Þó sest hann ekki í hjólastól eða fer í stállunga af ótta
við þann sjúkdóm, sem gæti dæmt hann til þess, meðan hann
heldur heilsu.
Þúsund ára friðarríkið er enn víðs fjarri. Heimurinn sem
við búum í verður ófriðvænlegur ár og aldir, þótt friðartímar
teljist á köflum. íslendingar halda aldrei frelsi og sjálfstæði
nema þeir þori að lifa sjálfstæðu lífi á viðsjálum tímum en láti
stríðsótta á friðartímum ekki reka sig inn í herkví. Það er
mergurinn málsins. Þjóðin verður að þora að hætta sjálfri sér
að einhverju leyti fyrir fullt sjálfstæði en má ekki una því hálfu
vegna ímyndaðs öryggis.
Fólki er nú að skiljast að friður verður ekki varðveittur með
ógnarjafnvægi stórvelda í hróksvaldi gereyðingarvopna. Það
er leiðin til tortímingar og styrjaldar. Eina friðarleiðin sem til
er verður samstillt almenningsálit yfir landamæri gegn ógnar-
jafnvæginu og gereyðingarvopnunum, samstilling fólks um
lönd og álfur, sem þorir að hætta einhverju af sjálfu sér fyrir
það að lifa sem mönnum sæmir í þjóðfrelsi, en ofurselja sig
ekki vítisvél ógnarjafnvægisins.
Sjálfstæði og frelsi vopnlausrar smáþjóðar eins og íslend-
inga verður aldrei varðveitt í fullu gildi nema menn þori að
hætta á að tefla því fram í viðsjálum heimi og í hinni sífelldu
stríðshættu friðaráranna. Það verður ekki í fullu gildi nema
menn þori að hætta á að glata því, þori að njóta þess. Hin
leiðin, sem við höfum gengið síðustu fjóra áratugina, er að
glata því að meiru eða minna leyti fyrir fram. -AK
Andrés
Kristjánsson
skrifar