Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.04.1984, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 ■ Sjötugur maður ekur hjartabilaðri konu sinni niður að ströndinni. Bæði eru þau eftirlaunaþegar af gyðingaættum, eins og flestir á þessu svæði, en Florida er enn tiltölulega ódýr sumardvalarstaður. Suðurhlutann nefna þeir á Florida „Poor Man’s Paradise." og öðruvísi", voru hvatningarorð Bar- böru Capitman, sem var á fleygiferð til þess að útvega fé í frekari andlitslyftingu „Art-deco" bygginga. Á South-Beach hugðist hún skapa „eitt lífrænasta sam- félag í Ameríku, þar sem raunverulegt fólk skyldi búa.“ Sumarið 1983 bauð hún sig fram til kjörs í borgarráðið, en það er skipað sjö mönnum og hafa þeir afgerandi áhrif á löggjafann. En auðvit- að náði hún ekki kjöri og var það vegna undirróðurs stóreignamanna. Sá sem borgar hefur líka allan rétt, segir þar. En er það svo einfalt? Banka- stjórar, lögmenn og byggingaverktak- arnir í borgarráðinu eiga líka úr vöndu að ráða. Þeir eru allir gyðingatrúar og eru því tortryggnir á allar tilraunir til þess að koma í kring burtflutningi eigin þjóðar fólks. Þeir hafa á undanförnum árum ekki látið neitt tækifæri ónotað til þess að veifa tillögum um „réttláta leið til búsetuskipta.” En borgin er einnig orðin illa á eftir tímanum. Stórfé hefur verið varið tii þess að breikka ströndina og byggja nýja bátahöfn. Markmiðið er að laða viðskipti að borginni að nýju og reka af henni slyðruorðið sem „af- dönkuðu elliheimili", stað þar sem Jumbó-þoturnar rétt tylla sér niður og fólk rekur inn nefið eina nótt á leið til Disney-lands. En þeir gömlu munu verða þarna áfram. Borgin mun stækka. Hið frjálsa hagkerfi mun sjá til þess og stefnan er þegar mörkuð: Við ströndina á horni 15. strætis, er nú fyrsti skýjakljúfurinn að rísa, 36 hæðir. Sagt er að Saudi-arabar borgi brúsann. Mikil reiði er ríkjandi í hverfinu. Bágt er að vera gamall og ríkur, en alls ómögulegt að vera gamall og fátækur. „Sjá þetta! Eigum við nú ekki heldur að fara og virða fyrir okkur gömlu hreysin. Þau eru fegurri sjón," segir Rússinn Igon, flóttamaður frá Lening- rad, með háðshreim. Þegar við spyrjum hann hvernig honum gangi svarar hann: „Ekki vel í dag. Ég hef ekkert fengið í sarpinn." í kúbanska bakaríinu situr gömul kona og bölvar yfir því að hún hefur ekki tennur til þess að ráða við hveitibrauðið sem hún keypti. „Borðaðu kartöflu- mús,“ segir afgreiðslustúlkan. „Þetta þurra brauð ykkar er bölvað hneyksli," segir sú gamla. Rausandi mun hún fara í gröfina. Uppi á söngpalli þar sem bandaríski fáninn blaktir á eina hlið, en sá ísraelski á hina, stendur gömul kona og syngur hárri röddu: „Séð hef égmargt um mína tíð, minnist hlátra og tára." Við virðum þær enn einu sinni fyrir okkur, þessar litlu ekkjur með málaða munninn og plastpokana, sem reyna að halda virðingu sinni með ýmsum kát- broslegum uppátækjum. Hver kemur í þeirra stað? „Líklega enginnnemagóðurGuð," svararAnd- rew Capitman", hóteleigandi. (Þýtt -AM) ■ Léttklædd „ungfrú“ við strönd- ina ■ „Ég hef orðið að þræla fyrir öllum hlutum um dagana,“ segir hún þessi. „Loks nú fæ ég tækifæri til að lyfta mér upp.“ ■ Leikfimiæfing við „Ocean Drive.“ asta „Art-deco“ hótelið við Ocean Drive, „New Yorker". En í stað þess að byggja það upp og njóta góðs af ýmsum skattfríðindum sem því fylgdi, þá lét hann rífa það. Frú Capitman grátbað hann: „Þú slítur úr mér hjartað, Abe!“ En hann fullvissaði hana um að þetta væri ekki gert til þess að særa hana: „Þetta er bara fjármálaatriði, hjartað mitt. En ekki fóru allir að ráði sínu eins og Abe. Sonur frú Capitman, Andrew, sem er 32ja ára, hefur keypt sjö „Art-deco" hótel og látið byggja þau upp í smáat- riðum. „Moon over Miami“ böll Skyndilega breytti gamla Miami Be- ach um svip. Haldnar voru útihátíðir og flóamarkaðir og „Moon over Miami"- böll, þar sem-rwing-hljómsveit lék á svölum „Victor"-hótelsins. Gamlafólkið fylgdist undrandi með skara listamanna, tónlistarmanna og bráðfrumlegra gáfu- manna, sem nú tók að drífa að. Það skelfdist ekki að koma í nálægð við þessa nýju menningu, þótt halla tæki undan fæti hjá því. „Blandið geði, góða fólk, það er sveitamennska að óttast það sem er nýtt Gamall fenjafláki Þctta ríkulega framboð á ýmíssi þjórt- ustu er runnið undan rifjum borgaryfir- valda, scm cítir 1960 komu auga á það að ckki skyldi vanmeta þær fjárhæðir sem t'elast f ellibótum og hvers konar eftirlaunum. Þá var ferðamannastraum- urinn til Miami nefnilega tekinn að minnka með stórstiga aukningu þotu- i flugs. Gömlu lúxushótelin við strandar- : bleðilinn voru ekki jafn töfrandi lengur. ■ Fólk flaugfremurtil Kanarí-eyja. Gamla É fólkið kom þá sem frelsandi englar, enda voru því boðin margs konar skattfríð- i.ndi. lágur framfærslukostnaður og eilil sól. Gamla fólkið kom líka. Norðurpartur svæðisins var endurbyggður með nýjum lúxushótelum, en yfirvöldin klóruðu séií í höfðinu yfir suðurhlutanum. Eitthvað varð til þess að athafnasemi þeirra náði ekki þangað, ef til vill var það viðkvæmm fyrir fortíðinni. 1 fyrri heimsstyrjöldinni var þetta svæði enn fenjafláki. Þá kom til skjal- anna hálfruglaður milljónamæringur að||| nafni Carl Fisher og lagði hann fjármuni sína í fyrirtæki John Collins nokkurs, sem var skurða og brúa-verkfræðingur. Þeir girtu af stórt landsvæði og hófu að þurrka það upp. Eftir 1920 skall svo yfir Florida-æðið og allir vildu eignast lóðirj á þessum stað. Hversá sem gat fjarfest var velkominn og skipti þá engu hvort það voru pening- ar Mafíunnar eða Gyðinga scm um vai að ræða, cn á þessum tíma þóttu Gyðing- ar ekki selskapshæfir. Miami varð nú helsti mótsstaður milljónunga frá New York og varð Palm Beach allra fínasli staðurinn. Þegar undirheima-imlljón- ungurinn Meyer Lansky fékk ckki að- gang að klúbbi einum vegna þess að hann var Gyðingur, þá stofnaði hann sjálfur sinn eigin klúbb í hvellinum. Ekki var neinum vandkvæðum bundið að kaupa land, cn hitt var öllu erfiðara að gera eitthvað úr því. Árið 1929 kom kreppan og þá var Florida-ævintýrið á enda. En þá var það að Gyðingar frá New York, einkum úr fataiðnaðinum, ákváðu að nota fé sitt til byggingar lítilla en góðra hótela handa fjölskyldum á Miami. Fataiðnaðurinn hafði mikið dregist saman og þetta sýndist skynsam- ’ leg fjárfesting. Ætlunin var að hér yrði paradís ellinnar fyrir verkamenn úr vefn- aðariðnaðinum, ekki síst á „South- Beach" og það varð. Síðar komu tvær nýjar bylgjur innflytjenda af Gyðinga- ættum, sú fyrri 1945, frá Evrópu, en sú síðari kom frá Rússlandi. Ekki var hægt að vísa fólki sem búið var að líða slíkar hörmungar í burtu. Að minnsta kosti ekki opinberlega. En inn- an veggja ráðhússins var málið þó rætt. Þar fengu sumir stjórnmálamenn ekki skilið í því vegna hvers allslausir öreigar áttu að fá að leigja húsnæði fyrir nær enga leigu á dýrustu lóðunum. Því lét borgarstjórnin lýsa því yfir árið 1973 að suðuroddi Miami væri heimkynni laus- ingjalýðs og þar með misstu 7000 sálir allt tilkall til opinbers fjár, þótt ekki væri nema til brýnasta viðhalds. En hvað gerði þetta gamla fólk. Það tók sig til og klíndi málningu yfir framhliðina á kofum sínum. Eftir það varð ekki sagt að þarna byggi iausungarlýður. Suðrænar Feneyjar En þrcmur árum síðar lagði bæjarfé- lagið fram 635 milljönir dollara í því skyni að gera suðuroddann að suðrænum Feneyjum með síkjum og bátahöfn fyrir 700 báta. hótelum, vvrsJtinarmiðstöðv- um, ténnisvöllum og skemmtigarði í stíl við Tivoli i Kaupmannahófn. En Inað |gerðu heimamenn þá? Þeir báru sig upp yfir yfirganginum. Þlð hafðí að sönnu lítið að segja, en ekki skorti áblaðaskrif- in. „Síki! Hver kærir sig umsfki?" sagði lalsmaður íbúanna. I’rances Mitnick. |83ja ára gömul eigandi „Calvert-Apart- ment" hótelsins. Hún prýddi hótel sitt lallt árið með jólaskrauti af mikilli hug- f vitssemi og sjálfa sig skreytti hún ekki i síöur. En framþróunin varð ekki stöðvuð og jarðýtur ruddu um hundaveðhlaups- brautinni og einnig samkomustað Gyð- , inga, „Jewish Community Center." En | þann hóp gamals fólks sem jarðýtur hröktu ekki burtu sáu hinir svonefndu „Marielitos" um að fæla burtu. Þarna var um að ræða hóp 125 þúsund manna, sem Castro skipaði út frá hafnarborginni Mariel og sendi til Bandaríkjanna. Mik- ill partur af fólki þessu voru geðsjúkling- ||ar og glæpamenn. Fjórum þúsundum var komið fyrir í hótelum og greiðasölu- stöðum á Miami. Washington greiddi leigu þessa fólks. „Þá var djöfullinn laus," segir Tom Hoolahan, lögreglu- stjóri, sem minnist þessa tíma með skelfingu. „Skothríð, innbrot, hnífs- stungur, árásir, eiturlyf, - ncfndu það bara, öll óknytti voru höfð í frammi. jpamla fólkið þorði ekki út úr húsi, það lokaði sig inni í herbergjum sínum." (! Fáir voru þeir sem voru svo bjartsýnir aö búast við einhverju jákvæðu í myrkri þessa tíma. En þó birtist það og send- iboði þess var markaðsrannsóknafræð- ingur frá New York, Barbara Capitman, ekkja þekkts prófessors og útgefanda. Eftir dauða eiginmannsins fór hún til' Miami Beach og komst þar á slóð merkilegs fjársjóðs. „Mér leið eitthvað svipað og Schliemann við Troju," segir hún nú. Þessi fjársjóður var skipulags- uppdráttur af götum og byggingum á „South Beach", eins og staðurinn var byggður upp eftir hvirfilvindinn mikla 1926. Það var hópur sex framsækinna arkitekta sem uppdráttinn gerði og þarna var að finna straumlínulag, pastel- liti, króm, gler og steinsteypu. Allt í. „Art-deco" stíl. Einnig var gert ráð fyrir flugvöllum og lægi fyrir risastór farþega- skip. Eftir að hafa þrýst á þingmenn í Washington í langan tíma tókst henni og klíku hennar á endanum að fá fram yfirlýsingu er gerði svæðið frá 6-23 strætisfriðhelgt vegna minjagildis. Þarna var um 800 byggingar að ræða og var þeim nú bjargað frá jarðýtutönninni. En til þessa hefur borgarstjórnin ekki sýnt mikinn áhuga á að vernda sögulegar minjar sínar með valdboði. Hún lét nægja að láta eigendur húsanna ráða því sjáifa hvort þeir vildu hafa sægræn hús sín með bogadregnum hornum og gler- dyrum mcð flamengo-mynstri eða ekki. Byggingaverktakinn Abraham Resnick, sem byggt hefur 70 hús á Miami Beach, vildi það ekki. Hann keypti eitt falleg- Æ Ml M|I / nráirnnm 11« T VIII U MIAMIBEACH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.