Tíminn - 11.04.1984, Síða 1
Islendingaþættir fylgja blaðinu í dag
Siðumula 15—Posthólf 370 Reykjavik—Ritstjórn86300-Augiysingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 — Kvóldsimar 86387 og 86306
Hálka og sviptivpndar á Vesturlandsvegi
SEX BÍLAR FUKU ÚT AF
■ Sex bílar fuku út af Vestur-
landsvegi, á móts við Korpúifs-
staði um kl. 18.00 í gær. Einn
bíllinn skemmdist töluvert,
en hinir bflarnir héldust á hjólun-
um. Einn komst upp af sjálfsdáð-
um en kranabíl þurfti til að ná
hinum upp á veginn. Engin slys
urðu á fólki.
Að sögn lögreglu var mjög
mikil hálka á smá vegarkafla
móts við Korpúlfsstaði, auk þess
var mjög sviptivindasamt seinni
part dagsins þannig að bílarnir
fuku þvers og kruss.
■ Stórhætta var á smá kafla á
Vesturlandsvegi í gær vegna
hálku og sviptivinda. 6 bílar fuku
út af veginum, þar af valt einn og
skemmdist töluvcrt. Þessi mynd
var tekin af hálkukaflanum í gær
og sýnir bílana eins og hráviði
utan vegar. Á innfelldu myndinni
sést bfllinn sem valt.
Tímamynd Sverrir.
. • >•-,
■ ; ■
Ríkisstjórnin f jallar enn um f járlagadæmið:
GENGISFELUNG EF EKKI
TEKST AÐ FYLLA GAHÐ?
■ „Ég skal ekki segja hver
niðurstaðan verður. Við sátum
yfir þessu í dag og niðurstaða
verður að fást á þingflokks-
fundum á morgun og síðan í
ríkisstjórn á fimmtudag“,
Bláa lónið:
FJOGUR ÞUSUND TONN AF
KÍSIL FALLA TIL ÁRLEGA
en enginn vill kaupa
■ í frárennslislóni Hitaveitu
Suðurnesja í Svartsengi, svo-
kölluðu Bláa Lóni fellur út mikið
af ómenguðum kísil sem nýta
mætti við margskonar iðnfram-
leiðslu. Að sögn Ingólfs Aðal-
steinssonar framkvæmdastjóra
Hitaveitu Suðurnesja er hér um
að ræða 4000 tonn á ári.
Eins og kunnugt er þá er
kísillinn hráefni í gler, fyllingar-
efni í málningu, síunarefni og
margt fleira mætti nefna sem
kísillinn nýtfst við. Munurinn á
kíslinum í Svartsengi og þeim
sem unninn er norður í Mývatns-
sveit er sá að kísillinn þar er
unninn úr skeljum og því mun
heppilegri en hreinn kísill sem
síunarefni. A hinn bóginn má
ætla að kísillinn í Svartsengi sé
heppilegur til ýmisskonar fram-
leiðslu þar sem kísils er þörf sem
hráefni.
Að sögn Ingólfs Aðalsteins-
sonar hefði hitaveitan ekkert á
móti því að kísillinn væri unninn
ef einhver hefði áhuga.
- b.
sagði Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra spurður
hvernig gengið hafl að fylla
upp í gatið á fundi ríkisstjórnar
í gær.
Steingrímur sagði kannski
einhverja samstöðu hafa náðst
um helming vandans, en hitt
vanti ennþá. M.a. gat hann
þess að tillögur væru komnar
fram um í kringum 200 mill-
jóna króna sértekjur í heil-
brigðis og tryggingakerfinu,
þannig að á því sviði hafi
töluvert náðst. Róttækar
skipulagsbreytingar á hinum
tveim stóru kerfum okkar -
heilbrigðis- og menntakerfinu
sé þó sennilega eina vitið.
Þangað fari mesta fjármagnið
- um helmingur af fjárlögun-
um. „Ef ekki er skorið niður
þar þá er þetta vonlaust",
sagði Steingrímur.
Steingrímur sagði nú brýnt
að halda áfram viðureigninni
við verðbólguna með því að
taka á öðrum þáttum en kaup-
mættinum. Hin mikla þensla í
peningamálum sé lang alvar-
legasti þátturinn og verði ríkis-
sjóður síðan rekinn með mikl-
um halla ofan á þensluna í
bankakerfinu hljóti það að
lokum að leiða til þess að
1 þrýstingurinn á gengið valdi
meiri gengisbreytingu en ríkis-
. stjórnin hafi hugsað sér. „Ég
tel því alvarlegt ef okkur tekst
ekki að fylla upp í þetta gat að
mestu leyti“.
- HEI.
Stundakennarar
við Háskólann:
Leggja nið-
ur vinnu á
mánudaginn
— til að leggja
áherslu á kröfur
sínar
■ Slundakennarar við Há-
skóla íslands hafa ákveðið að
leggja niður kennslu mánudag-
inn 16. apríl n.k. til að leggja
áherslu á kröfur sínar um að
reglur uin greiðslur til stunda-
kennara við HÍ verði endur-
skoðaðar. Kennararnir ætla að
nota verkfallsdaginn sem
starfsdag þar scm komið verði
saman til að ræða þessi mál og
skora þeir á aöra stunda-
kcnnara, fastráðna kennara
við Háskólann og háskóla-
nema að mæta ekki til kennslu
þennan dag. -GSH
Landbúnaðarsýning í haust:
Sú stærsta sem haldin
hefur verið hérlendis
■ Dagana 20.-30. september
næstkomandi halda Markaðs-
nefnd landbúnaðarins og Mjólk-
urdagsnefnd eina þá stærstu og
glæsilegustu matvælasýningu
sem haldin hefur verið hérlendis
jafnframt því sem þarna verða til
sýnis aðrar landbúnaöarvörur
svo sem skinna og ullarafuröir,
blóm og ýinsar nýjungar scm
ekki hafa verið kynntar almenn-
ingi fyrr. Samhliða sýningunni
verður fagráðstcfna þar sem
verða um 40 landbúnaðarráð-
herrar mcðal þátttakenda.
Sýningin verður haldin í hús-
næði Mjólkursamsölunnar á
Bitruhálsi, sem þá verður koniið
undir þak og verður sýningar-
svæðið 1500 fermetrar. Sýning-
argestum mun gefast kostur á að
smakka á þeim vörum sem þarna
verða á boðstólunum en jafn-
framt verða til sölu sérstakir
kynningarpakkar landbúnaðar-
afurða. Á næstu dögum verður
skipað í sýningarráð þar sem
munu sitja fulltrúar allra helstu
afurðasölufyrirtækja og verður
fyrsti fundur ráðsins haldinn 17.
apríl. Er það von aðstandenda
sýningarinnar að sem flest af-
urðasölufyrirtæki sjái sér fært að
taka þátt í þessari einstöku sýn-
ingu.
-b
I