Tíminn - 11.04.1984, Side 13

Tíminn - 11.04.1984, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1984 17 menningarmár Veðjað á músikal í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið: GÆJAR OG PIUR. Söngleikur byggður á sögu og persónum eftir Damon Runyon. Tónlist og söng- textar: Frank Loesser. Handrit: Jo Swerling og Abe Burrows. Þýðing: Flosi Olafsson. Hljómsveitarstjóri: Terry Da- vies. Danshöfundur: Kenn Oldfield. Leikstjórar: Kenn Oldfield og Benedikt Arnason. Leikmynd: Sigurjón Jóhanns- son. Búningar: Una Collins. Þjóðleikhúsið endar leikár sem verið hefur í rislægsta lagi á viðtekinn hátt, með rúmlega þrítugum amerískum söng- leik.. Gxjar og píur mun vera vinsælt músíkal um allar jarðir, dans, skuggaleg- ir fjárglæfrar og smáborgaralegir hjóna- bandsdraumar, allt í einum kokkteil. Sýningin er viðamikil, fjölmenn mjög, tveir breskir kunnáttumenn fengnir til að stjórna leik og tónlist, og fastalið hússins að sjálfsögðu nýtt. Áhorfendur á föstudagskvöld virtust kunna vel að meta þetta sjónarspil. Sjálfur hafði ég takmarkaða ánægju af sýningunni. Leikhúsinu gef ég ekki sök á því. Það er einu sinni svo að amerískir söngleikir vekja yfirleitt ekki áhuga minn. Ég viðurkenni fúslega að þetta er nokkur annmarki á einum leikgagnrýnanda, en kann best við að koma hreint fram og játa að mér finnst mörg hlutverk Þjóð- leikhúss brýnni en að sýna verk af þessu tagi. Hefði þó betur mátt sætta sig við músíkal að þessu sinni ef leikhúsið hefði sinnt öðrum skyldum sínum af meiri reisn í vetur. Eins og vant er hefur rækilega verið sagt frá leiknum fyrirfram í fjölmiðlum. Slík kynningarstarfsemi er auðvitað nauðsyn á vorri tíð. Það er hins vegar stundum til lítils gagns - og hef ég þá 'ekki þetta verk í huga öðrum fremur - þegar leiksýningar eru blásnar upp í blöðum, útvarpi og sjónvarpi áður en þær koma á fjalirnar. Þannig er reynt að magna upp eftirvæntingu hjá áhorfend- um, sem einatt snýst svo upp í vonbrigði þegar á hólminn kemur: verkið stendur ekki undir kynningunni. En þetta er böl sem allt menningarlíf verður reyndar að búa við. Leikurinn fer fram í New York meðal fjárglæframanna undirheima sem stunda veðmál og dufl. Megninefnið er það hvernig tveir gamblarar lenda í hjóna- bandi. Annar, Natan Detroit, hefur í fjórtán ár verið trúlofaður dansmeynni Adelaide og komið sér undan að giftast henni með alls konar vífilengjum, en hún sækir fast á. Nú gerist það að Natan þessi veðjar viðgamblarann Skæ Master- son að hann geti fengið píu í hjálpræðis- hernum, sem þarna berst ötullega gegn syndinni, með sér til Havana. Sem vænta má reynist Skæ það torsótt, en um það er lýkur hafa slíkar ástir tekist með þeim að Skæ er genginn í hjálpræðisherinn og samtímis tekst Adelaide að þvæla Natan í hjónabandið. Þetta er nú burðarás efnisins, en það sem utan á hangir, og veitir leiknum líf, eru karakterarnir sem hér stíga fram, gæjarnir og píurnar sem of langt yrði upp að telja. í liði gamblara kveður einna mest að Næslí Næsli Johnson sem Flosi Ólafsson leikur, en Flosi hefur einnig þýtt leikinn á lipurt slangurmál, enda þjálfaður í slíku. Án þess að hafa borið saman við frumtexta, er ég hrædd- ur um að söngtextarnir hafi látið nokkuð á sjá. Flosi segir í viðtali að frumtextinn sé alveg dýrlegur samsetningur, bæði í söngvum og samtölum. Og kveðst hann hafa reynt sitt besta til að gera söngvana sönghæfa og textann talhæfan. Þetta held ég reyndar að honum hafi tekist bærilega. Sýningin er mannmörg, og má nærri geta að snúið hefur verið að koma henni vel fyrir á sviðinu. Það verkefni leysa leikstjórar vel af hendi og sýningin rann áfram einkar greiðlega á frumsýningu. Leikmyndin er vönduð og vel útfærð, einkum götumyndir New York með Ijósaskiltum sínum og iðandi mannlífi. Ein nýlunda var hér sem ég kann illa við: hljóðnemum stillt upp á sviðsbrún þann- ig að söngur og tal magnast upp eins og á argvítugum skemmtistað. Einkum bitnar þetta á talinu og setur í það allt falshljóm. Leikarar eiga vissulega að geta sungið og talað svo að vel heyrist um allt leikhúsið, hávaðinn sem hljóm- sveitin framleiðir er alveg nægilegur. Burt með þetta dót! í hlutverkum Natans og Adelaide eru tveir þrautreyndir þjóðleikarar, Bessi Bjarnason og Sigríður Þorvaldsdóttir. Þarf ekki að spyrja að því, þau leysa verk sitt bæði fullvel af hendi og á þann hátt sem við má búast. Sigríður fór vel með ýmsa söngtexta, meðal annars harmljóðið þar sem hún situr og les úr sálarfræðinni um alla þá kvilla sem hrjá hina ógiftu konu: Semsagt, manncskja getur af áhyggjum útaf hvort brúðkaupid fari í steik klikkað, orðið kvefuð og veik Bessi fór léttilega með Natan, var þa' eins og fiskur í vatni, og allir gamalkunn- ir taktar hans nutu sín einkar vel. - Meiri athygli beindist að hinu parinu, Söru Brown hjálpræðisherspíu, Ragnheiði Steindórsdóttur, og Skæ Masterson, Agli Ólafssyni. Ragnheiður er nýkomin úr mikilli frægðarför norður á Akureyri að leika My fair lady. Ekki sá ég þá sýningu enda höfðu Akureyringar ekki fyrir því að bjóða gagnrýnendum norður. En Ragnheiður er, eins og við vissum fyrir, hin álitlegasta leikkona og fór vel og smekklega með hlutverk Söru. En af því vikið er að hjálpræðishernum: persóna sú sem Bríet Héðinsdóttir skap- aði í generálnum var úr samhengi við' hina „hermennina" hefðbundin skrípa- mynd af hjálpræðiskerlingu. Egill Ólafsson er fremur söngvari en ■ Úr Gæjum og píum. leikari, eða hefur verið fram að þessu, þótt við séum nýbúin að sjá hann skila góðum leik í Hrafninn flýgur. Hann söng reyndar vel hér, einkar fallega fór hann með lagið, já þetta fyrsta ást mín er, þegar Skæ syngur nótt stórborgarinn- ar lof sitt: það er reyndar snotrasta lagið í leiknum, En Egill lék einnig skilmerki- lega. Engin leið er, enda ástæðulaust að nafngreina alla aukaleikara. Helst er að telja Rúrik Haraldsson, Branningan löggu, Sigurð Sigurjónsson, Benna South- street, og ekki síst Erling Gíslason í hlutverki erkigamblarans Stóra Júlíusar, það var útmetin manngerð. Af ein- stökum atriðum var einna fyndnast það er Skæ Masterson fær allt liðið með veðmáli á bænasamkomu hjá hjálpræðis- hernum, lætur þá meira að segja standa upp og vitna. Gæjum og píum var vel tekið á frumsýningu sem fyrr sagði, þótt ekki væri um stórfelld fagnaðarlæti að ræða. Ekki er ólíklegt að lcikurinn eigi gott gengi fyrir höndum á sviðinu í vor. Vel get ég unnt leikhúsinu að fá dálitla lyftingu íaðsókn ílokin. Hérhefurverið ráðist í stórt verkefni, af ærnum tilkostn- aði, og lögð í það kunnátta og alúð. Gaman hefði verið að þeirrar alúðar hefðu notið fleiri verkefni í vetur veiga- meiri og safaríkari en þetta gamla yfir- borðslega músíkal úr Vesturheimi. Daglegt líf á Bretlandi á millistríðsárunum Gunnar (J!l Stefánsson 1 w skrifar um leiklist ■ John Stevenson: The Pelican Social Historv of Britain. British Society 1914- 45. Penguin Books 1984. 503 bls. Á undanförnum árum og áratugum hefur áhugi á samfélagssögu aukist mikið í Evrópu. í stað þess að leggja höfuð- áherslu á rannsókn og ritun stjórnmála- og hagsögu beina nú æ fleiri sagnfræðing- ar sjónum sínum að hinum daglegu þáttum samfélagsins, reyna að gera sér grein fyrir því, hvernig einstök samfélög voru byggð upp, hvaða breytingum þau tóku, og hvernig lífskjör og lífshættir fólks voru á hverjum tíma. Þetta rit cr fjórða bindið í sex binda ritröð um þróun bresks samfélags frá upphafi 16. aldar og fram á vora daga. Það hefst með athugun höfundar á samfélagsgerðinni við lok fyrri heims- styrjaldar, 1918 og lýkur með hliðstæðri könnun á samfélaginu við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Á þessum tíma urðu miklar breytingar á Bretlandseyj- um. Velferðarríkið hélt innreið sína, opinber afskipti af þjóðlífinu færðust mjög í vöxt, menntunaraðstaða batnaði til muna, konur fengu kosningarétt, fjölskylduformið breyttist, vísitölu- fjölskyldan leysti gömlu stórfjölskylduna af hólmi og þannig mætti lengi teija. í tæknilegum efnum urðu einnig miklar breytingar er samgöngur stórbötnuðu, útvarpið breytti lífi manna, o.s.frv. En ekki var allt gott, sem gerðist í Bretlandi á þessum tíma. Heimskreppan olli gífurlegu atvinnuleysi, sem þó var ekki á bætandi, og í lok tímabilsins dundi heimsstyrjöldin yfir með öllum sínum hörmungum. Frá öllu þessu skýrir höfundur á mjög greinargóðan og skemmtilegan hátt og veitir lesendum góða innsýn í daglegt líf Breta á millistríðsárunum. Þetta er einkar fróðlegt rit fyrir alla þá, sem áhuga hafa á samfélagssögu almennt og þó einkum sögu Bretlands. Höfundurinn, John Stevenson er há- skólakennari í Sheffield og hefur samið allmörg rit um sögu Bretlands á síðari öldum. Jún Þ. Þór. MJGUSNGASUlfANHffi verölækkuná öli og gosdrykkjum HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Nlíföorfatnoöur frá Sjóklœöageröinni: i>róaður ill ad mæta kröfum ísienskra Njómanna við erdðustu aðslæður. POLYVINYL GLÓFINN SEXTÍUOGSEX NORÐUR mi;ð sérstökum gripfleti sem gefur gott tak. Skúlagötu 51 Simi 11520

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.