Tíminn - 12.04.1984, Side 4

Tíminn - 12.04.1984, Side 4
FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1984 fréttir ■ X ■■ .wwr a ^jgfciur .^1 ' % «. : 1 „Spurning hvort farið verður í mál við ríkissjóð" — „út af mistökum vararíkissak- sóknara“, segir Jón Oddsson, hrl. ■ Frá málflulningi í sakadómi Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn lögreglumönnunum þrem. Bragi Steinarsson, Guöni Haraldsson hdl., verjendur lögreglumannanna, og loks lögreglumennirnir þrír. - Tímamyndir Árni Sæberg. Niðurstaðan í Skaftamálinu fyrir sakadómi: ■ „Það er spurning hvort farið verður í mál við ríkissjóð út af mistökum og handvömm vararíkissaksóknara í þessu máli", sagði Jón Oddsson hrl., verjandi eins lögreglumannana þriggja, þegar Tíminn spurði hann hvort sýknudómur sakadóms hefði frekari málarekstur af hálfu lögreglumannana í för með sér. Jón sagði að ekki hefði verið rætt hvort kæmi til greina að höfða mál á hendur Skafta Jónssyni fyrir rangar sakargiftir. „I 115. grein laga um meðferð opin- berra mála er tekið fram að gefa eigi út ákæru ef saksóknari telur líkur á að viðkomandi sé sekur, sagði Jón ennfrem- ur." „Málflutningur vararíkissaksóknara var þess eðlis að hann féll meira og minna frá þesum atriðum þegar fram í ræðu hans sótti og það voru sömu forsendur sem lágu fyrir þegar hann gaf út ákæruna og þegar hann flutti málið. Ég tel að þarna hafi orðið embættisleg mistök og embættisleg misfærsla hjá vararíkissaksóknara, sem séu skaða- bótaskyld og ríkisvaldið ber ábyrgð á“. „Annars kom niðurstaða dómsins ekkert á óvart“, sagði Jón. „í raun og veru var framkoma og framganga þess- ara lögreglumanna þess eðlis að það lá Ijóst fyrir hver málalokin yrðu.“ GSH. „Akærðu sýknir af ákærunni í málinu“ ■ Sakadómur Reykjavíkur scndi frá ákæruvaldsins gegn lögreglumönnunum dómsins eru rakin. Greinargerðin fer blaðsins: f dag var í sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli, sem ríkissak- sóknari höfðaði með ákæru dagsettri 15. febrúar sl. á hendur lögreglumönnunum Guðmundi Baldurssyni, Jóhanni Val- birni Ólafssyni og Sigurgeiri Arnþórs- syni. í ákærunni segir, að málið sé höfðað á hendur ákærðu, „fyrir ólöglega hand- töku og í því sambandi brot í opinberu starfi, harðræði og líkamsmeiðingar sem hér segir: Öllum ákærðu cr gefið að sök að hafa, aðfaranótt sunnudagsins 27. nóvember 1983, í starfi sem lögrcglumenn er þeir sameiginlega sinntu kvaðningu í Þjóð- lcikhúskjallarann í Reykjavík, handtek- ið þar við fatageymslu samkvæmt ábend- ingu Sigurbjarts Ágústs Guðmundsson- ar, dyravarðar, en án nægilegra ástæðna cða tilefnis. Skafta Jónsson, blaðamann, Víðimel 19, Reykjavík, sem þá, skömmu fyrir lokun hússins, var ásamt konu sinni á leiö út úr húsinu, án-þess að hafa í fatageymslunni fengið afhenta eða sjálfur fundið yfirhöfn sína, og með harðræði yfirbugað Skafta, handjárnað hann og fært hann út úr húsinu. Ákærðu Guðmundi og Jóhanni Val- birni er gefið að sök að hafa, cins og.lýst verður, með harðræði við flutning ákærða frá Þjóðleikhúsinu og að lög- reglustöðinni viö Hverfisgötu orðið vald- ir að því að Skafti hlaut áverka og líkamsmeiðsli í þeini flutningi ogfatnað- ur ónýttist af blóðblettum og óhreinind- um. a) Ákærðu Guðmundur og Jóhann Valbjörn er þeir, við mótspyrnu Skafta, ýttu honum eða hrintu inn í lögreglubif- reiðina þannig, að Skafti féll á grúfu á gólf lögreglubifreiðarinnar handjárnað- ur aftur fyrir bak. b) Ákærði Guðmundur í tökum þeim er hann hélt Skafta í á gólfi lögreglubif- reiðarinnar allt þar til komið var að lögreglustöðinni. Áverkar þcir, sem Skafti hlaut í flutningnum voru þessir: Nefbeinsbrot og blóðnasir, glóðarauga á vinstra auga, tvær rispur á enni og roði og húðmar í hársverði á hnakkasvæði, rispur og húðmar á vinstri öxl og á báðum upp- handleggjum, handjárnaför á báðum úlnliðum og bólga og eymsli á ökla. Brot allra ákærðu teljast varða við 131. gr. - til vara 132. gr. - almennra hcgningarlaga nr. 19, 1940, og brot ákærðu Guðmundar og Jóhanns Val- björns auk þess við 1. mgr. 218. gr. - til vara 217. gr. - í báöum tilvikum sbr. 138. gr. sömu laga. Þess er krafist, að ákærðu verði dæmd- ir til rcfsingar, til greiðslu skaðabóta, ef krafist verður, og til greiðslu alls sakar- kostnaðar." sér greinargerð í gær um dóm í máli þrem, þar sem ákæruatriði og niðurstöður hér á eftir, óstytt, en millifyrirsagnir eru Niðurstöður dómsins „Samkvæmt segulbandsupptöku fjar- skiptamiðstöðvarlögreglunnar í Reykja- vík hljóðaði tilkynningin til hennar frá Þjóðleikhúskjallaranum framangreint sinn á þá leið, að þar vantaði aðstoð vegna manns, sem væri með læti. Ákærðu fóru á staðinn að sinna þessu. Þeir hafa upplýst, að Sigurbjartur Ágúst, dyravörður. hafi beðið þeirra utan dyra og beðið þá að fjarlægja mann, sem hefði ráðist á sig. Kemur fram í fram- burði ákæröu og vitna, að Sigurbjartur Ágúst hafi borið þess merki, þegar lögreglan kom, að hann hefði lent í átökum. Með framburði Skafta Jónssonar, þriggja dyravarða og annarrar stúlkunn- ar í fatagcymslunni, er sannað, að ákærði hafi lent í átökum við Sigurbjart Ágúst dyravörð í fatageymslu Leikhús- kjallarans. Þá verður að telja sannað með framburði framangreindra vitna þrátt fyrir framburð Skafta, að hann hafi átt upptökin að þessum átökum og með frumburði vitna og áverkavottorði, er sannað, að í átökunum hafi Sigurbjartur Ágúst hlotið áverka og fataskemmdir. Eðlilegt að dyraverðir kveddu lögreglu á vettvang. ( 4. gr., sbr. 11. gr. reglugerðar um löggæslu á skemmtunum nr. 273, 1977, sbr. 8. og II. gr. laga nr. 56. 1972 um lögregiumenn, er hlutverk dyravarða greint m.a. á þann veg, að þeir skuli halda uppi röð og reglu á skemmtunum og sé þeim í því skyni heimilt að vísa á brott þeim, sem brjóta gegn settum reglum eða óspektum valda og kveðja sér til aðstoðar við störf sín, hvern þann, sem þeir óska. Var því eðlilegt, að dyraverðir Þjóðleikhúskjallarans kveddu lögregluna á vettvang umrætt sinn vegna Skafta Jónssonar. Ákærðu ætluðu að fá Skafta með sér og mátti honum vera það Ijóst með hliðsjón af því, sem á undan var gengið um hvað þeir ætluðu að ræða við hann. Þeim bar samkvæmt 35. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála skylda til þess að hefja rannsókn málsins, þar sem frásögn og útlit dyravarðarins gaf þeim ástæðu til þess að ætla, að þeir hcfðu verið kvaddir á vettvang vegna óspekta og árásar þess manns, er Sigur- bjartur Ágúst benti þeim á, þ.e. Skafta Jónssonar. Handtakan var réttmæt Skafti neitaði hins vegar að fylgja ákærðu, þótt hann gæti ekki gengið þess dulinn, svo sem áður greinir, að óskað hefði verið aðstoðar lögreglunnar vegna hans. Liður í rannsókninni hlaut að vera viðtal við Skafta, sem var kærður. Bar honum skylda að hlýða fyrirmælum ákærðu að koma með þeim. Því neitaði Skafti og hefur viðurkennt þá neitun. Þegar af þessum ástæðum var það rétt af ákærðu að handtaka Skafta samkvæmt ákvæðum bæði 1. tl. og 6. tl. 61. gr. áðurgreindra laga. Á það ber þó að líta, að ákærðu virðast ekki hafa kynnt sér alveg nægjan- lega ástæðurnar, sem lágu að baki út- kallsins, þegar þeir hófu handtökuað- gerðir sínar, en það hefðu þeir átt að gera frekar. Samt verður að telja, að með hliðsjón af útliti dyravarðarins, er ákærðu komu á staðinn, viðbrögðum Skafta, er þeir komu og loks verksviði og valdsviði dyravarðar, hafi þeim af þeim ástæðum einum verið rétt að fjarlægja hann úr húsinu. Þá var fata- geymsla í samkomuhúsi ekki æskilegur staður til að hefja yfirheyrslur í rannsókn opinbers máls, þegar þar er staddur fjöldi fólks. Loks voru viðbrögð Skafta slík, er ákærðu hófu handtökuaðgerðir, að þeir áttu vart annars úrkosta en að Ijúka þeim. Meðhliðsjón af öllu framan- sögðu verða ákærðu því sýknaðir af því að hafa handtekið Skafta Jónsson án nægjanlegra ástæðna eða tilefnis umrætt sinn og þar með af því að hafa brotið gegn 131. gr. eða 132: gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. Sannað er með framburði ákærðu, vitna og læknisvottorði, að Skafti Jóns- ákvörðun tekin um áfrýjun þessa dóms“ — segir Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, þegar Tíminn spurði hann hvort ríkis- saksóknari hefði í hyggju að áfrýja dómi Sakadóms. Bragi sagðist aðspurður ekkert hafa að segja um dóminn að svo stöddu. Dómurinn lægi fyrir og hann talaði sínu máli. ■ „Það var aðeins uppkvaðning dóms- ins sem fram fór í dag en dómsniður- stöður og málsskjöl hafa ekki borist embættinu enn. Það verður engin ákvörðun tekin um áfrýjun þessa dóms fyrr cn málið og skjölin berast embættinu og þá höfum við nokkurn tíma til þess. Það er síðari tíma ákvörðun", sagði „SYNIR AÐ EKKIER HÆGT AÐ FARA í MÁL VIÐ LÖGREGLUNA“ — segir Skafti Jónsson, blaðamaður ■ „Þetta sýnir bara það eitt, sem ég trúði ekki að óreyndu, að það er ekki hægt að fara í mál við lögregluna - hversu augljós sem brot hcnnar gegn borgurum eru,“ sagði Skafti Jónsson, blaðamaður, þegár han var inntur álits á dómsniðurstöðu sakadóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn lögreglu- mönnunum þremur, en dómurinn var kveðinn upp í gær. „Maður veit í raun ekki hvort á að hlæja eða gráta þegar dómurinn er lesinn yfir. Dómarinn virðist álykta að ég hafi sjálfur veitt mér þá áverka sem ég hlaut - ég hefði gaman af að sjá hann hárreyta sig í hnakkann handjárnaðan fyr- ir aftan bak þannig að marblettur hljótist af. Hann virðist ekki hafa tekið nokkurt mið af framburði vitna úr Leikhúskjall- aranum öðrum en þeim sem mér voru óhliðholl, það er að segja starfsfólkinu. Gestir veitingahúsa virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá honum en fram- burður þeirra var mér undantekninga- laust í hag. Meðferð þessa máls er sorgarsaga frá upphafi til enda og ekki til þess fallin að styrkja trú fólks á réttarfarið í landinu. Því að ég hef á tilfinningunni, þrátt fyrir allt, að þorri fólks sem fylgst hefur með málinu, trúi minni frásögn". son hlaut þá áverka, er í vottorðinu greinir á tímabilinu frá því hann bað um frakka sinn í fatageymslunni án árangurs uns honum var sleppt úr fangageymslu lögreglunnar. Ekki er sannað, svo að óyggjandi sé, hvenær á þessum tíma þetta varð, en lang líklegast er, að það hafi gerst á tímabilinu frá því ákærðu tóku á Skafta í fatageymslunni og þar til hann var tekinn út úr lögreglubifreið- inni. Ákærðu hafa allir mótmælt því, að þeir eigi sök á áverkum Skafta og kannast ekki við, að hann geti hafa fengið þá með þeim hætti, er hann og kona hans lýsa, þ.e. að ákærði Guð- mundur hafi ítrekað keyrt höfuð hans í gólf lögreglubifreiðarinnar. Þetta hefur vitnið Ásta Svavarsdóttir, sem einnig var í lögreglubifreiðinni, ekki getað borið um, og heyrði vitnið ekki um þessa ásökun Skafta, fyrr en hann kom úr fangageymslu lögreglunnar. Skafti gæti hafa hlotið áverkana fyrir eigin tilverknað Eigi liggur fyllilega ljóst fyrir í málinu með hverjum hætti Skafti hlaut áverka þá, er að framan greinir. Hann veitti mikla mótspymu meðan á handtöku stóð og fullyrða ákærðu Guðmundur og Jóhann Valbjörn, að hann hafi fallið inn á gólf lögreglubifreiðarinnar, þegar hann var settur inn í hana. Er ekki lögfull sönnun fram komin fyrir því gegn neitun ákærðu, þrátt fyrir framburð Skafta og konu hans, að ákærðu Guðmundur og Jóhann Valbjörn hafi af ásetningi eða gáleysi orðið valdir að áverkum hans. Gæti Skafti eins hafa hlotið þá fyrir eigin tilverknað. Ber því að sýkna ákærðu Guðmund og Jóhann Valbjörn af ákæru um brot á 218. gr. eða 217. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. Af hálfu Skafta Jónssonar hefur verið lögð fram bótakrafa á hendur ákærðu að fjárhæð kr. 48.850. Þar sem ákærðu eru sýknaðir í máli þessu verður samkvæmt 2. mgr. 146. gr. 1. nr. 74,1974 ekki dæmt um bótakröfuna. Samkvæmt framansögðu ber að dæma ríkissjóð skv. 1. mgr. 140. gr. laga nr. 74, 1974 til að greiða allan sakarkostnað í máli þessu, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda ákærða Guð- ntundar, Jóns Oddssonar, hæstaréttar- lögmanns, 18.000 krónur og skipaðs verjanda ákærðu Jóhanns Valbjörns og Sigurgeirs, Guðna Haraldsson, héraðs- dómslögmanns 18.000 krónur. Dómsorð: ákærðu sýknir af ákæru Ákærðu, Guðmundur Baldursson, Jóhann Valbjörn Ólafsson og Sigurgeir Arnþórsson, eiga að vera sýknir af ákærunni í máli þessu. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Guðmundar, Jóns Oddssonar, hæstaréttarlögmanns 18.000 krónur og skipaðs verjanda ákærðu Jóhanns Valbjörns og Sigur- geirs, Guðna Haraldssonar. héraðs- dómslögmanns, 18.000 krónur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.