Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984 Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, 105 Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar (2 blöð). Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent ht. Fréttaþjónusta Morgunblaðsins ■ Morgunblaðið hælir sér oft af því, að þa'ð sé fyrst með fréttirnar. Það láti ekki heldur neitt fréttnæmt fram hjá sér fara. Þeir, sem lesi Mbl. geti treyst því, að þeir fái fréttir af því, sem máli skiptir. Það hlýtur því að vekja nokkra athygli þeirra, sem taka mark á þessum yfirlýsingum Mbl., að alveg skuli hafa farið framhjá blaðinu kosning, sem fór fram í borgarstjórn fyrir viku síðan á tveimur mönnum í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur. Þessi kosning fór þó fram með þeim hætti, að hún hlýtur að teljast verulega fréttnæm. Það óvænta gerðist, að Alþýðubanda- laginu bættust tveir borgarfulltrúar tfl að tryggja kosningu Sigurjóns Péturssonar, foringja þess í borgarstjórn, í stjórn Sparisjóðsins. Það voru ekki heldur nein smámenni, sem gengu hértil liðveizlu við Alþýðubandalagið. Það voru engir aðrir en sjálfur borgarstjór- inn, Davíð Oddsson, og forseti borgarstjórnar, Markús Antons- son. Ólíklegt er, að þetta hafi með öllu farið framhjá Morgunblað- inu. En af einhverjum ástæðum hefur blaðið talið sér og flokki sínum heppilegt að loka augunum og látast ekki vita neitt. Þetta er annars ekki nein nýjung. Fréttaþjónusta Mbl. lokar- yfirleitt augunum, þegar eitthvað gerist, sem getur talizt forustu Sjálfstæðisflokksins óhagstætt, eins og t.d. stuðningur þeirra Davíðs og Markúsar við Sigurjón Pétursson. Með þögn sinni vill Mbl. hjálpa til að þetta gleymist, því að það telur ekki heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að upplýsa það makk milli hans og Alþýðubandalagsins, sem er að gerast bak við tjöldin. Það fór líka alveg fram hjá fréttaþjónustu Morgunblaðsins, þegar borgarstjórnarmeirihlutinn ákvað miklu hærri útsvars álagningu en Þjóðhagsstofnun hafði sýnt fram á, að borgin þyrfti á að halda. Á sama hátt duldist það alveg fréttaþjónustu Mbl., þegar borgarstjórnarmeirihlutinn hækkaði hitaveitugjaldið miklu meira en trúnaðarmenn Matthíasar Mathiesen viðskiptamálaráðherra töldu þörf fyrir.' Fréttaþjónusta Morgunblaðsins lætur sér einnig sjást yfir flest af því, sem kemur frá fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þannig mun því hafa alveg gleymzt að segja frá því, að vissar tillögur fjármálaráðherrans til þess að bæta fjárlagagatið hefðu aukið verðbólguna um fleiri prósentur, ef farið hefði verið eftir þeim. Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd, að fjármálaráðherrann er um þessar mundir samkvæmt stöðu sinni helzti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Þannig mætti halda áfram að rekja það, hvernig fréttaþjónustan lætur sér sjást yfir flest það, sem gæti orðið Sjálfstæðisflokknum til erfiðleika. Vond fréttaþjónusta er fólgin í því að rangfæra frásagnir af atburðum, málefnum og mönnum. Enn verri getur hún orðið, þegar augunum er lokað fyrir mikilvægum staðreyndum, sem gætu orðið flokki viðkomandi fjölmiðils til óþæginda. Það er ekki sízt á þessu sviði, sem Mbl. þarf að bæta fréttaþjónustu sína. Verðskulduð viðurkenning Norska vísindafélagið (Det kongelige norske videnskapers selskap) veitti verðskuldaða viðurkenningu, þegar það sæmdi Lúðvík Kristjánsson heiðurspeningi sínum. Norska vísindafélagið var stofnað 1760. Það lætur árlega slá heiðurspening til að minnast einhverra hinna mestu afreksmanna af gengnum félögum. í ár minntist það Ellerts Sundt (1817-1876), sem oft er talinn fyrsti félagsvísindamaður Noregs, en hann ferðaðist vítt og breit um Noreg og skráði sögu almennings á - vísindalegan hátt. Lúðvík Kristjánsson hefur unnið svipað verk með hinni miklu bók sinni um sjávarhætti, sem er eitt mesta verk þeirrar tegundar, er norrænn maður hefur unnið á þessari öld, og hefur þann höfuðkost að vera alþýðlegt og vísindalegt í senn. Lúðvík Kristjánson var því vel að þessari viðurkenningu kominn. Þ.Þ. skrifad og skrafað Markmið og stefnur Böðvar Bragason vara- þingmaður Framsóknar- flokksins skrifar um byggða- jafnvægi og byggðastefnu í Þjóðólf og í framhaldi af því um orkuverð og þann mis- mun sem landsmenn búa við hvað það snertir. „Upp úr áramótum hvert ár koma tölur Hagstofunnar um mannfjölda í hinum ýmsu byggðarlögum 1. desember liðins árs. Á íslandi hafa þessar tölur reynst áreiðan- legri um afkomu byggðarlag- anna innbyrðis en margar vísitölur og er svo enn. Til- flutningur tæplega eitt þús- und einstaklinga til höfuð- borgarinnar umfram þá sem þaðan fluttu vekja til um- hugsunar og gefur til kynna að þau öfl sem viðhalda vilja jafnvægi byggðanna í landinu þurfi að halda vöku sinni. Fólksfækkunin verður að; þessu sinni aðallega á Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og Vesturlandi en annars staðar stóð mannfjöldi nokk- urn veginn í stað. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð haft þá skoðun að íslenskri þjóð og þjóðlífi væri það nauðsyn að sem mest af landinu væri í byggð til þess að viðhalda hinu fjöl- breytta atvinnumunstri til sjávar og sveita og einnig til þess að þjóðin haldist sem lengst sjálfstæð atvinnuleg heild og um flest sjálfri sér nóg. í þessu skyni m.a. studdi flokkurinn af alefli þá alhliða uppbyggingu atvinnulífsins sem átti sér stað á sl. áratug og sem um margt breytti lífi þjóðarinnar til hins betra bæði í þéttbýli og dreifbýli, en þessi uppbygging var nefnd byggðastefna. Fyrir stuðning sinn við þessa stefnumörkun hefur flokkur- inn og forustumenn hans mátt þola margt hnjóðsyrðið frá andstæðingum. Hefur áróðurinn aðallega beinst að þvt' að flokkurinn vildi hygla dreifbýli á kostnað þéttbýlis og drægi þar aðallega taum bændastéttarinnar. Sé t.d. litið til fylgis Fram- sóknarflokksins á SV-landi nú og til þess sem áður var þá er Ijóst að þessi áróður hefur borið nokkurn árangur. Flokkurinn getur og reyndar verður að snúa þessari þróun við. Með því einu móti að verða jafnsterkur í þéttbýli sem dreifbýli getur hann vænst þess að vinna að fram- gangi hugsjóna sinna svo sem þarf og þjóðinni er nauðsyn. Stefnumál Framsóknar- flokksins og samvinnustefn- an eiga jafnmikið erindi til landsmanna hvar á landinu sem þeir búa því hugsjónir jafnréttis og samvinnu eiga alls staðar akur. Orkureikn- ingurinn Orka er undirstaða því sem næst allra hluta í nútíma- þjóðfélagi. Það skiptir því miklu máli fyrir hvert þjóð- félag hve stóran hlut af þjóð- arframleiðslunni þarf til þess að greiða fyrir orkunotkun- ina á hverju ári. Mjög er þetta misjafnt eða allt frá þeim þjóðum sem vinna olíu úr jörðu með mjög litlum tilkostnaði og til þeirra sem alla orku verða að kaupa að. Islendingar vinna nú orðið mikinn meirihluta þeirrar orku er þeir nota úr inn- lendum orkulindum og eru því í hópi þeirra þjóða sem hvað skárst eru settir í þess- um efnum. En áður en að orku fallvatna og jarðhita verður komið til neytenda þá þarf að leggja í mikinn kostnað þar sem eru orkuver- in og dreifikerfin. Neytendur greiða síðan með orkureikn- ingum sínum ár hvert þá upphæð sem þarf til þess að annast rekstur, afskriftir og nýbyggingar þessa kerfis. Helstu framleiðendur orku í landinu eru Landsvirkjun, Hitaveita Reykjavíkur auk fjölmargra annarra hita- veitna svo og Rafmagnsveit- ur ríkisins með óverulegum hluta. Smásöluseljendur eru aftur á móti u.þ.b. 20 raf- magnsveitur sveitarfélag- anna auk Rafmagnsveitna ríkisins og svo allar hitaveit- urnar. Af smásöluverði tekur ríkissjóður gróft reiknað u.þ.b. þriðjung verðs og er þá afgangurinn það sem þarf til viðhalds orkukerfisins á hverjum tíma. Þennan þjóð- arkostnað er hægt að reikna út af nákvæmni og er þar kominn í einn stað orkukostnaður þjóðarinnar vegna rafmagns og hitaveitna fyrir tiltekið ár. Þessum reikningi er í dag misjafnlega skipt meðal þegnanna. Mjög margir þurfa sem betur fer aldrei að Ieiða hugann að því hvað hiti og rafmagn kosta annaðhvort vegna efnahags eða vegna lítils orkukostnaðar á sínu svæði en aðrir kikna í hnjálið- unum í hvert sinn sem þeir sjá framan í þessa reikninga. Fjöldi orkuframleiðslu- og dreifingarfyrirtækjanna og mismunandi rekstraraðstaða þeirra sér um það að mismun- ur er á verði orkunnar til notenda. Fer þar mjög eftir aldri fyrirtækjanna og stærð dreifingarsvæðisins hversu orkureikningarnir eru háir. Aðgerðir hafa verið uppi um jöfnun þessa orkukostnaðar og eru góðra gjalda verðar, s.s. jöfnunargjaldið, þótt um- deilt sé. Umræður eru uppi um breytingar á dreifikerfum orkunnar í landinu. Talað er um að stækka sveitarfélaga- veitur, leggja niður Raf- magnsveiturnar o.fl. Allt er þetta að sögn eingöngu gert í þeim tilgangi að lækka orku- reikninga. En heildarkostn- aður vegna orkuöflunar og dreifingar hverfur ekki með stækkun eða minnkun sölu-. svæða. Að lokum þetta. Áður en umræðan fær á sig frekari mynd þá verða menn að gera upp við sig það grundvallaratriði hvort orku- kostnaður eigi eins og nú að leggjast misjafnlega á lands- menn eða á að jafna þennan kostnað þannig að allir búi við sömu kjör. Ég fyrir mína parta álít það þjóðinni fyrir bestu að orkugjald verði alls staðar það sama hvar á land- inu sem það er greitt". Leikklúbbur Digranesskóla: Frumsýnir Halelúja eftir Jónas Árnason — og stof nar unglingaleikhús ■ Á mánudag frumsýndi leikklúbbur 8. og 9. bekkjar Digranesskóla leikritið Halelúja eftir Jónas Árnason undir leik- stjórn Arnhildar Jónsdóttur. Með aðal- hlutverk í verkinu fara Magnús Árni Magnússon, Kristján Björn Þórðarson og María Lea Guðjónsdóttir. Að sýning- unni lokinni tilkynnti Stefán Guðmunds- son tómstundafulltrúi Kópavogs að í ráði væri að stofna unglingaleikhús í Kópavogi þar sem skólanemar í 7. til 9. bekk grunnskóla geta komið saman til allskonar leikistarstarfssemi. Unglinga- leikhúsið verður þá hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Leikritið Halelúja eftir Jónas Árnason er eitt af nýjustu leikritum þessa góð- kunna leikritahofundar. Þar er fjallað um forsetakosningar á íslandi árið 2000 og kennir víða endurróms frá kosningun- um 1980. Halelúja er gamanleikur þar sem fram kemur beinskeytt og hæðin ádeila á auglýsingaskrum, svindl og óheiðarleika allskonar sem fylgt getur kosningabaráttu. Krökkunum úr Digra- nesskóla fórst uppfærsla á leikritinu vel ■ Af sýningu Digranesskóla á leikriti Jónasar Arnasonar, Halelúja sem var frumsýnf í gær. Magnús Árni Magnússon til vinstri í hlutverki kosningastjórans Tony og Kristján Björn Þórðarson í hlutverki frambjóðandans, P.B. Tímamynd Árni Sæberg. úr hendi en þetta er í fyrsta sinn sem leikritið er sett upp á höfuðborgarsvæð- inu. Frumsýningin var upphafið að árs- hátíð Digranesskóla sem svo var haldin hátíðleg með dansleik í sal skólans þar sem hljómsveitirnar Band nútímans og Upplyfting léku fyrir dansi. -b.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.