Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 12
12 Mrmbnvi FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984 fréttir ■ Ferðalangarnir í ferð þingilokks Framsóknarflokksins virða fyrir sér líkan af byggingum Hitaveitu Suðurnesja inni í einu stöðvarhúsinu. ■ Af heimsókninni í Fjölbraut Suðurnesja. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, Ágúst B. Karlsson formaður kjördæmasambands Framsóknarflokksins á Suðurnesjum og Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri flokksins á tali við iðnema á rafiðnaðarbraut. «MNGFLOKKUR FRAMSOKNAR- FLOKKSINS A FARALDSFÆTI ■ Forsvarsmenn þeirra 16 samtaka sem standa að Friðarpáskum í Norræna húsinu dagana 14. til 23. mars á blaðamannafundi þar sem dagskráratriði voru kynnt. Friðarpáskar í Norræna Kúsinu 14. til 23. mars ■ Fyrir skemmstu lagði þing- flokkur Framsóknarflokksins land undir fót og brá sér í dagsferð um Suðurnesin. Kíkt var á fyrirtæki, ■ Ólafur Þ. Þórðarson ávarpar þing- flokksfundinn i Glóðinni en þar ræddi hann meðal annars þær hugmyndir sínar að skipta landinu upp í fjóra sjálfstæða fjórðunga og Reykjavík yrði sá fimmti en þjóðríkið héti upp frá því Sambands- lýðveldið ísland. Tímamynd G.E. heilsað upp á bæjarstjórnarmenn og haldinn þingflokksfundur á veitingastaðnum Glóðinni, Kefla- vík að viðstöddum flokksbræðrum úr kjördæminu. Meðal þeirra staða sem skoðaðir voru var Hitaveita Suðurnesja í Svartsengi en þaðan er veitt heitu vatni til allra plássa á Suður- nesjunum að Vatnsleysuströnd- inni undanskilinni.Þá var litið við í Fiskmjölsverksmiðjunni á Reykjanesi sprottið hefur upp á undraverðum tíma og nýtur orku frá háhitasvæðinu þarna á skagan- um. Sjóefnavinnslan 'var skoðuð og hluti hópsins heilsaði upp á nemendur Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þar svaraði Stein- grímur Hermannsson fyrirspurn- um nemenda sem voru margar og báru vott um pólitískan áhuga ungmennana. Hádegisverður var snæddur í Veitingahúsinu Glóðinni en þar voru mættir auk ferðalanga allir formenn Framsóknarfélaganna í kjördæminu, og nær allir sveitar- stjórnarmenn flokksins. Undir borðum voru flutt mörg ávörp, og urðu margir til að minna á nauðsyn þess að herða róðurinn í pólitísku starfi flokksins í þessu kjördæmi þar sem framsóknarmenn hafa ekki lengur neinn þingmann. - b. ■ Friðarpáskar 1984 er yfirskrift dag- skráratriða í Norræna húsinu sem hefjast á laugardaginn og standa í 10 daga eða fram til annars í páskum. Um er að ræða fjölþætta dagskrá í öllum sölum hússins sem hefjast klukkan þrjú alla daga vikunnar og standa fram á kvöld. Af dagskráratriðum má nefna fræðslufundi, söngskemmtanir, leiklistaruppákomur, barnatíma, myndlistasýningar og myndasmiðjur þar sem gestum verður boðið að taka til við myndræna tjáningu undir handleiðslu myndlistarmanna. Að firðarpáskum 1984standa lófriðarhópar og samtök og má þar nefna Varðberg, Samhygð, Samtök herstöðvaandsæð- inga, Friðarhóp kirkjunnar, Friðarhreyf- ingu íslenskra kvenna, Samtök lækna og eðlisfræðinga gegn kjarnorku og marga fleiri. Friðardagskráin hefst á laugardag með göngu frá Lækjartorgi að Norræna hús- inu þar sem dagskráin verður formlega sett klukkan þrjú. Af helstu dagskrár- atriðum laugardagsins má nefna bland- aða dagskrá með söng, ávörpum, upp- lestri og fleiru og leikþátt um kvöldið eftir Raymond Briggs í flutningi Guð- rúnar Stephensen og Róberts Arnfinns- sonar undir leikstjórn Jill B. Arnasonar. Sunnudaginn 15. apríl verður auk ann- arra dagskráratriða fræðslufundur þar sem fulltrúar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna gera grein fyrir afstöðu ríkja sinna til kjarnorkukapphlaupsins og sitja fyrir svörum gesta. Samhliða friðarvikunni verður safnað undirskriftum meðal gesta í norræna húsinu þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að taka einarða afstöðu gegn kjarnorkuvopnakapphlaupinu og því jafnframt beint til allra kjarnorkuvelda að þau geri með sér samkomulag um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og kerfis- bundna afvopnun. Dagskrá friðarpáska verður eins og fyrr segir fjölbreytt og segir í erindisbréfi dagskrárinnar að allir ættu að geta fundið eitthvða við sitt hæfi hvort heldur er til að fræðast, láta augu og eyru njóta eða beita höndum til að skapa. í lok friðarpáska á mánudaginn 23. apríl verð- ur haldinn fundur undir yfirskriftinni Hvert stefnir nú þar sem ræddar verða niðurstöður og gerð úttekt á friðar- páskunum. - b. Útíhuiöir — Gluggar Fullkomin samsetnina Gerum verötilboö Sendum gegn póstkröíu. TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.