Tíminn - 12.04.1984, Qupperneq 2

Tíminn - 12.04.1984, Qupperneq 2
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 19ÍU 2 fttM fréttirl Steingrímur Hermannsson: STADH) VHI MARKMW UM STOBUGT GENd OG 10% VERÐBÓLGU A ArINU ■ Ríkisstjórnin mun standa við markmið sín um að verðbólga verði ekki yfir 10 af hundraði í árslok og gengið verður ekki fellt umfrain það 5% mark scm ríkisstjórnin hefur sett sér. Ríkisstjórnin er nú að gera ráðstafanir út af hallarekstri ríkisjóðs og jafnframt vcrða gerðar ráðstafanir til að draga úr þenslu í peningamálum. Þetta kom fram hjá Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra, er hann svaraði fyrirspurnum frá Svavari Gests- syni, en hann kvaddi sér hlóðs utan dagskrár í neðri deild í gær og gcrði að umtalsefni frétt Tímans, sem hirtist undir fyrirsögninni „Ríkisstjórnin fjallar um fjárlagadæmið: Gengisfelling ef ekki tekst að fylla gatið?" Þar er haft eftir forsætisráðherra, að þenslan í peningamálum sé langalvarleg- asti þátturinn í baráttunni við verðbólg- una og verði ríkissjóður rekinn með miklum halla ofan í þensluna í banka- kerfinu hljóti það að lokum að leiða til þess að þrýstingurinn á gengið valdi meiri gengisbreytingu en ríkisstjórninn hafi hugsað sér. Svavar Gestsson kvað óeiningu ríkja innan ríkistjórnarinnar um hvernig fylla cigi fjárlagagatiö og lítið samræmi sé í yfirlýsingum ráðherra um þau mál og vitnaði í ummæli Þorsteins Pálssonar og Alberts Guðmundssonar um að til greina komi að auka crlendar lántökur og hækka skatta. Steingrímur Hermannsson benti á að framsetning ræðu Svavars væri öll sam- hengislaus og drægi hann rangar álykt- anir af því sem eftir sér væri haft. Hann sagði fyrirsögn Tímans á fréttinni ekki frá sér komna og einnig væri spurninga- merki á eftir gengisfellingartalinu. Það sem eftir sér væri haft í fréttinni væru aðeins hagfræðilegar staðreyndir um það hvað verða myndi ef látið yrði skeika að sköpuðu og ekki gerðar ráðstafanir til að mæta hallarekstri á ríkissjóði og sporna við þcnslu á pcningamarkaðinum. Þá vísaði hann á bug að óeining væri í ríkisstjórninni um þessi mál. Þorsteinn Pálsson sagði að þessi ríkis- stjórn hafi ekki veriö mynduð til að Atvinnumálanefndir og einstaklingar Stofna iðnþróunarfélag á Suðurnesjum í kvöld ■ í kvöld klukkan 8 boöar Atvinnu- málanefnd Suöurnesja til stof'nfundar lönþróunarfélags í KK húsinu í Keflavík. Félagi þessu er fyrst og fremst ætlaö aö varöa félag áhugamanna uin uppbygg- ingu atvinnu og iönþróun á Suöurnesjum og er gert ráð fyrir aö starfsemin mótist aö nokkru af lögum um iönráðgjafa landshlutanna. Sveitarfélög, félaga- samtök, fyrirtæki og einstaklingar geta gerst aðilar að félaginu og mun þaö njóta framlags úr ríkissjóöi sem nemur launum eins starfsmanns. Á fundinum í kvöld tala mcöal annars Ingólfur Falsson formaöur atvinnumála- ncfndar Suöurnesja og Jón E. Unndórs- son iönráögjafl Suöurnesja sem ásamt atvinnumálanefndum sveitarfélaganna hefur að undanförnu unniö að kynningu á þcssum væntanlega félagsskap á opn- um fundum víðsvcgar um Suðurnesin. gefast upp og myndi halda áfram að takast á við þann vanda sem að steðjar og tryggjá greiðslujöfnuð ríkissjóðs. Verulegur halli á rekstri ríkissjóðs mundi leiða til óðaverðbólgu sem óhjá- kvæmilega mundi hafa kjaraskerðingu í för með sér. Hann kvað ekki hlaupið að því að ná saman endum og tæki það eðlilega nokkurn tíma að finna leiðir til efnahagslegs jafnvægis. Þorsteinn sagði að það væri ekki í samræmi við mark- iniðin að skera niður, en það væri óhjákvæmilegt að hluta og ekki yrði hjá því komist að afla nýrra tekna. Ekki væri hjá því komist að þeir sem njóta opin- berrar þjónustu yrðu að greiða hærri hlut en verið hefur og að einhverju leyti yrði að auka erlendar lántökur til að endar nái saman. Ríkisstjórnin stendur frammi fyrir köldum staðreyndum og vandinn verður ekki leystur nema hann sé viðurkenndur og brugðist sé rétt við. Fyrirspyrjandi taldi svörin ófullnægj- andi. Utandagskrárumræðan hélt áfram fram á kvöld. - O.Ó. Sinfóníuhljómsveit Islands í kvöld: Frumflytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson ■ Nýtt íslenskt tónverk verður frum- flutt á 14. áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld, Díafónía eftir Þorkel Sigur- björnsson. En hvað er díafónía? Um það segir tónskáldið í efnisskrá: „Þetta er sinfónía í hnotskurn, þar sem and- stæðir þættir eru felldir saman í cinn. ... Hún er samin fyrir tiltölulega litla hljóm- sveit, (tvöfalda blásararsveitjog allt á að vera fremur gagnstætt og einfalt í sniðum. Af tillitssemi við öll þau stór- virki sem bera heitið sinfónía, finnst mér að heitið „díafónía" sé við hæfi." Önnur verk á tónleikum kvöldsins verða Adagio fyrir strengjasveti eftir Samuel Barber, 5. sinfónía Schuberts í B-dúr, og Sálmasinfónía fyrir kór og hljómsveit eftir Igor Stravinsky, en í því verki kemur Kór Menntaskólans við Hamrahlíð fram með hljómsveitinni, en stjórnandi kórsins er Þorgerður lngólfs- dóttir. Stjórnandi á tónleikunum í kvöld verður aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, Jean-Pierre Jaquillat. Tónleikarnir verða helgaðir minningu Björns Ólafssonar fyrsta konsertmeist- ara Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem andaðist nú fyrir skömmu. -JGK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.