Tíminn - 12.04.1984, Page 9

Tíminn - 12.04.1984, Page 9
FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1984 Ítnmm 9 á vettvangi dagsins Bændurnir á Bergþórshvoli: Njáll og presturinn Páll Eftir Helga Hannesson ■ 1. Njáll hefði getað verið góður prestur. Mörg héruð eiga merkisstaði, sem eru þeim öðrum kærri. Skagfirðingar heiðra Hóla, Borgfirð- ingar hylla Reykholt og Rangæingar eiga Bergþórshvol. Hóla helguðu merkilegir biskupar langrar sögu. Reykholt frægði öllum fremur snillingurinn Snorri Sturlu- son. Bergþórshvol gerði óglcymanlegan göfugmennið og spekingurinn Njáll - forvitrinn, sem ekkert kom á óvart. Allt sem við vitum um Njál og hans niðja, eigum við fyrst og fremst að þakka orðsnillingnum Sæmundi fróða, frum- höfundi Njálu. Það er höripulegt um að hugsa, að misvitrir oflátar seinni tíma, skuli þykj- ast þess um komnir, að dæma eftir röngum rökum, höfundarfrægð af Sæ- mundi fróða - og sögulegan tilverurétt af Njáli og sonum hans. Allir sem þekkja nokkuð til Njálu, kunna að segja eitthvað gott frá Njáli. Hvergi hef ég þó heyrt né séð lofað, síðasta happaverk hans - og eitt hið besta: Þegar hann gekk inn á Bergþórs- hvoli, með syni sína, sem hann vissi feiga. Þar með sparaði hann líf og limi þrjátíu húskarla og heimamanna, sem hefðu fallið og örkumlast allir, ef barist hefðu með sonum hans, við hundrað menn Brennu-Flosa. Nóg var að gert á Bergþórshvoli, þótt því böli væri bægt frá börnum og konum þeirra. Njáll brann inni með sonum sínum fyrir senn þúsund árum. En bær hans Bergþórshvoll er við lýði. frægur fyrir líf og æfilok þessa afbragðsmanns. Það er slæmur Rangæingur, sem er ckki annt um Bergþórshvol, né þykir vænt um göfugmennið Njál. 2. Páll sýnist vandræða prestur. Nú er Bergþórshvoll á margra vörum, fyrir aðgerð ógæfuprestsins Páls. Honum var fyrir nokkrum árum falið létt, gott og vinsælt verk: Að syngja messur í tveimur kirkjum fyrir rúmlega þrjú hundruð Landeyinga - Skíra fáein börn á ári, ferma enn færri - og kasta þremur rekum moldar á þá fáu, sem andast þar í sveit. Hann átti loks að hugga hrygga og sætta alla ósátta Landeyinga. Fólk tók þar fagnandi á móti honum og bar hann á höndum sér. Til þess að tryggja honum góðar tekjur - og forða honum frá iðjuleysi, gerði það hann að kennara barna sinna-og sýndist velfyrir séð. Því miður fór svo fyrr en varði, að hann reyndist óhæfur barnakennari - og flestum þótti fagnaðarefni þegar hann hætti því starfi. Þessi prestur þykir vera liðtækur ræðu- maður. En hins vegar ekki laginn að lifa samkvæmt kenningu sinni. Sáttamannshæfni hans hefur einnig brugðist: Hann er orðinn óvildarefni milli mannflokka í báðum kirkjusóknum sínum. Sjálfur ósáttur við fjölda sóknar- ■ Helgi Hannesson. barna sinna - og lítil eða engin von um sættir. Veslings presturinn virðist þjáður af varanlegum ofsóknar ótta - og hræddur um að setið sé um líf sitt. Þetta minnir á þrautir Jóns heitins þumlungs. í örvænt- ingu hefur hann kært fólk fyrir tyllisakir, sem enginn dómari getur tekið til greina. Það sýnist orðið aðkallandi, að losa prest úr þessari prisund og koma honum í réttar læknishendur. Það hlýtur að vera skylduverk biskups, að leysa skjótt og skörulega, þessi vandræði Páls prests og Landey- inga - og létta um leið af Rangæingum þeirri raun, að Bergþórshvoll verði fræg- ur af endemum. 3. Klögumál ganga á vísl. Mörgu er hlálega misskift hér á landi. Fáu þó cins ntjög og prestum ntilli syndugra herrans sauða - Eða réttara sagt; sóknum milli vígðra Drottnins- þjóna. Á innnesjum við Faxaflóa, þykir við hæfi að fela presti 5-6 þúsund sálir til umönnunar - En rúmlega þrjú þúsund Rangæingum eru íengnir scx prestar til að halda þeim við hreina trú og góða mannasiði. Einn í þeim hópi: Odda- prestur er með þriðjungsýslubúa á sínum sálnasnærum. Um tvö þúsund eru ætluð hinumfimm. Mikill má vera manngæðamunur Rangæinga og lnnnesjamanna.ef hvorki er þar útbýtt of né van, verkeínum kennimanna. í Landeyjum var Páli presti fengin til gæslu 370 sálna hjörð. Nú hcfur hann misst stóran hóp hennar út úr höndum sér. Nú ráfa þeir sauðir prestlausir á andlegum útigangi. Hirði getur mistekist þó hjörð sé ekki stór. Páll segir að Eggert bóndi og alþing- ismaður í Káragerði. hafi tælt það vesl- ings fólk og æst upp móti sér - Það sé einn þáttur í ofsókn bónda og því markmiði hans, að flæma sig brott frá Bergþórshvoli. Eggcrt segist - sem satt mun vera, - hafa, er klerkur kom í hreppinn, greitt götu h tns - og stutt hann á margan liátt. Hann. segirprcst hafa goldið þá góðvild, með því að hcfja illdeilur og samningsrof við sig - Hann sjálfur eigi harla lítinn hlut í deilum þeirra. Eggert segir prest standa í stríði við flest sín sóknarbörn. Enginn heimsæki hann lengur. Hann sé gjörsamlega einangraður. Búinn að koma sér út úr hvers manns húsi. Þórir í Miðkoti Ólafsson og Ásdís kona hans Kristinsdóttir, sýnast fylgisfólk Eggerts - og um margt samdóma honum. Konan er sú, sem prestur kærði fyrir að vilja aka á bíl sinn, þarsem þau mættust á vegi. Þau hjón segja að allir Landeying- ar séu orðnir leiðir á presti og vilji losna við hann. En pólitískir óvinir Eggerts haldi þó í heimil á honum. til þess að skaprauna Eggert og góðvinum hans. Talsvert mun til í þessu. í Út-Landeyjum hefur íhald óralengi haft tögl og hagldir, til raunar sumurn Framsóknarmönnum og öðru frjáls- lyndu fólki. Kannski þykir því happ að hafa Pál prest um stund til að storka Eggert oddvita þess og pólitískum höíuðandstæðingi. Þeim ervorkun, sem lengi hafa lotið í lægra haldi. En harkalegt er það hlutskipti prests, að vera hefndar- vopn í höndum þeirra. í Rangárþingi erofgnótt presta, miðað við Reykjavík. Þó mun í Landeyjum vcra, líklcga í kringum 200 prestlausar sálir Ihaldsmanna - Og í flestum presta- köllum mun finnast fólk, sent illa eða ekki samlagast presti sínum - og þess vegna fcr, að mestu leyti á mis við prcstþjónustu. Þetta er slærnt, en úr því er auðvelt að bæta! í öllum sveitaprófastsdæmum á að samcina prestaköllin í önnur svo stór.að þar sé þörf fyrir tvo cða flciri prcsta. Láta fólk svo sjálft um að velja sér sálusorgara úr þcim hópi, án tillits til heimilis eða kirkjusóknar. Prestar eiga eftir sem áður, að búa á dreif um héruðin, með messuskyldu á tilteknum sóknarkirkjum. Ég ítreka það: Biskup verður, að taka á sig rögg og úlrýma ntiklu guðleysi úr Landeyjunt! 25. 3. 1984. Helgi Hannesson. Rósmundur G. Ingvarsson: Um álver og náttúruauðlindir ■ Að morgni 22. mars heyrðum við í hljóðvarpinu að tveir Akureyringarvoru að svara spurningum varðandi stóriðju. Jón Sigurðarson formaður atvinnumála- nefndar sagði að ekki ætti að stilla atvinnuaukningarkostum upp hverjum móti öðrum og talaði svo mest um fiskiræktarmöguleika í Eyjafirðinum sem hann taldi álitlegan kost. Valgerður Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar taldi hinsvegar verulega hættu á að einn kosturinn, álverið. muni útiloka annan. fiskiræktina. Svo var að heyra að máli beggja að í fiskiræktinni í firðinum sé um mikla möguleika og góðan kost að ræða. í grein í Degi 20. febr. eftir Þórodd F. Þóroddsson jarðfræðing „Mengunarefni og mengunarvarnir álvers", er m.a. greint frá svonefndri vothreinsun, sem geti verið nauðsynleg ef umhverfisþættir valda því að dreifing loftmengandi efna verði takmörkuð. Er þá „loftmenguninni breytt í frárennslismengun og verður það að teljast gallí á aðferðinni. Vot- hreinsunin minnkar magn brennisteins- díoxíðsins úr 40 kg/tonn í tæplega 3 kg/ tonn". Síðar í greininni segir: „í skýrslu Staðarvalsnefndar er þess getið að vot- hreinsun væri mjög æskileg eða nauð- synleg við vissar aðstæður.“ Að undanförnu hefur álver við Eyja- fjörð mjög verið til umræðu og að vonum er það deiluefni. Hefur bæjar- stjórn Akureyrar samþykkt ályktun þar sem mælt er með álverinu en þrjár konur greiddu atkvæði á móti. Það er út af fyrir sig ánægjulegt að Akureyringar skuli eiga þrjá fulltrúa í bæjarstjórn sem hafa manndóm til að greiða atkvæði á móti álverinu, en þeir hefðu þurft að vera fleiri. Virðist mega væntagóðs af þessum kjarnakonum í þeirri baráttu sem fram- undan er og reyndar þegar hafin. Að minnsta kosti tvær af þessum konum, fulltrúar Kvennaframboðsins á Akur- eyri, eru alfarið á móti álveri. Eins og öllum ætti að vera kunnugt fylgir álveri töluverð megnun jafnvel þótt hreinsitæki séu sett upp. í Eyjafirði hagar þannig til að loftmengun kann að verða mun alvarlegra vandamál en víð- ast annarsstaðar og er talið að frá verksmiðjunni væntanlegu leggi fnykinn inn yfir Akureyri og Eyjafjarðardalinn. Væntanlega er það þess yegna sem Staðarvalsnefndin mælir með vothreins- un. Okkur almúgamönnum sýnist að vatnið, sem notað yrði við vothreinsun- ina, hljóti að renna út í fjörðinn með allt eitrið í sér, því varla verði farið að dæla því í aðrar áttir enda hlýtur að verða um mikið magn að ræða. Ótti Valgerðar Bjarnadóttur er langt frá að vera ástæðu- laus. ' Það var athyglisvert meðan mest gekk á útaf væntanlegri Blönduvirkjun hvað ýmsir Akureyringar höfðu mikinn áhuga fyrir þeirri framkvæmd og tóku jafnvel virkan þátt í að beita bændurna þrýst- ingi. M.a. mátti stundum hcyra sterkan áróður úr forystugreinum Dags upples- inn í útvarpið. Þegarfundurinn miklivar í Húnaveri seint á árinu 1980 voru þar einhverjir framámenn frá Akureyri. Að vísu fóru þeir ekki upp í ræðustól, en það gerðu hinsvegar allmargir aðrir kaupstaðarbúaf'og var fundinum, sem var auglýstur kynningarfundur um Blönduvirkjun fyrir heimamenn, snúið upp í áróðursfund fyrir virkjuninni. En hversvegna höfðu stóriðjumenn á Akureyri svo mikinn áhuga á Blöndu- virkjun? Ætli þeir haft ekki séð það af skarpskyggni sinni að orkan frá slíkri stórvirkjun yrði varla notuð í Norður- landskjördæmi vestra í náinni framtíð, m.a. vegna þess að ekkert var fyrir því hugsað og ekki nagstæð skilyrði fyrir álver þar svo vitað væri. Ætli þeir hafi ekki líka séð að ekki' var þörf á Blönduvirkjunarrafmagni til almennra nota og því muni verða að koma orku- frekur iðnaður þ.e. stóriðja til að markað ur yrði fyrir rafmagnið. Ætli þeir hafi ekki einnig vitað að orku vantaði til álvers, sem þá þegar var talað um að reisa við Eyjafjörð og að tiltölulega stutt er að leggja nýja línu frá Blöndu til Eyjafjarðar. Ekki spillti að heyra því haldið fram að Blönduvirkjun væri hag- kvæmasti virkjunarkosturinn en sam- kvæmt því var eðlilegt að álykta að minna þurfti að borga niður orkuverðið til að erlendir auðhringar fáist til að semja um kaup á því. Stóriðjudraumamennirnir, bæði innan Norðurlandskjördæmis vestra og utan þess, héldu sig vera að vinna fyrir sjálfa sig og' sína þegar þcir beittu áhrifum sínum með virkjunaraðila í Blöndumál- inu. En allar horfur eru nú á að Norð- lendingar sjái á eftir rafmagninu til álversins í Straumsvík syðra og sitji sjálfir eftir með sárt ennið, en sumir kannske ánægðir yfir að hafa komið því í kring að afréttarlöndum allmargra bænda í Austur-Húnavatnssýslu og Skaga- fjarðarsýslu verður fórnað til að skaffa álfurstum Alusuisse ódýra orku í verk- smiðjur sínar á suðvesturhorninu. Beiti- landið bændanna verður þá orðið að skattlöndum erlendra auðhringa. Sama kemur út ef ofan á verður að byggja nýtt álver við Eyjafjörð, nema hvað nokkrir Akureyringar fengju atvinnu. Væntan- lega verða þeir bændur sem unnu fyrir og með virkjunaraðila og gegn sínum sveitarfélögum í málinu, ekki síður ánægðir enda voru þessi úrslit sjáanleg fyrir. Ég geri varla ráð fyrir að vinir, stóriðjudraumamannanna, þeir sem unnu með þeim og gegn sínum sveitar- félögum í Blöndumálinu meðan á samn- ingaþófinu stóð, skilji það eða viður- kenni að það er skárri kostur að orkan frá Blöndu verði leidd til Straumsvíkur heldur en að hún verði notuð til ál- bræðsluverksmiðju við Eyjafjörð með hroðalegum afleiðingum. Eins og stendur er ákveðið að draga úr framkvæmdahraða Blönduvirkjunar af því enginn markaður er vís fyrir orkuna fyrr en ef samningar takast við álfurstana. Það er trúlega þessi staða í málinu sem hefur valdið upphlaupi bæjarstjórnar Akureyrar á dögunum. Þeir stóriðjudraumamenn vilja fá álver strax og verða á undan Straumsvíking- um. Stóriðjudraumórarnir eru athygl- isverður kapituli í þjóðarsögu Islendinga eða verða það. Fjöldi framámanna hjá ríki og bæjarfélögum hafa trúað á stóriðju sem lausn allra vandamála í atvinnuþróun og virðast trúa á hana enn, þrátt fyrir að sú stóriðja, sem allir cru sammála um að kalla því nafni og þcgar er til staðar, álverið í Straumsvík og járnblendiverksmiðjan á Grundartanga, - þrátt fyrir að hún hefur gcfið illa raun. Þegnar þjóðfélagsins verða að borga halla af rckstri járnblendiverksmiðjunn- ar og þegnar þjóðfélagsins sem kaupa rafmagn frá samveitum verða einnig að borga niður rafmagnið til álversins. Hér er um mjög stórar upphæðir að ræða og mikla skattheimtu. Auk þess er grunur um mestu skattsvik á íslandi (eða tengd íslandi) og um að alvarlegir atvinnusjúk- dómar fylgi vinnu í álverinu. Samt halda menn áfram að einblína á stóriðju sem bargvætt atvinnulífsins og vanrækja smærri iðnað sem þó áreiðanlega er farsælli fyrir alþýðu landsins. Nýtt álver staðsett í því héraði lands- ins þar sem veðursæld er hvað mest og gróður hvað gróskumestur, er alltof áhættusöm framkvæmd til að forsvaran- legt geti talist að mæla með henni, ekki aðeins vegna slæmrar reynslu af fyrri málmbræðslum heldur miklu meira vegna þeirrar hættu, að eiturefni frá verksmiðjunni hafi skaðvænleg áhrif á gróður og andrúmsloft á stóru svæði og lífi í sjónum ekki síður, sbr. það sem vitnað er til hér að framan. Það hljóta allir að sjá að það er dýrt spaug að eyðileggja eða menga þau auðæfi sem náttúra landsins og hafsins hefur upp á að bjóða og þar með talda mikla fiski- ræktarmöguleika í Eyjafirði. Á síðari árum hefur verið horft of mikið til þeirra auðæfa sem fólgin eru í fallvötnum landsins eins og þau auðæfi væru þau einu sem ástæða væri til að leggja áherslu á að nýta. Það þarf ekki að lýsa því ofurkappi sem lagt er á að virkja þrátt fyrir það að algerlega: hefur mistekist að selja málmbræðslum orkuna á því verði sem þarf að fá fyrir hana. Það er líka komin geysileg yfirbygging yfir virkjanir og raforkuframle'ðslu og dreif- ingu hennar og á ég þar við stofnanir eins og Orkustofnun, Rarik og Landsvirkjun. það hafa verið tekin mikil lán erlendis - dollaralán sem nú eru orðin mjög óhag- stæð. Væri ekki ráðlegra að fara sér hægar í virkjunum og vanda betur til sölusamnigna og gæta þess að stór- skemma ekki náttúrugæði landsins? Raf- magnsskortur sem var nokkur um skcið cr nú ekki til staðar lengur - frekar offramleiðsla. Það er nú að verða Ijósara fyrir mönnurn að fleiri þættir í náttúru lands- ins en vatnsföll og jarðhiti eru gulls ígildi. Lengi hefur verið vitað um gildi gróöurs og dýralífs á landi og í sjó og vötnum, en því miður hefur ekki vcrið hugsað um það sem skyldi á síðustu og vcrstu tímum og veruleg ofnýting átt sér stað. Nægir í því sambandi að minna á þorskstofninn. Hinsvegar er það hrein- leiki náttúrufarsins sem okkur hefur síður verið Ijóst að eru líka auðæfi ef skynsamlega er á málum haldið. Við erum aö mestu laus við þá miklu megnun sem þjáir felstar nágrannaþjóðirnar, mengun andrúmslofts, mengun sjávar, mengun vatna o.s.frv. Menn eru farnir að átta sig á að hin hreina náttúra íslands býður upp á mikla möguleika a.m.k. í fiskirækt, - möguleika sem eru að eyði- leggjast hjá öðrum þjóðum. Það er því tímabært að huga að hvort hreinleiki lofts, láðs og lagar, er ekki einmitt það sem best borgar sig að leggja rækt við og vernda. - Hvort þar er ckki náttúruauð- lind sem er gulls ígildi ekki síður en orkan í fallvötnunum. Andstaða við byggingu álvers við Eyjafjörð er ekki aðeins stórt náttúru- verndarmál og tilfinningamál (sem eng- inn þarf að hafa minnimáttarkennd fyrir), heldur sýnist mér hún einnig vera stórt hagsmunamál fyrir almenning í þessu landi, almenning sem þarf að kaupa rafmagn frá samveitum, - því ekki er þess að vænta að rafmagnið frá Blöndu verði selt álfurstunum á kostnað- arverði - hvað þá hærra verði. Þess- vegna verður að ætla að allt sæmilega skynsamt fólk, semékkierhaldiðblindri Álverstrú, verði að sameinast um að koma í veg fyrir byggingu álbræðslu við Eyjafjörð. í lok marsmánaðar 1984, Rósmundur G. Ingvarsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.