Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 5
■ Kjartan Ásmundsson útbreiðslustjóri ávarpar blaðburðarbörn Nútímans hf. á fjölmennum fundi hins nýja útgáfufyrirtækis í Austurbxjarbíói. Tímamynd Árni Sæberg Fjölmennur fundur í Austurbæjarbíói ■ Á fimmta hundrað blaðburðarbörn Nútímans hf. mættu á fund í Austurbæj- arbíói þar sem forsvarsmenn hins nýja útgáfufyrirtækis kynntu fyrirhugaðar breytingar á útgáfu blaðsins. Það var Kjartan Asmundsson útbreiðslustjóri blaðsins sem ræddi við krakkana en að loknum umræðum um nýja blaðið bauð Nútíminn hf. upp á gotterý og Clint Eastwood lét sjá sig á hvíta tjaldinu í myndinni Viltu slást. Það var góð stemmning í bíóinu enda ekki á hverjum degi sem hasarmyndirnar bjóðast ókeypis og hvað þá að maður megi drekka kók og maula súkkulaði inni í bíósalnum. -b Húsnæðisstofnun: Sjötíu milljón- ir greiddar út á næstu vikum —af nýbyggingarlánum, en ekkert liggur fyrir um ( ■ Stjórn Húsnæðisstofnunar ákvað í gær næstu útborgunardaga í 4 lánaflokk- um í sambandi við nýbyggingar, samtals að upphæð 70,4 millj. króna. Ákvörðun var hins vegar ekki tekin um útborgun svonefndra G-lána sem sótt var um fyrir 1. okt. s.l., eða á tímabilinu júlíogágúst og september 1983 og fólk hefur því verið að bíða eftir tilkynningu um frá því í aprílbyrjun. Að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar standa vart vonir til að hægt verði að borga þau lán út fyrr en síðari hluta maímánaðar. Sú ákvörðun var hins vegar tekin að í stað þess að miða afgrciðslu G-lána við 3ja mánaða umsóknartímabil, eins og verið hefur til þessa, þá verði framvegis reynt að afgreiða untsóknir mánaðar- lega, t.d. að allar umsóknir sem berast nú í apríl verði þá í sömu lánveitingu og þær sem berast í maí í sömu lánveitingu og svo framvegis. Þau lán sem koma til útborgunar á næstunni eru í þessum lánaflokkum: Fyrst er að nefna írumlán til þeirra sem eru að byggja sína fyrstu íbúð og gerðu fokhelt í febrúarmánuði s.l. Þau lán koma til útborgunar eftir 15. apríl n.k. og fær þetta fólk nú útborgað helming heildarlánsins. Samtals er upphæð þess- ara lána 9 millj. króna. Frá 15. apríl koma og til útborgunar 3. hluti venju- lánin legra byggingarlána til þeirra sem fengu frumlán sín útborguð 20. mars 1983. Samtals eru þetta 12,4 millj. króna. í þriðja lagi var samþykkt að borga út 3. hluta byggingarlána frá og með 25. apríl til þeirra er fengu frumlán 5. apríl 1983, samtals 28,5 millj. króna. í fjórða lagi var samþykkt að veita 2. hluta bygging- arlána til greiðslu frá 25. apríl til þeirra sem fengu frumlán þann 5. október 1983, samtals 20,5 milljónir króna. -HEl Flugfreyju- verkfall á miðnætti? ■ Samningat'undur með flugfreyjum og skipstjórum á flutningaskipum stóðu enn er við ræddum við ríkissáttasemjara í gær og kvað hann samninga þá ckki í sjónmáli. Verkfall flugfreyja á að skella á á miðnætti í kvöld hafi samningar þá ekki tekist. Samkomulag vegna skip- stjórans á Karlsey hefur ekki tckist, en verkfall skall á á skipinu um miðnætti á þriðjudag. -HEl. ..Mérlíst bara vel á þetta“ — segir Gudmundur Þór Guðjónsson einn blaðburðarstráka Nútímans hf. eftir fundinn í Austurbæjarbíói ■ „Mér leist bara vel á þetta og er alveg handviss um að ég get selt meira af nýja blaðinu, miklu meira, sagði Guð- mundur Þór Guðjónsson einn blaðsölu- stráka Tímans í spjalli við blaðið. Guð- mundur ber út inni í Vogum, Langholts- vegi og smávegis inni í Sundum. í dag ber Guðmundur út 29 blöð en bætir við sig í vor þegar skólanum lýkur. Hvað hefurðu svo upp á mánuði? „Með lausasölunni eru það svona 1700 krónur á mánuði og þá er ég hálftíma á dag að bera blaðið út." Hvað fenguð þið að heyra um nýja _ blaðið? „Okkur var sagt að það yrði stærra og meira af myndasögum í því og ýmislegt meira sem ég ætla ekki að segja frá.“ Nú voru miklu fleiri á þéssum fundi heldur en bera út Tímann í dag, voru það þá krakkar sem ætla að byrja hjá blaðinu í vor? „Sumir en ekki allir. Sá sem ég tók með mér var utan af landi en ég held ekki að hann ætli að fara að bera út“. -b „UGGUR EKM ENN FYRIR HVAD RÍKISSTJÓRNIN VILL“ — segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins ■ „Það liggur ekki enn fyrir hvað ríkisstjórnin vill. Það er hún sem á að leggja tillögur fyrir þingflokka þá er að henni standa, en hún hefur bara ekki komist að endanlegri niður- stöðu“, sagði Þorsteinn Pálsson, form. Sjálfstæðisflokksins spurður að hvaða niðurstöðu menn hafi komist á þingflokksfundi flokksins í gær. Vegna þess er að framan segir sagði hann ekki hafa verið stefnt að neinni niðurstöðu á þeim fundi. Þorsteinn kvaðst ekki efast um að hægt sé að leysa vanda ríkissjóðs, enda hafi þessi stjórn verið mynduð til að stjórna fjármálum ríkisins en ekki til að gefast upp við það. í meginlínum telur hann að það sem beri að gera sé að skera niður útgjöld til viðbótar þeim niðurskurði sem þegar er orðinn, að afla nýrra tekna og láta neytendur opinberrar þjónustu taka aukinn þátt í kostnaðinum að ein- hverju leyti. Síðan sé óhjákvæmilegt að einhverju, en þó mjög takmörkuðu leyti, að auka erlendar lántökur ef menn ætli að finna lausn sem hægt sé að sameinast um. Eftir sé síðan að finna jafnvægi milli þessara megin- leiða. Þorsteinn sagði menn verða að hafa í huga að þegar sé búið að takast á við mjög mikinn niðurskurð. Þrátt fyrir gífurlega lækkun þjóðartekna frá síð- asta ári hafi útgjöld ríkisins lækkað, miðað við fjárlög, úr rúmlega 30% niður í tæplega 29% sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Væru þjóðartekj- ur íslendinga jafn miklar nú og 1982 þýddi það með sama tekjuhlutfalli af þjóðarframleiðslu að um 1.500 mill- jónum meiri tekjur fengjust í ríkis- sjóð. -HEI Stöðuveitingar nýs meirihluta í SHÍ: Aðstoðarmaður ráðherra formaður Félagsstofnunar — og fyrrverandi ríkisfulltrúi í LÍN inn aftur ■ Vali manna í stöður nýrra valdhafa í Stúdentaráði er nú lokið og er nú aðeins beðið eftir skilafundi að nýr meirihluti umbótasinna og Vöku taki við af Félagi vinstri manna og umbótasinnum sem haldið hafa um stjórnartaumana í eitt ár. Þetta er þá í þriðja sinn að Félag umbótasinnaðra stúdenta gengur til sam- starfs við Vöku en með vinstri mönnum hefur félagið aðeins starfað í eitt ár. Einna mesta athygli vekur að Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- ráðherra, fyrrverandi formaður Stúd- entaráðs og um langt skeið einn helsti forystumaður umbótasinna tekur nú sæti stjórnarformanns Félagsstofnunar stúdenta. Þá mun Hrólfur Ölvisson stjórnmálafræðinemi sem fyrr í vetur sat í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir hönd ríkisins taka þar sæti sem fulltrúi stúdenta skipaður af umbóta- sinnum. Hrólfur sagði sig úr stjórninni fyrir skemmstu til þess að mótmæla vinnubrögðum menntamálaráðherra við gerð úttektar á sjóðnum. Formaður Stúdentaráðs verður Stefán Kalmannsson viðskiptafræðinemi og einn ráðsliða Vöku. Af öðrum stöðum sem skipaðar eru vökumönnum ber að nefna að Jóhann Baldursson laganemi mun sitja í stjórn Félagsstofnunar og Stefán Guðlaugsson verkfræðinemi verða fulltrúi ráðsins í ÆSÍ. Stjórnar- menn í Stúdentaráði frá Vöku verða Karl Konráð Andersen laganenti og Guðný B. Eydal félagsvísindanemi sem jafnframt mun sitja í utanríkisnefnd en formaður fyrir þeirri nefnd hefur enn ekki verið ákveðinn. Þar munu sitja tveir vinstri menn og þrír vökumenn en umbótasinnar höfnuðu setu í nefndinni. Formaður menntamálanefndar verður Páll Björnsson sagnfræðinemi. Fulltrúar umbótasinna í stjórn SHÍ verða Jóhanna Margrét Einarsdóttir ís- lcnskunemi og fyrrverandi ritstjóri Stúd- entablaðsins sem verður varaformaður í stjórninni, Hrólfur Ölvisson og Anna Sigurðardóttir viðskiptafræðinemi. Þá mun umbótasinninn Dan Brynjarsson formaður Hagsmunafélags Garðbúa taka sæti í stjórn Félagsstofnunar og jafnframt formannsembætti hagsmuna- nefndar. Formaður funda- og menning- armálanefndar verður Rögnvaldur Dofri Rögnvaldsson viðskiptafræðinemi. -b Þýsk bókagjöf til Háskólans ■ Háskóla íslands hefur borist bóka- gjöf frá Vestur-Þýskalandi. Er hér um að ræða 700 bindi á sviði læknisfræði, jarðfræði, orkumála og gagnavinnslu, og einnig nokkuð af ritum um vestur- þýskt þjóðlíf og menningu. Þessi gjöf berst í framhaldi af bókasýn- ingu sem sýningarsamtök þýskra bóksala og bókaforlaga stóðu að á Kjarvals- stöðum í nóveber. Heinz Pallasch sendi- ráðunautur afhenti gjöfina fyrir hönd hinna þýsku bókaútgefenda við athöfn í Háskólabókasafni 9. apríl sl. Á sýning- unni voru alls 1600 bindi, og gekk afgangurinn af bókunum til Þýska bóka- safnsins, Myndlista- og handíðaskólans, Tónlistarskólans í Reykjavik og Lands- bókasafnsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.