Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1984 13 menningarmál Að stríðið fáránlegt ■ Leikfclag Hafnarfjardar: 22 grein eftir Joscph Heller. Þýðandi og leik- stjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlist: Jó- hann Morávek. Leikmynd: Ragnhildur Jónsdóttir. í Hafnarfirði hefur leikfélag starfað með hléum í næstum hálfa öld. Búast má við að nábýlið við atvinnuleikhús Reykjavíkur hafi stundum dregið þrótt úr leikstarfsemi í Firðinum, en leikfélag- ið var endurvakið í fyrravor og hefur nú sett upp þrjú leikrit, fyrr í vetur hinn alþýðlega skemmtunarleik Jónasar Arnasonar. Þið munið hann Jörund, í Gaflinum. Ekki komst ég á þá sýningu, og þegar Hafnfirðingar boðuðu sýningu á leikriti eftir hinni frægu sögu Hellers, Catch 22, sá ég að ekki mátti lengur undan dragast að kynnast leiklist í bænum og dreif mig á aðra sýningu í Hafnarfjarðarbíói. Frumsýningin var reyndar sama dag og Þjóðleikhúsið frumsýndi Gæja og píur, svo ekki voru Hafnfirðingar vel heppnir með að ýta úr vör. Á annarri sýninguvarfámennt. Það er miður farið ef þetta frámtak Leikfé- lags Hafnarfjarðar rennur út í sandinn vegna áhugaleysis Hafnfirðinga. Sýning- in á 22. grein á betra skilið, þótt margt megi að henni finna. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið á hrakhólum með húsnæði eins og fleiri leikhópar. Sannast að segja er Hafnar- fjarðarbíó mjög illa til leiksýninga fallið, aðstaða engin baksviðs, sviðið grunnt, og út- og innkomur verða að mestu leyti að vera fram í salinn. Mesta furða hvernig Karli Ágústi hefur tekist að koma þessu á svið við svo frumstæðar kringumstæður. Catch 22 - 22. grein sem verkið nefnist í þýðingu, var meiriháttar bomba í bandarískum bókmenntum á sínum tíma. Sagan kom út 1961 og vakti brátt mikla athygli. Að formi til var hún margbrotin og sundruð eins og títt var um móderísk verk á þessum tíma, að inntaki var hún absúrd og afkáraleg satíra um brjálæði stríðsins. í leikskrá, sem er hin myndarlegasta svo hvert atvinnuleikhús væri fullsæmt af, segir um bókina: „Hún varð vinsæl Það voru tímar byltingar og frelsis. Ungt fólk ólst upp eftir stríðið og greip hana tveim höndum. Hún sló í takt við hjörtu þess. Hún deildi á grundvallarhugmyndir þjóðfélagsins, kaldhæðnislega. Hún af- skræmdi viðhorfin, hló að þeim, grét vegna þeirra. Kóreustríðið var að baki, Víetnam í uppsiglingu. Hún gerði stríðið fráránlegt, stofnanakennt og vélrænt þjóðfélag brjálað, rétt í nafni viðskipta- valds eða annars að brandara. Lögleysan í nafni laganna var dæmd útlæg. Og svo var það vonin, þó á því væri traðkað, þá átti frelsið séns“. Þetta er sérkennilegt verk, svo neyðar- legt í háði sínu og afhjúpun á fullkomnu meiningarleysi stríðsreksturs sem Víet- namstríðið næstu árin varð eins og sýnidæmi um. En sagan hitti í mark hjá ungu fólki ekki síður vegna þess róman- tíska anda sem hún er gædd: Hinn langmæddi Yossarian flýr burt frá vitfirr- ingunni, - frelsið á séns þrátt fyrir allt, eins og leikskrárhöfundurinn segir. Það má kallast furðu djarft af áhuga- leikfélagi að ráðast í að flytja verk eins og 22. grein, svo margslungna íroníu, Gunnur Slefúnsson fík skrifar um leiklist flókið verk og fjölþætt, þar sem leikend- ur verða, aðstæðna vegna, að geta brugðið sér í mörg hlutverk. Það var varla von að Hafnfirðingar réðu við þetta. Áhugaleikarabragurinn var hvar- vetna auðsær, leikararnir höfðu ekki vald á að búa til minnilega karaktera: þeir gerðu varla meira en skila texta, og það gerðu þeir raunar skilmerkilega. Hin léttvíga írónía var þeim ofviða. Þetta verður að segjast, enda þótt maður hljóti um leið að láta í ljós aðdáun á þeim stórhug og áhuga sem lýsir sér í að velja svo viðamikið verkefni. Karl Ágúst Úlfsson er álitlegur leikari, en um leikstjórnarverkefni hans veit ég ekki, fyrr en þetta. Hann hefur sem fyrr sagði lagt höfuðáherslu á textameðferð sem eðlilegt er þegar við áhugaleikara er að fást. Sviðið setur líka ströng takmörk, atriðaskipti eru tíð, leikmynd einföld, aðeins með segli á vegg gefið til kynna umhverfi herlífsins sem leikurinn fer fram í. Óhjákvæmilega verður gangur sýningarinnar í hægara lagi, atriðaskipt- in taka of langan tíma, og sýningin var æði löng, á fjórða tíma með hléi. Það var ekki leikhópnum ætlandi - og kannski ekki þótt þjálfaðri væri - að halda uppi dampi allan þann tíma. Ég sé ekki ástæðu til að gefa einstök- um leikendum einkunnir. Þeir gerðu allir greinilega sitt besta. Það háir leik- hópnum augljóslega hve mjög skortir á breiddina: Þetta fólk virðist á svipuðum aldri flest, og sumir fullungir fyrir hlut- verk sín. Aðalhlutverkið, flugmanninn Yossarian, leikur Lárus Vilhjálmsson. Hann fór batnandi er á sýninguna leið, en raddbeiting hans, og reyndar ýmissa annarra, var nokkuð einhæf, röddin nýtt meira en þörf er á, og er það algengt hjá áhugaleikurum. Annars sýndi Lárus að hann gat slegið á mildari strengi, svo sem í atriði með Dickett hjúkrunarkonu, Kristínu Guðrúnu Gestsdóttur. Konur í sýningunni eru allar í einu hlutverki hver, en auk Kristínar Guðrúnar reyndi mest á Björk Jakobsdóttur og Kristínu Birnu Bjarnadóttur. Karlleikarar, allir í fleiri en einu hlutverki, voru Daníel Helgason, Jón Sigurðsson, Atli Geir Grétarsson, Hallur Helgason, Jakob Bjarnar Grétarsson, Gunnar Jónsson, Kristinn Þorsteinsson, Jón Björgvinsson og Eyjólfur Sigurðsson. Þessum hlut- verkum var mjög misjafnlega skilað, engu svo að sérstaka athygli vekti; helst Atli Geir í sínum mörgu smáu hlutverk- um, ekki síst skoplega atriði sem bróðirinn í hinu þar sem fjölskylda kemur að vitja dauðvona sonar og bróður, og Yossarian er látinn leika hlutverk hins deyjandi. í leikskrá er það rifjað upp að kvik- mynd eftir sögunni hafi fengið dræma dóma, mönnum hafi þótt of mikii og einhliða áhersla lögð á ádeilu á stríð. Vel má vera að myndin félli betur í geð nú; - ég sá hana í fyrra og er hún minnisstæð. í þeirri mynd er ntikið lagt upp úr því atriði er Snowdcn, félagi Yossarians deyr, og sá atburður gerður að megin- ástæðu liðhlaups Yossarians. í leikgerð- inni varð miklu minna úr því, auk þess .sem það er leikið uppi á svölum svo áhorfendur sjá óglöggt hvað fram fer. Þetta má vera dæmi um það hverjum erfiðleikum er bundið að koma þessu verki til skila á sviði Hafnarfjarðarbíós. En hvað um það: Hafnfirðingar ættu ekki að láta leikfélag sitt lognast út af enn einu sinni. Val verkefnis er reyndar ekki beint stílað upp á skyndigróða, en alltaf er gaman að sjá til hugsjónamanna. Framlag Karls Ágústs leikstjóra er hér þungt á metunum því hann hefur líka þýtt verkið. Eftir því sem ég gat heyrt var þýðingin lipur í munni leikaranna, enda Karl ekki byrjandi á því sviði. Þess vegna langar mig í lokin að skjóta því að hvort ekki mundi einhver fást til að gefa söguna út í þýðingu Karls Ágústs - þá gæti þetta framtak Hafnfirðinga skilið eftir sig áþreiSfanlegan árangur. Tilboösverö iö m QO 9jÍ o a af q|q Q Svalahurðir úr oregonpine meö lœsingu, húnum og þéttilistum. Verð írá kr. 5,654,- Útihurðir úr oregonpine. Verð írá kr. 6.390,- Bílskúrshuröir, gluggar og gluggaíög. Gildir til 1.05,84. TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F. HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 Gefið fermingarbarninu góðar íslenskar bókmenntir Skáldsögur Halldórs Laxness íslandsklukkan kr. 642.20 Heimsljós l-ll kr. 642.20 Sjálfstætt fólk kr. 642.20 Salka Valka kr. 642.20 Gerpla kr. 642.20 Paradísarheimt kr. 481.65 Brekkukotsannáll kr. 518.70 Atómstööin kr. 419.90 Myndskreyttar skáldsögur Jóns Thoroddsen Piltur og stúlka kr. 407.55 Maður og kona kr. 432.25 Ljóð islenskra öndvegisskálda Jónas Hallgrímsson: Ritsafn kr. 741.00 Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar kr. 741.00 Þorsteinn Erlingsson: Þyrnar kr. 592.80 Hannes Hafstein: Ljóð og laust mál kr. 370.50 Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli kr. 370.50 Magnús Ásgeirsson: Ljóðasafn l-ll kr. 741.00 Halldór Laxness: Bráðum kemur betri tíð kr. 580.45 Þessar bækur fást í öllum bókabúöum. OLÍS SMURSTÖO VÖLUNDUR HELGAFELL VÍKINGSPRENT BÓKAÚTGÁFAN ijdgafcll Veghúsastíg 5 Sími16837 sKlJi hverfisgata 5 ^ > * > c0 o c 03 'Au > co H O' c 03 LAUGAVEGUR Hlífdarfatnaóur frá SjóklCDðagerdinnl: !>róaður til að mæta kröfum ísienskra sjómanna við erfiðustu aðstæður. POLYVINYL GLÓFINN ............................i»r5elsterkir vinyihúðaðir vinnuvettlingar SEXTIU 06 $EX HOUÐM mcð sérstökum gripfleti scm gefur gott tak. Skúlagöfu 51 Sími 11520

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.