Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 3
Vigdís Finnbogadóttir, forseti í veislu finnsku forsetahjónanna í gærkvöldi: V Gl ETU M E KKI w 1 Gl El fh E)! STOI RA R ÍGJ AF II R EN VINJ ATl U M Gl n rui lA V IÐ 1 30D IÐ? ■ „Finnland er þrisvar sinnum stærra en ísland með græna skóga og þúsund vötn. ísland er hrjóstrug eldfjallaeyja úti í Atlantshafí. Samt er oft sagt að Islendingar og Finnar séu ótrúlega líkir að hugarfari og skapgerð. Hvernig má það vera? Er það vegna þess að við erumútverðir Norðurlanda í austri og vestri? Eða er svarsins að leita í því, að mál okkar eru sérstæð og við verðum að læra tungu nágrannaþjóða til að geta ræðst við innan þeirrar heildar sem Norðurlöndin eru? Ef til vill er það einfaldlega vegna þess, að svo margar hliðstæður eru í fortíðinni. Báðum þjóðunum hefur lengi verið nauðsyn að berjast fyrir frelsi og varðveita það, - og berjast fyrir eigin sjálfsímynd. Þessi barátta fyrir sjálfsímynd fór fram næsta samtímis og á sama hátt í báðum löndunum“. Þannig fórust Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands m.a. orð í ræðu sinni í veislu, sem fínnsku forsetahjónin héldu henni til heiðurs í forsetahöllinni í Helsinki í gærkvöldi. Forsetinn hóf mál sitt með því að vitna til ráðlegginga Hávamála um að eigi maður vin skuli maður vitja hans oft blanda við hann geði. Hún minntist þess að Finnar og fslendingar hefðu ávallt átt góð samskipti, friðsamleg og laus við vanda. Hún minntist einnig heifnsóknar Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrum forseta ís- lands til Finnlands í forsetatíð Paasikiv- is, heimsóknar Kristjáns Eldjárns fyrrum forseta til Finnlands er Kekkon- en sat á forsetastóli og heimsóknar Koivistos til íslands 1982. „Þá fengu þjóðirnar tvær að fylgjast með töluvert ævintýralegri ferð yðar til sögustaða og að kynnast atvinnulífi á íslandi. Pá var ekki lengur hægt að halda því leyndu að það getur hellirignt og hvesst svo um munar á eyju stormanna,“ sagði forset- inn. Að lokum fór Vigdís Finnbogadóttir með upphaf Kalevala á íslensku og erindi úr Hávamálum á finnsku. Síðan sagði forsetinn: „Lítil þjóð eins og fslendingar, 240.000 manns, getur ekki gefið stórar gjafir, - en vináttu getum við boðið. Leyfið mér aðsíðustu, herraforseti að skála fyrir yður og velgengni þjóðar yðar og fyrir órjúfandi vináttu Finna og íslendinga. -JGK ■ Finnsku forsetahjónin heilsa forseta Isiands á flugvellinum í Helsinki í gær. Polfoto símamynd. Þú finnur örugglega bíl fyrir þig á AUTO 84

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.