Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 1
Fjölmennur fundur bladburðarbarna. Sjá bls. 5 ■ FJC OG jS Eö |i F 8 'immtudagur 12. apríl 1984 8. tölublað 68. árgangur Siðumúla 15—Pósthólf 370 Reykjavik—Ritstjorn 86300—Augtysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86306 FJÖLDAUPPSAGNIR GRUNN- SKÓLAKEN NARA í HAUST? — úrslit f skoðanakönnun Kennarafélags Reykjavlkur birt íkvöld ■ „Ert þú reiðubúin (n) til þess að taka þátt í uppsögn kennara á komandi hausti til þess að knýja á um bætt kjör og endurmat kennarastarfsins?“ Þannig hljóðar spurning sem lögð er fyrir starfandi grunnskóla- kennara í Reykjavík í allshcrjar- skoðanakönnun, sem Kennara- félag Reykjavíkur gengst fyrir um þessar mundir. Skiladagur í könnuninni var í gær og úrslit verða kynnt á aðalfundi Kenn- arafélagsins sem haldinn verður í kvöld. Þá verður ljóst hvort stefnir í fjöldauppsagnir kennara í grunnskólum Reykjavíkur í haust. 882 félagar eru í Kennara- félagi Reykjavíkur. En hvað gerist ef naumur meirihluti segir já, segir þá rúm- ur helmingur kennara upp með- an hinir sitja áfram í stöðum sínum? „Við höfum reynslu af svona aðgerðum", sagði Gísli Baldvinsson formaður Kennara- félags Reykjavíkur í samtali við blaðið í gær. „1961 var keimlík skoðanakönnun gerð og 70% lýstu sig reiðubúna til að segja. upp störfum, en þegar til kom skrifuðu 90% uppsagnarbréf. Þá var samið við kennara og í kjölfarið fékk BSRB samnings- rétt. Könnuninni fylgdu ýmsar lagalegar útskýringar til glöggv- unar fyrir þátttakendur og í síðustu viku hefur kynning farið fram í skólunum. Að sögn Gísla Baldvins- sonar verða ekki gefnar uppl niðurstöður fyrir hvern einstak- an skóla heldur aðeins heildar- niðurstöðurnar. -JGK. Fjármálaráðherra OSKAR OPIN- BERRAR Heimsókn Vigdísar forseta til Finn- lands hafin KOIVISTO VAR FÆRÐ SKARÐSBÓK AÐ GJÖF — en frú Koivisto fékk íslenskt silf- urarmband ■ „Það hefur allt gengið eins og í sögu og samkvæmt áætlun. Það var lent í Helsinki kl. 13.00 að staðartíma. Þar var stutt mót- tökuathöfn og síðan haldið til forsetahallarinnar og þar var aftur stutt athöfn, þar sem for- setar Finnlands og Islands skipt- ust á gjöfum. Því miður veit ég ekki hvað Koivisto afhenti Vig- dísi að gjöf, en Koivisto fékk Skarðsbók að gjöf frá Vigdísi en frú Koivisto afbenti Vigdísi víra- virkisarmband úr silfri, sem Jó- hannes Leifssongullsmiður hefur gert“, sagði Halldór Reynisson forsetaritari þegar Tíminn talaði við hann til Helsinki síðdegis í gær. „Eftir athöfnina í forsetahöll- inni hélt Vigdís til Sandudd, þar sem hún lagði blómsveig að minnismerki um Finna sem féllu í síðari heimstyrjöldinni og einn- ig lagði hún blómsveig á leiði Mannerheims marskálks. Að því loknu var móttaka sem for- seti íslands bauð til í forsetahöll- inni fyrir sendimenn erlendra ríkja og maka þeirra. Samtímis ræddust við Geir Hallgrimsson utanríkisráðherra og starísbróðir hans í Finnlandi. í gærkvöldi var svo veisla í forsetahöllinni sem Mauno Koi- visto og frú héldu til heiðurs forseta íslands. „Það er hið fegursta veður hér í Helsinki, og allar móttökur og aðstaða í anda þeirrar gest- risni sem Finnar eru þekktir fyrir“, sagði Halldór Reynisson. - JGK. Sjá nánar bls. 3. Skaftamálið: Lögregluþjónarnir sýknað- ir af öllum ákæruliðunum ■ Lögreglumennirnir þrír sem ríkissaksóknari ákærði fyrir að hafa staðið ólöglega að handtöku Skafta Jónssonar, og fyrir að hafa orðið valdir að meiðsium sem hann fékk við handtökuna, voru sýknaöir af öllum ákæruat- riðum í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Sverrir Einarsson sakadóm- ari kvað upp dóminn. í niðurstöðum dómsins segir m.a. um handtökuna sjálfa að iögreglumönnunum hafi borið skylda samkvæmt lögum að hefja rannsókn málsins, þar sem útlit og frásögn dyravarðarins sem á þá kallaði hafi gefið þeim ástæðu til að ætla að þeir hefðu verið kvaddir á vettvang vegna óspekta og árásar Skafta Jóns- sonar. Liður í rannsókninni hlaut-að vera viðtal við Skafta sem var kærður. Bar honum skýOa til að hlýða fyrirmælum ákærðu að koma með þeim. Því neitaði Skafti og þegar af þessum ástæðum var rétt'af ákærðu að handtaka hann. Á það ber þó að líta segir í dómnum að ákærðu virðast ekki hafa kynnt sér nægjanlega ástæð- urnar sem lágu að baki útkallsins þegar þeir hófu handtökuað- gerðir sínar. Samt verði að telj- ast að með hliðsjón af útliti dyravarðarins, viðbrögðum Skafta er þeir komu og loks verksviði og valdsviði dyravarða, hafi þeim af þeim ástæðum ein- um verið rétt að fjarlægja hann úr húsinu. Loks voru viðbrögð Skafta slík segir í dómnum, er ákærðu hófu handtökuaðgerðir, að þeir áttu vart annars úrkosta en að ljúka þeim. Með hliðsjón af framansögðu verða ákærðu því sýknaðir af því að hafa handtekið Skafta Jónsson án nægjanlegra ástæðna eða tilefnis umrætt sinn. Um áverka Skafta segir í dómnum að eigi liggi fyllilega Ijóst fyrir með hverjum hætti hann fékk þá. Hann veitti mikla mótspyrnu meðan á handtöku stóð, og fullyrða ákærðu Guð- mundur og Jóhann Valbjörn að hann hafi fallið inn á gólf lög- reglubifreiðarinnar þegar hann var settur inn í hana. Er ekki lögfull sönnun fram komin fyrir því gegn neitun ákærðu, þrátt fyrir framburð Skafta og konu hans, að ákærðu hafi af ásetningi eða gáleysi orðið valdir að áverk- um hans. Gæti Skafti eins hafa hlotið þá fyrir eigin tilverknað. Ber því að sýkna ákærðu af ákæru þessari. Sjá nánar bls. 4 RANNSÓKN- ARÁVERÐ- MYNDUN MJÓLKUR- VARA ■ Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra aftók nteð öllu á Alþingi í gær að aflétta sköttum á kakómjólk og skyldum vörum og kvaðst hafa beðið um opin- bera rannsókn á verðmyndun á mjólkurvörum. Guðrún Agnarsdóttir bað skýringa á því hversvegna gjöld væru lækkuð á sykurvatni en lögð á mjólkurvörur sem væru börnum hollari og næringar- meiri. Albert sagði verð á bragðbætt- um mjólkurvörunt óeðlilcga hátt, yfir 50 krónur lítrinn, og sú skýring væri gefin að verðið lægi aðallega í umbúðum. Hann kvaðst liafa beðið um skýringar á verðmynduninni en ekki fengið og það væri að sínu viti óhæfa að selja niöurgreidda afgangsinjólk á yfir fimmtíu krónur lít-rann . og mysan væri fjórum sinnum dýrari. - O.Ó. ■ Mauno Koivisto forseti Finnlands, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og frú Tellervo Koivisto á svölum forsetahallarinnar í Helsinki við upphaf opinberu heimsóknarinnar í gærdag. Polfoto símamynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.