Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.04.1984, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1984 18 afmæli Wfmm Kvikmyndir Eyjólfur Valgeirsson Krossanesi 70 ára ■ í fögru og stórbrotnu landslagi norður í Árneshreppi á Ströndum er að finna útverði mannabyggðar við Húna- flóa vestanverðan. íbúarnir á þeim af- skekktu slóðum hafa gefið lands- mönnum gott fordæmi um það, hversu treysta má búsetu heilla byggðalaga með félagsþroska og samstöðu fólksins. Eru þar einkum til vitnis myndarlegar fjár- húsbyggingar ásamt votheyshlöðum, er reistar voru á árunum 1975-80. í þessu velheppnaða framtaki, sem gerði bænd- um mögulegt að hvcrfa alfarið frá þurrheysgerð að votheysverkun, er að finna skýringuna á bættri velgengni hreppsbúa. Hitt cr aftur önnur saga, að bændur norður þar hafa orðið fyrir áföllum og ekki notið hinnar bættu búskaparaðstöðu sem skyldi vegna kóln- andi veðráttu og grasleysisára. En án þess að kvarta eða gera kröfur til annarra þrauka menn þó áfram og halda í vonina um betri tíð minnungir þess, að reynslan hefur sýnt, að góðæri og hallæri skiptast stöðust á í rás tímans, þótt sú skipting sé að öðru leyti ekki reglubund- in. Norðursveitir Strandasýslu hafa átt í vök að verjast, hvað fólksflótta snertir, þannig að nú er það skarð í byggðina, er skilur að Árnes- og Kaldrananeshreppa orðið um 50 km breitt. Á þeirri strandlengju stóðu framundir miðja þessa öld 14 bæir, er skiptust til helmingja á fyrrnefndar sveitir. Nú er föst búseta aðeins á 19 bæjum í Árnes- hreppi og þótt heimilin séu nokkru fleiri, þar sem tvíbýli cr á sumum þeirra, er Ijóst að íbúafjöldinn, um 120 manns, er við það lágmark, að þar má ekki verða meiri fækkun, ef unnt á að vera að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þannig að lag verði á, eins og t.d. samgöngum, verslun og barnafræðslu. Vegna land- fræðilcgrar afstöðu sinnar myndar þetta byggðarlag tiltölulcga sjálfstætt samfé- lag, líkt og ríki í ríkinu þar sem menn verða að reynast sjálfum sér nógir á sem flestum sviðum. Lífsbaráttan hefur verið hörð á þessum slóðum og tækifæri til mannfagnaða með aðkeyptum skemmti- kröftum eru ekki ýkja mörg. En siðvenja hefur verið að nota viðburði cins og merkisafmæli til að lyfta sér upp frá amstri dægranna og eiga saman glaða og eftirminnilega stund með afmælisbarn- inu. Tjá menn þá gjarnan hug sinn með viðurkenningarorðum og árnaðaróskum milli þess sem sungnar eru dægurvísur og ættjarðarkvæði. Nú í dag á góðvinur minn og skóla- bróðir, Eyjólfur Valgeirsson á Krossnesi eitt slíkt merkisafmæli, því að hann fæddist 12. apríl árið 1914 og er því orðinn sjötugur. Veit ég að vinir hans og nágrannar munu sækja hann heim og sameinast um að gera honum afmælis- daginn ánægjulegan. Sakna ég þess að geta ekki verið lengur með í þeim hópi, en þess í stað verð ég að láta nægja að biðja Tímann fyrir afmæliskveðjur og heillaóskir frá okkur hjónum norður yfir heiðar. Eyjólfur fæddist í Norðurfirði í Árnes- hreppi á Ströndum og bar þann atburð upp á 12. apríl árið 1914 eins og áður hefur verið getið. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Valgeir Jónsson Ólafs- sonar frá Eyri í Ingólfsfirði og Sesselja Vilborg Gísladóttir í Norðurfirði Gísla- sonar, er höfðu stofnað heimili í Norður- firði nokkrum árum fyrir síðustu alda- mót og bjuggu þar síðan alla sína búskapartíð í hartnær hálfa öld og urðu kynsæl með afbrigðum. Af 18 börnum þeirra hjóna komust 14 til fullorðinsára og settust þau (lest að í heimasveit sinni. Lét um skeið nærri, að helmingur húsráðenda í Árneshreppi væri af Val- geirsættinni og cr þá átt við bæði bændur og húsfreyjur. Fyrir þær kynslóðir, sem nú standa í barnauppeldi og stynja undir ómegðinni, ef börnin eru fleiri en tvö, þrátt fyrir alls kyns styrki og bætur af opinberu fé, er erfitt að skilja, hvcrnig mögulegt var fyrir fátæk hjón á lítilli jörð að koma upp stórum barnahópi án nokkurrar sam- hjálpar eins og Norðurfjarðarhjónin gerðu, enda varð slíkt verkefni aðeins leyst með mikilli fyrirhyggju og þrot- lausri vinnu. Um þær mundir byggðist afkoma manna í Árneshreppi meira á sjávarafla en landbúnaði, því að hey- fengur var jafnan af skornum skammti og bústærðin í samræmi við það. Hins vegar voru fiskimið oft gjöful á þeim árum og nutu margir þess eins og Norðurfjarðarbóndinn, sem lengi reri með Guðmundi Péturssyni á hákarla- skipinu Ófeigi og dró þá oft góða björg í bú sitt. Ekki fjölgaði næðisstundum Sesselju húsfreyju við fjarveru bóndans. Þurfti hún þá að bæta á sig utanbæjarverkum og átti þó ærið annríkt fyrir við mat- reiðslu, fatasaum og skógerð svo fátt citt sé nefnt. En börnin veittu líka forcldrum sínum alla þá aðstoð, sem kraftar þeirra leyfðu.jafnóðumogþau komustálegg. Flcira þurfti að gera en fæða og klæða fjölskylduna. Barnafræðslan hvíldi cinn- ig á herðum foreldranna, þar sem ekki var náð til heimiliskennara eða skólahald komið til sögunnar. Hér var um að ræða drjúga viðbót við dagleg bústörf, því að kenna þurfti lestur, skrift og reikning auk bóklegra greina eins og Kristinfræði. Þetta skólahald heimilanna var undir eftirliti prestanna, er fóru í húsvitjunar- ferðir til þess að fylgjast með árangri kennslunnar. Það féll í hlut Valgeirs að veita börnum þeirra hjóna tilskilda fræðslu og fór honum það starf vel úr hendi. Börnin voru bæði greind og námfús, ekki síst var Eyjólfur, sem var 12. barnið í röðinni, gæddur þeim eiginleikum í ríkum mæli. Átti það eftir að koma betur í Ijós, er hann stundaði síðar nám í Héraðsskól- anum á Reykjum í Hrútafirði. Það var einmitt á Reykjaskóla, sem kynni okkar Eyjólfs hófust veturinn 1938-9 og tókst þá þegar með okkur góð vinátta. Löngu síðar lágu leiðir okkar aftur saman um 28 ára skeið meðan undirrit- aður dvaldist í Árneshreppi. Endur- nýjuðum við þá kunningsskapinn, sem aldrei hefur fallið skuggi á síðan. Með héraðsskólunum opnaðist mörg- um æskumanninum utan af landsbyggð- inni kærkomið tækifæri til þess að afla sér menntunar. En flestir urðu að vinna sjálfir fyrir skólakostnaðinum og voru því orðnir fulltíða og þroskaðir menn, er þeir luku skólagöngunni. Þeirra á meðal var Eyjólfur, sem orðinn var 25 ára þegar hann útskrifaðist frá Reykjum, en hann hafði gert alllangt hlc á námin.u eftir fyrri vetur sinn þar. Meðal námsgreina í Reykjaskóla var bókfærsla og hafði Jónas Benónýsson frá Laxárdat í Bæjarhreppi annast þá kennslu. Kom sú fræðsla Eyjólfi að góðum notum þegar hann var ráðinn kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Stranda- manna á Norðurfirði árið 1943. Gegndi hann síðan því starfi með miklum sóma í 13 ár. Annaðist hanneinnsínsliðsjafnt vöruafgreiðslu sem skrifstofustörf eins og forverar hans höfðu gert, enda voru umsvif öll og skriffinnska mun minni en síðar varð og gerði sú þróun aukningu starfsliðsins óumflýjanlega, þrátt fyrir verulega fækkun viðskiptamanna vcgna brottflutnings úr byggðalaginu. Það lætur því að líkum, að hver starfsdagur kaupfélagsstjórans hefur verið langur og erilssamur og sjaldan viss næðisstund, því að oft kom fólk í verslunarerindum um helgar, einkum ef þannig stóð á, að nauðsynlegt þótti að nota hagstætt veður til kaupstaðarferðar. Eyjólfur kvæntist og stofnaði heimili um það leyti, sem hann gerðist kaupfé- lagsstjóri. Kona hans er Sigurbjörg, dóttir Alexanders Árnasonar og Svein- sínu Ágústsdóttur frá Kjós í Reykjar- firði. Sigurbjörg er góð kona og vel gefin eins og ættmenn hennar eiga kyn til, en hún hefur lengi átt við heilsuleysi að stríða og því ekki ávallt notið sín sem skyldi. Þeim Eyjólfi varð fimm barna auðið, sem öll eru tápmikið og mannvænlegt fólk. Þau cru: Hildur, gift Ingólfi Kristjánssyni verslunarmanni í Reykja- vík, Úlfar og Petrína Sigrún, sem bæði styðja foreldra sína við búskapinn, Fríða kennari á Hofsósi og Valgeir Aiexander, sem stundar nám á Akranesi í vetur. Þrjú af börnunum voru fædd á Norðurfirði og hefur húsmóðirin ekki átt síður annríkt en kaupfélagsstjórinn, því að í viðbót við heimilisstörfin kom oft í hlut hennar að gefa göngumóðum eða sjóhröktum viðskiptamönnum heit- an kaffisopa og meðlæti. Einnig þurfti hún ósjaldan að taka á móti næturgest- um, er biðu skipsferðar, ellegar komu af hafi og biðu þess að verða sóttir. Á þeim árum voru strandferðaskipin einu sam- göngutækin, er komu að notum fyrir fólkið í Árneshreppi og var af þeim sökum jafnan gestkvæmt á heimili kaup- félagsstjórans. Árið 1956 sagði Eyjólfur Valgeirsson upp starfi sínu og hugðist hasla sér völl á öðru sviði. Hann var þá aðeins liðlega fertugur að aldri og átti ýmissa kosta völ vegna starfsreynslu sinnar og þess trausts, sem hann hafði áunnið sér. Höfuðborgin og þéttbýlið í nágrenni hennar togaði til sín fólk af öllum landshornum t vaxandi mæli, en Eyjólfur lét ekki berast með þeim straumi og það varð Árneshreppsbúum til mikillargæfu, að jafn fjölhæfur maður og Eyjólfur var ■ skyldi verja áfram kröftum sínum í þágu sveitarinnar, en ekki hverfa á braut eins og svo margir efnismenn aðrir gerðu bæði fyrr og síðar. Eyjólfur var alla tíð hneigður fyrir búskap, og þegar Kross- nesið var boðið til sölu brá Eyjólfur við og keypti jörðina af síðasta ábúanda hennar, Skarphéðni Njálssyni, en þá hafði jörðin staðið eitt ár í eyði. Það kom fljótlega í Ijós, að Eyjólfur var góður bóndi og hafði fullan hug á að búa í haginn fyrir framtíðina með umbótum á jörðinni. 1 því efni nýtti hann vel þá möguleika til ræktunar, sem voru fyrir hendi, þótt sú vinna væri löngum erfið og fyrirhafnarsöm, þar sem jarðvegur var víða grýttur eða blautur. Náði hann og þeir feðgar þeim árangri í ræktunar- starfinu, að jörðin ber nú 250 fjár og 3-4 nautgripi eða tvöfalt stærri áhöfn, en þá er hann tók við henni. Þá var ekki minna afrek unnið við endurnýjun húsanna. í marsmánuði árið 1971 varð fjölskyldan fyrir þeirri bitru reynslu, að íbúðarhúsið brann til kaldra kola á örfáum stundarfjórðungum. Missti fjölskyldan þar flesta innan- stokksmuni sína, bækur, fatnað og bús- áhöld ogeinsogjafnan viðslíka atburði, ýmsa gamla muni, sem góðar minningar voru tengdar við og kostuðu kannski lítið, þótt missir þeirra sé stærri en svo, að metnir verði til fjár. Og nú þurfti Krossnessbóndinn að taka erfiða ákvörðun. Hvaða kostir voru nú fyrir höndum? Var nokkurt vit í því, að steypa sér í skuldir með því að byggja nýtt íbúðarhús í sveit, þar sem upplausn og fólksflótti virtist blasa við? Ekki færri en sex fjölskyldur ráðgerðu brottflutning úr Árneshreppi með haustinu. Hvar mundi sú skriða stöðvast ef fjölskyldan á Krossnesi færi líka? Þess- um og þvílíkum spurningum veltu marg- ir fyrir sér á útmánuðum árið 1971. Það var því sem fargi létti af mönnum þegar frcttist, að Eyjólfur hefði ákveðið að stríða á móti straumnum og fara hvergi og hefði hann þegar byrjað að undirbúa byggingu nýs íbúðarhúss. Sveitungarnir brugðust og drengilega við og veittu honum mikla hjálp við bygginguna. En meðan á henni stóð, hafðist heimilisfólkið við í húsakynnum sundlaugarinnar um stundarfjórðungs- gang frá Krossnesbænum. Það bar til tíðinda er grafið var fyrir húsinu, að komið var niður á nokkrar beinagrindur, sem lágu í röð grunnt undir grassverðinum. Var gröfturinn þá stöðvaður og þjóðminjaverði tilkynnt um beinafundinn. En þar sem ekki var talin ástæða til að rannsaka þessar forn- leifar nánar voru þær huldar moldu, en nýr grunnur tekinn neðar í túninu. Ekki er kunnugt um að þessi röskun á helgum reit hafi haft nokkurn óróa í för með sér eða önnur óþægindi fyrir íbúa hússins, en á hinn bóginn hafa menn fengið nýja skýringu á heiti jarðarinnar, því að áður var talið að nafngiftin ætti stoð í náttúru nafnakenningunni, þar sem fjallskaginn milli Norðurfjarðar og Ingólfsfjarðar er krossmyndaður. Síðar byggði Eyjólfur upp öll penings- hús jarðarinnar ásamt skála fyrir vél- sögun og fékk þannig ágæta aðstöðu til að vinna húsavið og girðingarstaura úr því timbri, sem hafði skolað á land. En á Krossnesi er trjáreki góður. Önnur mikilsverð hlunnindi þar er jarðhitinn. Sundlaugin, sem áður er nefnd, var byggð fyrir forgöngu ungmennafélagsins Leifs heppna skömmu áður en Eyjólfur I flutti að Krossnesi. landeigendur hafa aldrei tekið gjald fyrir lóðaleigu eða vatnsréttindi, er það þeim til sóma og sýnir glöggt viðhorf þeirra til sundíþrótt- arinnar. Eftir að Eyjólfur flutti í nýja húsið tók hann brátt að hugleiða, hvort nýta mætti jarðhitann til upphitunará því. Lét hann til skarar skríða, er olíuverðið hækkaði og lagði hitaveitu heim að bænum, nokkuð á annan kílómetra. En vegna þess að hæðarmunur var lítill gekk illa að ná rennsli inn á miðstöðvarkerfið og kom sú fyrirhöfn því ekki að góðu gagni fyrr en undir árslok 1977 er rafmagn frá samveitu var lagt norður í Árneshrepp. Þá útvegaði Eyjólfur sér rafmagnsdælu og fékk nægan hita á ofnana. Við allar þessar framkvæmdir hafa börnin, einkum Úlfar veitt föður sínum mikinn suðning eins og við önnur tilfall- andi bústörf. Eins og að líkum lætur hefur Eyjólfur Valgeirsson haft mörg trúnaðarstörf með höndum, auk kaupfélagsstjóra- starfsins, er hann gegndi í 13 ár, hefur hann verið hreppsnefndarmaður í ára- tugi og á þar enn sæti. Hann var kosinn í stjórn Kaupfélags Strandamanna 1957 og varð formaður félagsstjórnarinnar árið 1965, einnig hefur hann átt sæti í skólanefnd um áraraðir. Þótt þessi upp- talning sé ekki tæmandi nægir hún til að sýna hvaða traust var borið til hans af sveitungunum, enda þótti jafnan vel séð fyrir þeim málefnum, sem Eyjólfur tók að sér. Hér hefur verið stiklað á stóru í lífshlaupi Eyjólfs Valgeirssonar enda verður ekki öllu komið til skila eins og vert væri í stuttri afmælisgrein. Við, sem höfum verið Eyjólfi samtíða, eigum honum mikið að þakka, mun því margur hugsa hlýtt heim að Krossnesi í dag. I upphafi þessara orða var getið um það félagslega framtak, er bændur í Árneshreppi sýndu með myndarlegri uppbyggingu allra fjárhúsa á jörðum sínum. Sú samvinna bar þann árangur, að hún skipti sköpum í daglegu lífi fólksins, gerði alla vinnu léttari, árang- ursríkari og skemmtilegri. í annan stað var hér um að ræða allsherjar samning bændanna um að helga sveitinni krafta sína alla. Bróðir Eyjólfs, bændaöldung- urinn síungi, Guðmundur P. Valgeirsson í Bæ á heiðurinn af því, að hafa kallað sveitunga sína til dáða á þessum vett- ' vangi. Hins vegar má ég ekki til þess hugsa, hver framvindan hefði orðið, ef Eyjólfur Valgeirsson hafði ekki skapað fordæmið með staðfestu sinni, hugrekki og átthagáást á örlagastundu. Kæri Eyjólfur. Haldinn þeirri trú, að ísland yrði fátækara ef Árneshreppur færi í auðn, flyt ég og fjölskylda mín þér innilega þökk fyrir allt um leið og við sendum þér bestu heillaóskir á sjötugsafmælinu. Guð blessi þig og sveit þína. Torfi Guðbrandsson . Sími 78900 SALUR1 Heiðurs-konsúllinn (The HonoraryConsul) ÍMICHÁa CAINÍ wchahd gere Splunkuný og margumtöluð stór- mynd með úrvalsleikurum. Micha- el Caine sem konsúllinn og Ric- hard Core sem læknirinn hafa fengið lofsamlega dóma fyrir túlk-< un sína í þessum hlutverkum, enda samleikur þeirra frábær. Aðalhlutverk: Michael Caine, Ric- hard Gere, Bob Hoskins, Elphi- da Carrillo. Leikstjóri: John Mackenzie. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Hækkað verð. SALUR2 Stórmyndin Maraþon maðurinn (Marathon Man) Pegar svo margir frábærir kvik-' myndagerðarmenn og leikarar leiða saman hesta sina í einni ,mynd getur útkoman ekki orðið önnur en sfðrkostleg. Marathon man hefur farið sigurför um allan heim, enda með betri myndum sem gerðar hafa verið. Aðalhlut- verk: Dustin Hoffman, Laurence Olivier, Roy Scheider, Marthe Keller. Framleiðandi: Robert Ev- ans (Godfather) Leikstjóri: John Schlesinger (Midnight Cowboy) Bönnuð bömum innan 14 ára • Sýnd kl. 5,7.30 og10. SALUR3 sem allstaðar sló aðsóknannet, og var talin grinmynd ársins 1982. Nú er það framhaldið Porkys II daginn eftir sem ekki er síður smellin, og kítlar hláturtaugamar. Aðalhlutverk: Dan Monahan, Wy- att Mark Herrier. Leikstjóri: Bob Clark. Hækkað verð Bönnuð börnum innan 12 ára Sýnd kl. 5,7 og 9. Palli leiftur (ChuChu and Philly Flash) Sýnd kl. 1t_ SALUR4 A . _ mt- .. Goldfinger Syggð á sögu eftir lan Fleming. Leikstjóri: Guy Hamilton Sýnd kl. 5,7 og 9. Óþokkarnir New York búar fá aldeilis að kenna á þvi þegar rafmagnið fer af. Aðalhlutv: Jim Mitchum, Robert Carradine Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.