Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. janúar 1986 Tíminn 3 Tékkanotkun vex stöðugt þrátt fyrir kreditkort: Þjóðarframleiðslan 4 sinn- um gegnum tékkhefti 1985 Á nýliðnu ári munu bankar og sparisjóðir hafa selt rúinlega 800 þús. tékkhefti, sem miðað við nú- verandi verð hefur gefið þeim rösk- lega 80 milljónirkróna (semvænt- anlega hafa ekki verið meðtaldar í tölum yfir bóksölu ársins). Athyglisvert er, að þrátt fyrir gíf- urlega aukningu á kreditkortavið- skiptum jókst tékkanotkun samt í kringum milljón tékka á ári að undanförnu og sýnu meira á árinu 1985. Innleystir tékkar voru tæp- lega 19 milljónir árið 1984, sam- kvæmt Hagtölum Seðlabankans og munu hafa farið vel yfir 20 milljónir á árinu sem var að líða. Það jafn- gildir því að hver íslendingur, sem hefur aldur til að fá tekkhefti, hafi gefið út um 125 tékka að meðaltali á árinu. Meðalupphæðir tékkanna hafa heldur ekki hækkað á undan- förnum árum nema í kringum það sem verðlagshækkunum nemur, sem ásamt fjölguninni Irendirekki til að þeir séu notaðir í minna mæli af einstaklingum en áður, þrátt fyrir plastkortaviðskiptin, sem margir töldu að mundu leysa tékkavið- skiptin af hólmi að töluverðu leyti. Miðað við tölur í lok október s.l. má áætla að heildar tékkaveltan 1985 hafi numið um 400.000 millj- ónum króna (meðáltékkaupphæð rúm 19 þús. kr.). Það þýðir að þjóðarframleiðslan á árinu hefur rúllað um fjórum sinnum í gegn um tékkahefti landsmanna. Segi menn svo að ekki sé oft hægt að eyða sömu krónunni. HEI Lagmeti til Sovétríkjanna: Stærsti einstaki samningurinn Stærsti einstakur sölúsamningur sem gerður hefur verið um sölu á lag- meti til Sovétríkjanna var undirrit- aður í síðustu viku. Samið var um sölu á 100.000 kössum af gaffalbit- um, þorskalifur, matjesflökum og reyktum síldarflökum og nemur söluverðmæti þessara afurða 160 milljónum króna. Samningurinn var gerður milli Sölustofnunar lagmetis og sovéska Árni Þórarinsson ritstjóri Mannlífs . fyrirtækisins Prodinstorg og er þetta fyrsti samningurinn af þessu tagi sem gerður er á þessu ári. Sovétmenn sýndu mikinn áhuga á lagmetiskaupum frá íslandi og svo virðist sem þeir vilji kaupa mun meira af þessari vöru. Þetta er í fyrsta skipti sem matjesflök og reykt síldarflök eru seld til Sovétríkjanna. Verð á gaffalbitum er það sama í dollurum og afgreitt var árið 1985, en þorskalifur hækkaði um 12%. Samkvæmt samningnum á að af- greiða þessar vörur á 1. til 3. árs- fjórðungi en ekki hefur verið samið um seinni hluta ársins. Það eru fjórar aðalverksmiðjur Sölustofnunarinnar sem munu framleiða vörurnar fyrir Sovétmenn; K. Jónsson & Co. á Akureyri, ' Sigló hf. á Siglufirði Norðurstjarnan hf. í Hafnarfirði og Lifrarsamlag Vestmannaeyja. -B.G. Mjög harkaleg aftanákeyrsla varð á Krínglumýrarbraut um mlðjan dag á laugardag. Mesta mildi var að bfllinn skyldi ekki kastast ofan í lækinn. Eins og myndin ber með sér mátti ekki muna mörgum metrum. Barn sem var í bílnum var flutt á slysadcild. Meiðsli þess reyndust ekki alvarleg. Tímamynd-Sverrir Eyjabátar gátu ekki klárað kvótann sinn Árni Þórarinsson hefur veríð ráðinn ritstjóri tímaritsins Mannlífs í stað Herdísar Þorgeirsdóttur. Árni Þórarinsson blaðamaður hef- ur verið ráðinn sem ritstjóri tímarits- ins Mannlífs. en Herdís Þorgeirs- dóttir sagði starfi sínu lausu sl. föstu- dag. Árni starfaði um skeið sem blaða- maður á Morgunblaðinu og ritstýrði helgarblaði Vísis þar til hann stofn- aði og ritstýrði Helgarpóstinum í nokkur ár. Auk þessa hefur hann einnig stjórnað sjónvarpsþáttum og skrifað kvikmyndagagnrýni fyrir Morgunblaðið. Næsta tölublað tímaritsins mun koma út um miðjan febrúar og verð- ur það gefið út í 17 þúsund eintökum að sögn Anders Hansen og mun blaðið verða með svipuðu sniði og undanfarið. Verður það hér eftir sem hingað til þátttakandi í Upplags- eftirliti Verslunarráðs íslands og Sambands íslenskra auglýsingastofa. Alls 320 tonna þorskkvóti skipti um eigendur í Vestmannaeyjum á síðustu dögum ársins. Fimm togarar að vestan og norðan fengu þennan kvóta hjá sjö fiskiskipum úr Vest- mannaeyjum og var það samþykkt í bæjarráði Vestmannaeyja 27. des- ember, þar sem ljóst var að Vest- Öll fólksfjölgunin og meira til á höfuö- borgarsvæðinu Öll fólksfjölgunin á íslandi á ný- liðnu ári og um 200 manns til viðbót- ar bættust við á höfuðborgarsvæðinu - en þessum 200 töpuðu Vestfirðir. Fólksfjölgun á árinu samkvæmt endanlegum tölum 1984 og bráða- birgðatölum 1985 nam um 1.300 manns. í Reykjavík einni varð fjölg- unin rúmlega þúsund manns og um 575 í öðrum bæjum á höfuðborgar- svæðinu. Að gefnum forsendum um endanlegar tölur 1985 áætlar Hag- stofan að fólksfjölgunin verði 0,68% á árinu, sem er minnsta fólksfjölgun um langt árabil. Á Vestfjörðum fækkaði fólki um 213 manns á árinu, sem er mesta fækkun þar síðan árið 1946. Mest varð fækkunin á Flateyri 7,9%, Suðureyri 6,8% og Patreksfirði mannaeyingarnir gátu ekki nýtt sér allan sinn kvóta. Skýringin er sögð afburða léleg þorskveiði hjá trollbát- um á síðustu vetrarvertíð. Ekki var þó allur þessi afli glatað- ur Eyjamönnum. Elín Þorbjarnar- dóttir ÍS, sem fengið hafði 80 tonna þorskkvóta í Eyjum, varð fyrsti 5,5%, en veruleg á flestum öðrum stöðum. Sé Akranes frátalið varð einnig um 150 manna fækkun á Vestur- landi, þar af um 41 í Borgarnesi, 29 í Stykkishólmi og 20 í Ólafsvík. Hins vegar fjölgaði um 99 á Akranesi. Á Suðurlandi í heild fækkaði í kringum 80 manns, Árnesingum fækkaði um rúmlega 100 manns og Vestmannaeyingum um 37. Um 30 manna fjölgun varð á Selfossi og nokkur á Hellu og Hvolsvelli. í öðrum kjördæmum má segja að mannfjöldinn hafi staðið í stað, en nokkrar breytingar orðið milli staða innan þeirra. Á Norðurlandi vestra togarinn til að landa þar á árinu -95- 100 tonnum sl. föstudag. Aðrir sem fengu þorskkvóta í Eyjum voru: Guðbjörn ÍS 100 tonn, Svalbakur EA 75 tonn, Ólafur Bekkur ÓF 40 tonn og Jökull SH 25 tonn. -HEI varð t.d. nokkur fjölgun á öllum þéttbýlisstöðum, mest 3,1% á Skagaströnd, en fækkaði í sveitun- um á móti. Á Norðurlandi eystra fjölgaði um 43 á Akureyri, en stóð í stað eða fækkaði á öðrum stöðum. Á Austurlandi varð nokkur fjölgun á Seyðisfirði og Egilsstöðum en um 26 manna fækkun á Höfn og nokkur á Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað og víðar. Hagstofan áætlar að um 500 fleiri hafi flutt til útlanda í fyrra en fluttust heim. Er sú tala brottfluttra umfram aðfluttra álíka og árin 1979 og 1980, en miklu minni en á árunum 1969- Hlaðvarpinn: Hlutafjár- loforð fremur illa greidd „Það gengur mjög illa að inn- heimta útistandandi hlutafjárlof- orð. Það eru margar konur sem ekki hafa staðið í skilum og mikil- vægt að þær bregðist við hið fyrsta svo að við getum staðið við okkar skuldbindingar,“ sagði Helga Bachmann sem situr í stjórn Hlað- varpans, menningarmiðstöðvar kvenna í miðbænum. Helga sagði að hingað til hefði tekist að láta af hendi umsamdar greiðslur og næsti gjalddagi rynni upp í lok janúar. Aukafjárveiting fékkst úr ríkissjóði síðastliðið haust þegar illa horfði n>eð hluta- fjársöfnun Hlaðvarpans, en nú reyndi aftur á þá sem hefðu ljáð fyrirtækinu lið sitt. Útborgun vegna fasteignakaupanna verður lokið í júlí á komandi sumri. Konur eru smám saman að fá af- henta alla hluta húsanna við Vest- urgötu og hafa unnið að„því að leigja út rými til þeirra sem þar vilja fá inni fyrir menningarstarf kvenna. I því sambandi rtiá geta þess að svokallað Kjallaraleikhús hóf starfsemi í Hlaðvarpanum síð- astliðið haust. SS Fólksfækkun á landsbyggðinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.