Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. janúar 1986 Tíminn 3 | .»> V/v yíí'J- ■^Ml Ríkissjóður býður nú allt upp í 9% ársvexti umfram verðtryggingu á nýjum flokki spariskírteina, sem byrjað var að selja þann 10. janúar. En þann dag hófst jafnframt nýtt innlausnartímabil á eldri skírteina- flokkum. Að mati kunnugra á fjár- magnssmarkaðnum mun þetta vera með allra bestu ávöxtunartilboðum sem sparifjáreigendum hefur staðið til boða. „Við ætlurn að reyna að halda sem mestu af fénu inni. Fjármagnsmark- aðurinn er orðinn það næmur að ekki þýðir annað en að bjóða sam- keppnishæfa vexti,“ sagði Arndís Steinþórsdóttir, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu í samtali við Tímann. Þau skírteini sem bera 9% vexti hafa 6 ára binditíma. Á skírteinum með 3ja ára binditíma verða áfram 7% vextir en 8,5% vextir á 4ra ára bréfum. Einnig eru í boði verðtryggð vaxtamiðaskírteini með 4ra ára binditíma og 8,16% ársávöxtun. Hins vegar hafa vextir verið lækkaðir á gengistryggðu SDR-skírteinunum í 8,5% úr 9% á eldri skírteinum. Spurð hvernig ríkissjóði hefði gengið að halda inni spariskírteina- fénu á árinu 1985 - í þáverandi vaxta- kapphlaupi við banka og verðbréfa- sjóði - sagði Arndís að vísu hafa verið um eitthvert útstreymi að ræða framan af árinu, en ekkert í líkingu við það sem var árið 1984. HEI Flugleiðir: Nýtt farskrár- kerfi, ALEX 2 Nýtt farskrárkerfi Flugleiða, sem fengið hefur nafnið ALEX 2 verður tekið í notkun 11. janúar en þá munu allar skrifstofur fyrirtækisins og flest- ar ferðaskrifstofur á íslandi tengjast þessu nýja kerfi. ALEX 2 farskrárkerfið er stærra en það kerfi sem undanfarið hefur verið í notkun og hefur möguleika á að geyma mun meiri upplýsingar. Má þar nefna upplýsingar um t.d. áætl- anir annarra flugfélaga, fargjöld, farþegareglur. hótel, bílaleigur sem áður varð að finna í sérstökum bókum, en cr nú hægt að hafa í nýja farskrárkerfinu og kalla auðveldlega og fljótt fram þegar á þarf að halda. AH HEIMINN Það er ekki bara ein gerð - það er heill floti í 1800 línunni frá SUBARU Hjá €> FUJIHEAVYINDUSTRIES LTD. hefur fengist löng og dýrmæt reynsla í framleiðslu fjórhjóladrifinna fólksbíla eða allt frá 1958 Reynslan hefur sýnt að það þarf stóra og góða vél. Fyrst reyndu þeir 1400 cc, síðan 1600 cc en komust að þeirri niðurstöðu að það nægir ekki minna en 1800 cc. Þeir sáu að fjórhjóladrif var ekki nóg eitt og sér heldur væri hátt og lágt drif nauðsynlegt. Hann var byggður til að bila ekki, enda hefur það sýnt sig að bilanatíðni er sú lægsta sem þekkist í heiminum í dag. Akið ekki út í óvissuna - akið á SUBARU því fjórhjóladrif er öryggisatriði SUBARU BESTU KAUPIN Val á greiðslukjörum: 20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur eða lánagreiðslur í allt að tvö ár Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Tökum flesta notaða bíla upp í nýja. Háskólastúdent ar fá nýja garða -flutt inn í fyrstu íbúðirnar í sept. 1988 Félagsstofnun stúdenta ætlar að reisa nýja stúdentagarða og hefur í því skyni stofnað Byggingarsjóð stú- denta til að afla fjármagns og lána til byggingarhúsnæðis. Sjóðurinn tók formlega til starfa í vikunni þegar honum bárust stofnframlög, 820.000 kr. frá Stúdentaráði Háskóla íslands og 1.640.000 frá Félagsstofnun stú- denta. Samkvæmt lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins á Félagsstofnun stú- denta nú rétt á lánum úr Byggingar- sjóði verkamanna, allt að 80% af byggingarkostnaði. Byggingarsjóð- ur stúdenta þarf því að fjármagna 20% sjálfur, en það eru um 40-50 milljónir króna. Að sögn Ársæls Harðarsonar, framkvæmdastjóra Félagsstofnunar hefur það alltaf ver- ið markmið stofnunarinnar að stú- dentar fái fleiri íbúðir á þeirra vegum. því sem kunnugt er sé rnjög dýrt að búa á almennum leigumark- aði. Með þessum lagabreytingum á lögum um Húsnæðisstofnun sjái stofnunin fram á að geta byggt. Gamla og Nýja garð liafi Félags- Ríkissjóöur í vaxtakapphlaupinu: Býður allt að 9% vexti stofnun fengið gefins frá ríkinu og Hjónagarðar hafi verið byggðir af bjartsýnismönnum sem fengu féð ýmist lánað eða gefins. Davíð Björnsson formaður sjóðs- stjórnarinnar sagðist vona að eftir- leikurinn yrði auðveldur og vonaðist til að sem allra flestir sæju sér fært að veita fé i sjóðinn því ekki væri vitað hversu öflugur Byggingarsjóður verkamanna væri. Efnt hefði verið til samkeppni um teikningar að nýju görðununt, og útboð yrðu væntan- lega tilbúin í byrjun næsta árs. Alls er um að ræða 150 íbúðir í görðunum og er stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu 88 íbúðirnar í september 1988. Mrirn Davíð Björnsson formaður Byggingarsjóðs stúdenta heldur á ávísununum sem Stúdentaráð og Félagsstofnun stúdenta gáfu sem stofnframlag í sjóðinn. F.v Guðmundur Jóhannsson fráfarandi forinaður Stúdentaráðs, Davíð Björnsson og Ársæll Harðarson framkvænidastjóri Félagsstofnunar stúd- en,a- Tímamynd-Árni Bjarna VIÐ ERUM ALTR0MPA OG NÚ SLÁUM VIÐ ÚT EINU AF HÁTROMPUNUM 1800 c.c. SEM FARIÐ HEFUR SIGURFÖR UM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.