Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 6
6Tíminn Tímtrm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvstj.: GuömundurKarlsson Ritstjóri: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- í landinu býr ein þjóð Á síðasta ári fjölgaði fólki á höfuðborgarsvæðinu meira en sem nam heildarfjölgun landsmanna. Þetta þýðir einfaldlega að verulegur straumur er af fólki frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og nágrennis. Þetta er ískyggileg þróun sem verður að stemma stigu fyrir. Það verður þó ekki gert nema með þátttöku stjórnvalda og aðgerðum af þeirra hálfu. Leita verður enn frekari leiða til að efla byggð og treysta búsetu í dreifbýlinu. Undirstöðugreinar atvinnulífsins á landsbyggðinni eru sjávarútvegur og landbúnaður en báðar þessar at- vinnugreinar eiga nú undir högg að sækja og sá sam- dráttur sem hefur verið í þessum greinum bitnar fyrst og fremst á landsbyggðinni. Fólksfækkun úti á landi leiðir einnig til samdráttar í iðnaði og þjónustu sem hefur þær afleiðingar að fólk flytur til staða þar sem það telur sig eiga traustari og betri afkomu. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil og þeim ber að sjá svo um að jafnréttis sé gætt meðal þegnanna hvort heldur það varðar búsetu eða annað. Landsbyggð- in aflar verulegs hluta þjóðarteknanna og þær notum við til að kaupa varning erlendis frá og byggja upp velmeg- unarþjóðfélag. Krafa landsmanna hlýtur að vera sú að allir eigi sama rétt í því þjóðfélagi. Því má þó ekki gleyma að höfuðborgarsvæðið skilar einnig sínum tekjum til þjóðarbúsins. Þar fer fram veru- leg tekjuöflun í margs konar myndum, stunduð sjósókn, úrvinnsla afurða og nauðsynleg og arðbær þjónusta. Þéttbýlið við Reykjavík þarf á landsbyggðinni að halda og öfugt. Samvinna og gagnkvæmur skilningur á högum þeirra manna sem á hvorum staðnum búa er því nauð- synlegur. Ekki má hallast á um réttindi og möguleika til þess að njóta þess sem landið býður upp á og þá þjónustu sem ríkið veitir þegnunum. Það er því háskalegt ef fólk- ið í landinu metur það svo að betri lífsafkoma sé á öðrum staðnum og að fjólksfjölgunin verði aðeins á höfuðborg- arsvæðinu. Of margir aðilar, jafnvel þingmenn og aðrir háttsettir ráðamenn hafa alið á úlfúð og togstreitu milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins. Embættismenn hafa verið sakaðir um einstrengingshátt og lítinn skilning á mismunandi sjónarmiðum og staðreynd er að lítillar sveigju gætir oft í lögum og reglugerðum enda þótt oft sé erfitt að gæta fullkomins réttlætis nema tekið sé tillit til fjölmargra atriða sem ekki verða í lög sett. Það er ljóst að höfuðborgarsvæðið nýtur verulegra forréttinda fram yfir dreifbýlið vegna þeirra staðreyndar að þar eru höfuðstöðvar stjórnsýslu landsins, helstu embættismenn og valdhafar landsins. Þar fer fram gífur- leg þjónustustarfsemi fyrir allt landið og þar er miðstöð fjármálanna. Oft hefur verið bent á þá möguleika að flytja stofnanir ríkisins meira út á land en nú er og því ber að fagna þegar ákvörðun um slíkt er tekin. Þá ber einnig að sýna þeim aðilum sérstakan skilning sem leggja út í kostnaðarsam- ar fjárfestingar á landsbyggðinni sem miða að því að skapa meira öryggi í atvinnumálum og treysta þar byggð. Með því að treysta undirstöðuatvinnugreinarnar, auka atvinnutækifæri og félagslega þjónustu í dreifbýl- inu mun draga úr fólksflótta þaðan. Uppbygging til sjávar og sveita um allt land er for- senda þess að hér ríki velmegun og farsæld. ■ Föstudagur 17. janúar 1986, lllllllllllllllllllll ORÐ í TlMATÖLUÐ ' -:l:l■lllllllllll^^ ................................................................ ''!1||||||||M^ I' 'i # _jÉ3 JÍIl Fiskurinn og fegurðardrottningin Það hefur víst ekki farið framhjá neinum, sem á annað borð kærir sig um að vita það, að á nýloknu ári veiddist meiri afli við íslands- strendur en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Þetta gerðist þrátt fyrir hömlur á því hversu mikið hvert einstakt skip má veiða og þrátt fyrir að bannað sé að bæta nýjum skipum við flotann. Stjórn- un fiskveiðanna getur því varla ver- ið alslæm hvað sem annars má um hana segja, í það minnsta getum við enn dregið fjölmarga fiska upp úr sjónum. Vitaskuld ber ekki heldur að þakka kvótakerfinu þennan mikla afla, enda eiga hagstæð sjávarskil- yrði stærstan hluta að máli og hafa gert árið eins fengsælt og raun ber vitni. Falleg markaðssókn f fljótu bragði hefði mátt ætla að allur þessi fiskur skilaði íslending- um umtalsvert meiri tekjum en tíðkast hefur hin síðari ár. Þá ýtir það undir hugmyndina um að allt sé í lukkunnar velstandi .í sjávarút- veginum að síðustu daga hafa okk- ur borist fréttir af mikilli markaðs- sókn og nýrri sölutækni fyrir sjáv- arafurðir erlendis. Bæði Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Sam- band íslenskra fiskframleiðenda hafa gert samning við fegurðar- drottninguna Hófí um að kynna og auglýsa vörur sínar. Heyrst hefur að SÍF muni senda Hófí til Brussel þar sem hún á að útskýra fyrir for- svarsmönnum EBE að lífið sé í raun saltfiskur og þeir geti ekki verið þekktir fyrir annað en að veita Spáni og Portúgal tollfrjálsan kvóta á innflutningi á saltfiski. Þessi samningur SÍF við Hófí er því ekki svo vitlaus og hver veit nema hún hafi komið við sögu í hinum hagstæðu samningum sem SÍF gerði við Portúgal um daginn? Sóknin á Bandaríkjamarkaði hefur einnig gengið vel, þrátt fyrir að Hófí sé enn ókomin í spilið. Þar hafa orðið verðhækkanir á síðasta ári og bæði Coldwater og Iceland Seafood gerðu betur í fyrra en mörg undanfarin ár. Það var meira að segja haft eftir Guðjóni B. Ólafssyni hér í blaðinu um dag- inn að árið í-fyrra hafi verið það besta í sögu fyrirtækisins. Þetta hljóta að vera gleðifréttir þar sem Bandaríkjamarkaður er okkar lang stærsti og mikilvægasti markaður. Margir myndu eflaust einnig segja að við værum nokkuð vel að þeim markaði komnir, vegna þess starfs og fjárfestingar sem farið hefur í að hasla íslandi völl þar vcstra. Engu að síður eru blikur á lofti og óvíst hvort takist að halda þessum mark- aði í næstu framtíð, þrátt fyrir samning Sölumiðstöðvarinnar við Hófí. Kemurhéreinkum tvennttil. í fyrsta lagi gætu hvalveiðar í vís- indaskyni haft alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. Ameríkumönnum þykir vænt um hvali og liggja þar heitar tilfinningar að baki. Slíkt er ekki hægt að rökræða, og viðhorfin eru rótgróin í hjörtum amerísks al- mennings. Greenpeace gæti tekist að spila á þessi viðhorf en þeim gæti líka hugsanlega mistekist. Það er ekki skynsamlegt að ís- lenskir fjölmiðlar blási þetta mál út, og veki þannig á því óþarfa at- hygli og því best að segja ekki meira hér. Hitt atriðið, sem gæti ógnað Bandaríkjamarkaði er of lít- ið framboð af fiski frá Islandi. Forstjórar beggja stóru sölufyrir- tækjanna þar vestra hafa talað um að lítið og ójafnt framboð frá ís- landi sé einn mesti óskundi sem hægt er að gera þessum markaði. I fyrra tókst með herkjum að ná end- um saman varðandi þorskinn, en skortur var á bæði ýsu og karfa. Hér er við stjórnvöld að sakast að verulegu leyti, þó markaðsástand í Evrópu og gengismál í heintinum hafi einnig átt mikla sök. Að hafa eitthvað að selja Það er sem sagt ekki nóg að geta selt, það þarf að hafa eitthvað til að selja. Þróunin á síðustu árum hefur verið sú að íslendingar eru í aukn- um mæli að taka upp þann sið þróunarlanda að flytja út óunnið hráefni. Útflutningur á ferskum fiski hefur margfaldast síðustu tvö árin sem er í sjálfu sér gott. En ó- ráðlegt hefði búmönnum í minni sveit þótt ef skipta ætti á markaði sem er þekktur og gefur af sér mikl- ar tekjur og markaði sem er nýr og enn óhannaður að mestu leyti. Báðum þessum mörkuðum þarf auðvitað að sinna, en það þarf að gera án þess að stefna öðrum í voða. Sú spurning hlýtur þó að vakna hvað útgerðin eigi að gera þegar henni býðst þrefalt og fjórfalt verð- lagsráðsverð fyrir fiskinn í Evórpu og það fæst hvort sem er ekkert fólk í frystihúsin til að fullvinna fiskinn. Ástandið er í rauninni grátbros- legt, því við höfum ekki lengurefni á að vinna verðmætari afurðir úr fiskinum. M.ö.o. útgerðin hefur ekki efni á að leggja aflann upp hér heima ef hún á að hafa möguleika á að geta staðið undir fjármagns- kostnaði og öðrum kostnaði. Á meðan lepur svo fiskvinnslan dauð- ann úr skel í bókstaflegri merkingu og segist hvorki geta keppt um fisk- verð né borgað fólki kaup til að fullvinna fiskinn, sem eflaust er rétt. Ekki virðist þó vanta fé þegar borga þarf fólki í hvers kyns þjón- ustu- og milliliðastarfsemi kaup, enda hef ég að minnsta kosti ekki heyrt kaupmenn kvarta. Nú er svo kornið að á nafla heimsins, Reykja- vík, er kominn raunverulegur stór- borgarbragur. Menn eru löngu hættir að telja tískuverslanirnar og veitingahúsin sem sprottið hafa upp á síðustu árum. Og þó glansinn í Reykjavík hafi haft sína kosti fyrir fiskvinnsluna, eins og til dæmis með því að búa til fegurðarkeppni sem leiddi til krýn- ingar Hófíar sem síðan getur selt freðfisk í Bandaríkjunum, þá er vandamálið enn sem áður hvort einhver fiskur verður til að selja! Þó flest sé annars óklárt um af- komu þjóðarinnar lítur þó út fyrir að einhversstaðar séu til nokkrir aurar hér á landi, og síðustu vik- urnar hef ég verið að velta fyrir mér í alvöru nokkru »em fjörgamall frændi minn sagði við mig þegar ég hneykslaðist af vandlætingu á burgeisahætti þeirra Hafskips- manna og lífsstíl öllum. Gamli mað- urinn spurði einfaldlega: „Er þetta ekki bara smækkuð mynd af því sem er að gerast í þjóðfélaginu?" -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.