Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. janúar 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR llllllllllllllllilllíllllllllllllllllllllllllll Már Arsælsson: Um opinn háskóla Fyrri hluta desembermánaðar flutti Ragnar Arnalds tillögu á Al- þingi um stofnun opins háskóla hér á landi. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu Morgunblaðsins hinn 29. des- ember hlaut tillaga Ragnars góðar undirtektir þingmanna úr öilum flokkum. Vegna áhuga míns á fullorðins- menntun setti ég mig í samband við opna háskólann í Bretlandi og hef nú haft samband við hann síðan 1983. Þar sem ég geri ráð fyrir því að almenningur geri sér litla grein fyrir því hvað opinn háskóli er mun ég nú lýsa í nokkrum dráttum opna háskólanum í Bretlandi (U.K.), en hugmyndin um opinn háskóla var framkvæmd þar og hafa nú ýmsar aðrar þjóðir tekið Breta sér til fyrirmyndar í þessu efni. Breski opni háskólinn vinnur á tveimur sviðum. Hér er um að ræða almennt fræðslusvið (Community Education Courses) sem eru náms- áfangar ætlaðir til upprifjunar á fyrra skólanámi. Ennfremur er hér um að ræða námsáfanga sem eru fólgnir í því að dregin er saman ýmis þekking sem kann að fara fram hjá okkur í önn og erli dagsins og er aðallega birt í blöðum og tímaritum. Þessir námsáfangar eru ekki prófáfangar og gefa því ekki stig til háskólagráðu. Um þátttöku í þessum áföngum eru ekki gerðar aðrar kröfur en að væntanlegur nemandi sé orðinn fullra 16 ára og sé búsettur í Bretlandi. Hér er því að nokkru leyti um að ræða al- menna fuilorðinsfærðslu. Hitt fræðslusviðið er hið eigin- lega háskólanám (Associate Stu- dent Courses). Um inngöngu gilda þær reglur að umsækjandi verður að vera orðinn 21 árs að aldri og bú- settur í Bretlandi. Námið fer þannig fram að nem- andi velur sér ákveðna áfanga og við valið á nemandinn kost á því að ráðfæra sig við námsráðgjafa. Að áfanga loknum tekur nemandi próf í áfanganum og safnar stigum en hver áfangi fyrir sig gefur ákveðinn stigafjölda. Algengast er að áfangi sé metinn eitt stig eða hálft stig en til BA prófs þarf 6 stig. Að sjálfsögðu er öllum heimilt að taka einstaka áfanga þótt ekki sé stefnt að ákveðinni námsgráðu, þó það sé algengast. Þetta hefur þýð- ingu fyrir þá sem þegar hafa náms- gráður fyrir en vilja bæta við sig áföngum sem ef til vill hafa ekki verið í boði þegar viðkomandi lauk sínu námi. Kennslan fer þannig fram að í upphafi námsáfanga fær nemandi send gögn til námsins svo sem pappírsgögn með upplýsingum um útsendingar kennsluefnis í útvarpi og sjónvarpi, videospólur, hljóð- snældur og ef áfanginn krefst, þá einnig ýmis tilraunatæki til þess að gera tilraunir í heimahúsum. Slík tæki lánar háskólinn nemendum sínum, en annars eru einnig reknir æfingaáfangar um sumartímann þegar ekki er eins mikið að gera á rannsóknarstofum skólanna við al- menna kennslu. Sérhver áfangi er undir stjórn ákveðins aðila sem síðan hefur sambönd við kennara sem eru stað- settir um allt landið. Opni háskól- inn hefur skipt Bretlandi niður á svæði og eru innan hvers svæðis ákveðnar námsmiðstöðvar (Study Centres), en þar starfa kennarar sem leiðrétta verkefni sem eru send með pósti og ennfremur geta nem- endur ráðfært sig við þessa kennara. Hér er um að ræða menn sem eru gjarnan háskólakennarar eða menntaskólakennarar eða því líkt. Þessir kennarar standa svo í nánu sambandi við viðkomandi stjórnunaraðila. Fjöldi slíkra námsmiðstöðva er í Bretlandi geysimikill,sem dæmi má nefna að í Skotlandi einu eru a.m.k. milli 30 og 40 slíkar miðstöðvar. Rekstur svona skóla er að sjálf- sögðu mjög dýr og eru skólagjöld fyrir alla áfanga auk þess sem nem- endur verða að greiða bækur og rit- uð gögn. Bretar hafa þó rekið í tenglsum við opna háskólann ■ Már Ársælsson . stofnun sem veitir illa stæðum nemendum fjárhagslega aðstoð við námið. Fyrir ríkið (rekstraraðila) er kostnaður að mestu fólginn í við- haldi kennsluefnisoglaunum. Hins vegar ber á það að líta, að hér er skóli sem veitir þjónustu fólki sem af ýmsum ástæðum hefði enga möguleika til náms. Má hér nefna fólk sem hefur af éinhverjum ást- æðum lent utan hins almenna skólakerfis svo sem vegna búsetu, erfiðrar fjárhagsaðstöðu eða vegna fötlunar. Opni háskólinn t' Bret- Iandi veitir fötluðum ýmsa sérað- stoð sem þeirn kemur að haldi. Ef vinna á að því að koma slíkuni skólu á fót á íslandi myndi þurfa töluverðar fjárveitingar frá opinber- um aðilum til undirbúnings og skipulagningar. Skipulagning myndi væntanlega vera tvenns kon- ar annars vegar heildarskipulagn- ing og hins vegar skipulagning ein- stakra námsáfanga. Þetta hvort tveggja er mikið verk og kostnað- arsamt ekki síst hið síðara. Utbúa þyrfti námsgögn þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að nota erlend námsgögn nema að litlu leyti og þau sem eru fyrir hendi þarf að athuga, breyta og fella að ís- lenskum skóla. Hér væri um að ræða myndbönd, hljóðs.nældur, prentuð og fjölfölduð gögn e.t.c. Ennfremur þarf að fella þetta inn í dagskrá útvarps og sjónvarps. Hér má geta þess að fyrir fám árum settu Danir á stofn jóskan op- inn háskóla í tengslum við þrjá há- skóla á Jótlandi, þ.e. Háskólann í Árósum, háskólamiðstöðina í Álaborg og suðurjósku háskóla- miðstöðina. Fastar stöður við þann skóla nema aðeins tveimur hálfum stöðugildum, þar sem kennslu ann- ast kennarar við aðra skóla á svæð- inu þ.e. Jótlandi. Eins og er (þ.e. 1986) fer aðeins fram kennsla í 11 námsáföngum og eru þeir aðallega á sviði málvísinda og sagnfræði. Hér er því um að ræða áfanga sem að mestu eru bóklegir og krefjast ekki mikilla tækja, en kostnaður við þennan skóla er á milli 2 og 3 milljónir danskra króna á árinu 1985. Hér er þó aðeins um að ræða rckstrarfé en ekki stofnkostnað nema að mjög óverulegu leyti. Inntökuskilyrði í þennan skóla er aðeins aldur, umsækjendur þurfa að vera 25 ára að aldri, en alveg óháð búsetu, atvinnu og fyrri menntun. Ég hef nú skráð hér fáeinar upp- lýsingar og hugleiðingar um þetta mál og vona ég að þetta verði ef til vill einhverjum að gagni en þá er tilgangi þessara skrifa minna náð. Reykjavík, 9. janúar 1986. Már Ársælsson. TÆKNI OG FRAMFARIR .... Björgunarnetið Markús Björgunarnetið Markús Björgunarnetið Markús er björgunartæki sem ætlað er til þess að ná mönnum upp úr sjó eða vatni, upp á allt að meters háan bakka eða skipshlið og jafnvel hærra. Hugmyndinni, sem er íslensk, er ætlað að gegna því hlut- verki sem björgunarhringurinn hefur ekki náð að fylla upp í, en það er björgun magnþrota og hjálparlausra manna úr sjó. Veik- asti hltkkurinn í öryggismálum sjómanna hefur lengi verið skortur á búnaði sem gerir það kleift að bjarga magnþrota mönnum úr sjó. Þó svo að björgunarhringurinn sé mörgum góðum kostum búinn þá getur það reynst örmagna manni ofviða að komast að honum, festa hendur undir strengnum og halda sér föstum á meðan hann er dreg- inn um borð eða upp á bakka. Björgunarnetið auðveldar festingu mannsins þar sem hann getur flækt sig fastan í því ef hann hefur ekki orku til að læsa sig fastan með læs- ingarbúnaði þess, einnig býður það upp á þann mögulcika að senda mann í sjóinn til að sækja þann sem í sjóinn féll, án þess að eiga það á hættu að missa björgunarmanninn líka. Nokkrar eldri hugmyndir um björgunarbúnað Á stríðsárunum voru svokölluð síunet mikið notuð sem björgunar- tæki en notkun þeirra nær aftur á skútuöld. Net þessi voru stór, fer- köntuð og mikil um sig, með stóra möskva og gerð úr kaðli. Þau héngu utan á síðum skipa og niður í sjó. Hugmynd var sú að sá sem í sjónum væri næði í netið og fikraði sig upp eftir því um borð. Vegna stærðar netanna var illfram- kvæmanlegt að toga mennina upp í netinu en möguleiki var á því að klifra niður það og sækja manninn. Það segir sig sjálft að siíkt var ekki hættulaust og erfitt var það, þó svo að stillt veður væri. Þegar litið er til þess að það þarf fjóra miðlungs- hrausta rnenn til að ná klæddum, blautum manni yfir lága hindrun miðað við venjulegt átak, en það er með herkjum að tveir menn valdi slíku, þá liggur í augum uppi að það þurfti bæði hrausta menn um borð og í sjónum ef vel átti að fara. Væri maðurinn í sjónum slasaður eða hrakinn þá voru vonir hans um að komast um borð ansi litlar. Væntanlega er þetta ein af ástæðunum fyrir því að á milli- stríðsárunum koma fram hinar ýmsu hugmyndir um netakörfur til þess að ná mönnum úr sjó. Körf- urnar þurftu á bómu að halda, ef vel átti að vera, og voru ýmist með flotstreng eða ekki. Hugmyndin var sú að menn settust í körfurnar eða veltu sér upp í þær og væru síð- an hífðir um borð. Flotlausar körf- ur voru notaðar svo að þær sykkju örlítið í sjóinn og auðveldara væri að komast í þær. Án vafa eru flestir sjómenn sam- mála því að þegar menn fara fyr- ir borð þá gefst enginn tími til að grípa til flókins björgunarbúnaðar heldur ráðist niðurstaðan af ósjálf- ráðum viðbrögðum þess sem í sjón- um lendir og þeim sem reyna björgun. Þess utan eru aðstæður oftast þess eðlis að ekki verður komið við nema einföldum og fljótlegum aðferðum. Notkun körfu kallar á þörf fyrir tilfærslu bómu en slíkt er bæði seinlegt og illframkvæmanlegt ef eitthvað er að veðri. Önnur þekkt hugmynd er notk- un svonefndra „veltineta" fyrir gúmmíbáta. Þetta er ca 2-3 metra langt net og er hugmyndin sú að ná manninum einhvern veginn inn á netið og velta honum svo inn fyrir borðstokkinn. Augljóslega á þessi aðferð ekki við ef borðstokkurinn er hærri en ca. 50 cm. Þegar nýsköpunartogararnir koma svo til landsins 1946 og 1947, fara sjómenn að leggja á fjarlæg mið og stunda miklar og langar veiðiferðir, oft í vondum veðrum. Það urðu því oft miklir mannskað- ar vegna skorts á björgunarbúnaði sem ætti vel við þessar aðstæður. Urðu margir að sjá þar á bak félög- um sínum í faðm Ægis án þess að fá rönd við reist. Á þessum tíma varð mönnum það Ijóst að bjarghringur- inn nýttist einungis sem fleytitæki en ekki til þess að ná mönnum aftur um borð. Beittu menn því öllum tiltækum ráðum til þess að ná mönnum aftur úr greipum Ægis. Einn þessara manna var Markús B. Þorgeirsson skipstjóri og hafði þessi reynsla djúpstæð áhrif á hann. Björgunarnetið Markús eða „Markúsarnet“ eins og sjómenn kalla það er framlag hans til björg- unarbúnaðar á sjó og byggt á reynslu hans af þessum tíma og fram til andláts hans. Netið og notkun þess Björgunarnetið Markús er fyrst og fremst tæki til að ná mönnum úr sjó með handaflinu einu saman. Netið sjálft er ferkantað og myndar einskonar flotkví í sjónum. Við hornlínur netsins eru línur sem greiða úr því og eru línurnar við innenda netsins jafn- framt griplínur netsins. Þessar griplínur þurfa að ná frá sjónum og a.m.k. 2 metra upp fyrir borðstokk skipsins. Við hornlínur innendans ' er síðan tengd 15 metra löng skips- lína en við hornlínur útendans er tengd kastlína en hcnni er ætlað það hlutverk að vcra kastað til mannsins og á hann þá að geta dregið netið til sín. (Ef maðurinn er örmagna þá má nota kastlínuna sem líflínu fyrir þann sem fcr í sjó- inn til þess að sækja þann sem fór fyrir borð). Þegar maðurinn hef- ur náð í netið á hann að rcyna að koma fótum og útlimum í möskv- ana en beina höfðinu að innenda netsins og helst lása sig í netið. Þeg- ar hann er svo hífður um borö skal hann revna að halda uni allt nctið til að haida þungamiðju sinni næst burðarpunkti netsins. Sé maðurinn meðvitundarlaus er öruggast að nota lásana á flotlínum netsins eða ef ckki gefst færi á ööru þá má nota stóran krókstjaka til að loka því mcð því að krækja honum í gegnum möskvana. Sérstök stroffa er tengd innhorn- um netsins og cr hægt að setja krók í hana þcgar að ln'ft er með krana. Getur slíkt komið sér vcl þegar ná þarf 2 til 3 mönnum upp og er þá best að þeir reyni að standa í möskvu.n netsins. Það er eindregið mælt með því að menn ekki bara kynni sér lcið- beiningar um notkun netsins og alls björgunarbúnaðar sem til er á hverjunt bát, heldur prófi hann einnig í raun því þegar á þarf að halda er of seint að ætla að lesa leiðbeiningar, Hversu einfaldar og stuttar seni þær eru því sekúnda getur þýtt líf eða dauða. Og það er fátt sem gerir mönnum auðveldara að skilja hugsanagang þess sem í sjónum er en að hafa prófað kaldan og blautan sjóinn. Best væri ef menn reglulega æfðu sig í notkun alls þess búnaðar sem til er því að það er reynslan sem hefur mest að segja þegar lítill tími gefst til unt- hugsunar, því miður virðist algengt að misbrestur sé á þessum málum. Við fslendingar teljum okkur meðal fremstu fiskveiðiþjóða heims og það er því viðeigandi að við getum lagt fram á álþjóðavett- vangi okkar hugmyndir um búnað og tækni í sjávarútvegi. Hvort sem hér er um að ræða vinnslutækni eða vélar eða björgunarbúnað, sjálf- virkan eða handvirkan, þá skiftir það miklu máli að rétt sé á málum haldið, vel við stutt og gæðakröfur hafðar háar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.