Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. janúar 1986 MINNING Tíminn 15 Skúli Benediktsson kennari 19. mars 1927 -12. jan. 1986 Þar seni Arnarvatnsheiðin teygir arma grænna hálsa mót Húnaflóa verður Miðfjörður - bernskusveit Grettis Ásmundarsonar og Skúla Benediktssonar. Á björtum sumar- degi kann ferðalangi að sýnast sem þessar mjúku, grænu línurstreymi út í blátt haf norðursins. Allt er mýkt og gróska. Þó er þetta umgjörð upp- hafs tveggja sagna harðra örlaga. Með árunum skynja ég æ meir Grettis sögu Ásmundarsonar sem eitthvert ógnþrungnast og ægifegurst skáldverk um vanda mannlegrar til- vistar og takmarkanir mannlegs lífs. Kappi vex upp, öðrum ágætari að viti og vexti. Hann vinnur hetjudáðir og drengskaparverk, en einnig óhappaverk. Á miðjum ferli glíntir hann við Glánt og augu draugsins - tákn sjálfsspeglunarinnar - fylgja honum síðan í löngunt einmanaleik útlegðar. Glíman við drauginn kost- ar hetjuna hefting frekari þroska og loks fellur hún í hamravígi Drang- eyjar, gjörningum beitt og sjúk. Þó skín Ijós yfir þessu myrka sviði mannlegrar niðurlægingar. Grettir nýtur móðurástar og bróðurhugar og í dauðanum er honum vopn sitt fast í hendi - tákn yfirburða hetjunnar. Flest dreymir okkur hetjudáðir þó að minni kappar séum en Grettir. Flest reynum við að stíga yfir tak- markanir okkar og glímum við okkar Glám . Flestum okkarfylgjadraugs- augu sjálfsásökunar um misheppn- aða glímu. Öll föllum við að lokum, hvert í sinni Drangey. - Nakinn kom eg... og nakinn mun eg aftur þangað fara, kvað Job. — * — Skúli Benediktsson fæddist 19. mars 1927 á Efra-Núpi í Miðfirði, sonur hjónanna Ingibjargar Guð- mundsdóttur og Benedikts Hjartar- sonar Líndals. Hann var af gáfuðu og mikilhæfu bændafólki kominn og sumir for- feðra hans höfðu verið auðsæknir rausnarmenn. Skúli erfði gáfurnar en ekki auðsæknina. Rausn og höfð- ingsskap sýndi hann þó jafnan erefni leyfðu. Hann var ungur settur til mennta, gekk fyrst í Laugarvatnsskólann, síðan Ingimarsskólann og Mennta- skólann í Reykjavík. Þar lauk hann stúdentsprófi 1949. Hann innritaðist í Háskólann, fyrst í íslensk fræði en síðan Guðfræðideild. Þar lauk hann einhverjum prófum, m.a. í grísku, en tók ekki embættispróf. Á háskóla- árum sínum tók Skúli mikinn þátt í pólitík stúdenta og var formaður Stú- dentaráðs Háskóla íslands 1954-55. Á næstu árum vann hann fyrir sér og vaxandi fjölskyldu sinni við ýmis störf í Reykjavík, nokkuð lengi á Skattstofu Reykjavíkur. Undir lok sjötta ártugarins hóf hann kennslu- störf og urðu þau síðan aðalvett- vangur hans til æviloka. Hann kenndi víða um land: á Raufarhöfn, í Reykjaskóla og í Ólafsvík, síðan lengst við gagnfræðaskólana á Akra- nesi og ísafirði. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja var hann skamma hríð, en nú tvo síðustu veturna var hann kominn á heimaslóðir og kenndi á Hvammstanga. Skúli var annálaður afbragðs- kennari og náði undraverðum árangri í að kenna unglingum staf- setningu og reglur móðurntálsins sem og að opna þeint leiðir til lestrar góðra bókmennta. Um hríð voru þær landsprófsdeildir, er hann hafði kennt, jafnahæstar í íslensku á Iand- inu öllu. Skúli lét þó ekki sitja við kennslu- störfin ein. Á stopulum stundum tókst honum að semja a.m.k. fjórar kennslubækur í íslensku máli: Kennslubók í íslensku handa frant- haldsskólum (Ak. 1970); Mál og málfræðiæfíngar ásamt leiðbeining- um handa framhaldsskólum (Hf. 1975); Íslenska handa 7.-9. bekk grunnskóla (Hf. 1979); íslenska handa efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum (Hf. 1981). Þá gaf hann út þrjár ís- lendinga sögur til notkunar í skólunt: Gísla sögu Súrssonar (Hf. 1971); Grettis sögu Ásmundarsonar (Hf. 1978) og Harðar sögu Grímkelsson- ar (Hf. 1982). Einniggaf hann útTíu íslendingaþætti (Hf. 1980). Skúli var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ragna Svavarsdóttir. Þau áttu saman átta börn, en slitu sam- vistir. Síðari kona hans var Brynhild- ur B. Björnsson. Þau skildu eftir til- tölulega skamma sambúð. Síðustu jól hélt Skúli í ættarbyggð sinni Miðfirði og heilsaði nýju ári reifur á feðrajörð sinni Efra-Núpi. Skömmu eftir áramótin kom hann hingað suður og hugðist hitta lækni. Hánn varð bráðkvaddur á heimili systur sinnar hér í bæ að morgni sunnudagsins 12. janúar. * _ Leiðir okkar Skúla lágu fyrst sam- an haustið 1950 og kynni okkar næstu misseri þróuðust í vináttu sem báðum hefurenst. í upphafi snerist þetta um pólitík. Ég held við höfum verið hugsjóna- menn og trúað á hið góða, fagra og sanna. Alltjent vorum við róman- tískir sveitamenn á mölinni og | ómeðvitað vorum við trúir uppruna okkar meðal vandaðs bændafólks. Það var meira en að mæla hvað við vorum fúsir að draga arður Fram- sóknar um grýttan akurborgarinnar, en það óx víst fátt af fræjum okkar. Skúli var þá þegar, er ég kynntist honurn, allþekktur og reyndur í stjórnmálaskærum. Hann hafði ver- ið formaður ungra Framsóknar- manna í Reykjavík og háð frægar sennur á kappræðufundum á sigurári þeirra 1949. Ég kynntist því líka á næstu árum að það gat verið hrein unun að eiga hann að vopnabróður á málþingunt. Hann var allra manna skjótvígast- ur, gáfurnar snarpar, málfarið kjarn- mikið og skap og harka lyftu vængj- um hans oft til glæsilegs flugs. í ræðustóli var hann einatt eins og ntáfur í miklum vindi. Hann sveif, velti sér og skaust og kom andstæð- ingum sínunt oftar en ekki í opna skjöldu. Ef annað brást átti hann það höggsax sem fár stóðst - hárbeittan, egghvassan húrnor. Við, vinir hans, virtum hann og dáðum og væntum honum ntikils frama á vígvöllum stjórnmálanna. Hann var kjörinn varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna eftir söguleg átök 1956, en eftir það kom hann sjaldan við stjórnmála- deilur innan flokks eða utan og hætti pólitískum afskiptum. Hvað olli? Við því kann ég ekki svör. Ef til vill bar hann fínlegri húð en svo að vel þyldi þær óhreinu eggj- ar scm oft er beitt í átökum innan flokka. Ef til vill glrmdi hann einn í leynum við einhvern þann Glám er hefti vöxt krafta hans á miðjum aldri. Þó hygg ég sanni næst að skýringin sé sú að Skúli var enginn flokksmaður. Hann var í rauninni stjórnleysingi og uppreisnarmaður. Hann var fallinn engill: Lúsífer - ljósberinn - sem flutti með sér birtu efans og gagnrýninnar og stóð ætíð óhræddur uppi í hárinu á guðunum. Enginn hefur betur en hann kennt mér að efast, vantreysta og gagnrýna öll valdsfyrirbæri - stofnanir, menn og kenningar. Fyrir það skal honum nú þakkað þótt seint sé. Reyndar fannst okkur við eiga það sameiginlegt að hafa horfið frá okkar gamla flokki án sársauka og heiftar og við töluðum stundum seinni árin um Framsókn eins og ófríða og illa gefna stúlku sem við vorum öldungis undrandi á hvað við höfðum verið ástfangnir af í æsku. Pólitískar ástir hafa löngum þótt brigðular, en önnur var sú ást sem aldrei kulnaði í brjósti Skúla. Það var hugarþel hans til íslenskrar tungu. Hann var ástríðufullur unn- andi móðurmálsins, vildi veg þess mikinn og lagði löngum allan metn- að sinn í að beina ungu fólki til vöndugleika og hreinlætis í meðferð þess. Ekkert þekkti ég veita honum meiri unað síðari árin cn vel samda sögu eða vel ort Ijóð. Sjálfur var hann vísnasmiður ágætur, eins og hann átti kyn til, og hafði hreina nautn af góðum stökum. Hann annaðist og lenguren flestir dálkastjórar vísnaþátt Dag- blaðsins/Vísis, „Helgarvísur". í daglegu fari var Skúli glaðvær og félagslyndur, oft gáskafullur og nokkuð glannalegur í háttum og tali. Þegar hann var hér í Rcykjavík minnti hann mig alltaf á góðan bónda í lestaferð sent gcrði sér óspart glaðan dag meðan búið var upp á hestana til heimferðar. Ekkcrt vissi ég hann fyrirlíta meir en smáborgaralegan penpíuskap. Lífsskilningur hans mótaðist af orð- um Burns og Steingríms: - Allt hefð- arstand er mótuð niynt, / en maður- inn gullið þrátt fyr allt. f innsta sefa Skúla bjó ckkert óhreint þó að oft léti hann vaða á súðum í veraldarinnar svalki. Þessi félagslyndi maður var í raun einfari og útlagi og hafði valið sér það hlut- skipti sjálfur. Það var engin tilviljun að þær þrjár íslendinga sögur, scm hann gaf út, voru allar sögur útlaga. Á einferð sinni hafði Skúli oft félagsskap þessslæga konungs Bakk- usar, og vissi ég ekki annan mann ókvalráðari og þrautseigari í skipíum við viðsjálan félaga. Aldrei hallmælti hann þessum vini sínum, þótt öörum mætti þykja scm hann ætti þar högg í garði, en kvaddi liann svo í cinhvcrri fallegustu stöku sinni: Y/ur hlýr um æðar lídur, allt er þögult, kyrrt og rótt. Pegar kveldar Bakkus hýður hróður sínum góða nótt. Þannig beit honum til hinstu stundar, líkt og Gretti forðum saxið góða, skýr hugur og skáldmælt tunga. Það nam cg í síðasta samtali okkar tveimur sólarhringunt áður en hann dó. Nú þegar dagur Skúla er allur, sendunt við Vigdís aldinni móður hans, börnununt hans og systrum hans okkar innilegustu santúðar- kveðjur, og mín bíður það eitt að lokum að bjóða vænum bróður góða nótt. Sveinn Skorri Höskuldsson Fundum okkar Skúla Benedikts- sonar bar fyrst saman haustið 1944 í öðrum bekk A í Ingimarsskólanum í Reykjavík. Þau kynni, er þá hófust leiddu til ntikillar vináttu og bar þar margt til. Sennilega hel'ur ráðið mestu ýmis sameiginleg lífsviðhorf. Til að mynda vorum við báðir upp- runnir í sveit, sennilega þcir einu í bekknum. Vorið 1945 lauk Skúli gagnfræðaprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík og stúdentsprófi frá þeim skóla vorið 1949. Ekki man ég cftir nokkrum manni, sent lét eins nlikið að sér kveða á menntaskólaár- um sínum, eins og Skúli Benedikts- son. Hann átti það til að taka til máls á stórum stjórnmálafundum og halda oft á tíðum bestu ræðuna. Á þessum árum tók hann að sér for- mennsku í Félagi ungra framsókn- armanna í Reykjavík. Við sem þá vorum ungir sveitamenn og frant- sóknarmenn í Reykjavík sáum í Skúla ntikinn foringja sem við héld- um að mundi reynast okkur farsæll foringi. En Skúli snéri sér að öðrunt málum og lét þjóðntálin löndog leið. Sennilega hcfur Skúla þótt mcst til koma fundarins í Austurbæjarbíói 1949, sem F.U.F. undir formennsku hans sjálfs stóð fyrir. Þetta var kapp- ræðufundur stjórnmálafélaga ungra manna í Rcykjavík um væntanlega aðild íslands að Atlantshafsbanda- laginu. Á þessum fundi varð Skúli að etja kappi við landskunna fundar- garpa, cn framganga hans og ræðu- mennska vakti mikla athygli. Má segja að á einu kvöldi hafi hann nán- ast orðið landsþekktur maöur. Á menntaskólaárum sínum var Skúli til heimilisað Meðalholti 11 hjá Ólöfu Guömundsdóttur móðursyst- ur sinni og manni hennar, Grími Bjarnasyni. Hjá þéim átti Skúli gott atlæti, sem hann kunni vcl að meta cinsoghann gat um í minningargrein um Ólöfu en hún lést á s.l. hausti. Ég kynntist þeint Ólöfu og Grínti í gegn unt vináttu mína við Skúla og það var ekki erfitt aðsjá að þar fór vandaðog vel gert fólk. Það vakti sérstaka eftir- tekt mt'na hversu vcl þau hjón studdu Skúla og fylgdust vel með pólitísku starfi hans. Haustið 1958 hóf Skúli kennslu- störf og kenndi síðan víðs vcgar um land og fór mikið orð af honum sem snjöllunt íslenskukennara. Það var samdóma álit samstarfsmanna hans og nentenda. Skúli var skemmtilegur viðntæl- andi, hafði góðan húmor og skáld- niæltur í besta lagi. Um leið og við hjón kveöjum góðan vin hinstu kveðju vottum við eftirlifandi að- standendum hans samúð okkar. Einar Sverrisson Breskir háskólar: STYRKIR TIL ÍSLENDINGA NEMA Á 4. MILLJÓN KRÓNA Fimmtán íslenskir nemendur stunda nú framhaldsnám í háskólum og öðrum æðri menntastofnunum í Bretlandi án þess að þurfa að greiða skólagjöld. Af þeim hlutu 13 styrk frá FCO (breska utanríkisráðuneytinu) en hinir tveir eru styrktir af British Co- uncil. í öllum tilfellum nema styrkirnir upphæð sem nægir til að greiða öll skólagjöld í heilt skólaár og sparast þannig að jafnaði £3.800 (u.þ.b. 230.000) hjá hverjum og einum. Heildarupphæð styrkja sem bresk stjórnvöld veita að þessu sinni er £56.613 eða urn 3,4 milljónir króna. Námsgreinar sem styrkþegar stunda spanna breitt svið, frá fiskeldi til flugréttar, svo frá klinískri sálar- fræði til kvikmyndatækni. Styrk- þegarnir eru: Elísabet Sigríður Magnúsdóttir - £4.350 til að nema næringarfræði við Lundúnaháskóla. Heiðdís Sigurðardóttir - £4.350 til að nema kliníska sálarfræði við Lundúnaháskóla. Sigurður Örn Hansson - £4.350 til að nema kjötvísindi við Bristolhá- skóla. Sigurður Grendal Magnússon - £4.920, til að nema fiskeldi og eldis- stjórnun við Stirlingháskóla. Birgir Ómar Haraldsson - £3.700 til að nema skipaútgerð og fjármál við Cityháskóla. Guðrún Nordal-4.301 til að nema enskar bókmenntir og fornnorrænu við Oxfordháskóla. Gunnar Ágúst Gunnarsson - £3.150 til að nema stjórnarfar við LSE. Björg Bjarnadóttir - £3.300 til að nema sálarfræði við Stirlingháskóla. Ásthildur Kjartansdóttir - £3.627 til að nema kvikmyndun og sjón- varpsþáttagerð_ við Meddlessex Pol- ytechnic. Ingvar Sigurgeirsson - £3.700 til að nema kennslufræði við Sussexhá- skóla. Laufey Arnardóttir - £3.310 til að nema nútíma ensku við Lundúnahá- skóla. Nína Margrét Grímsdóttir - £3.410 til að nema píanóleik í einka- kennslu. Elín Jórunn Bjarnadóttir-£3.410 til að nema fornmál og fornsagn- fræði við St. Andrewsháskóla. Jón Þórarinsson - £3.310 til að nema flug- og geimrétt við Lundúna- háskóla. Ivar Jónsson - £3.600 til að nema félagsfræði við Sussexháskóla. Um þessar mundir er auglýst eftir umsóknum um styrki vegna skóla- ársins 1986-7 en umsóknir eiga að berast breska sendiráðinu fyrir 15. mars nk. Styrkjunum er ætlað til greiðslu kennslugjalda, að hluta eða að fullu vegna framhaldsnáms eða rann- sókna við breska háskóla, fjölfræði- stofnun, (Polytechnic) eða aðra æðri menntastofnun. Umsækjendur skulu hafa lokið há- skólaprófi og skulu útvega sér námspláss sjálfir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í breska sendiráð- inu. Nefnd háskólarektora í Bretlandi úthlutar á hverju ári styrkjum vegna rannsókna erlendra fræðimanna. Upplýsingar um styrki þessa (sem nefnast „ORS“ styrkir) fást í Há- skóla íslands, Kennaraháskóla ís- lands og í menntamálaráðuneytinu svo ogbreska sendiráðinu. >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.