Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 17. janúar 1986 NEYTENDASÍÐAN - eftir Swanfriði Hagvaag Hcr koma tveir rcttir scm cru frekar hitaeiningasnauðir og því scr- lega góðir svona rétt eftir jólin !4 tsk chilipipar Vi tsk heil svört piparkorn 1 tsk salt 1 lárviöarlauf V* tsk rósmarín 2 bollar af' rófum í teningum 1 Vi bolli af gulrótum í sneiðum 4 litlir laukar, afhýddir 250 gr. grænar baunir Takið skinnið af kjúklingabitunum og leggið þá í pott, þekið yfir með vatni. Látið suðuna koma upp og fleytið vel ofan af. Bætið út í chilipipar, piparkornum, salti, lárviðarlaufi og rósmarín. Minnkið hit- ann og látið malla í 20 mínútur. Bætið þá út í rófum gulrótum og lauk og látið malla í 20 mínútur í viðbót. Bætið baununum síðan út í oglátið malla í cnn aðrar 20 mín. Leiðréttið kryddið eftir smekk og fjarlægið lárviðarblaðið. Borið fram í súpuskálum. Rauðrófusúpa 500 gr. nautakjöt í teningum I lítil dós tómatar 1 stór dós rauðrófur, skornar smátt 1 lítið hvítkálshöfuð, fínsaxaö 1 Vi tsk salt nýmalaöur pipar Vi tsk kúmcn jógúrt Látíð allt nema kúmenið og jógúrtina í ofnfast mót með þéttu loki. Bakið við 175 C í 2Vi klst, hrærið í öðru hverju. Ef súpan sýður minnk- ið þá hitann í 150-160 C. Bætið kúmeninu út í og bcrið fram með skeiö af jógúrt á hverjum diski. Þessi súpa er mjög góð meö rúgbrauði. Húsráð Svanfríðar Svörtstrik Stundum koma svört strik eftir skó á gólfdúkinn. f>á er einfalt að nudda blettinn með strokleðri og strikin ættu að hverfa. Þeyttareggjahvítur Ef það eru settir nokkrir dropar af sítrónusafa út í eggjahvíturnar áður en þær eru þeyttar er mikið auðveldara að þeyta þær. Eldföst mót Eldföst mót sem mikið eru notuð verða alltaf dökk með tímanum. Til að ná dökkum lit af þeim er hægt að leggja þau í bleyti í bórax- vatn. Þá á brúni liturinn að hverfa. ísafgangar. Ágætt ráð til að nýta ísafganga er að setja dálítinn skammt út í súr- mjólkina næst þegar verið er með súrmjólk. Það vekur áreiðanlega hrifningu hjá börnunum. Ný viðgerðarþjónusta hjá Heimilisvörudeifd Heimilisvörudeild Sambandsins vill koma þeim skilaboðum til kaupfélaga um land allt að þau hvetji viðskiptavini sína til að nýta hina fullkomnu viðgerðarþjónustu sem nú er boðin í Ármúla 3, fyrir alls konar hljómtæki. Heimilisvörudeild býður upp á hraða og örugga þjónustu nú eftir að verkstæðið var skipulagt að nýju og leggur deildin mikla áherslu á þessa þjónustu sem er fyrir smá og stór hljómtæki. Hættulegasta tóbaks- neyslan er algengust Samanburður á súlunum tveimur hér fyrir neðan leiðir í Ijós veiga- mikla breytingu á tóbaksneyslu landsmanna frá því snemma á þess- ari öld. Súlan til vinstri, sem byggð er á inn- flutningsskýrslum sýnir að árin 1912- 1915 voru munntóbak og neftóbak mcira en þrír fjórðu hlutar af því tóbaki sem flutt var inn til landsins en sígarcttur aðeins 3%. Hin súlan sem byggist á söluskýrsl- um ÁTVR, sýnir að árið 1984 er sígarettusalan ein orðin rúm 83% af allri tóbakssölunni en neftóbakið cr komið niður í tæp 3% og muntóbak- ið nær því horfið úr sögunni sem verslunarvara. Reyktóbak (píputóbak) og vindl- ar liafa ekki haldið hlut sínum - farið samanlagt úr 20% (af innflutningi) í tæp 14% (af sölu). Með öðrum orðum hefur það gerst hér á landi að nú er nær allt tóbak reykt (97% árið 1984) en það var Minni tókaks- sala Tóbakssalan fyrstu níu mánuði ársins 1985 var 5.5% minni en sömu mánuði árið 1984. Mörg ár eru síðan að salan hefur dregist svo mikið saman og líklegt er að þessa minnkun megi þakka gildis- töku nýju tóbaksvarnarlaganna sem tóku gildi um áramótin 1984-5 og námskeiði því sem sjónvarpið hélt í maí sl. fyrir þá sem vildu hætta að reykja. ekki nema tæpur fjórðungur af inn- fluttu tóbaki árin 1912-1915. Engin eftirsjón er að þeim sið að taka tóbak í nefið eða vörina enda fylgir þess konar tóbaksneyslu aukin hætta á vissum sjúkdómum svo að ekki sé talað um óþrifnaðinn sem þeirri neyslu fylgir. Reykingar hafa þó reynst margfalt meiri hcilsuþjófur og þá framar öllu sígarettureykingar svo að segia má að farið hafi verið úr öskunni í cldinn. (Takmark, 3 tbl. 10. árg., des.’85) Hugniyndin á bak við þessa mynd úr teiknisamkeppni Reykingavarn- arnefndar 1983 er býsna athygl- isverð og þar þarfnast vart skýringar. Höfundur myndarinnar er Ragnar Jónsson sem þá var í 6. bekk í Nes- skóla á Neskaupstað. HLUTFALLSLEG SKIPTING TOBAKSTEGUNDANNA FIMM ■ MUNIN'TOBAK II NiEFTOBAK ■ SÍGARETTUR $§ VINOLAR ® PÍPUTOBAK 0-1---e------'----—-----1---------------- 1912-15 1984 Hlutfallsleg skipting tóbaksteg undanna fimm. Matarlyst barna Oft er erfitt fyrir foreldra að gera sér grein fyrir hve mikið börn þeirra þurfa að borða og að fylgjast með því hve mikið eða hve lítið þau geta borðað, ekki síst þegar börnin eru lítil. Eftir eins árs aldur vaxa börn ekki eins hratt og á fyrsta árinu, vöxturinn hægir sjálfkrafa á sér og þau þurfa því eðlilega að borða hlutfallslega minna. Matarlyst Þegar barn virðist vera lystarlaust er það í langflestum tilvikum líkam- inn sjálfur sem temprar matarlystina samkvæmt þörfum sínum og best^er að trufla þá starfsemi sem minnst. Oft stafar lystarleysið af ónógri hreyfingu úti undir beru lofti, hægð- artregðu eða þá að barnið hafi fengið t.d. mjólkurglas rétt fyrir matinn. Það er mjög mikilvægt að skammta börnum ekki of mikið því það getur hæglega spillt matarlyst þeirra að sjá of mikinn mat á diski sínum. Best er að bera matinn fram til barnsins í smáum skönimtum og jafnvel að láta barnið sjálft skammta sér sjálft svo það venjist á að skammta sér mátulega mikið. Borðhald Börn eiga helst að borða með full- orðna fólkinu og það þarf að gefa þeim tíma til að borða á sínum hraða, ef mikið er rekið á eftir þeini getur það leitt til lystarleysis eða hægðartregðu. Best er auðvitað að jafnvægi ríki yfir borðhaldinu, því börn eru mjög næm fyrir spennu, rifrildi eða ósætti og getur slíkt hæglega dregið úr matarlyst þeirra. Fylgistmeð þyngd barnsins Betra er að barn sé helduroflétt en of þungt ef ekkert er að því að öðru leyti. Ef barnið er of þungt er ráðlegt að tala um það við lækni og áríðandi er að taka í taumana í tíma því að offita getur skapað barninu mikla erfiðleika síðar meir, bæði lík- amlega og andlega. Iðkum leik- fimi heima í stof u - leikfimi á myndböndum komin á markaö Heilsa og sport sf. hafa nýlega sent frá sér þrjú klukkustundarlöng myndbönd með leikfimiæfingum og er hvert um sig með æfingum sem henta ákveðnum hópum. Leikfimi 1 eru æfingar sem ætlaðar eru fólki sem þjáist af bakveiki, vöðvabólgu eða gigt. Leikfimi 2 eru æfingar sem sérstaklega eru ællaðar byrjendum og Leikfími 3 eru æfingar ætlaðar fólki í góðri líkamlegri þjálfun. Það er Hanna Ólafsdóttir Forrest íþróttakennari sem leiðbeinir og skýrir hún æfingarnar jafnóðum og þær koma fyrir. Æfingarnar eru með tónlistarundirleik og notaður var þráðlaus hljóðnemi við upptökurn- ar. Sá misskilningur er algengur að það sé allt í lagi að ung börn á aldrin- um 1-7 ára séu feit og pattaraleg en því miður getur það þýtt að þau geti átt við fituvandamál að stríða seinna á ævinni, því fitufrumurnar „sofna“ aðeins, þær hverfa ekki úr líkam- anum. Því er mikilvægt að halda sykri, sætindum og fitu í lágmarki í fæðu barnanna, og hvetja þau til að hreyfa sig, helst úti. Hanna hefur verið með eigin leik- fimiþætti í sjónvarpi í 33 fylkjum Bandaríkjanna sl. 15 ár. Þar að auki hefur hún skrifað rit um leikfimi sem selst hafa í milljónaupplagi og nú rekur hún eigin heilsuklúbb í Col- umbus í Ohio. Hún hefur lagt sér- staka áherslu á að hjálpa fólki sem hefur misst líkamsþrótt sinn og heilsu vegna slysa eða veikinda. Margir kostir eru við myndbanda- leikfimi, en sá kostur er helstur að hægt er að gera æfingarnar þegar hver og einn er upplagður til þess og helur tíma. Leikfimiböndin fást í Hagkaup í Reykjavík, Akureyri og í Njarðvík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.