Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 20
Leikmenn sovéska tandsliðsins í handbolta voru ekki í I góðu skapi eftir tapið gegn Dönum í fyrrakvöld, reyndar voru þeir ; hundillir og það fenau íslensku landsliðsstrákarnir að reyna í gær- ; kvöldi. Sovéska liðið hreinlega raðaði inn mörkunum meðan okkar ; mönnum gekk lítið ellegar ekkert að skora. Þegar upp var staðið höfðu Sovétmenn skorað 27 mörk en íslendingar 12 og það verður að flokkast undir stórtap. Danir unnu enn einu sinni í gær, lögðu Pólverja að velli með 28 ; mörkum gegn 21. Sjá nánar á íþróttasíðum Tímans í dag. Tíminn Föstudagur 17. janúar 1986 Borgarstjórn: Slökkviliö Offramleiösla í landbúnaði: Lifum sæl- una 87 að hluta í ár? Hafnarfjarðar: Aldrei fleiri útköll Slökkvilið Hafnarfjarðar var kallað út 149 sinnum á árinu 1985. Útköll hafa aldrei verið fleiri, en einnritt síðastliðið ár. 1 fréttatil- kynningu, frá slökkviliðinu í Hafnarfirði kemur fram að fjölgunin stafar að mestu leyti af því, að útköll vegna sinubruna og íkveikju í rusli fjölgaði gífurlega. Alls urðu þau 83 á árinu, en voru 31 árið 1984. - ES Fyrirsjáanlegt er aö nrikil of- framleiðsla verður á mjólkuraf- uröum á verðlagsárinu. Alls bárust Mjólkurbúi Flóamanna 42,7 milljónir lítra a|' mjólk á síðasta almanaksári. Fctta er að sögn Grétars Símonarsonar mjólkurbússtjóra á Selfossi, 730 þúsund lítrunr meira en metárið 1978. Bjarni Guðmundsson að- stoöarmaður landbúnaðarráð- herra sagði í samtali við Tím- ann í gær að allt stefndi í að um mikla offramleiðslu yrði að ræða á árinu. „Mesta hættan fyrir bændur sem nú blasir við, og þeir hefðu þurft að gera sér grein fyrir miklu fyrr, er sú að á næsta ári verður mikið af mjólkurafurðum fyrir þcirri framleiðslu sem þeir áttu að fá fullt verð fyrir. í ágúst í sumar verða birgðir osta og smjörs sem verða fyrir framleiðslu nýja ársins. Viö erum að lifa að hluta sælu ársins 1987 á árinu 1986,“ sagði Bjami. Hann benti jafnframtáað! það ætti ekki að koma neinum á óvart að offramleiðsla yrði, því þegar samningurinn um fram- leiðsluþakið var gerður í ágúst tók það til einnarmilljón lítra Fegurðarsamningur Borgin lokuð á laugardaginn Lögreglustjórinn i Reykja- vík ákvað í gær að svipta veit- ingastaðinn Hótel Borg vín- veitingaleyfi í tvo daga vegna brots á reglum um leyfilegan há ntarksfjölda gesta. Eftirlits- menn töldu gesti inn og út úr húsinu á dansleik síðastliðinn laugardag og kom þá í Ijós að þeir voru mun fleiri samtímis innanhúss en lög gera ráð fyrir, eða 60% of margir. „Jú, það er rétt að þeir töldu út úr húsinu hjá okkur og refs- ingin felst í þessari sviptingu. En í raun verður ekki lokað hjá okkur nema á laugardaginn kemur því að húsið hefur verið pantað undir einkasamkvæmi á föstudagskvöldið," sagði Sig- urður Garðarsson fram- kvæmdarstjóri Hótel Borgar. Sigurður sagði að nýlega hefðu verið gerðar breytingar á staðnum sent hefðu aukið leyfi- legan hámarksfjölda gesta en að svo virtist sem að nauðsyn- legar upplýsingar hefðu ekki borist réttum aðilum nægilega fljótt. Hann sagði að venjan væri sú að dyraverðir teldu bæði inn og út, þannig að venjulega væri alltaf ljóst hversu margir væru á veitinga staðnum á hverjum tíma, en það væri ekki óvenjulegt aö farið væri 10-15% fram yfir leyfilegan gestafjölda t.d. á laugardögum. - SS Samkomulag nokkurra ís- lcnskra aöila, þar á meðal, ferðamálanefndar Reykjavík- urborgar, við Miss World (Jerscy) Ltd. ollli miklum ágrciningiá borgarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fulltrúar Kvennaframboðs- ins fluttu tillögu um að hætt yrði viö þcssa samingagerð af hálfu borgarinnar, og til vara að samþykkt yrði að vísa á- kvörðuninni um kaup á rétti á nafni, titli og framkomu Hólmfríðar Karlsdóttur til um- sagnar Jafnréttisncfndar Rcykjavtkurborgar. Hvorug tillagan var samþykkt. Allir kvenborgar- fulltrúar Sjálfstæðisllokksins greiddu atkvæði gcgn fyrri til- lögunni ásamt flokksbræðrum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá viö afgreiðslu síðari til- lögunnar. Magdalena Schram Kvcnna- framboði hóf umræðuna með því að mótmæla þátttöku Reykjavíkurborgar í þessu samkomulagi. Aö mati Kvcnnaframboösins bryti það í bága við 11. gr. Jafnréttisiaga frá 1985. Dagblaðið Tíminn hefði þcgar leitað umsagnar Jafnréttisráðs á samkomulag- inu og borgarstjórn ætti að minnsta kosti að bíða þeirrar umsagnar áður cn.til afgreiðslu samkomulagsins kæmi. Magdalena sagði að fcgurð- arsamkeppnir viðhéldu við- horfum í garð kvenna sem kvenfrelsiskonur hefðu um árabil beitt sér gegn. og borgar- stjórn væri vansæmd af því að taka þátt í slíku samkomulagi. Guörún Ágústsdóttir og Sig- urjón Pétursson lýstu yfir stuðningi Alþýðubandalagsins við tillögu Kvennaframboðs- ins. í hita umræðunnar féllu mörg orð og sagði Davíð Odds- son að Kvennaframboöið hefði hvaö eftir annað unnið jafn- réttisbaráttunni stórtjón mcð málflutningi sínum og taldi hann málflutning Magdalenu Schram vera forkastanlegan. Fundarsköp leyfðu Magdalenu ekki að stíga aftur í pontu. Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalags fluttu bókun þar sem þeir fordæmdu orð borgar- stjórans í garð Magdalenu og fóru fram á að hann biðjist afsökun- ar. Davíð Oddsson sagði þá að Kvennaframboðið hefði van- virt borgarstjórn þegar þær birtust í „skrípabúningum" í borgarstjórn á síðsta ári. Guðrún Jónsdóttir viidi ekki meina að um „skrípabúninga" hefði verið að ræða, heldur ná- kvæmlega eins kjóla og notaðir væru í fegurðar- santkeppnum. Jaínframt sagði hún að þcir hefðu átt að falla borgarstjóra vel í geð þar sem hann væri ntikill aðdáandi kvenlcgrar fegurðar. Mrún/ES minna magns en meðaltal síð- ustu ára. Bergur Pálsson er einn for- svarsmapna Félags kúabænda á Suðurlandi. Hann sagði í sam- tali við Tímann í gær að stjórn- völd á íslandi hefðu aldrei mót- að stefnu í landbúnaðarmálum á íslandi. „Hún hefurekki ver- ið til á íslandi, fyrr en nú, á haustdögum. Þá ákveða þeir það niagn sem þeir ætla að standa skil á. Pað er fyrsta sporið sem stjórnvöld taka til þess að hafa áhrif á landbúnað- armál hér á landi," sagði Bergur. - ES Bridgespilarar pússa puttana Bridgcspilarar frá öllum heimshornum byrjuðu að tínast inn á Hótel Loftleiðir í gær en í kvöld hcfst Bridgehátíð 1986 á Hótelinu. Margir af þekktustu bridgespilurum heims verða meðal þátttakenda og þessi mynd var tekin af tveim þeirra Svíunum Piu Sundclin og Sven Olof Flodqvist þar sem þeir voru að skrá sig inn á hótelið í gær. Tímamynd: Ární Bjama veldur ágreiningi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.