Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. janúar 1986 Tíminn 5 Norðmenn óttast geislavirk mið Osló-Reuter. Norðmcnn hafa sent Bretum mót- mælabréf vegna áætlana um að byggja kjarnorkusorpeyðingarstöð við strendur Norður-Skotlands. Norsk stjórnvöld segja slíka stöð auka hættuna á geislavirkri mengun í Norðursjó. í bréfi norska umhverfismálaráðu- neytisins til bresku stjórnarinnar segir að þær þjóðir Vestur-Evrópu, scm hyggist nota stöðina til að eyða kjarnorkuúrgangi, ættu að íhuga hvernig væri að setja hana upp innan þeirra eigin landamæra. Með því að staðsetja þessa sorp- eyðingarstöð fyrir kjarnorkuúrgang við útjaðar eigin yfirráðasvæðis séu kjarnorkuveldin að valda mengunar- hættu í ríkjum eins og Noregi og kæmu ekki nálægt rekstri stöðvar- innar. Umhverfismálaráðuneytið segir að norskir fiskimcnn óttist áhrif kjarnorkuleka á fisk í Norðursjó. Ráðuneytið bendir á að Bretar hafi boðið Norðursjávarríkjum að halda næsta fund sinn um mengunarvarnir á Norðursjó á Bretlandi 1987. Khomeini trúarleiðtogi írana hefur alið þjóð sína upp í guðhræðslu og góðri í: lamskri trú og nú njóta íranskir betlarar ávaxtanna. Augnablik inn í stimpilklukku San Francisco-Keuter. Bandaríkjamenn hafa fundið nýja aðferð til að koma í veg fyrir stimpilkortasvindl óstundvíss starfsfólks. Bandaríska fyrirtækið, Eyedentify Inc. í Oregon, hefur fundið upþ „stimpilklukku'" sem þekkir starfsfólka á „augnaráðinu." Þegar starfsmenn mæta til vinnu verða þeir að „horfast í augu" við stimpilklukkuna sem þekkir æða- kerfið í auga hvers og eins en það er mismunandi hjá hverjum einstak- Iingi. Eftir vinnu er augnaskoðun þessi svo endurtekin og vinnutíminn skráður inn á tölvu. Launakostnaður hjá hóteli í Fort Wayne í Indíanafylki í Bandaríkjun- unt minnkaði 20% við að þessi nýja aðferð var tekin upp við að skrá vinnutíma þeirra 400 mtmna sem vinna við hótelið. Sparnaður hötels- ins er því sem næst 10.000 dollarar (400.000 ísl.kr.) á mánuði. Hingað til hcfur þessi búnaður samt aðallega verið notaður til að tryggja að óviðkomandi einstakling- ar komist ekki inn í byggingar þar sem leynilegar rannsóknir fara fram eða leynilegar upplýsingar eru gcymdar. Augnasamanburður er nefnilcga miklu áreiðanlegri aðferð til að greinti á milli einstaklinga en persónuskilríki sem hægt er að falsa eða geta glatast. Annað bandarískt fyrirtæki, Fing- ermatrix Inc., hefur hafið fram- leiðslu á rafeindabúnaði sent nota fingraför til að greina á milli cinstakl- inga og einnig hafa verið gerðar til- raunir til að nota handarstærö og raddgreiningu til þess. Það er talið að árið 1990 verði markaður fyrir ýmsar tegundir slíkra persónugreinandi tækja kominn yfir ntilljarð dollara (40 milljarða ísl.kr.) í Bandaríkjunum cinum saman. SÞ SPARA SUNNUDAGA Sumcinuðuþjódirnar-Rcutcr Höfuðstöðvar Sameinuðuþjóð- anna í New York verða lokaðar fyrir ferðamönnunt næstu átta sunnudaga vegna skorts á reiðufé til að reka samtökin. Erfiðlega hefur gengið að inn- heimta framlög einstakra ríkja til Symeinuðuþjóðanna að undan- förnu auk þess sem Bandaríkja- menn hafa hótað því að draga stór- lega úrgreiðslum sínum til SÞ. Þess vegna var ákveðið að spara í rekstr- inurn mcð því að loka höfuðstöðv- unurn fyrir ferðamönnum á sunnu- dögum fram í miðjan mars. UTLÖND Umsjón: Ragnar Baldursson Fréttaskýring: GORBACHEV VILL KJARNA- ■■ Iranskir betlarar vaða í peningum Teheran-Reuter VOPNIN A S0GUHAUGANA NATO telur kjarnavopnin nauösynleg fyrir vestrænar varnir Þeir segjast báðir vilja gera kjarnorkuvopn: „gctulaus og úrelt“. Samkvæmt írönskum blaðafrétt- um er mun meira hægt að hafa upp úr betli í Teheran en fastri vinnu. íranska dagblaðið Resalat segir að einum duglegum betlara hafi tekist að nurla saman 95.000 rials (tæpl. 50.000 ísl. kr.) á aðeins þremur dögum. Algengar mánaðartekjur betlara eru sagðar um 120.000 rials (60.000 ísl. kr.) sem eru tvöföld mánaðarlaun verkamanna. íranar eru fremur gjafmildir við betlara í samræmi við hina íslömsku trú sína. En íranskir embættismenn segja að þótt þessi mikla gjafmildi sé vissulega lofsverð sé hún komin út í öfgar. Aðeins um tíundi hluti betlar- anna sé raunverulega illa staddur, af- gangurinn stundi betl í auðgunar- skyni. Sumir betlarar séu eiturlyfja- neytendur og einnig séu dæmi um Kínverskir dómstólar dæmdu 54.836 menn fyrir spillingu, brask, svindl og þjófnað á eignum ríkisins fyrstu ellefu mánuði síðasta árs að sögn Dagblaðs Alþýðunnar í Peking. Alls tóku dómstólar rúmlega 42.000 slík mál til meðferðar á þess- um tíma og kínverska ríkinu tókst að ná aftur rúmlega 140 milljónum jú- ana (tæpl. tveimur milljörðum ísl. kr.) af fjármunum sem stolið hafði verið frá ríkinu. Dagblaðið birti ekki sambærilegar tölur frá árinu 1984 þannig að ekki er ljóst hvort um mikla fjölgun er að ræða. Upplýsingarnar um þessa miklu spillingu komu í kjölfar harð- orðrar gagnrýni ýmissa háttsettra leiðtoga á agaleysi, spillingu og óheiðarleika margra embættis- manna. betlhópa sem skipuleggi betl á gatna- mótum þar sem mikil umferð sé. Resalat tekur sem dæmi betlara sem nýlega bjó um sig við dyr Imam Khomeini-sjúkrahússins í Teheran þar sem hann sagði vegfarendum að hann væri of fátækur til að hafa efni á að borga fyrir lækningu. Hópur vel- viljaðra cinstaklinga fékk pláss fyrir hann á sjúkrahúsi. En þegar hann var borinn inn tóku þeir eftir því að „sjúklingurinn" var ótrúlega þungur og þeir fundu 95.000 rials (50.000 fsl. kr.) í smápeningum innan á honurn sem var afrakstur þriggja daga bctls við sjúkrahúsið. Betlarinn neitaði að gefa upp nafn sitt og hann fékk að fara með pening- ana sem töldust lögleg eign hans enda eru engin lög í Iran sem banna betl. Kínadagblaðið, sem gefið er út á ensku, hefur eftir Tin Jiyun aðstoð- arforsætisráðherra að spilling embættismanna og valdníðsla hafi leitt til þess að auka efnahagslega óstöðugleika á undanförnum fimm- tán mánuðum. Á þessum tíma var hagvöxtur í Kína miklu mun meiri en stjórnvöld höfðu stefnt að, sérstak- lega í samvinnureknum sveitafyrir- tækjum sem hefur leitt til hráefnis- og orkuskorts hjá ríkisfyrirtækjum. Dagblaðið Wen Huibao í Hongkong, sem hefur náin tengsl við kínversk stjórnvöld, skýrði líka nú í vikunni frá því að ákveðið hefði vcr- ið að reka tæplega 30.000 ólöglega íbúa burt frá Shenzhen, sem er ná- grannabær Hongkong, í Shenzhen hafa Kínverjar gert tilraunir með ýmiss konar kapítalísk rekstrarform og lífskjör þar eru mun betri en á flestum öðrum stöðum í Kína. Mikhail Gorbachev, æðsti leið- togi Sovétmanna, lagði í fyrra- kvöld fram tillögur um að öllum kjarnorkuvopnum verði eytt í þremur áföngum á næstu fimm- tán árum. Bandaríkjastjórn fagnaði til- lögum Gorbachevs og sagði ýmis- legt athyglisvert í þeim þótt óíík- legt sé talið að Bandaríkin eða önnur vestræn ríki fallist á hið al- gjöra kjarnorkuvopnabann sem felst í tillögunum. Sovétmenn hafa oft áður lagt fram tillögur um að kjarnorku- vopn verði bönnuð. Þeir lögðu til kjarnorkuvopnabann strax árið 1946 þegar þeir réðu enn ekki yfir kjarnorkuvopnum sjálfir. Banda- ríkjamenn neituðu þá að eyði- leggja kjarnorkusprengjur sínar enda voru þeir þá eina þjóðin sem réð yfir slíkum gereyðingarvopn- um. Eftir að Sovétmenn komu sér upp kjarnorkuvopnum hafa þcir margoft ítrekað tillögur sínar um kjarnorkuafvopnun. En vestræn ríki hafa ekki viljað fallast á slíkt þar sem kjarnorkuvopn eru mikilvægur hluti af vörnum þeirra. Hernaðarsérfræðingar NATO segja að Varsjárbanda- lagið hafi svo mikla yfirburði hvað varðar hefðbundinn vígbún- að í Evrópu að eina leiðin fyrir vestræn ríki til að verjast því sé að nota kjarnorkuvopn. Það er því nær útilokað að Bandaríkjastjórn eða önnur vest- ræn kjarnorkuveldi samþykki til- lögur Gorbachevs nema Sovét- menn bjóðist til að draga stórlega úr hefðbundnum vígbúnaði og fækki mjög í sovéska hernum. En ótti almennings við gjör- eyðingarstríð gerir það að vcrk- um að stjórnmálamenn á Vestur- löndum treysta sér ekki til að hafna tillögum Sovétmanna um kjarnorkuafvopnun einhliða án frekari umfjöllunar. Margir vest- rænir stjórnmálamenn eru í þeirri AFVOPNUNAR- SKREFIN ÞRJÚ Genf-Rcutcr. Afvopnunarskrefln þrjú, sem Gorvachev leggur til að verði stigin á næstu fimmtán árum eru: IHelmingsfækkun sov- éskra og bandarískra kjarnorkuvopna, sem gcta náð til landsvæðis hins aðilans, innan átta ára og útrýming allra meðaldrægra kjarnaflauga í Evrópu. 2Önnur kjarnorkuveldi hefji kjarnorkuafvopn- un 1990 eða innan sjö ára þaðan í frá. Hafin verði útrýming allra- annarra kjarn- orkuvopna ekki síðar en 1995. Markmiö þessarar tillögu Gorbachevs er hið sama og yfirlýst markmið „Stjörnu- stríðsáætlunar“ Reagans, þ.e. að gera kjarnorkuvopn „getu- laus og úrelt“. sérkennilegu stöðu að scgjast vilja útrýma kjarnorkuvopnum og binda enda á gjöreyðingar- hættuna á santa tíma og þeir telja kjarnorkuvopn nauðsynleg fyrir varnir Vesturlanda. Vestræn ríki ættu samt að geta fallist á nokkra fækkun kjarn- orkuvopna án þess að veikja varnir sínar svo fremi sem hún er gagnkvæm. Hótunin um notkun kjarnorkuvopna gegn sovéskri árás væri þá áfram í fullu gildi. Hingað til hafa Bandaríkja- menn sagt að andstaða Sovét- manna við eftirlit kæmi í veg fyrir samninga um kjarnorkutilrauna- bann eða fækkun kjarnorku- vopna. I tillögum Gorbachevs kcmur skýrt fram að Sovétmenn eru nú tilbúnir til að fallast á eftir- lit með tilraunabanni og vopna- fækkun. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega kunni að nást einhver árangur í vopnaviðræðum risa- veldanna sem hófust aftur í Genf í gær. Á móti kcmur svo að Bandaríkjastjórn hefur ekkert viljað gefa eftir hvað varðar áætl- anir um geimvarnarkerfi en Sov- étmenn segja bann við allri víg- væðingu geimsins skilyrði fyrir fækkun kjarnorkuvopna. rb Spilltir Kínverjar Pekíng-Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.