Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. janúar 1986 ■fllliillill SJÓNVARP Tíminn 13 Konunglegi Shakespeareleikflokkurinn í Barbican: CYRANO DE BERGERAC - mánudagsleikrit Sjónvarpsins Mánudagsleikrit Sjónvarpsins eiga sér langa hefð. Þau hafa komið úr ýmsum áttum og verið af marg- víslegu tagi, sem sagt eitthvað fyrir alla, a.m.k. fyrr eða síðar. Leikritið sem boðið er upp á nk. mánudag höfðar ekki hvað síst til fagurkera á leiklist. Þar er áhorf- endum boðið í Barbican-leikhúsið í London að njóta sýningar Kon- unglega Shakespeare-Ieikflokksins á leikriti Frakkans Edmonds Rostand, Cyrano de Bergerac. í þýðingu Anthonysd Burgess. Leikritið er í fimm þáttum og stendur sýning þess í tvær og hálfa klukkustund. Hlé verður að lokn- um þriðja þætti, en áhorfendum er engu að síður ráðlagt að koma sér vel fyrir í stólnum að loknum kvöldverkum áður en sýning hefst. Þetta er nefnilega á við að fara í leikhús (það er samt ekki nauðsyn- legt að fara í sparifötin!). inu. Cyrano trúir vini sínum fyrir því að það hafi ekki eingöngu verið léleg frammistaða leikarans sem hafi knúið hann til þessa, heldur hafi sér ekki líkað hvað leikaranum varð starsýnt á Roxane, fallega frænku Cyranos sem var í áhorf- endahópnum. Cyrano er nefnilega sjálfur ástfanginn af hinni fögru frænku sinni, en gerir sér engar vonir um að ná ástum hennar sök- um óvenju stórs nefs sem honum hefur verið gefið í vöggugjöf og hefur verið honum böl alla tíð. Sverð og skjöldur með- biðilsins Morguninn eftir boðar Roxane Cyrano á fund sinn og vaknar þá um stund von hjá honum um að Skylmingamaður og skáld með stórt nef - og fögurfrænka Leikritið um Cyrano de Berger- ac, hugdjarfa riddarann, skylmingamanninn snjalla og skáldið með stóra nefið sem tjáði fagurri konu ást sína í nafni annars manns, er samið um síðustu alda- mót, en söguhetjan var uppi á 17. öld, á tímum Richelieus kardinála og skyttanna þriggja hans Alex- anders Dumas. Sjálfum d'Ar- tagnan bregður m.a.s. fyrir í leikritinu. Fyrstu 4 þættirnir gerast 1640, en sá síðasti 14 árum síðar. í upphafi leikritsins veldur Cy- rano uppistandi á leikhúsi í París, þar sem hann kemur því til leiðar að leikari nokkur hrökklast af svið- Derek Jacobi hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir leik sinn í hlut- verki Cyrano de Bergerac. Skáldið og skylmingamaðurinn er viss um að óvenju stórt nef hans komi í veg fyrir að hann geti unnið ástir hinnar fögru Roxane. hann hafi vakið ást í brjósti hennar. En erindið veldur honum sárum vonbrigðum. Hún tjáir honum að hún sé ástfangin af ungum manni sem hún að vísu hafi ekki enn hitt en sé sannfærð um að beri sama hug til sín. Hann sé í þann veginn að ganga í sömu herdeild og Cy- rano og hún sé svo lifandis ósköp hrædd um hann. Hvort Cyrano sé ekki tilleiðanlegur, fyrir hennar orð, að verða honum nokkurs kon- ar sverð og skjöldur, en Cyrano var annálaður skylmingamaður. Þessari bón getur Cyrano ekki vikist undan að verða við. Og hann gengur lengra, hann leggur unga manninum orð í ntunn þegar hann ætlar að vinna ástir Roxane. Cy- rano tekst svo vel upp, enda skáld gott, að Roxane gerist brúður unga mannsins. 14 árum síðar ber fundum þeirra Roxane og Cyranos de Bergerac aftur saman. Hún er þá gengin í klaustur cn maður hennar fallinn á orrustuvellinum. Cyrano er særður til ólífis eftir slys. Margverðlaunuð sýning Þessi sýning Konunglega Shakespeare-leikflokksins var sýnd 55 sinnum 1983-84 og farið með liana í leikför til New York. Hún hlaut mikið lof og ótal margar viðurkenningar og verðlaun. Derek Jacobi (munum hann úr Ég Claudius) í hlutverki Cyranos de Bergerac ogTerry Hands leikstjóri hrepptu flest verðlaunin. Þýðandi íslenska textans er Ósk- ar Ingimarsson og er honum svo sannarlega ntikill vandi á höndum. Textinn er allur í bundnu máli og mikill að vöxtum. Óskarsegirþetta trúlega eitthvert stærsta verk sem hann hefur fengist við á löngunt þýðandaferli við Sjónvarpið en hann hefur þýtt fyrir það allt frá upphafi. Um „vandamál afganskra flóttamanna“ Sovétmanna Nýlega var sýnd í íslenska sjón- varpinu kvikmynd um svo kallaðar „búðir afganskra flóttamanna“. í kjölfar þessa birtist í íslenskum blöð- um mikið af greinum um þetta mál. Hvernig skyldi litið á þessi mál í Sovétríkjunum og hvert er álit leið- toga í Alþýðulýðveldinu Afganistan á þessu? Hér á eftir fer grein, sem er sér- staklega skrifuð fyrir íslensku press- una af V. Generalov, fréttaskýranda APN. Hvers vegna eru viðhafðar hernaðaraðgerðir gegn Pushtun-ættkvíslunum? Annan mánuðinn í röð hefur paki- stanski herinn viðhaft hernaðarað- gerðir í garð Shinvara, Afrida og Segda, sem eru af Pushtun-ættkvísl- unum og búa á svæðunum við landa- mæri Afganistan. Og hver er ástæð- an? Pushtun-ættkvíslirnar hafa mót- mælt því að landsvæði þeirra sé not- að sem vettvangur hernaðaraðgerða gegn Alþýðulýðveldinu Afganistan, en afganskir andbyltingarmenn hafa aðstoðað Islamabad við slíkt. Það er réttmætt að líta á flutning herja til landsvæðis ættkvíslanna sem brot á borgaralegum réttindum heillar þjóðar, sem frá alda öðli hef- ur stjórnað sér sjálf. Hér er um það að ræða að í lok 19. aldar aðskildu breskir nýlenduherrar Pushtunætt- kvíslirnar frá Afganistan með svo- kallaðri „Durand-línu“ (eftir nafni fulltrúa breska konungsins í Ind- landi). Þessi lína var aldrei viður- kennd sem landamæri í Afganistan. Og Pushtun-ættkvíslirnar viður- kenna hana ekki heldur, en þær reyndust vera í Pakistan en halda eigin stjórn. Ráðamenn í Islamabad hafa ætíð reynt að ná þessum ætt- kvíslum undir sitt vald. Hverjir eru afganskir flóttamenn? Eftir sigur Apríl-byltingarinnar í Afganistan árið 1978 ákváðu yfir- völd í Islamabad að nota sér andbylt- ingarmenn í Afganistan til að ná fram markmiði sínu. Zia-Ul-Haq leyfði Bandaríkjamönnum að setja upp „flóttamannabúðir" á svæði ætt- kvíslanna en það voru í raun sérstak- ar miðstöðvar, þar sem þjálfaðir voru hryðjuverkahópar, sem voru sendir inn í landsvæði Afganistan. Þessir hópar eru nú yfir 120. En Pus- htunættkvíslirnar skildu hvaða hlut- verk þeim var ætlað og lýstu sig mót- fallnar því að stöðvum fyrir málaliða Bandaríkjanna væri komið fyrir á landsvæði þeirra. Þegar talað er um þann vanda er lýtur að „afgönskum flóttamönnum" má ekki blanda saman þcim sem eru svarnir óvinir byltingarinnar í Af- ganistan og venjulegum Afgönum, sem hafa látið blekkjast af óvinveitt- um áróðri. Það eru ólíkar aðstæður sem hafa orðið þess valdandi, að þeir hafa farið til annars lands. Fyrrver- andi lénsherrar, okurkarlar og borg- arar, sem misstu möguleik aá að lifa á arðráni hlupust á brott til þess að heyja erlendis barátttu gegn nýju stjórninni. Þeir voru í forsvari fyrir andbyltingarhópa og flokka og Bandaríkin og bandamenn þeirra nota þá nú áttunda árið í röð til að heyja óyfirlýsta styrjöld gegn Alþýðulýðveldinu Afganistan. Þeir sem ekki hafa gert sér grein fyrir því sem gerðist í alþýðulýðveldinu Af- ganistan hlusta á ósannar sögur þeirra um að islam sé í hættu í Af- ganistan. Örlög hinna fyrrnefndu er ekki í samræmi við lífsstíl fyrirliða andbyltingarhópanna, sem búa í ein- býlishúsum, ferðast um í íburðar- miklum bílum. Samkvæmt upplýs- ingum frá pakistönsku borginni Pes- havar búa 500 fjölskyldur í Akúra- búðunum án brauðs, án læknis- aðstoðar og án þess að njóta einföld- ustu hreinlætisaðstöðu. Hungur, sjúkdómar og eymd - þetta er það sem þetta fólk rekur sig á daglega. Fyrirliðar afganskra andbyltingar- hópa hafa notfært sér erfiðleika þessa fólks, gabba þá með alls kyns hótunum og ógnunum til að vera með í bræðravígum. Frá og með ár- inu 1983 hafa sjúkrahús afganskra útflytjenda í Kveta aðeins tekið á móti þeim sem eru félagar í samtök- um andbyltingarmanna. Afganskir skæruliðar uppi á herfangi sínu, suvéskum skriðdreka. B. Karmal um „vandamál flóttamannanna“ Ríkisstjórnin í Alþýðulýðveldinu Afganistan lítur tvennum augum á þann vanda er lýtur að „afgönskum flóttamönnum". Babrak Karmal, leiðtogi Afganistan, sagði í viðtaldi við bandaríska tímaritið „Newswe- ek“ að byltingarstjórn landsins mundi ekki eiga samskipti við fyrir- liða glæpamannanna, sem búa í Pakistan. Þeir væru morðingjar, sem hefðu á samviskunni að hafa eyðilagt 1800 skóla, 130 sjúkrahús, og tugi bæna- húsa. Þeir hefðu drepið 150 mulla og þúsundir friðsamra íbúa. Varðandi þá, sem yfirgefið hefðu landið vegna blekkingar, sagði Babrak Karmal, að þeir gætu snúið heim hvenær sem þeir vildu, ef þá fýsti þess. Fráogmeð 1981 hefurveriðígildi sakaruppgjöf fyrir þá, sem leggja af sjálfsdáðun niður vopn og ganga í lið með byltingarstjórninni. Þúsundir Afgana hafa þegar nýttt sér þennan möguleika. Þeim og öllum fjölskyld- um, sem hafa snúið hcini, cru veitt öll réttindi, tryggt frelsi og friðhelgi og möguleiki til að fá starf í sinni starfsgrein. Bændum er látið í té land. Afganska ríkisstjórnin leitast í raun við að leysa vanda flótta- mannanna. En góður vilji af hálfu Alþýðulýðveldisins Afganistan fær engar undirtektir í Islamabad. Zia- Ul-Haq sendir lögregluna og landa- mæraverðina á þá, sem reyna að fara yfir landamærin og þessir aðilar hika ekki við að beita vopnum. Á land- svæði Pakistan hafa verið reist fang- elsi og þangað er varpað þeim sent eru grunaðir um að vilja snúa heim. Menn í Islantabad gefa ráðamönn- um í Washington tækifæri til að veita flóttamönnunum „mannúðlega aðstoð“, sem er yfirskin til að sjá hryðjuverkahópunum, sem sendir eru til Afganistan, fyrir vopnum. Og kerfinu í Pakistan er í hag að halda flóttamönnunum sem gíslum. Ásamt fyrirliðum algönsku andbyltingar- hópanna hafa yfirvöld í Islamabad gott upp úr fjárhagslegri aðstoð og annarri aðstoð sem berst flótta- mönnunum. Tímaritið „Middle East“ skýrði frá því að um 80% allrar aðstoðar lenti þegar til svarta- markaðsbraskara. I Taksile, Pes- havar, Kvete og Islamabad er vcrið að selja ábreiður, tjöld, lyf, mjólkur- duft og aðrar vörur, sem ætlaðar eru flóttamönnunum. Ráðamenn í lslamabad hafaengar áhyggjur af örlögum flóttamann- anna. Þeir hafa bara áhuga á and- ófsmönnum t efnahagslegu og póli- tísku tiliti, sem vilja græða á þeim vanda er ten ist „afgönskum flótta- mönnum.' V. Generalov, APN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.