Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 4
4Tíminn Ljóti andarunginn varð svo sannarlega að fallegum svani. „Stóru“ eyrun eru ekki lengur stór og tennurnar ekki lengur skakkar. Flóttastúlkan sem er hæst launaða fyrirsæta heims Myndir af Paulina skreyta forsíður helstu blaða og almanaka heims. Saga Paulina Porizkova minnir helst á söguna um Ijóta andarung- ann. Núna er hún fögur og fræg, og launin hennar mælast í milljónum dollara. Þegar hún var lítil hafði hún minnimáttarkend vegna þess hvað hún hafði stór eyru og tenn- urnar voru skakkar. í skólanum var henni strítt og hún uppnefnd „kjúklingurinn1- af því að hún þótti svo pervisin. Og ekki bætti það úr skák að hún var útlendingur, fædd í Tékkóslóvakíu en ólst upp í Svíþjóð. Foreldrar Paulina, Anna og Jiri Porizkova, flúðu frá Tékkóslóvak- íu eftir innrás Rússa 1968, en skiidu Paulinueftir hjá foreldrum Önnu, Þau komust til Svíþjóðar og fengu þar hæli. Barátta þeirra fyrir því að fá dóttur sína til sín hófst þegar þau voru komin í öruggt skjól í Lundi en bar lengi vel engan árangur. Paulina var ekki nema þriggja ára, þegar foreldrar hennar geyst- ust í burt á mótorhjóli og hún hvorki heyrði þau né sá árum sam- an á eftir. Hún hugsaði mikið um hvað hefði valdið því að pabbi hennar og mamma höfðu yfirgefið hana án allra skýringa og komst helst að þeirri niðurstöðu að það væri vegna þess hvað hún væri með stór eyru! Hún hafði nefnilega oft setið í fangi pabba síns á mótor- hjólinu og hann stríddi henni þá með því að þessi stóru eyru drægju úr hraðanum. Á flótta gat það komið sér illa. En pabbi og mamma voru síður en svo búin að gleyma dóttur sinni. Þau neyttu allra bragða til að vekja athygli á baráttu sinni við tékknesk yfirvöld til að fá dóttur sína til sín. M.a. fóru þau í hungurverkfall á Sergelstorgi í Stokkhólmi. En ekk- ert dugði. Anna greip þá til þess óyndisúrræðis að fá tvo til að fljúga með sig til Tékkóslóvak- íu, þar sem hún ætlaði að „ræna“ dóttur sinni. Þessi djarflega áætlun misheppnaðist auðvitað og Anna var hneppt í fangelsi, þó að hún væri gengin 5 mánuði á leið með soninn Jachym. Barátta Jiris hélt áfram og nú voru þau 3 sem hann fór fram á að fá til sín til Svíþjóðar, Anna, Paul- ina og sonurinn Jachym, sem hann hafði aldrei fengið að sjá. Eftir 6 ára baráttu létu tékknesk yfirvöld loksins undan þrýstingi sænsks almenningsálits og fjöl- skyldan gat loks sameinast. Þá var Paulina orðin 9 ára, og Jachym var tveggja ára þegar faðir hans sá hann fyrst. Það var hrærð fjöl- skylda sem ætlaði að taka upp þráðinn á ný eftir langan aðskilnað og sænska þjóðin fylgdist grannt með, með hjálp fjölmiðla. Fljótlega kom þó í ljós að það var hægara sagt en gert. Hjóna- bandið fór fljótlega út um þúfur og Anna sat uppi einsömul með bcrnin tvö. Paulina saknaði bernskuslóð- anna í Tékkóslóvakíu og ekki bætti úr skák að sænskir skólafélagar hennar stríddu henni og upp- nefndu. Og ekki þótti henni það betra þegar hún varð þess vör að henni var vorkennt á bak. „Vesal- ings flóttabarnið" sagði fullorðna fólkið fullt meðaumkunar. Hún var ekki nema 15 ára þegar hún lagði land undir fót til Parísar þar sem beið hennar frægð og frami í fyrirsætu- og sýningarstúlkustarfi. Hún er nú hæst láunaða fyrirsæta heims, aðeins tvítug að aldri, og býr í lúxusíbúð á Manhattan með köttunum sínum tveim. , Allar óskir Paulina eru þó ekki luppfylltar enn. Hún er ekki ánægð með vinnuna sína og segist bara stunda fyrirsætustarfið vegna þess aðkaupiðségott. Húnersamtekki eyðslusöm að sama skapi og sitja bág kjör í uppvextinum greinilega í henni. Ef hún neyðist til að taka leigubíl segist hún þjást af sam- viskubiti! Öllum frístundum sínum eyðir hún í að skrifa og teikna og það hef- ur tekist að toga upp úr henni að hana dreymi um að semja barna- bók með eigin myndskreytingum. Eftir margra ára að- skilnað sameinaðist fjölskyldan Porizkova loks í Svíþjóð. Föstudagur 17. janúar 1986 ÚTLÖND GEFN — Sovétmenn tóku af skarið í síðustu vopnatak- mörkunarviðræðum risaveldanna með því að leggja á borðið nýjar tillögur sem gera ráð fyrir að öllum kjarnorku- vopnum verði útrýmt af jörðinni fyrir árið 2000. PARIS — Ali Nasser Mohammed forseti Suður-Jemen á nú í viðrærðum við fjóra foringja uppreisnarmanna í sovéska sendiráðinu í Aden að því er vestrænar heimildir herma. Harðir bardagar milli andstæðra marxistafylkinga hafa staðið yfir í landinu síðan um helgi. OSLÓ — Að sögn forsvarsmanns norska varnarmála- ráðuneytisins var öryggisgæsla kringum stöðvar NATO og önnur hernaðarmannvirki aukin í Noregi og Danmörku eftir að varað hafði verið við hugsanlegum árásum skæruliða. BEIRUT — Elie Hobeika, einn af hernaðarleiðtogum kristinna manna í Líbanon, flúði landið þegar hersveitir, sem njóta stuðnings Sýrlendinga, skutu sprengjum að Bik- faya, heimaborg forseta landsins, Amins Gemayel. Ho- beika var einn af þeim sem undirrituðu friðarsáttmála fyrir Líbanon sem Sýrlendingar stóðu fyrir. DJIBOUTI — Mengistu Haile Mariam forseti Eþíópíu og Mohamed Siad Barre forseti Sómalíu tókust í hendur í boði einu þar í borg og sögðu stjórnarerindrekar það þýða að þeir myndu leita leiða til að draga úr spennu milli þessara tveggja nágrannaríkja. TEL AVIV — ísraelskar herflugvélar fóru í veg fyrir far- þegaflugvél frá Kúwait yfir Gólanhæðum og fylgdu henni út fyrir flughelgi ísraels að því er herútvarp þar í landi greindi frá. STRASSBORG — íhaldssamir meðlimir Evrópu- þingsins ögruðu Margréti Thatcher forsætisráðherra Bret- lands með því að krefjast „evrópskar" úrlausnar á vanda- málum Westland þyrlufyrirtækisins breska. BADEN-BADEN, — V-Þýskalandi - Frakkar sýndu í verki skilning sinn á vörnum V-Þýskalands þegar Francois Mitterrand forseti Frakklands og vestur-þýski kanslarinn Helmut Kohl hittust á fyrsta fundi þessara ríkja á árinu. Leiðtogarnir tveir fylgdust með hersýningu sem fór fram við aðalstöðvar franska hersins. pAR!S — Eritrískir uppreisnarmenn sögðust hafa eyði- lagt fjörutíu eþíópískar herflugvélar í fyrrinótt er þeir réðust á annan stærsta herflugvöll í Eþíóþíu. FRÉmYFIRLJT NEWS IN BRIEF GENEVA — The Soviet Union opened the latest round of U.S. - Soviet arms control talks by tabling formally a new proposal to eliminate all nuclear weapons from the earth by the year 2000. PARIS — South Yemen President Ali Nasser Moham- med is holding talks with four rebel leaders in the Soviet Embassy in Aden after four days of bitter fighting between rival Marxist fractions, Western diplomatic sources said. OSLO — Norway and Denmark have tightened security around NATO bases and other millitary establishments after warnings of a guerrilla attack, a Norwegian Defence Ministry spokesman said. BEIRUT — Christian Militia leader Elie Hobeika, who signed a Sy rjan-backed peace pact for Lebandon, appar- entiy tled the country as pro-Syrian forces poured shells into President Amin Gemayel’s maronite mountain strong- hold of Bikfaya. DJIBOUTI — Ethiopian leader Mengistu Haile Mariam and Somali president Mohamed Siad Barre shook hands at a reception here and diplomats said it indicated they might seek to end hostilitied between their neighbouring states. TEL AVIV — Israeli warplanes intercepted a Kuwaiti passenger plane over the strategic Golan Heights and esc- orted it out of Israeli Controled airspace, army radio said. STRASBOURG —Conservative members of the Eur- opean Parliament defied British Prime Minister Margaret Thatcher and called for a European solution for the ailing Westland helicopter company. BADEN-BADEN — West Germany - France put its commitment to the defence of West Germany on Display as President Francois Mitterrand and Chancellor Helmut Kohl met for the first Franco-German summit of 1986. The two leaders watched a parade of tanks, artillery and helicopters at French military headquarters. PAR|S — Eritrean rebels said they had destroyed 40 Et- hiopian air force planes in a night raid on Ethiopia’s second largest airbase.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.