Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. 'janúar 1986 HELGIN FRAMUNDAN Hótel Saga - um helgina í kvöld, föstudagskvöld, er einkasamkvæmi í Súlnasal, Átt- hagasal og á Mímisbar, - en Grillið og Astra-Bar eru opin til kl. 0.30. Reynir Jónasson, harmoniku- og hljómborðsleikari leikur létta og þægilega tónlist fyrir matargesti. Laugardagskvöld: Laddi á Sögu í Súlnasal. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Á Mímisbar verður Dú- ettinn André Bachmann og Krist- ián Óskarsson og leika fyrir gesti, en einkasamkvæmi verður í Átt- hagasal. Fundur FUF í Árnessýslu: Frjáls f jölmiðlun og svæðisútvarp Félag ungra framsóknarmanna í Árnessýslu efnir til fundar um hugtakið „Frjálsa fjölmiðlun" og „Svæðaútvarp" á Suðurlandi. Til- efni fundarins eru hin nvju lög sem tóku gildi unt sl. áramót um afnám einkaréttar Ríkisútvarpsins. Fundur þessi verður haldinn í veitingahúsinu „Gjáin“ á Selfossi laugard. 18. jan. kl. 14.00. Fram- söguerindi flytja Þorgeir Ástvalds- son frá RUV og Helgi Pétursson ritstjóri. Ávörp flytja Þór Vigfús- son rektorFUS, Stefán Ómar Jóns- son bæjarstjóri .borleifur Björg- vinsson oddviti, „Ákveðin rödd úr Vestmannaeyjum" og Kristján Friðriksscn nemi. Umræður öllum frjálsar um mál- efnið frá kl. 15.50. Til fundarins er boðið fulltrúum frá Ríkisútvarpinu, Útvarpsréttar- nefnd, úr menntakerfinu og helstu forsvarsmönnum sveitarstjórna. Fundurinn er öllum opinn. Mexíkönskveislaá KRÁKUNNI Frá veitingahúsinu Krákunni var hringt og tilkynnt að þar yrði um helgina gestakokkur, sem sérhæfði sig í mexíkönskum mat, og segja forráðamenn Krákunnar, að þar verði sannkölluð, „mexikönsk veisla'ó Gestakokkur að þessu sinni verður Bryndís Björnsdóttir, en hún bjó við landamæri Mexíkó um árabil. Bryndís matbýr þarna Chili Con Carne, og er mjög fær í hinum ýmsu Tortilla-fyllingum og Guaca- mole. Bryndís mætir með frábært Chili-krydd frá Mexíkó. Við þetta tækifæri verða mexíkanskir drykkir á boðstólum. svo sem mexíkönsk sólarupprás, mexíkanskt kaffi o.fl. Mexíkanska veislan hefst á há- degi á föstudag og henni lýkur á sunnudagskvöld. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík heldur félagsvist á morgun, laug- ard. 18. jan. kl. 14.00 í Skeifunni 17. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húnvetningafélagið. Hana-nú genguráný í Kópavogi Frístundahópurinn Hana nú í Kópavogi byrjar aftur í vikuleg - um laugardagsgöngum eftir jólafrí- ið. Gangan á morgun 18. janúar hefst frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. í göngunni á morgun verða ræddar hugmyndir um nýjar gönguleiðir og breytt skipulag þegar vorsólin fer að skína. Allir Kópavogsbúar, ungir og aldnir, eru velkomnir í þessarheils- ubótargöngu Hana nú. Sýningar um helgina í Þjóðleikhúsinu: Með vífið í lúkunum Örn Árnason, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir í ærslaleikuunt „Með vífið í lúkun- um“ Gamanleikurinn Með vífið í lúkunum, eftir Ray Conncy, verður sýndur tvisvar sinnum á föstudags- kvöldið, kl. 20.00 og á miðnætursýningu kl, 23.30. 1 helstu hlutverkum eru: Örn Árnason, Sigurður Sig- urðsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Pálmi Gestsson og Sigurður Skúla- son. íslandsklukkan í 35. sinn Nú cru örfáar sýningar cftir á uppfærslu Þjóðleik- hússins á íslandsklukkunni, eftir Halldór Laxness. 35. sýning verður á sunnud. kvöld. Með helstu hlutverk fara: Helgi Skúlason, Tinna Gunnlaugsdóttir og Þor- steinn Gunnarsson. Villihunang í 10. sinn Tíunda sýning í Þjóðleikhúsinu á gamanleiknum Villihunangi, eftir Anton Tsjékhov og Michael Frayn, verður á laugardagskvöld kl. 20.00. Mcð helstu hlut- verk fara Arnar Jónsson, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Guðbjörn Thoroddsen, Stein- unn Jóhannesdóttir, Bessi Bjarnason, Róbert Arn- finnsson, Rúrik Haraldsson, Pétur Einarsson o.fl. Kardemommubærinn Barnaleikrit Thorbjörns Egners, Kardemommu- bærinn, verður sýnt á sunnud. kí. 14.00. Soffía frænka, Bastían bæjarfógeti, Kasper, Jesper, Jónatan og fleira fólk heldur Kardemommuhátíð og er í hátíðarskapi allan tímann. Guðbjörg Thoroddsen og Rúrik Haraldsson í Villihun- angi effir Tsjékov í Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur: Land míns föður Um helgina verða 65. og 66. sýn- ingar á söngleiknum Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson. Leikritið hefur gengið fyrir fullu húsi í allan vetur. Rétt er að geta þess, að sökum þrengsla í Iðnó er takmarkaður fjöldi sýninga eftir. Sýning verður í kvöld. föstudags- kvöld kl. 20.30 og sunnudagskvöld á sama tíma,- Leikurinn fjallar um fjölskyidu í Reykjavík á stríðsárunum, um her- nám Breta, komu Ameríkana, kreppu og stríð. Með aðalhlut- verk fara: Sigrún Edda Björnsdótt- ir, Helgi Björnsson, Margrdf Helga Jóhannsdóttir, Jón Sigurbjörns- son, Aðalsteinn Bergdal, Ragn- heiður Arnardóttirog Steinunn ðl- ína Þorsteinsdóttir. Tvær Reykjavíkurfrúr (Guðrún Ásmundsd. og Soffía Jakobsd.) bregða sér í bíó með oiTiserum (Jóni Hjartarsyni og Guðmundi Ólafssyni) Úr sýningu á Sex í sama rúmi í Iðnó. Sex í sama rúmi Hinn sprellfjörugi farsi Scx í sama rúmi verður sýndur einu sinni um helgina, en tvær sýningar verða í næstu viku. Leikurinn verður sýndur á laugardagskvöld kl. 20.30. Vegna þrengsla í Iðnó rnun leikurinn verða fljótlega fluttur í Austurbæjarbíói og þá sýnt á mið- nætursýningum um helgar. Með helstu hlutverk fara: Þor- steinn Gunnarsson, Hanna María Karlsdóttir, Valgerður Dan, Kjart- an Ragnarsson og Kjartan Bjarg- mundsson. Leikmynd og búninga gerði Jón Þórisson, en leikstjóri er Jón Sigur- björnsson. Tíminn 9 Sunnudagsferðir Útivistar Dagsferðir sunnudaginn 19. janú- ar: Kl. 10.30 - Gullfoss ■ klakabönd- um. Auk þess verður Geysissvæð- ið skoðað, gliúfrin við Brúarhlöð, fossinn Faxi og Ólafsvallakirkja, en þar er hin fræga altaristafla Balt- asar. Farið verður frá BSÍ, vestan- verðu. Kl. 13.00 - Undirhlíðarvegur. . Gengin verður gömul þjóðleið úr Vatnsskarði í Kaldársel. Hluti gömlu . Krísuvíkurleiðarinnar. Þetta er þjóðleið mánaðarins, - en það er ný -tegund Útivistarferða. Brottför frá BSÍ bensínsölu, far- miðar við bíl, en frítt f. börn í fylgd fullorðinna. Útivistarfélagar, vinsamlegast greiðið heimsenda gíróseðla fyrir árgjaldinu. Ferðafélagið Útivist. SunnudagsferðirF.Í. Ferðafélag íslands fer kl. 13.00 á sunnud. 19. jan. í fcrð um Illá- fjallavegi: Ekið verður að Rauðu- hnjúkum (Bláfjallavegi), gengiö þaðan niður Sandfell, síðan á Sel- fjall og niður í Lækjarbotna. Þetta er létt og skemmtileg gönguferð. Farmiðar við bíl, brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Skíðagönguferð F.í. Kl. 13.00 á sunnudag veröur skíðagönguferð á Hellishciði. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Helgarferðir F.í. 14.-16. febr. - Brekkuskógur göngu- og skíðaferð. 28. febr.-2. ntars Þórsmörk. Ferðafélag íslands Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Kynnisferð vegna fiskeldis á Suðurnesjum Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands fer nú, laugard. 18. jan. þriöju kynnisferðina vegna fiskeld- is á Suöurnesjum. Farið verður frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripasafninu Hverfisgötu 116 (gegnt lögreglu- stöðinni) kl. 13.45 og Náttúru- fræðistofu Kópavogs Digranesvegi 12 kl. 14.00! Fargjald er 350 kr. og er innifaliö í veröinu kaffihlaðborð á veitingastað í Grindavík. Ef veð- ur leyfir verða larnar örstuttar gönguferðir. Farið verður um Straumsvík, Voga, Keflavík, Ósa- botna, Reykjanes og til Grinda- víkur. Leiðsögumenn og fyrirlesarar verður Eyjólfur Friðgeirsson fisk- fræðingur, Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur, Jón Jónsson jarð- fræðingur og Ólafur Rúnar Guð- varðarson kennari. Góöa skapiö má ekki gleymast heima undir nokkrum kring-„*umfercwr umstæðum. Wrao

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.