Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 1
STARFSMANNAFÉLAG Bunaóar- bankans er 50 ára í dag og ætla starfsmenn bankans um allt land aö mæta til vinnu í betri fötunum, meö blóm í barminum og bjóöa viðskiptavinum upp á af- mæliskaffi og heimabakaöar kökur. METVERTÍÐ á loönu er nýlokið á Raufar- höfn, samkvæmt upplýsingum Dags, þrátt fyrir að henni Ijúki nú mun fyrr en venjulega. Alls voru brædd 81 þúsund tonn á þessari vertíð en í fyrra, sem var besta vertíðin þar til nú, voru brædd 55 þúsund tonn. TVEIR SKIPVERJAR voru gripnir í Hafnarfjarðarhöfn, með hassmola í vösunum, þegar skip þeirra var að fara til veiða á þriðjudag. Sennilega hafa þeir félagar ætlað að hressa upp á vistina um borð þegar liði á túrinn. Hvorugur þeirra þurfti þó að hafa áhyggjur af langri og leiðinlegri útivist þar sem þeir voru reknir umsvifalaust þegar útgerðin frétti af efninu sem átti að vera meðferðis. Annar maðurinn var með 18grömmog hinn 13. Báðireru þeir í kring- um þrítugt og hefur annar þeirra áður verið tekinn fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni. Málið er upplýst og mennirnir hafa verið látnir lausir. SÍÐASTA LOÐNUVEIÐISKIP þeirra Norðmanna hvarf af miðunum á þriðjudag. Þá eru farin heim öll þau sextíu skip sem stunduðu loðnuveiðar hér við land. Heildarafli skipanna var í kringum 50 þúsund tonn. TILKYNNT VAR TIL LÖGREGLU í Reykjavík í gær að brotist hefði verið inn í húsnæðið við Armúla 18 í gærmorgun. Fyrirtækið Byggingar- vörur hf. er þartil húsa. Brotin hafði verið rúóa í versl- uninni, en við rannsókn var ekki hægt að fullyrða hverju var stolið, eða hvort nokkru var stolið. Málið er í rannsókn og hefur ekki verið upplýst. BRUNAMÁLASTJÓRI hefur sagt starfi sínu lausu, eins og Tíminn hefur skýrt frá. Að sögn Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra er nokkur aðdragandi að uppsögninni og barst ráðherra uppsagnarbréf í nóvember, frá Þóri Hilmarssyni. Síð- ar dró hann þá uppsögn til baka. í leiðara Helgar- póstsins sem kom út í gær er þess krafist að bruna- málastjóri verði látinn hætta strax, en sitji ekki út sinn uppsagnartíma eins og lög gera ráð fyrir. Krafa blaðsins kemur í kjölfar umfjöllunar HP, þar sem seg- ir m.a. að Þórir hafi náö sér í umboð í utanlandsferð- um á vegum hins opinbera. Alexander var spuröur hvort Þórir yrði látinn fara strax. Hann svaraði því til að málið yrði skoðað fljótlega í ráðuneytinu. STJÓRN FISKVEIÐASJÓÐS kem- ur saman í dag og mun þá ákveða hvort af samning- um verður milli sjoðsins og Haraldar Böðvarssonar & Co á Akranesi um kaup á togaranum Sigurfara II. Á fundi sjóðstjórnar í fyrradag var ekki endanlega búið að ganga frá ýmsum endum viðræönanna og var því ekki hægt að,taka lokaákvörðun þá. Á þann fund sendi Halldór Ásgrímsson bréf sem hann hafði fengið frá þingmönnum Vesturlands þar sem fariö var fram á að Grundfirðingar fengju að koma inn í viðræðurnar við sjóðinn um kaup á Sigurfara II. Halldór óskaði eftir að þetta bréf yrði skoðað og ákvað sjóðstjórnin á fundinum að formaður sjóðsins færi á fund ráðherra og kynnti honum stöðu mála. KRUMMI Ætli Bretarnir hafi ekki heyrt um Hafskipsmál- ið ...? Ökunwnn! : Gamanið var búið þegar lögreglan kom á staðinn og benti fólki á að óheimilt væri að dæla úr sjálfsalanum, þar sem hann væri vitlaust stilltur. „Bensínútsala" hjá Skeljungi - 2693 lítrarseldust á fjórum tímum Útsala á bensíni varð óvilj- andi á einni af bensínstöðvum Olíufélagsins Skeljungs í fyrra- kvöld. Sjálfsali sem selur bcns- ín gegn hundrað króna seðlum eftir lokun bensínstöðvarinnar var vitlaust stilltur og seldi lítr- ann á 12,90 krónur í stað 34,00 sem verðið er í dag, því hann var stilltur á dieselolíu- verðið. Fljótlega spurðist út manna á milli að bensínið væri nærri því gefins á bensínstöðinni við Skógarhlíð. Borgarbúarkunnu vel að meta þessa búbót og seldust alls 2693 lítrar á þessu nýja verði. Tap Skeljungs varð mikið. Lítrarnir seldust á 34.740 í stað 91.562 króna. Þar með gaf Skeljungur bensín fyr- ir 56.822 krónur. Mikil umferðarteppa mynd- aðist við sjálfsalann þegar fregnin hafði flogið víða. Menn komu allt upp undir þrisvar Magnús gjaldkeri bensínstöðvarinnar með alla hundraðkallana, eftir metsöluna. „Undarlegt hvar fólk fær alla þessa hundrað- kalla,“ sagði Magnús. Tímamyndir Sverrir sinnum til þess að ná sér í ódýra bensínið, sem margir töldu að hefði lækkað vegna stórfelldra olíulækkana um heim. Lögreglan var kvödd til, til þess að stöðva bensínaustrið, sem fór víðar en bara á bensín- þyrsta bíla. Margir mættu með brúsa og önnur áhöld til þess að ná í meira af bensíninu. Þegar lögreglan kom á staðinn þurfti að stöðva fólk sem var að dæla ódýra vökvanum á bíla sína. Einn brást illa við og endaði með því að brjóta dæluna. - ES Breskir bankar: Leita að skuldu- nautum á íslandi Frá David Keys fréttaritara Tímans í London 24 bresk fyrirtæki áætla að fara til Islands í næsta mánuði, og verður það næst stærsta við- skiptaferð til íslands sem skipulögð hefur verið í Bret- landi. Ferðin er skipulögð af breska viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytinu og með í henni verða að minnsta kosti 10 fyrir- tæki sem ekki hafa áður tekið þátt í árlegum ferðum ráðu- neytisins til íslands. Og í fyrsta skipti taka þátt fuiltrúar banka í Bretlandi. Tveir bankar, Barcleys og Lundúnaútibú finnska bankans Kansalles Or- sake Pankki verða með í ferð- inni. Barcleys segir að heimsókn- in sé öðrum þræði til að safna upplýsingum. „Við höfum mik- inn áhuga á efnahagsmálum landsins," sagði framkvæmda- stjóri bankans, Peter Gwinnett, í samtali við Tímann. Gwinnett, sem verður fulltrúi bankans í ferðinni, er ábyrgur fyrir viðskiptum bank- ans við Norðurlöndin. Kansalles Orsake Pankki hefur þó meiri áhuga á lánsvið- skiptum við ísland. Á síðustu 18 mánuðum hefur Lundúna- útibú bankans lánað yfir 10 milljónir punda (600 milljónir króna) til íslenskra fyrirtækja og stofnana, venjulega í gegn- um aðra banka. Og bankinn hefur mikinn áhuga á að hitta þá sem fengið hafa lánin, og stofna til nýrra viðskipta. „Nú orðið þurfa bankarnir að fara og ná sér í viðskipti," sagði einn bankamaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.