Tíminn - 07.02.1986, Síða 2
2 Tíminn
Föstudagur 7. febrúar 1986
Bræðsluofn Steinullarverksmiðjunnar stilltur:
Elkemverksmiðjurnar
skaðabótaskyldar?
Krá Krni Wtrarinssyni, Kljotum
Fyrsta tilraun af þrem til að full-
reyna bræðsluofn Steinullarverk-
smiðjunnar á Sauðárkróki, stendur
nú yfir, en ofninn hefur reynst mun
orkufrekari en ráð var fyrir gert.
Steinullarverksmiðjan verður nú
keyrð stanslaust í 7 sólarhringa og
aftur síðar í mánuöinum og reiknað
er með að síðustu keyrslulotu Ijúki
fyrir páska og lýkur þá ábyrgöar-
keyrslu ofnsins. Mun þá koma í ljós
hvort málmbræðsluofninn uppfyllir
þau skilyrði sem gert var ráð fyrir í
kaupsamningi eða hvort framleið-
endurnir teljast skaðabótaskyldir en
þetta mun vera fyrsti ofn sinnar teg-
undar sem Elkemverksmiðjurnar í
Noregi hafa selt.
Fulltrúar Elkemverksmiöjanna
eru nú á Sauðárkróki og verða þar
meða á ábyrgðarkeyrslunni stendur.
Þeir munu reyna að ná sem allra
bestri stillingu hvað varðar orku-
notkun og framleiðslu ofnsins. Ann-
ar tækjabúnaður er mestmegnis frá
Finnlandi og
Þýskalandi og hefur reynst ágætlega.
Fyrstu fimm mánuðina sem verk-
smiðjan starfaði var hún aðeins í
gangi frá mánudagsmorgni til
fimmtudagskvölds og var þá unnið á
tveim 12 tíma vöktum. Hugsanlegt
er að teknar verði upp þrískiptar
vaktir þegar ofninn hefur veriö stillt-
ur endanlega. Starfsmenn verk-
smiðjunnar eru nú 34, þar af standa
14 vaktir.
Steinullin sem frantleidd er hefur
líkað ágætlega og selst jafnharðan,
en framleiðslan fer mest til sölu á
Reykjavíkursvæðinu og annast
Ríkisskip flutningana suður.
Bræðsluofn Steinullarverksmiðjunnar blæs massanum, 15-1600°C heitum á
safnfæribandið Tímamynd öi>
Bifreiðafríðindi ráðherra:
Hjálp-
samur
smyglari
Fertug kona var tekin með 160
grömm af hassi í vösunum, þegar
hún kom frá Hollandi á þriðju-
dag. Efnið fannst við leit á Kefla-
víkurflugvelli. Við rannsókn
málsins kom í Ijós að konan var
að smyglaefninu fyrirferðafélaga
sinn 25 ára gamlan karlmann.
Hvorugt hefur áður verið viðriðið
smygl á fíkniefnum til landsins.
Maðurinn hefur viðurkennt aö
eiga cfnið og segist hann hafa
bcðið konuna að koma því í gegn-
um tollinn, scm hún og reyndi.
Rannsókn málsinser lokið.
- ES
Tengjast launakjörum
þingmanna og ráðherra
segir Guörún Helgadóttir
Á fundi sameinaðs Alþingis í gær
fór fram fyrsta umræða um þingsá-
lyktunartillögu Jóhönnu Sigurðar-
döttur um bifreiðamál ríkisins. Til-
laga þingmannsins felur í sér að sér-
stök bifreiðafríðindi ráðherra verði
afnuntin og þá jafnframt að það veröi
gildandi fordæmi fyrirríkisbankana.
Jóhanna Sigurðardóttir tók fyrst
til máls sem flutningsmaður. Hún
minnti á að Alþingi hefur áður álykt-
að um umrætt málefni á þá lund að
fríðindin falli niður. Vilji þingsins
væri því Ijós. Sarnt sem áður hefði
verið sett reglugerð þvert ofan í téð-
an vilja. „Það er furðulegt að Stein-
grímur Hermannsson, sem fyrir
fimm árunt lýsti því yfir að það væri
óeðlilegt að ráðherrar fengju bifreið-
ar til einkaeignar á öðrum kjörum en
aðrir í landinu, situr nú í ríkisstjórn
sem er ábyrg íyrir reglugerð sem
gengur gegn þessu," sagði hún.
Jóhanna minnti á hvernig að þing-
flokkarnir hefðu brugðist við þegar
Ijóst varð að bankastjórar ríkisbank-
anna áttu að fá greiddan um 450.000
króna launaauka í stað bifreiðafríð-
inda. Þá hefðu t.d. stjórnarliðarsent
frá sér ályktanir þar sem tiltækið var
fordæmt. Nú væri málum svo komið
að bankaráð Lándsbankans hefði
ákveðið að grciða bankastjórum
fyrningarfé af bifreiðum þeirra í
samræmi við fyrrnefnda reglugerð.
Hvorki hefði gengið né rekið. „Það
vantar ckki að ráðamenn skori á
launafólk að sýna ráðdeild og
sparnað. Því er mikilvægt að þeir
sýni gott fordæmi en ekki tvöfalt sið-
gæði,“ sagði Jóhanna að lokum.
Valdimar Indriðason tók til máls
sem formaður bankaráðs Útvegs-
bankans og skýrði frá því að bif-
reiðamál bankastjóra hefðu aftur
verið tekin fyrir hjá Útvegsbankan-
um í byrjun þessa mánaðar. Það
hefði verið ákvcðið að gefa banka-
stjórunum kost á því hvort heldur
þeir vildu nota bíl í eigu bankans eða
eigin bíl samkvæmt afskriftarreglu.
Þó þannig að verð bifreiðarinnar fari
aldrei yfir eina milljón króna.
Guðrún Helgadóttir sagði að hér
væri verið að tala um mál þar sem
ekki væri allt sem sýndist. Það væri
vissulega rétt að engin ástæða væri til
þess að ráðherrar eignuðust bíla á
betri kjörum en aðrir. hins vegar
væri engin ástæða til þess að störfum
hlaðnir menn þyrftu að nota tíma
sinn til óþarfa umstangs og lands-
menn vildu 'líklega að ráðhcrrar
kæmust hjá því.
Guðrún tcngdi þingsályktunartil-
löguna þeirri neikvæðu umræðu sem
vart hefur orðið við oftar en einu
sinni um kjör þingmanna og ráð-
herra. Beindi hún sérstaklegaorðum
sínuni til þingfréttaritara sem þætti
fengur í að blása út mál á við bif-
reiðafríðindin. Fréttamenn skyldu
athuga að þeir hefðu líklega hærri
laun en hinn almenni þingmaður og
það ætti við fleiri.
„Þessi þáttur skiptir engum sköp-
urn í ríkisrekstrinum. Er ekki kom-
inn tími til að það fari fram heiðarleg
umræða um þetta mál. Hér yrði um
fáránlegan sparnað að ræða,“ sagði
Guðrún.
Jóhanna Sigurðardóttir sté aftur í
ræðustól og ítrekaði þá skoðun sína
að ákjósanlegt fyrirkomulag bif-
reiðamála ráðherra væri að sami hátt-
ur yrði hafður á eins og með embætt-
ismenn þ.e. notaðarríkisbifreiðarog
gerð ítarleg grein fyrir notkuninni.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
kominn tíma til að þcssi „lítilmótlegi
og hvimleiði" þáttur í þjóðlífi íslend-
inga, sem bifreiðamál ráðherra
væru, kæmist í varanlegt horf. Al-
þingi hefði þegar orðið sér til
skammar í þessu máli með því að
lýsa yfir vilja sínum án þess að fram-
fylgja þeirri viljayfirlýsingu frekar.
„Þetta er fyrst og fremst skattamál.
Hið eilífa bakdyrafúsk ráðherranna
felst í því að bifreiðafríðindi koma til
móts við tekjulækkun ráðherra er
þeir iáta af embætti. Þá þurfa þeir að
greiða skatta af mun hærri tekjum en
þeir hafa og geta því gripið til þess
ráðs að selja á frjálsum markaði
bifreið keypta með fríðindum,"
sagði hann.
Jón Baldvin sagði það óeðlilegt að
bæta stjórnmálamönnum kjör undir
borðið og hvað bankastjóra varðar
þá virtist engin starfsnauðsyn benda
til þess að þeir þyrftu bifreiðar meir
en aðrir. Þarna væri í raun um for-
réttindi að ræða og í skjóli þeirra
þrifist spilling sem græfi undan eðli-
legu trausti. Því væri samþykkt
þingsályktunartillögunnar spurning
um „prisipafstöðu".
Guðrún Helgadóttir tók til máls í
annað sinn og sagði að menn skyldu
ekki gleyma því álagi sem fylgir þing-
manns- og ráðherrastörfum sem „ei-
lífur skotspónn þjóðarinnar". Hún
minnti á að laun þingmanns eru nú
68,128 krónur og að sjálf hefði hún
sjaldnast meir en 40.000 krónur til
framfærslu, sem væri ekki nándar
nærri nóg. Lausn málsins fælist því í
allsherjar uppstokkun launamála
þingmanna og ráðherra. - SS
Aths. blm.: Vegna samanburðar
Guðrúnar Helgadóttur á launakjör-
um blaðamanna og þingmanna skal
þess getið að byrjunarlaun blaða-
manns eru nú skv. taxta BÍ kr.
16.639 og geta hæst orðið eftir 17 ára
starfsaldur kr. 31.777.
Mikið siglt
með loðnuna
Að undanförnu hafa verið færri
bátar á loðnumiðunum en oft áður,
og stafar það af því að margir sigla
með aflann, en aðrir hafa verið í frí-
um og að skipta um nætur. Þrátt fyrir
þetta hefur veiðin verið ágæt hjá
þeim sem eru á miðunum og í fyrra-
dag t.d. höfðu 14 skip tilkynnt um
10.000 tonna afla. í eftirmiödaginn í
gær hafði hins vegar lítil sem engin
veiði verið.
Af þeint tæpiegá milljón tonnum
sem mátti veiða samkvæmt hcildar-
kvótanum á þessari vertíð eru nú eft-
ir um 125.000 tonn.
Bátarnir sigla með aflann um allar
trissur, til Skotlands. Shetlandseyja,
Danmerkur, Noregs og Færeyja,
auk þess sem landað er á höfnum allt
austur á Seyðisfjörð og suður með til
Vestmannaeyja en miðin eru nú út af
Ingólfshöfða. Nóg löndunarrými er
því fyrir hendi hér heima. Að sögn
Andrésar Kristjánssonar hjá loðnu-
nefnd er meira um siglingar nú en oft
áður og taldi hann að þar skipti
mestu að betra verð fengist úti auk
þess sem lægra olíuverð erlendis
hvetti enn frekar til siglinea.
- BG