Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.02.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn Hjúkrunarfræðingar - Ijósmæður Eftirtaldar stöður við heilsugæslustöðvar eru laus- artil umsóknar nú þegar: Keflavík, staða hjúkrunarfræðings Seltjarnarnes, staða hjúkrunarfræðings Selfoss, staða hjúkrunarfræðings Dalvík, hálf staða hjúkrunarfræðings Djúpivogur, staða hjúkrunarfræðings Eyrarbakki, staða hjúkrunarfræðings og Ólafsvík 75% staða Ijósmóður. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu fyrir 10. mars 1986. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 5. febrúar 1986 R BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.91-31815/686915 AKUREYRI:..96-21715/23515 BORGARNES:.........93-7618 BLÖNDUÓS:.....95-4350/4568 SAUDÁRKRÓKUR:.95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.....96-71489 HÚSAVÍK:...96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:......97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .97-8303 interRent fiokksstarf ÞEGAR KOMIÐ ER AF VEGUM MEÐ BUNDNU SLITLAGI . . . V 'n« H tekurþaðslnn tíma að venjast | í breyttum ff'Vi'J , 1 //' L ó'/i'li ■./) aðstæðum . FÖRUM VARLEGA! Eyfellingar Jón Helgason ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður verða til viðtals og ræða þjóðmálin í félagsheimilinu Heimalandi þriðju- daginn 11. febr. kl. 21.00. Allir velkomnir. Gnúpverjar Jón Helgason ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður verða til viðtals og ræða þjóðmálin í Árnesi fimmtudaginn 15. febr. kl. 21.00. Allir velkomnir. Ungt fólk og borgarmálin Opinn stjórnarfundur FUF verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20.15 að Rauðarárstíg 18. Dagskrá: 1. Stefnumál FUF í borgarstjórnarkosningum. Allt ungt áhugafólk velkomið. Stjórn FUF Suðurnesjabúar Hádegisverðarfundur laugardaginn 8. febrúar n.k. á Glóðinni kl. 12.00. Dagskrá: Fíkniefni og unglingarnir: Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir flytur fyrirlestur og svarar fyrirsþurnum. Allir velkomnir. Björk, félag framsóknarkvenna, Keflavík og nágrenni ÍÞRÓTTIR 1! II 1 Landskeppni í fimleikum: Island-Skotland keppa í fimmta sinn - Skotar ávallt sigrað Á sunnudaginn verður lands- keppni í fimleikum á milli íslendinga og Skota. Keppnin verður í Laugar- dalshöll og hefst kl. 15:00. Þetta er í fjórða sinn sem þessar þjóðir leiða saman hesta sína á fimleikadýnunum og hafa Skotar ávallt haft yfirhönd- ina hingað til. Bilið á milli liðanna hefur hins vegar farið minnkandi í hverri keppni. Alls koma hingað til lands 17 manns frá Skotlandi en ís- lenska liðið hefur verið valið af Tækninefnd karla og kvenna og skipa það eftirtalið fimleikafólk: Stúlkur: Dóra S. Óskarsdóttir, Gerplu Hanna Lóa Friöjónsdóttir, Gerplu Linda S. Pétursdóttir, Björk Fjóla Ólafsdóttir, Ármanni Ingibjörg Sigfúsdóttir, Ármanni Vilborg Hjaltalín Ármanni Til vara eru Hlín Bjarnadóttir, Gerplu og Ester Níelsdóttir, Björk. Piltar: Davíð Ingason, Ármanni Guðjón Guðmundsson, Ármanni Guðjón Gíslason, Ármanni Kristmundur Sigmundsson, Ármanni Arnór Diegó Hjálmarsson, Ármanni Jóhannes N. Sigurðsson Ármanni Til vara eru Aðalgeir Sigurðsson, ÍBA og Björn M. Pétursson, Ármanni. Evrópumót í borðtennis - C-riðill: íslendingar þriðju Vantaði tilfinnanlega Tómas Guðjónsson íslenska landsliðið í borðtennis tók þátt í Evrópumóti landsliða, C- riðli, um síðustu helgi. Keppt var á Jersey. íslendingar höfnuðu í þriðja sæti í keppninni en enginn vafi er á að hagstæðari úrslit hefðu náðst ef einn okkar allra besti borðtennis- maður, Tómas Guðjónsson hefði getað spilað með. Leikir íslending- anna fóru á þann veg að Malta vann fsland 4-3, Guernsey vann ísland 4-3 og Jersey vann ísland 6-1. íslending- ar náðu hinsvegar sigri á Mön 4-3 og San Marino 7-0. Stefán Konráðsson stóð sig vel í íslenska liðinu og vann flesta sína einliðaleiki. Þá áttu hann og Hilmar góða leiki saman í tvíliða- leik svo og Stefán og Sigrún Bjarna- dóttir í tvenndarleik. Iþróttamaður Siglufjarðar: Baldur fyrir valinu Frá Erni Þórarinssyni, Fljótum: Baldur Benónýsson var kjörinn íþróttamaður ársins 1985 á Siglufirði. Það eru Kiwanismenn á staðnum sem hafa staðið fyrir þessu kjöri um árabil. Baldur, sem var fastamaður í knattspyrnuliði KS á síðastliðnu sumri, hafði áður verið valinn leikmaður ársins af félögum sínum í KS liðinu. Honum voru veittar viðurkenningar sem þessari nafnbót fylgir í veglegu hófi sem Kiwanis- menn héldu fyrir stuttu. Þá var Gústaf Björnsson fyrir nokkru síðan ráðinn þjálfari KS í knattspyrnu og mun hann spila með liðinu jafnframt þjálfuninni. Gústaf kemur til Siglufjarðar um páska og mun verða út keppnistímabilið. Sigl- firðingar munu skarta svo til óbreyttu liði í 2. deildinni nema hvað Mark Duffield ku vera á förum. Col- in Tacker mun koma til landsins fljótlega og verða með í sumar. Deildarkeppni BSI Deildarkeppni Badmintonsam- bands íslands verður haldin á morgun, laugardag og sunnudag. Keppnin fer fram í Seljaskóla og í TBR-húsinu við Gnoðarvog. Keppnin hefst með setningu í Selja- skóla kl. 9.30 á laugardagsmorgun. Keppt er í tveimur deildum. í 1. deild keppa 6 lið (TBR-A-B-C-D-E og ÍA-A) og í 2. deild keppa 12 lið (KR-A, Víkingur, TBR-F-G-H, ÍA- B, UMSB-A-B, TBA, KR/TBR, HSKogBH). I Pólverjar spiluðu knatt- spyrnuleik gegn argentínska meistaraliðinu Boca Juniors í fyrradag. Leikið var í Argentínu og sigruðu Pólverjar 1-0. Þeir léku án Bonieks og Zmunda en Dziekanowski skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu. | Danir eru nú á keppnisferð um olíuríkin við Persaflóa. I fyrradag spiluðu Danir við lið Ba- hrain og sigruðu létt 5-1. Allan Simonsen skoraði tvö marka Dana en Tommy Christensen gerði enn betur og skoraði þrennu. | Egyptar léku um daginn gegn Austria Vín frá Austurríki i vin- áttuleik. Egyptarsigruðu2-1. Al- Khateib og Ála Maihoub skoruðu fyrir heimaliðið en Dreits svaraði fyrir Austurríkismennina. ■ Lappar munu að öllum líkind- um spila sinn fyrsta knattspyrnu- landsleik síðar á þessu ári. Lapp- arnir munu sennilega mæta liði frá Álandi sem liggur á milli Svíþjóð- ar og Finnlands. Leikurinn ku eiga að fara fram í norska bænum Kautokeino sem liggur nyrst í Noregi. Ivan Lendl vann sennjlega auðveld- asta sigur sinn á tennismóti um helg- ina. Þá átti hann að spila við Tim Mayotte frá Bandaríkjunum í úrslit- um á bandaríska meistaramótinu fyrír atvinnumenn innanhúss. Mayotte varð að gefa leikinn vegna meiðsla. Hann kom fram á völlinn og baðst afsökunar á því að þurfa að gefa leik- inn en meiðslin væru það slæm að hann gæti ekki spilað. Þá sigraði Chris Evert Lloyd á tenn- ismóti í Florida hún sigraði Stefll Graf 6-3 og 6-1 í úrslitaleik. Fyrir þennan sigur fékk hún eina milljón en Lendl varð nokkru ríkari fyrir sinn sigur hann hafði um eina og hálfa milljón uppúr engu. Föstudagur 7. febrúar 1986 Föstudagur 7. febrúar 1986 ÍÞRÓTTIR Henning Henningsson átti góðan leik með Haukunum í gærkvöldi. Sérlega duglegur leikmaður og skorar grimmt þegar svo ber undir. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Tímamynd Árni Bjarna KAUPLEIGA Þarftu að fjárfesta á næstunni í vélum, tækjum, innréttingum, bílum, flutningatækjum, lyfturum, dráttarvélum eða öðru slíku? Gengur illa að fá lán í viðskipta- bankanum til þessara fjárfestinga vegna þess að það skerðir möguleika þína á rekstrarlánum? eflvíkingar saitaðir af hressum Haukum Getur viðskiptabankinn aðeins lánað þér fé til skamms tíma, t.d. nokkurra mánaða? Getur viðskiptabankinn aðeins lánað þér hluta af fjárfestingarupphæðinni? - Það skildu 42 stig í lokin og var reyndar aldrei spurning um úrslit - Haukarnir spiluðu góða vörn en Keflvíkingar voru hræðilegir Hér var ætlunin að hæfist góð grein um spennandi og skemmtilegan leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Því miður verður að segjast eins og er að ekkert af því taginu er hægt að rita hér. Það eina sem skrifa ætti eru úrslit leiksins: Haukar 93, Keflavík 51. Ökuleikni á ís Bifreiðaíþróttaklúbbur Iðnskólans mun í samvinnu við Bindindisfélag ökumanna standa fyr- ir ökuleikni á ís næstkomandi sunnudag þann 9. febrúar og hefst keppnin kl. 14:00. Keppnin fer fram á Leirutjörn. Keppendur verða frá Iðn- skólanum en Bindindisfélag ökumanna í samvinnu við Iðnskólann mun sjá um undirbúning og fram- kvæmd keppninnar. Keppnin er fólgin í að aka eftir ákveðinni braut og fremja allskonar þrautir á leiðinni. Aliir keppend- ur munu aka á Mazda 323 sem Bílaborg hefur lánað til keppninnar. Verðlaunin eru einnig gefin af Bíla- borg og eru þau í formi dekkja. Hér má þó ekki láta staðar numið enda um töluvert pláss að ræða sem fylla verður út. Til að skrifa ei tthvað þá er hægt að segj a frá því að Haukarnir voru góðir í gær- kvöldi á sínum heimavelli. Þeir spil- uðu frábæra vörn og notuðu skyndi- upphlaup af öryggi og skynsemi eins og toppliði ber. Keflvíkingar voru lé- legir og eflaust er til sterkara orð en lélegir yfir körfuknattleiksmenn sem varla gátu gripið bolta í gær. Sem betur fer er þetta ekki hið rétta eðli Keflvíkinga. Þeir lentu bara í hönd- unum á mun betra liði og áttu þar að auki einn af sínum verri dögum. Nú til að fara fljótt og örugglega yfir sögu þessa leiks þá voru Hauk- arnir með forystu allan tímann. Þeir komust fljótlega í 21-11 og síðar í fvrri hálfleik var staðan orðin 35-17. Á þessum kafla í fyrri hálfleik gekk ekkert upp hjá Suðurnesjamönnun- um en allt hafnaði ofaní hjá Hauk- um. Staðan í leikhléi var 41-26. Fyrstu sex stig seinni hálfleiks voru Hauka og eftir það var ekki snú- ið aftur. Fljótlega var munurinn 30 stig og síðan 40. Lokatölur 93-51 eða 42 stig sem segir ansi margt þrátt fyr- ir að Haukar hafi notað alla sína menn. Ólafur Rafnsson skoraði mest Hauka eða 21 og komu mörg þeirra úrgóðum skyndiupphlaupum. Pálm- ar gerði 19, Henning 18 og Eyþór 15 og var grimmur í fráköstum ásamt Kristni. Webster skoraði lítið en blokkaði þeim mun meira. Sigurður Ingimundarson skoraði 11 stig fyrir ÍBK en Guðjón gerði 10. þb Sænska meistaramótið í skíðagöngu: Watford lagði City Watford lagði Manchester City í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í gær með 3 mörkum gegn 1. Watford mætir Bury í næstu umferð. Þá sigraði West Ham Ipswich 1-0 í framlengdum leik og mæt- ir Man. United á heimavelli ■ næstu umferð. Einar varð níundi Einar Ólafsson skíðagöngukappi frá ísafirði varð í 9.sæti í 50 km göngu á sænska meistaramótinu í gær. Ein- ari gekk vel allan tímann og var um tíma í 6.sæti. Hann kom í mark um sex mínútum á eftir Mögren sem sigraði. Alls hófu 99 keppendur gönguna þar á meðal allir bestu göngumenn Svía að Gunde Svan undanskildum. Ef svarið við þessum spurningum er já, því reynirðu þá ekki nýja fiármögunarleið - KA UPLEIGU? Samvinnusjóður íslands hf. er reiðubúinn að ræða við þig um lán til slíkra fjárfestinga að fullu til nokkurra ára. INNFLYTJENDUR OG UMBOÐSMENN! Kaupleiga er ein algengasta aðferðin við íjármögnun véla og tækja til nokkurra ára. Haíðu samband við Þórð Ingva Guðmundsson, framkvæmda- stjóra, í síma 68 68 58 og leitaðu upplýsinga. SAMVINNUSJÓÐUR ÍSLANDS HF. HÖFÐABAKKA 9, 110 REYKJAVÍK SÍMI68 68 58

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.