Tíminn - 22.02.1986, Qupperneq 1

Tíminn - 22.02.1986, Qupperneq 1
LOÐNUHROGNAFRYSTING fyrir Japansmarkaö hefst nú í vikunni en undanfarna daga hafa bátar hinkrað og beöið eftir því að hrognainnihald loðnunnar aukist. Mikil hrogn eru nú í loðnunni sem er óvenju- snemmt. Bátarnir leggja upp aflann til hrognatöku í Vestmannaeyjum og á ýmsum stöðum á Suð-Vesturlandi en megingangan er nú út af Snæfellsnesi. RANNSÓKNAR- LOGREGLAN á Akureyri hefur nú til rannsóknar málefni Sjallans. Þó nokkrir starfsmenn fyrrverandi og núverandi hafa verið færðir til yfirheyrslna, og lítur út fyrir að rannsóknin beinist að lengra tímabili. Rannsóknarlögregla og bæjarfógeti á Ak- ureyri verjast allra frétta af málinu, og segja rannsókn skammt á veg komna. HÚSNÆÐISSTOFNUN af- greiddi 2537 lán samtals að fjárhæð 776 mill- jónir króna nú í vikunni. Stærsti hluti lánanna var 550 G-lán samtals að fjárhæð 144 mill- jónir króna en næststærsti hlutinn var 165 lán að upphæð 77 milljónir króna sem var fyrri hluti byggingarlána handa þeim sem voru að eignast sína fyrstu íbúð og skiluðu fokheld- isvottorðum til stofnunarinnar fyrir áramót. REYKJAVÍKUR- SKAKMÓTINU lýkurásunnudaginn og verða þá 10 skákmenn samtals 1,5 milljón krónum ríkari. Teflt verðuráHótel Loftleiðum bæði í dag og á morgun. NÁTTÚRUFRÆÐIDAGUR verður á sunnudaginn. Þetta er 10. náttúru- fræðidagur áhugahóps um byggingu náttúru- fræðisafns og að þessu sinni verður kynnt eðlis- og efnafræði. Starfsmenn Raun- vísindastofnunar Háskólans sýna í húsi stofnunarinnar við Dunhaga, hvernig hvers- dagsleg fyrirbæri tengjast efna og eðlisfræði. SLYSÁBÖRNUM og unglingum verður umræðuefni á fundi sem ýmsir aðilar efna til dagana 24.-26. febrúar á Hótel Loft- leiðum. SAMVINNUFERÐIR fengu út hagnað á síðasta ári sem nam 7.732 milljón- um, og velta fyrirtækisins var um 448 milljónir króna. A aðalfundi fyrirtækisins kom fram að reksturinn hefði gengið mun betur en bjart- sýnustu menn höfðu þorað að vona. SKÓGARVÖRÐUR einn í ná- grenni Kúrsk í Sovétríkjunum hefur útvegað sér óvenjulegan aðstoðarmann við úlfaveið- arnar þ.e. úlfynju. Hann fékk hana sem hvolp og er hún nú eins og taminn hundur. Yfir veiðitímann lokkar hún til sín úlfa úr öllum skóginum með ýlfrinu einu saman. Á síðustu árum hafa úlfar valdið miklum usla á þessum slóðum vegna árása á húsdýr. KRUMMI Blýantsnagið virðist vera hættulegt heilsunni: Eru framhaldsskólarnir stórlega heilsuspillandi - eða leita þeir heilsulausu frekar í skólana? Nemendur í framhaldsskól- um (18 ára og eldri) virðist vera sá hópur fólks er stríðir við hvað mest hcilsuleysi hér á landi að því er fram kemur í nýrri könnun landlæknis- embættisins á heilbrigðisþjón- ustunni. Er þá gengið út frá því að „heilbrigðir þurfi ekki lækn- is við“, þ.e. að fólk sé ekki að leita sér læknishjálpar nema að eitthvað sé að heilsu þess. Sé litið á það hlutfall nemenda sem leitað hefur til heimilislækna, sérfræðinga, tannlækna og slysadeildar er það í öllum tilfellum mun hærra en meðal annarra íslend- inga, hvort sem tekið er mið af öllu fólki í úrtakinu (á aldrin- um 18-70 ára), fólki í öðrum starfsgreinum, að ekki sé nú talað um í samanburði við allt ungt fólk á aldrinum 25-40 ára sem þátt tók í könnun þessari sem náði til 785 manna úrtaks, þar af 65 nemenda; Lyfjakaup út á lyfseðla voru sömuleiðis um þriðjungi meiri en meðal 25-40 ára fólks, vel yfir meðaltal alls úrtaksins og mun meiri en nokkurrar ann- arrar starfsstéttar með einni undantekningu sem flokkuð varsem „heimavinnandi". En í okkar þjóðfélagi telur sá hópur fyrst og fremst konur komnar á efri ár og öryrkja. Lyfjakaup án lyfseðils - t.d. höfuð- verkjartöflur voru einnig meiri meðal nemendanna en alls úr- taksins, en þar varskólafólkiðá svipuðu róli og starfsfólk í op- inberri þjónustu og verslunar- og skrifstofustörfum. Raunar komust þær stéttir einnig hvað næst skólafólkinu með lyfja- kaup út á lyfseðla. „Blýants- nagið" og stólaseturnar virðast því spilla heilsunni meira en störf í t.d. landbúnaði, sjávar- útvegi og iðnaði ef rharka má heimsóknir til lækna og lyfja- kaup. Á því 3ja mánaða tímabili sem könnunin náði til hafði hátt í helmingur skólafólksins leitað til heimilislæknis, vel yfir fjórðungur til tannlæknis um fimmtungur farið til sérfræð- ings og 8% hópsins farið á slysadeild, sem er tvöfalt hærra hlutfall en meðal alls úrtaksins og annarra stétta, að iðnað- armönnum einum undanskild- um. Á tímabilinu hafði sömu- leiðis 40% nemendanna þurft að kaupa lyf út á lyfseðil, á móti 26% úr hópi starfsfólks í landbúnaði, sjávarútvegi og fiskvinnslu, en það eru þeir starfshópar sem virðast hvað minnst þurfa á lyfjum að halda, cða a.m.k. kaupir langminnst af þeim. -hki Tæmdu peninga- skápinn Brotist var inn í bensínstöð Esso á Ártúnshöfða í fyrrinótt og stolið peningum og ávísunum að upphæð 150 þúsund krónur. Innbrotsþjóf- arnir brutu upp mjög rammgerðan peningaskáp, sem innihélt fjár- munina. Þjófarnirhöfðugreinilega verið vel verkfærum búnir, þar sem að rammgerður peningaskápurinn var þeim engin fyrirstaða. Skápur- inn er mjög illa leikinn eftir viður- eignina. Mennirnir eða maðurinn fóru inn um glugga á bænsínstöðvar- húsnæðinu. Innbrotinu svipar mjög til þess innbrots, sem varð um síðustu helgi hjá Shell við Vífil- staðaveg, en þar var stolið fjár- munum að upphæð 300 þúsund krónur. Málið er í rannsókn. - ES Samningar: Enn næturfundir Samningaviðræður ASÍ, VSÍ og VMS stóðu fram undir morgun í fyrrinótt án þess að samkomulag næðist um kaupmátt og kaupmátt- artryggingu. Undirnefndir komu síðan saman til fundar aftur kl. 7 í gærkvöldi og aðalsamninganefnd- imarkl. 8. Búist varvið að viðræður stæðu eitthvað fram eftir. Saminganefnd ríkisins lagði í fyrrinótt fram óformlegt tilboð um kaupmátt, en því tilboði var hafnað að bragði af BSRB þar sem það tryggði ekki kaupmátt síðasta árs hvað þá kaupmáttaraukningu sam- kvæmt útreikningum BSRB. Níu manna nefndin og fulltrúar ríkisins funduðu síðdegis í gær og aftur í gærkvöldi en engin niður- staða var í augsýn þegar síðast fréttist í gærkvöldi. - BG Skíðamenn í sæluvímu Óvenju gott veður var í Bláfjöllum í gær, stillilogn, sól og blíða og skíðamenn „reikuðu“ í sæluvímu um svæðið. Þessi mynd var tekin þar í gær af skíðafólki á leið upp í stólalyft- unni. Tímamynd Árni Bjarna

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.