Tíminn - 22.02.1986, Síða 7

Tíminn - 22.02.1986, Síða 7
Laugardagur 22. febrúar 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR RúnarSigþórsson, kennari: GRUNNSKÓLINN: Menntastofnun eða sýndarmennska? Ein af höfuðskyldum velferðar- þjóðfélagsins, sem svo hefur verið nefnt, er að gera öllum þegnumsínum kleift að njóta menntunar og sjá um að þeir hafi sem jafnasta möguleika til þess. Til að þjóna þessu hlutverki höfum við á íslandi níu ára skyldu- námsskóla, grunnskólann, rekinn af ríki og sveitarfélögum. Grunnskólahaldið lítur vel út. Skólaskylda er með því lcngsta sem gerist í heiminum, skólinn er byggð- ur á nútímalegri löggjöf sem á að tryggja öllum jafna aðstöðu til náms og hverjum einstaklingi kennslu við hæfi. Grunnskólanum er einnig sett há- leit markmið. Þau eru m.a. kennd við víðsýni oggagnrýna hugsun, lýð- ræði og kristilegt siðgæði og er að finna í þekktum greinum í grunn- skólalögum og almennum hluta námskrár. Þar er líka staðhæft að breytt þjóðfélag hafi lagt grunn- skólanum á herðar stóran hluta þess uppeldishlutverks sem heimilin höfðu áður. Því sé það hlutverk skólans, jafnframt fræðsluhlutverk- inu, að stuðla að þroska hvers einstaklings og fá honum verkefni sem hæfi persónuleika hans, getu og áhugasviði. Þetta tekur sig einkar vel út á pappír og allir eru hjartanlega sammála, ekki síst á hátíðis- og tyllidögum. Stjórnmálamennirnir tala fjálglega um mikilvægi skólanna sem uppfræða þá sem eiga að erfa landið og nú síðast ætla þeir að hefja útflutning á hugvitinu sem þar fær að vaxa og dafna. Og kennarar eru ekki hafðir útundan þeir fá sinn skerf af vináttu stjórnmálamannanna, að vísu með eftirminnilegum undan- tekningum. Grunnskólinn bregst nemendum sínum En þó eru þeir til sem ala með sér grunsemdir, og gott ef ekki búa yfir vissu um, að raunveruleikinn sé allt annar, áhugi stjórnmálamanna á skólahaldi landsmanna og vinátta þeirra við kennara sé meiri í orði en á borði og ekki sé allt sem sýnist í málefnum grunnskólans. Hérerekki tóm til að rekja þessar skuggalegu grunsemdir í smáatriðum. Þó skal staldrað við einu tölfræðilegu vís- bendinguna sem fyrir liggur. Sé eitthvað að marka þau samræmdu próf sem haldin eru við lok grunn- skólans er augljóst að námsárangur nemenda á landsbyggðinni, einkum þar sem dreifbýli er mest, er stórum lakari en árangur nemenda á Reykjavíkursvæðinu. Þessi munur er svo mikill að í Reykjavík, þar sem árangur hefur jafnan verið bestur, hafa jafnan um 80% nemcnda náð framhaldseinkunn en aðeins um eða innan við 60% nemenda á þeim svæðum þar sem árangur hefur verið lakastur. Skoðanir eru að sjálfsögðu skiptar um orsakir þess arna og eflaust eru skýringarnar fleiri en ein. Þaðer hins vegar til marks um raunverulegan áhuga ráðamanna í menntamálum að þeir hafa ekki talið ómaksins vert að leita þeirra og leggja á ráðin um úrbætur. Þó hafa þessi próf verið haldin síðan 1977 og með hverju nýju prófi hefur framangreindur munur verið undirstrikaður. En þó að óljóst sé af hverju þessi munur stafar vona ég að öllum sé ljóst af hverju hann stafar ekki. Hann stafarekki af því að nemendur landsbyggðarinnar séu verr gerðir frá náttúrunnar hendi en aðrir. Ég leyfi mér hins vegar að staðhæfa að grunnskólinn hefur brugðist þessum nemendum. Hann hefur veitt þeim lélegri þjónustu en öðrum og þar með brugðist einu af grundvallaratr- iðum laganna sem hann hvílir á, sem sé að tryggja öllunt sömu aðstöðu til náms. Lítilsvirðing stjórn- valda við kennara Þessi svik eru fjölþætt en ég ætla aðéins að staldra við einn þátt þeirra. Kennaraskortinn. Lög, hversu góð sem þau eru framkvæma sig nefni- lega ekki sjálf og sama gildir um námskrár og markmið þeirra. Þau nást ekki af sjálfu sér. Til þess þarf starfsfólk. Ekki bara einhverja og einhverja sem ráðnireru frá ári til árs til að „manna" skólana eins og það heitir núna, heldur kennara. Fólk sem hefur búið sig undir starf sitt með námi, fólk sem er sérfræðingar á sínu sviði og lítur á sig sem slíka. En aftur blasir raunveruleikinn við. Þarna hafa stjórnvöld brugðist hrapallega skyldu sinni. Þau hafa aldrei talið ómaksins vert að búa þannig um hnúta að hægt væri að ráða menntaða kennara til starfa í skólunum þótt nóg sé af þeim í land- inu. Þau hundsa skýrslu um endur- mat á kennarastarfinu, sem unnin var á síðasta ári að frumkvæði menntamálaráðuneytisins (til hvers veit enginn), og halda þannigdauða- haldi í úrelt og ósanngjarnt starfsmat. Þau bjóða kennurum laun og starfsaðstöðu sem er í hróplegu ósamræmi við þá mcnntun, ábyrgð og skyldur sem starfinu fylgja. Og nýjasta dæmið um velvilja stjórn- valda í garð kennara eru svik núver- andi fjármálaráðherra á gefnu loforði forvera hans um að jafna þann 5% mun sem er á launum kennara með sömu menntun eftir því hvoru af tveimur stéttarfélögum kennara þeir tilheyra. Kennarar með réttindi eftir fræðsluumdæmum 96.2°/c 85.8% Þetta er raunveruleikinn. Af þess- um sökum er ört vaxandi kennara- skortur á íslandi. Hann hefur til þessa komið harðast niður á lands- byggðinni en lsggst nú með vaxandi þunga á Reykjavíkurskólana einnig. Nú er svo komið að aðeins 76,6% þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólum landsins hafa til þess tilskilin réttindi. 1 þremur af átta fræðsluumdæmum landsins, Vest- fjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi hafa aðeins um 50% þeirra sem starfa við kennslu rétt- indi. Þetta er raunveruleikinn. Þessurn raunveruleika verða allir sem hagsntuna eiga að gæta, kennar- ar nemendur og foreldrar, og mót- mæla af aukinni hörku. Kennara- samtökin verða að horfast í augu við það að þau hafa ekki beitt sér ai nægjanlegu afli gegn ráðningu rétt- indalausra manna til kennslu. Þau hafa látið óátalið að þetta fólk bæri starfsheitið kennari og þau samtök kennara sem nú starfa hafa oröalaust veitt því fulla aðild. Tómlæti foreldra Og hvað þá urn foreldra þeirra barna sem mega þola þetta ástand? Ég verð aö segja að það verður mér æ óskiljanlegra hversu tómlátir þeir eru gagnvart því ástandi scm ríkir í þeim skólum þar sem á hverju ein- asta hausti er rneiri eða minni óvissa um skólahald komandi vetrar og ómenntaðir, reynslulausir kennarar eru ráðnir á síðustu stundu og settir í kennslu án nokkurs undirbúnings. Og kannski fást þeir ekki einu sinni og þá verða þeir sem fyrir eru að taka á sig meiri vinnu en hægt er að ætla nokkrum nianni að inna sómasam- lega af hcndi. Ég veit ekki hvort for- eldrar gera sér almennt grein fyrir því að kennari sem kennir 40 stundir á viku þarf að skila nærri 59 tíma vinnuviku. Það er engin tilviljun að mitt í öllum kennaraskortinum sfð- astliðið haust nam mcnntamálaráðu- neytið úr gildi reglur sem takmörk- uðu yfirvinnu kennara. Sú ráðstöfun var áreiðanlcga ekki gerð með vel- ferð grunnskólanentenda í huga. Kennaraskortur er ekki náttúru- lögmál á íslandi heldur ástand sem stjórnvöld hafa skapað og skortir pólitískan vilja til að bæta. Ástand sem er svik við þúsundir grunnskóla- nemenda sem eiga heimtingu á betri skóla en þeim er búinn í dag. Ástand sem er svik við foreldra þessara barna sem greiða sinn skerf af skatt- peningum sínum til skólakerfisinsen uppskera skerta þjónustu. Ástand sem er lítilsvirðing við kennara, menntun þeirra og hlutverk. Þeir sem hér eiga hlut að máli verða að blása til samstilltrar baráttu fyrir úrbótum. Verði þær ekki verða grunnskólalögin og námskrárnar, með öllum sínum markmiðum, að einskis nýtum pappírsgögnum og skólahald á grundvelli þeirra sýndar- mennska ein áður en varir. Stöndum saman um að láta það ekki gerast. Rúnar Sigþórsson kennari Alþýðuskólanum á Eiðum Þórður Gíslason: VA FYRIR DYRUM Vegna þess alvarlega ástands sem skapast hefur í sveitinni með tilkomu reglugerðar um stjórnun mjólkurframleiðslunnar og sem bændum var fyrst kynnt með bréfi dags. 24. jan. sl. vil ég alveg sér- staklega benda á eftirtalið m.a.: 1. Forkastanlegt verður að telj- ast að reglugerð sú, sem um ræðir, í svo þýðingarmiklu máli, skuli nú fyrst vera kynnt framleiðendum, en skuli þó gilda frá 1. sept. 1985. Þetta verður að teljast vítavert og ekki síður það að samtök bænda heima í héruðum virðast hafa verið sniðgengin um allan undirbúning málsins og framkvæmd til þessa dags. 2. Hinn flókni og illskiljanlegi fullvirðisréttur framleiðenda á !® Þessir menn fá sam- kvæmt hinni nýju skipan sáralítinn rétt, sem í flestum tilfell- um þýðir rothögg á þeirra fjárhag og fyrirætlanir ' mjólk er fundinn út samkv. reglu- gerðinni á þann hátt að þar vegur þunglega mjólkurframleiðsla bóndans sl. verðlagsár (1984-85). Þetta kemur sérstaklega niður á yngri bændum, sem byrjað hafa bú- skap hin síðari ár, verið að búa sig undir mjólkurframleiðslu með uppbyggingu og bústofnskaupum með ærnum kostnaði, en hafa ennþá litla en þó hægt vaxandi mjólkurframleiðslu. Þessir menn fá samkvæmt hinni nýju skipan sáralítinn rétt, sem í flestum tilvikum þýðir rothögg á þeirra fjárhag og fyrirætlanir. 3. Offramleiðsla á mjólk er staðreynd og við henni verður að sporna á sem skynsamlegastan og sársaukaminnstan hátt. En við telj- um að það sé röng og mjög hættu- leg stefna að höggva þannig á af- komumöguleika unga fólksins svo sem hér er gert, vaxtarbrodda stétt- arinnar og mannlífs í sveitum. Stefnan sé röng, bæði siðferðilega og þjóðhagslega séð. 4. í okkar sveit eru nokkrir ungir bændur sem lenda í þeirri aðstöðu sem hér er lýst og óefað skipta þeir hundruðum yfir allt landið að telja. Standa nú, á miðju verðlagsári, í þeim sporum að vera næstum búnir með sinn litla rétt til mjólkurfram- leiðslu. Þessir menn hafa jafnvel verið hvattir af opinberum ráðgjöf- um til að framleiða mjólk, notið stuðnings lánastofnana landbúnað- arins, sitja góðar jarðir með nægj- anlegt búmark - og hvað eiga þeir að gera? Á þetta verður tæplega horft án þess að við sé brugðið. Spyrja má hverjir beri ábyrgð á svo harkalegum aðgerðum gegn lífskjörum fólks. Hreppsnefnd Staðarsveitar hefur fjallað um þessi mál á fundi 6. febrú ar sl. og sent Framleiðsluráði land- búnaðarins og landbúnaðarráð- herra bréf þar sem farið er fram á sérstaka leiðréttingu til þeirra sem verst verða úti. Vonandi ber sú málaleitan árangur. Ölkeldu II í febrúar 1986 Þórður Gíslason.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.