Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 12
Sunnudagur23. febrúar 1986 12 Tíminn Ræningi með snák að vopni A Q .vu~gy. Nú í vikunni fór illa fyrir ræningja nokkrum, sem hugöist ræna miða- sölu í neðanjarðarbraut vestur í New York. Maður þessi stillti sér upp fyrir framan afgreiðslustúlkuna, sem var- in er með skotheldu gleri og miðaði í fyrstu skammbyssu á afgreiðslu- stúlkuna. Konan neitaði að hleypa mannin- um inn og tók hann þá til óvæntra ráða. Hann greip snák upp úr vasa sínum og skaut honum inn um lúgu- gatið. Þrátt fyrir það að eftir á segðist konan hafa óttast snákinn miklu meir en byssuna, þá neitaði hún enn að opna og studdi þess í stað á hnapp aðvörunarbjöllunnar. Þá tók ræn- inginn til fótanna. Þegar lögregluna bar að reyndist snákurinn ekki vera annað en mein- lausgrassnákurog varhann fenginn í hcndur félagasamtökunum, sem berjast gegn illri meðferð á dýrum. Perkins a. m „ORGINAL“ varahlutir á hagstæðu verði PERKINS mótor Stimpill, slíf meðhringjum Stangalegu- sett Höfuðlegu- sett Pakkninga- sett -ef ra- Pakkninga sett -neðra A3 -152 Kr. 4.633.- Kr. 621.- Kr. 900.- Kr. 809.- Kr. 687.- AD3-152 Kr. 3.848.- Kr. 621,- Kr. 900.- Kr. 618.- Kr. 640,- AD4-203 Kr. 3.848,- Kr. 832.- Kr. 1.953.- Kr. 1.138.- Kr. 753.- A4 -236 Kr. 4.455.- Kr. 662,- KrN.297,- Kr. 1.728.- Kr. 935.- 6-354 Kr. 4.085 Kr. 981,- Kr. 1.579.-/ Kr. 2.286.- Kr. 974,- RAGNAR BJÖRNSSON hf. Dalshrauni 6 Hafnarfirði - Sími 50397 fyrir þá sem sætta sig ekki við það næstbesta Þú þarft ekki að búa á enskum herragarði til að geta leyft þér aö prýða stofuna með Chesterfield sófasetti. Það fer allstaðar vel. Og eitt getur þú verið viss um; það kemur aldrei neitt annað í staðinn fyrir Chesterfield. Ef þú sættir þig ekki við það næstbesta skaltu snúa þér til Ragnars Björnssonar hf. bólstrara sem í áraraðir hefur framleitt Chesterfield sófasett úr viðurkenndu leðri-og á verði, sem þú ræður við. Þung- lyndir Mexi- kanar Fregnir frá Mexikó bera með sér að þar í landi þjáist 28% landslýðsins af þunglyndi. Hún áeinkum ræturað rekja til efnahagsþrenginga að áliti geðlækna og sálfræðinga. Dr. Jorge Ramos, sem er yfirlækn- ir stærsta spítalans í Mexico City, hefur skýrt frá því að verið sé að setja upp sérstaka deild til þess að bregðast við vaxandi fjölda sjúklinga af þessum toga. „Ásóknin í sjúkra- húsvist er gífurleg," sagði hann í við- tali við fréttamann „Notimex News“ í fyrri viku. Ramos bætti því, við að hann áliti að þunglyndi meðal fólks sem ynni í opinberri þjónustu næmi um 30%. Frá I982 hafi Mexikanar orðið að horfa upp á verðlag hækka um nær 70% og kaupmáttinn bruna niður á við, meðan stjórnin bisar við að koma lagi á fjármál ríkisins og greiða erlendar skuldir sem nema 97 millj- örðum dollara. Fékk ekki frið á fjalls- tindinum Spænski fjallagarpurinn Fernando Garrido lauk sl. mánudag við að setja met í þolraunum í fjalla- mennsku, en hann hafði þá setið í 60 daga og nætur á tindi hæsta fjalls S-Ameríku, Aconcagua, sem er 6959 metrar á hæð og 22.800 fet yfir sjávarmáli. Hafði hann þá slegið met í að hafast lengi við í mikilli hæð. Á tindinum geisuðu ógurlegir snjóstormar, allt að 40 hnútar, og hitastigið var mínus 20 gráður. Þar af leiddi að ekki var hægt að hafa tal- stöðvarsamband við hann í hálfan mánuð samfleytt. Fyrri fimmudag kom því leiðangur á tindinn að vitja um hvernig honurn heilsaðist. Reyndist hann þá sæmilega haldinn til líkama og sálar,- en kvartaði mest yfir að lítið næði hefði verið fyrir öðrum fjallgöngumönnum þarna, sem vildu vita hvað hann væri að vilja uppi á tindinum. Flutti hann sig um set af þeim sökum. Honum hefur nú heppnast að slá met Frakka nokkurs, Nicolas Jaeger að nafni, sem hímdi á sama hátt uppi á hæsta fjalli Perú, Huascaran, árið 1979. Frakkinn lést er hann hugðist endurtaka þolraunina árið eftir og slá met sitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.