Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. febrúar 1986 Tíminn 23 Yfirvöldin í Jakarta sækja nú fast að sölu- mönnum hundakjöts og veitingastöðum, sem hafa hundakjöt á boðstólum, vegna fjölgunar tilfella um hundaæði. Hafa 36 manns látist úr þessum válega sjúkdómi að undanförnu, samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum. Omni Saroni nokkur, sem er forstöðumaður húsdýradeildar landbún- aðarráðuneytisins segir að kapp hafi verið lagt á að leggja af slátrun hunda og sölu hundakjöts. Sala á slíkum afurðum er líka ólögleg, þótt til þessa hafi yfirvöldin látið hana við- gangast átölulaust. Talið er að um hundrað hundum sé lógað í Jakarta á degi hverjum og um 160 veit- ingahús í borginni hafa þessa krás á matseðli sínum. Mikið af kjötinu kemur frá smáþorpum í Indónesíu og þar á meðal þorpum þar sem hundaæði hefur stungið sér niður. Þessi þorp eru bæði í Jövu og á Kalimantan og Su- mötru. Er nú lagt kapp á að þessi innflutningur verði stöðvaður, til þess að bægja hættunni frá höfuð- borginni, þar sem hunda- æðis hefur enn ekki orðið vart enn. Þúsundum katta, hunda og apa hefur verið útrýmt í öryggisskyni. BERJAST GEGN HUNDAKJÖTSÁTI NISSAN CHERRY Tökum flesta notaða bíla upp í nýja. . er hæsta trompið Verð frá kr. 398.000.- ★ Sparneytinn ★ Lipur ★ Traustur ★ Rúmgóður ★ Ódýr ★ Spennandi Hjá okkur er fjölbreytnin mest og kjörin best Munið bílasýningar okkar Iaugardaga og sunnudaga kl. 14—17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.