Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn.
Sunnudagur 23. febrúar 1986
Skúli Halldórsson:
„Þá kom það sér vel að ég var dá-
lítið farinn að kompónera, semja
smálög, og það satt að segja
bjargaði sálarlífi mínu.“
(Tíma-mynd: Kóbert)
alltaf
kyssa
köttinn
Spjallað við
Skúla Halldórsson,
tónskáld, um
músík, Kristnamurti,
heimsfílósófíu,
og ketti
Allir hafa heyrt getið um hið ógnvænlega slys sem varð við Mýrar árið 1936,
þegar franska rannsóknaskipið „Pourquoi Pas?“ fórst þar ásamt nær allri
áhöfn (einn komst af) og þar á meðal leiðangursstjóranum dr. Charcot. í ár eru
liðin 50 ár frá þessum atburði og ■ minningu hins þekkta vísindamanns hyggjast
Frakkar efna til margs konar minningarhátíðarhalda, sem við fslendingar
munum ekki fara varhluta af. Fregnir hafa borist um að von sé á frönsku her-
skipi hingað til lands af þessu tilefni og ef að líkum lætur munu fjölmiðlar rifja
þetta upp með ýmsu móti. En hvað merkasta framlag íslendinga í minningu dr.
Charcot og manna hans verður án vafa flutningur á kantötu Skúla Halldórs-
sonar, tónskálds, „Pourquoi Pas?“ sem hann samdi á sínum tíma vegna slyss-
ins við Ijóð Vilhjálms frá Skáholti. Efnt verður til sérstakrar sýningar um dr.
Charcot í franska bænum St. Malo og að ósk aðstandenda sýningarinnar verð-
ur kantatan flutt þar við opnunina. Einnig er í athugun að kantatan verði flutt
hérlendis í haust með Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Við notuðum þetta tilefni til þess að ræða við Skúla um tónsmíðar hans og í
framhaldi af því um sitthvað sem á daginn hefur drifið, lífsviðhorf hans og
fleira. Skúli býr vestur á Bakkastíg 1 ásamt konu sinni, Steinunni Magnúsdótt-
ur og kettinum Símoni Þórðarsyni frá Hól og þangað er gott að heimsækja
hann ■ kafli og nýbakaða hunangsköku. En samt er það hlýtt viðmót og geisl-
andi fjör Skúla sem eru bestu traktéringarnar.
„Það var fyrir 16 eða 17 árum að
þessi kantata um „Pourquoi Pas?“
var fyrst flutt, undir stjórn Páls P.
Pálssonar," segir Skúli. „Þetta var
ágætur flutningur og mikið búið að
æfa þetta af Karlakór Reykjavíkur
og hljómsveitinni. En dálítil sorgar-
saga tengist þessu samt, því verkið
var aldrei flutt á konsert eins og til
stóð og er aðeins til í stúdíóupptöku.
Já, þetta urðu vitanlega mikil von-
brigði fyrir alla aðstandendur, eink-
um þó kórinn og svo auðvitað mig.
Ég sé hér að þetta hefur verið í júní
1968, sem verkið var fyrst flutt í út-
varpi og síðan hefur það heyrst fimm
sinnum. Það er langt um liðið frá því
það heyrðist síðast, því það var árið
1977, eða fyrir níu árum.“
Ertu að segja að verkið hafi
átt erfitt uppdráttar, Skúli?
„Blessaður vertu, þetta er nokkuð
sem við í tónskáldafélagi íslands
erum alltaf að berjast við, að fá auk-
inn flutning íslenskrar tónlistar í
sjónvarpi og útvarpi. Við höfum
flestir fengið að finna fyrir þessu á
ýmsan hátt, hvernig íslensk tónverk
virðast hvcrfa úr t.d. dagskrá út-
varpsins eftir að hafa heyrst fáeinum
sinnum. „Pourquoi Pas?“ erekki eina
vcrk mitt sem hefur orðið fyrir
þessu, skal ég segja þér. Fyrir vikið
heldur fólk að Skúli Halldórsson hafi
ckki samið nema fáein sönglög, sem
oft heyrast, eins og „Smalastúlk-
una“, „Smaladrenginn" og „Lindu”,
svo ög nefni dæmi.
Maður hefur alltaf þurft að berjast
fyriraðfá verksín flutt. Ekkifyrirað
fá verk sín tekin upp, - fremur að fá
þau flutt í útvarpi og á konsertum.
Það gengur oft afar erfiðlega. Ég get
nefnt mitt fyrsta sinfóniska verk.
„Sogið", sem var frumflutt í Þjóð-
leikhúsinu undir stjórn Olavs Kiel-
land árið 1957. Þctta verk var flutt
síðan öðru hverju í útvarpinu, en
ekki eftir árið 1973. Svo líka ballett-
svítu eftir mig „Dimmalimm kóngs-
dóttur", en hún var frumflutt í Há-
skólabíói undir stjórn Páls P. Páls-
sonar og er í sjö þáttum. Hún hefur
ekki verið flutt í útvarpi frá 1973, eða
í 14 ár. Égskal halda áfram. Égnefni
lagaflokk sem ég samdi við ástarljóð
Jónasar Hallgrímssonar fyrir
sópran, baryton, og hljómsveit, en
þetta verk fékk verðlaun í sam-
keppni Ríkisútvarpsins. Þctta verk
hefur aldrei verið flutt á konsert.
Ekki hcldur „Hörpusveinn," hljóm-
sveitarverk fyrir baryton við ljóð Jó-
hannesar úr Kötlum, cða „Svfta no.
2, - Vor í lofti, Draumur, Elddans."
Það vcrk hefur einu sinni verið flutt á
konscrt og það var í Ábo í Finnlandi.
Það fékk mjög lofsamlega dóma, en
hefur aldrei vcrið flutt hér. Svona má
halda áfram, en af tólf sinfóniskum
verkum eftir mig hafa einungis fimm
verið flutt á konsert.
Finnska tónskáldið og plötuútgef-
andinn Rauno Lethincn gaf út LP-
plötu með sönglögum eftir mig árið
1980. Það hafa aldrei verið leiknar
nema glefsur af henni hér í útvarpið,
aldrei öll platan.
Það er greinilega oft undir
höggaðsækja á braut tónlist-
armanns og tónskálds.
Hvers vegna fara menn út
í Jretta, Skúli?
„Já, það er nú það. Ég skal segja
þér að þegar ég var strákur vestur á
Flateyri og ísafiröi og karlarnir þar
spurðu hvað ég ætlaði að verða. þá
svaraði ég alltaf: „Píanóleikari.”
Þeir bjuggust við aö maður segðist
ætla að verða sjómaður eða bóndi.
Það var mikil músík á heimili for-
eldra minna, því mamma fékk píanó
frá Ameríku árið 1918 og spilaði
mikið og síðar tók ég við, þegar ég
hafði aldur til, en ég er fæddur 1914.
Þetta píanó stendur þarna við
vegginn, ég á það enn og hef aldrei
fargað því. Nú, og eftir að við flutt-
umst frá ísafirði til Reykjavíkur fór
ég að læra á píanó, fyrst hjá ínu
Eiríks og svo í Tónlistarskólanum,
þegar hann var stofnaður. Nei, hann
var ekki til þcgar ég kom fyrst suður.
Ég fór svo í skólann við stofnun lians
og fór þá í tíma hjá Árna Kristjáns-
syni og þurfti auðvitað að æfa mig af
krafti, en ástæður réðu því að ég
varð að hætta í skólanum. Það var
vegna þess að maður þurfti að vinna
fyrir sér hörðum höndum og það
gekk ekki með píanónámi. Þá kom
það sér vel að ég var dálítið farinn að
kompónera, semja smálög, og það
satt að segja bjargaði sálarlífi mínu,
- að skapa eitthvað.“
Þér hefur víst þótt hart að
verða að hætta í skólanum?
„Já, maður lifandi. En svona var
þctta. Ég byrjaði fyrst hjá Flugfélagi
íslands, (ég segi þér meira um það á
eftir), en fékk svo vinnu hjá Tóbaks-
verslun íslands h.f. sem svo hét þá
árið 1932, á lagernum. Upp úr því
fór ég að kcyra hjá þcim út tóbakið
og þú getur hugsað þér hvernig mað-
ur var að eiga að fara að æfa sig á pí-
anó, dauðþreyttur eftir útkeyrsluna.
En þótt ég hætti í skólanum. (hann
var þá í Hljómskálanum við Tjörn-
ina.) þá hætti ég samt ekki að æfa
mig á hljóðfærið og árið 1941 settist
ég í skólann að nýju. Þá var ég auð-
vitað orðinn einn elsti nemandinn.
Ég var þá kvæntur og átti tvö börn og
enn þann dag í dag skil ég ekki
hvernig konan þoldi mér allt þetta pí-
anóglamur öll kvöld. En með stríð-
inu komu meiri peningar og maður
þurfti ekki að vinna aukavinnu, sem
létti mikið undir og eins það að þá
var ég að vinna á skrifstofunni hjá
Strætó, sem var ekki nærri eins lýj-
andi og líkamleg vinna. Ogmér tókst
að ljúka náminu við Tónlistarskól-
ann árið 1948.
En manni fannst það hart að hafa
ekki getað lokið skólanum fyrr og
farið svo út til náms, eins og margir
gerðu. Þegar ég var nítján ára bauð
ríkur maður hér í bænum mér að
kosta mig til tónlistarnáms úti, en þá
vildi pabbi það ekki og, ég hef
kannski aldrei fyrirgefið honum það
alveg." En viðhorfin voru svona þá.
Maður var eiginlega eyðilagður sem
píanóleikari strax í æsku. Maður
þrælaði í sveit á sumrum og var í
íþróttum, sem píanóleikari má ekki.
Hann má ekki vera sterkur, - allir
vöðvar verða að vera grútlinir."
En það bætti þér margt upp
að þú gast samið lög?
„Já, það gerði það. Ég samdi
fyrsta lagið mitt aðeins 15 ára
gamall, en þaðvar við vísu eftirlang-
afa minn Jón Thoroddsen, skáld. -
„Brekkufríð er Barmahlíð". Hann
hafði ort þetta áður en hann samdi
„Hlíðin mín fríða," sem er líka óður
til Barmahlíðarinnar. Já, ég hafði
sarnið margt fleira á unga aldri, en
þegar ég settist í skólann og fór að
læra, þá fleygði ég flestu af þessu.
Það breyttist margt við að læra.
Ég hef alltaf reynt að vera pers-
ónulegur í minni tónsköpun. enda er
það keppikefli allra tónskálda. Ég á
við að þú heyrir muninn á Mozart og
svo Brahms. Þeir hafa sinn stíl. Þú
þekkir þá sundur Jónas og Einar
Ben. á sama hátt. Nei, ég hef aldrei
elt neinar stefnur og ekki farið út í nú
■ tímatónlist, tólftónamúsík, musiceí-
ectronik, punktamúsík og þess
háttar. Samt finnst mér margt mjög
fallegt í nútímamúsíkinni, hef hlust-
að á hana og orðið að gera það, enda
einu sinni verið í dómnefnd vegna
norrænna tónlistardaga í Osló. Ég
tek undir með Jóni Leifs sem sagði:
„Mér er sama hvernig tónlist er
samin. bara ef hún ergóð."
En svo við víkjum loks að
uppruna þínum. Pú er kom-
inn af Thoroddsenum,
eins og þú minntist á?
„Já, ég er það. Afi minn var Skúli
Thoroddsen og amma Theodóra
Thoroddsen. Unnur dóttir þeirra var
móðir mín. Þetta var merkisfólk,
maður lifandi, og það var pabbi líka,
en hann var Halldór Stefánsson,
læknir á Flateyri og síðar í Reykja-
vík. Já, það var mikið um lækna í
kring um mig, því Thoroddsenarnir
cru mikil Iæknaætt, eins og allir vita.
Ég man auðvitað vel eftir ömmu
minni, Theodóru, því þegar við flutt-
umst suður bjuggum við uppi á lofti í
Vonarstræti 12, húsinu sem þau
Skúli höfðu látið byggja. Ég átti það
henni að þakka að ég komst í fyrstu
vinnuna mína, en það var hja Flug-
félagi fslands hf. Hún labbaði sér
nefnilega með mig einn daginn út í
Þórshamar við Vonarstrætið og
leiddi mig á fund Alexandcrs Jó-
hannessonar, sem þá var formaður
félagsins. Hann fékk mér vinnu hjá
félaginu.
Þetta var ansi eftirminnilegt
sumar. Hjá félaginu var þá einn flug-
maður, scm hét Símon, og tveir véla-
menn sem hétu Wind og Christian-
sen. Loks einn starfsmaður sem hét
Moritz. Mín störffólust einkum í því
að hugsa um ýmsan útbúnað fyrir
flugvélina í geymsluskýlinu við
Tryggvagötu, (þar sem nú er pylsu-
vagninn), flugbúningana og annað,
en þessi eina vél félagsins, Súlan, var
óupphituð og menn urðu að kapp-
klæðast. Svo voru það þrifin á flug-
klcfanum, en vélin lét illa í loftinu og
óþrif mikil eftir flugveika farþega.
Þetta var auðvitað sjóflugvél og það
þurfti sífellt að vera að gera við flot-
holtin, sem voru úr tjörguðum segl-
dúk og voru sífellt að bila og leka.
Vélin var geymd í Örfirisey, en lá
stundum á innri höfninni við akkeri
og þangað fór ég auðvitað oft til
vinnu minnar. Einu sinni gleymdu
þeir mér um borð og það má ham-
ingjan vita hve lengi ég hefði mátt
dúsa, ef ekki hefði borið að menn á
báti, sem tóku mig í land. Alla vega
missti ég af sunnudagssteikinni, því
þetta var á sunnudegi.
Einn brandara verð ég að segja
þér sem varð til um þá Símon og
Vind og birtist í Speglinum á þessum
árum. Þetta er áreiðanlega eftir Pál
Skúlason, ritstjóra hans. Sagan var
um það að þeir hefðu orðið að nauð-
lenda uppi á Mýrum og að ræningja
hefði borið að sem tóku Vind og
bundu. Bar þá að Símon sem bjarg-
aði vini sínum og „leysti Vind“!
Þetta tengist nú fyrstu minningun-
um mínum um ömmu og komuna til
Reykjavíkur. Ég var settur í Ingi-
marsskólann um haustið, en þá voru
það yfirleitt börn fátæklinganna í
Reykjavík sem í þann skóla fóru,
(þar voru engin skólagjöld), en
íhaldsbörnin í Ágústarskóla. Það
voru þó engir aukvisar, kennararnir
þarna, því Þórbergur Þórðarson
kenndi íslcnsku. Brynjólfur Bjarna-
son náttúrufræðina og dr. Guðni
Jónsson ensku. Og ekki má gleyma
skólastjóranum, séra Ingimar.
Svo lá leiðin í Verslunarskólann,
en þaðan lauk ég prófi 1932."
^þkúli, þú hefur sinnt
áhugaefnum áfleiri andleg-
um sviðum en í tónlist.
Pú ert umboðsmaður sjálfs
Krisnamurti á íslandi?
„Já, og það kom til af því að móðir
mín var mjög andlega sinnuð, var
mjög snortin af kenningum Krisn-
amurti og fór á hverju ári til bæjarins
i©.