Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 15
Sunnudagur 23. febrúar 1986 Ommen í Hollandi að hlýða á hann flytja kenningar sínar. Með henni fór þá Aðalbjörg Sigurðardóttir, sem var untboðsmaður hans hér löngurn og ritaði bókina „Skuggsjá" unt kenningar hans. Það atvikaðist svo þannig að þegar ég var 17 ára fór ég til Ommen með móður ntinni og fékk þar vinnu við að reisa tjaldbúðirnar, þar sem fylgj- endur meistarans dvöldu þá viku sem hann predikaði, en þetta voru venjulega um 2000 manns. Ég heyrði þarna til hans sjálfur og þetta tók hug manns strax og hefur ekki yfirgefið mig síðan. Kannski vita ekki allir lesendur um hvað kenningar Krisnamurti snúast. Hann lést nú fyrir fáeinum dögum og var þá nýkominn til Bandaríkjanna frá Bombay. Hann var orðinn 90 ára gamall og hafði ferðast um og kennt fram til síðasta dags. Hann hefur jafnan verið um- deildur, því hann gagnrýnir margt í trúarbrögðunum og á ekki upp á pallborðið hjá mörgum kirkjunnar mönnum. Honum finnst sem trúar- brögðin hafi ekki skilað sér í nógu miklum árangri. þrátt fyrir boðskap Krists. En auðvitað má líka spyrja hvernig heimurinn væri, ef Kristur hefði aldrei fæðst. Þaðerannað mál. En Krisnamurti býður mönnunt aö lifa í núinu, gærdagurinn er liðinn og ekki dugar að hugsa um hann, og morgundagurinn, hann erókominn. Það er merkilegt þetta mcð „núið". I núinu kemst cngin hugsun að, þar gerist allt ósjálfrátt, eins og við kippunt hugsunarlaust að okkur hendinni, þegar við brennunt okkur. Eins er það með hugdettur, t.d. í tónlistinni. Þetta kentur án þess að nein umhugsun sé á ferðinni. Krisn- amurti hafnar þó ekki gildi umhugs- unarinnar, eins og fyrir vísindi ýmiss konar o.fl. En hann telur hana ann- ars til óþurftar fyrir sál mannsins. Já, þegar Aðalbjörg Sigurðar- dóttir var kontin á gamals aldur spurði hún ntig hvort ég vildi ekki taka að mér að vera umboðsmaður meistarans, því hún vissi að ég hafði áhuga á þessu. Og það varð úr. Mér hefur gengið misjafnlega að koma boðskap hans á framfæri t.d. viðfjöl- miðla. Það hefur verið erfiður róður, eins og með músíkina. En nú á ég von á að það fari að greiðast úr þessu. Bókabúð Máls og menningar hefur lofað að taka rit hans í sölu fyr- ir mig og ef til vill er að kvikna ljós víðar. Krisnamurti er ákaflega merkileg- ur spámaður, þótt hann líti sjálfur ekki á sig sem slíkan og banni mönn- um að trúa á sig. Hann er nú í Ind- landi og er á Ieið til Kaliforníu með vorinu. Hann ferðast um og fylgir alltaf sumrinu. Ævisaga hans er eins og ævintýri. Ég hvet alla til að kynna sér hana, því hér höfum við ekki pláss fyrir það. Já, það er rétt. Ég breytti matar- æði mínu eftir þessa ferð til Ommen á sínum tíma. Þar ytra borðaði mað- ur aðeins jurtafæði og eftir að heim kom lifði ég á eintómu jurtafæði í heil fimm ár. En svo veiktist ég af berklum, eins og margir á þessum árum og það varð til þess að frænka mín Katrín Thoroddsen skipaði mér að fara að borða kjöt. Hún kom með gamla hænu handa mér og það var fyrsta kjötið sem ég bragðaöi þá. En eftir að ég las bók Are Warland, „Úr viðjum sjúkdóm- anna“ árið 1947, ákvað ég að taka upp fyrri lifnaðarhætti á ný. Ég samdi við konunaum að frá 1. janúar 1948 mundum við aðeins lifa á jurta- fæði og það gerðum við næstu 15 árin. Þetta kostaði mann alls konar gagnrýni, því eins og áður segir er mikið af læknum í kring um mig og þeir skömmuðu mig fyrir að gefa börnunum ekki almennilegan mat. En þau hafa nú dafnað vel fyrir það. Ég lifi enn mest á grænmeti, þótt stundum borði ég dálítið fuglakjöt og fisk. Ég held að mest af þeim sjúkdóm- um sem nú þjaka mannkynið, alls lags meltingartruflanir, kransæða- stífla og kannski krabbamein, eigi rætur að rekja til rangs mataræðis. Hefurðu orðið fyrir dulrœnni reynslu? „Já, þó nokkuð. Mér dettur í hug eitt atvik. Þá var kominn í heimsókn til mín Sigurður í Birtingaholti, sem er mikill vinur okkar og leit jafnan inn þegar hann var í bænum. Þetta var fyrir þrjátíu árum. Við höfðunt tyllt okkur niður hér í stofunni og sátum með litla borðið þarna á milli okkar og Steinunn kon- an mín á móti okkur. Ég hafði í til- efni af heimsókn Sigurðar borið fram þennan fína kokteil og nú sátum við mcð þetta og drcyptunt á þessu. En viti menn. Skyndilega lyftist borðið upp, svo sem eitt fet, stendur kyrrt í loftinu, dálitið á ská, án þess aðglös- in detti, og pompar síðan niður á gólfið. Það má nú nærri geta hvort okkur hefur litist á blikuna. Samt var maður ekkert hræddur. En ég átta mig strax og segi: „Ja, við verðum bara að koma með fjórða glasið". Það gerði ég og það bar ekki á neinu meir. Sumir sem ég hef sagt frá þessu segja að þarna hafi verið á ferðinni einhverjir staðkraftar og þar fram eftir götunutn. Ég legg nú ekki dóm á það, - en svona gerðist þetta." En meira um það dular- fulla. Pú hefur allíaf kunnað að meta þá „mystik“ semfylgir köttum. „Mamma hafði alltaf tvo ketti á heimilinu og við höfum alltaf haft kött líka, allaokkarbúskapartíð. Nú er það hann Símon frá Hól sem hér ræður ríkjum, en hann er Síamskött- ur og er orðinn 17 ára gamall. Bless- aður vinurinn. hann er nú farinn að stirðna en stekkur þó tvær lengdir sfnar ofan af borði enn. Það væri gott að geta það á hans aldri en hann er að verða tíræður, væri hann maður. Já, Síamskettirnir eru öðru vísi en aörir kettir. þeir eru næmari, ákaf- lcga greindir og skemmtilegir. Símon cr t.d bráðmúsíkalskur og kentur alltaf að hlusta þegtir ég sest við píanóið og færir sig nær hátölur- unum, ef það er músík á grammó- fóninum. Nútímatónlist líkar honunt samt ekki. Áður áttum við kött scm hét Júlíus Jónsson. Hann var mjög skemmtilegur og ég kann af honurn margar sögur. Ég hafði það fyrir sið að fá mér skyr nteð rjóma í hádeginu þegar ég skaust heim úr vinnunni og var þá alltaf vanur að skilja eftir dá- litla slettu handa Júlíusi. En einu sinni gerðist það að Páll ísólfsson hringdi og ég þurfti að standa upp frá skyrdisknum og ræða við hann nokkra stund. Þegar ég kem aftur er Júlíus Jónsson búinn að éta allt af disknum, - nema dálitla slettu, - ná- kvæmlega jafn stóra og ég var vanur að skilja eftir handa honum! Það er margt hagræði við að hafa ketti. Til dæmis það að ég sé alltaf hvernig fólk er innréttað sem kemur í heimsókn, eftir því hvernig það er við köttinn! Og ef konan er reið við þig og vill ekki kyssa þig, - Já, þá má alltaf kyssa kisu.. Hún neitar þér aldrei. Nú eru tvö ár frá því ég hætti að vinna á skrifstofunni hjá Strætó og við Símon Þórðarson frá Hól eyðum hér löngum stundum saman í yfir- læti. Hannheitireftirgóðvini mínum með sama nafni, sem margir muna eftir, afbragðs söngmanni, einum fallegasta tenór sem ég man eftir af íslendingum, föður Guðrúnar Á, Símonar, óperusöngkonu." Eru það ekki viðbrigði að vera hœttur að vinna? ,,JÚ, ég var langan tíma að komast niður á jörðina. Það var mjögskrýtið að vakna og þurfa ekki endilega að vakna og síminn var alveg steindauð- ur. En mér hefur sem betur fer tekist að aðlagast þessu og skipuleggja tímann, svo dagarnir eru fljótir að líða. Ég hef alla ævi iðkað mikið sund og geri enn, stunda heitu pottana, þar sem pólitíkin er rædd og málin leyst. Það er afskaplega gaman og í sundlaugunum eru menn alltaf glaðir og kátir. Ég hef aidrei hitt geðvonda menn í sundlaugunum. Þetta lyftir undir þrekið og bjartsýnina og hug- arflugið því auðvitað er maður alltaf að semja, eins og þú sérð hérna á' borðinu hjá mér. Ég er nú að semja verk, sem ég vil helst geyma að segja frá, en á væntanlega eftir að heyrast meira um áður en árið er á enda.“ A.M. Tíminn. 15 Sagan um DÓMINÓ u 55 Þegar Skúli Halldórsson reyndist hafa samið heimsfrœgt dœgurlag sextán árum áður en það var flutt í Frakklandi œtlaði allt af göflunum að ganga Nú þegar það stendur til að við íslendingar tökum í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni sjónvarpsstöðva spyrja margir hvort það eigi loksins eftir að gerast að við eignumst heims- frægt lag, lag sem hljóma mun í hverri stofu og danssal heimskautanna á milli. Já, hver veit? En margir eru þeirrar skoðunar að þetta hafi raunar gerst einu sinni. Það var árið 1952, þegar franska lagið Dominó fór sigurför um heiminn. Þetta lag var nefnilega meira en lítið líkt litlum valsi eftir Skúla Halldórsson, valsi sem hann hafði samið af sérstöku tilefni árið 1936. Þetta varð að heitu umræðuefni í öllum fjölmiðlum á sínum tíma og það má bæta því við að það var einmitt Tíminn sem varð fyrstur með þessa stórfrétt. Þegar við ræddum við Skúla hér á dögunum, barst talið auðvitað að þessu og við látum hann nú segja frá. „Nú, byrjunin var sú að ég var skotinn í stelpu!“ segir Skúli og það er glettni í svipnum." Hún hét Steinunn Magnúsdóttir og er kon- an mín núna í dag. Við höfðum unnið saman á skrif- stofunni hjá Strætó um tíma og ekki nokkur skapaður hlutur verið á milli okkar, þegar að því kom að hún varð að hætta. Það kom til af því að þeir ætluðu að spara þessar hundrað krónur sem hún hafði í kaup. Auðvitað hafði ég verið skotinn í henni og nú tók ég mig til og samdi dálítinn saknaðarvals sem ég til- einkaði henni. Þegar ég svo nokkr- um dögum síðar þurfti að borga henni út kaupið, bað ég hana að koma heim til mín. Ég settist niður og spilaði þetta fyrir hana. Nú, það var ekkert með það að upp úr þessu byrjuðum við að vera saman. Ég spilað svo þennan vals víða þar sem ég kom á skemmtunum og annars staðar og þótti alltaf vænt um hann. En svo gerist þaðeitt sinn þegar ég kom heim að ég heyri að Magnús sonur minn, sem þá var í menntaskólanum, er sestur við pí- anóið og er að spila valsinn minn. „Af hverju ertu að spila valsinn hennar mömmu þinnar?“ segi ég. „Nei, þetta er „Dóminó," segir hann, en lagið var þá að vinna sér heimsfrægð.“ balli í Mjólkur- stöðinni „Svo gerist það nokkru síðar að ég er á balli í gömlu Mjólkurstöð- inni. Þar spila þeir Dóminó, með öðrum vinsælustu dægurlögunum ogégsem varörlítiðkominn íkipp- inn tek mig til og spila á píanóið þarna valsinn eftir sjálfan mig. Menn rak í rogastans, því lögin voru svo afskaplega lík. Mönnum fannst óhugsandi að þarna væru tveir höfundar á ferð. Allt í einu kemur svo til mín Hallur Símonarson, blaðamaður við Tímann, en hann spilaði með hljómsveitinni, og segir: „Heyrðu, má ég eiga fréttina?" „Nú, hvaða frétt?“ segi ég. „Nú, um lagið,“ segir Hallur. „Já, gjörðu svo vel,“ segi»ég og hlæ bara. Svo cr ckki að orðlengja það að daginn cftir birtist frétt um þetta í Tímanum og þar mcð var cins og allt færi á annan endann. Öll blöðin sögðu frá þcssu og ég mætti upp í útvarpi, þar sem ég spilaði bæði lögin í fréttatímanum. I vœr sömu hugmyndir? Það endað svo með því að Stef á íslandi scndi franska „Stefi" kröfu um rannsókn á málinu, því menn sáu ekki betur en að mínu lagi hefði verið stolið. En Frakkarnir svör- uðu bara skætingi, bentu á ýmis önnur lög sem væru mjög lík og ræddu eitthvað um að það teldist ekki stuldur, nema fyrstu sex takt- arnir væru alveg eins. Þeir sögðu að ef við héldum þessu til streitu mundi það kosta milljónamála- ferli, svo ég kaus að gleyma þessu bara. Nú, svona fór þctta. En nokkru síðar, þegar ég var staddur í sumar- bústað uppi í sveit hjá vinafólki okkar og er að hlusta á útvarpið, heyri ég að það er verið að flytja gamanvísur um þetta eftir þann ágæta húmorista Guðmund Guð- mundsson. Brynjólfur Jóhannes- son söng. Mér brá og hlustaði með öndina í hálsinum, því maður vissi ekki hvað kæmi þarna, en á eftir hló maður og hafði gaman af. Þessar vísur voru svo gefnar út á plötu og urðu vinsælar, en lagið var auðvit- að „Dómíno.“ Nú, en eftir á að hyggja þá held ég að sá franski, - Ferrari hét hann, - hafi ekki stolið laginu frá mér. Ég held að hann hafi bara fengið sömu hugmyndina, fundið sama stefið, sem hann svo vann úr á annan hátt en ég. Þannig býst ég við að þetta sé vaxið.“ A.M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.