Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Sunnudagur 23. febrúar 1986
- Jú, það hefur verið töluvert
flakk á mér, sagði Atli. Ég kom til
móts við liðið í leikjunum gegn
Þýskalandi og Sviss og spilaði fjóra
leiki í desember hér heima, fór síðan
út 14. desember, kom heim um jólin
og fórsíðan út 26. desember. Síðan
fór ég til Danmerkur á Baltic Cup og
kom heim með liðinu eftir mótið og
hef tekið þátt í undirbúningnum
síðan.
- Þú hefur tekið hvað mestan þátt
í undirbúningnum af útlendingun-
um?
- Já, við Palli höfum verið mest
með. Leikirnir milli jóla og nýárs
voru þeir einu sem við misstum af.
- Eru þá einhver ákvæði í samn-
ingum ykkar sem gera ráð fyrir að
liðin hliðri til fyrir landsliðinu?
- Nei, þetta eru í raun engir
samningar, hvorki hjá okkur né
öðrum. Þeir eru munnlegir og þó svo,
það fylgi þeim ýmis hlunnindi þá eru
menn enn áhugamenn, svo það er
ekki hægt að standa á einhverjum
samningum.
En það hefur verið mjög góð til-
færsla hjá Gunzburg. Það getur varla
talist normalt að menn geti verið í
burtu í þrjá mánuði.
- Nú hefur Bogdan og fíeiri gefið'
það í skyn að undirbúningur íslenska
liðsins sé mun minni en annarra
þjóða, en er hann svo mikið minni en
Vestur-Evrópu þjóða?
- Nei, alls ekki. Þjóðverjarnir
byrjuðu eins og við 15. janúar og
Danir hafa haft rriun minni tíma til
undirbúnings. Hver leikmaður hjá
þeim fékk reyndar heim með sér
prógram til að æfa eftir.
- En ef miðað er við austantjalds-
þjóðirnar?
- Við náum þeim aldrei. Þeir eru
vanir að æfa tvisvar á dag og auka svo
æfingarnar upp í þrisvar á dag fyrir
stórmót. Þar er líka öll áherslan lögð
á svona mót og deildunum hliðrað til
fyrir landsliðið. Þeir eru saman allt
að sex mánuði fyrir svona mót.
- Hvað er það sem freistar manna
til þess að fara út í hálf-atvinnu-
mennsku, eru það peningar eða betri
handbolti?
- Það eru nú flestir í einhverju
námi með þessu. Við fáum stuðning
frá félögunum, íbúðir, bíla og slíkt.
Það eru afskaplega fáir sem lifa al-
gerlega af þessu. Ég vinn t.d. hjá
skrifstofufyrirtæki og þó ég hafi ver-
ið lítið við frá því um miðjan des-
íslenska landsliðið í handbolta heldur utan í dag til Sviss þar sem það tekur þátt í heimsmeistarakeppninni í hand-
bolta. Undirbúningur liðsins hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum. Það hafa verið tíðir leikir, bæði hér heima og
erlendis, fyrirtæki hafa verið iðin við að auglýsa styrki sína til liðsins og fjölmiðlarnir hafa lagt drjúgt undir fréttir af
undirbúningnum.
Þó væntingar manna um árangur séu nú mun dempaðri en fyrir heimsmeistarakeppnina í Danmörku fyrir átta
árum, þegar menn sættu sig ekki við minna en heimsmeistaratitilinn, þá eru töluverðar vonir bundnar við liðið. Hand-
boltamenn hafa alltaf verið krafnir um mun betri árangur en þeir sem stunda aðrar íþróttagreinar, kannski að skák
undanskilinni ef menn vilja kalla hana íþrótt.
Bogdan landsliðsþjálfari hefur nú tilkynnt hverjir skipa sextán-manna hópinn sem fer til Sviss. Af þeim er helming-
urinn útlendingar, eins og leikmenn með erlendum liðum eru kallaðir. Þeir hafa tekið mismikinn þátt í undirbúningn-
um og tveir þeirra, Alfreð og Þorbergur, munu koma fyrst til móts við liðið úti í Sviss.
Til að forvitnast um undirbúninginn og möguleika íslenska liðsins í keppninni fékk Tíminn Atla Hilmarsson, lands-
liðsmann í smá spjall. Atli hefur sýnt mjög góðan leik með liðinu að undanförnu og verður sjálfsagt til alls líklegur í
Sviss. Hann hefur ferðast á milli íslands og Þýskalands á meðan á undirbúningnum stendur en hann leikur með v-þýska
Jiðinu Gunzburg. Atli var fyrst spurður að því hvort síðustu mánuðir hefðu ekki verið æði strembnir.
ember þá vinn ég vanalega á milli
átta og fjögur.
Maður hefur það gott en það er
langt frá því að maður sé einhver
milljónamæringur. En maður þarf
ekki að hafa neinar áhyggjur. Síðan
spilar maður í einni bestu deild í
heimi og það getur verið gaman.
Ég hef verið á þremur stöðum í
Þýskalandi, kynnst mörgu fólki og
haft gott af þessu. En ég græði engar
stórar fúlgur. Þetta er allt annað en í
knattspyrnunni.
- Gunzburg gengur ekki vel í
Bundcsligunni?
- Nei, við erum í botnbaráttunni
sem er mjög skiljanlegt. Það mæta
ekki nema tíu manns á æfingar og við
erum með tvo átján ára til þess að
fylla upp í liðið. Það er ótrúlegt að
slíkt viðgangist í Bundesligunni.
- Svipað lið og Þór frá Akureyri?
- Nei, ég segi það ekki. Við erum
með ágæta fyrstu sjö, en það má lítið
útaf bera. Ég er t.d. næst elstur af
leikmönnunum og það segir sína
sögu.
- En ef við snúum okkur aftur að
undirbúningi landsliðsins, hvernig
hefur lokaundirbúningnum verið
háttað?
- Við fengum þriggja daga hvíld
eftir seinni leikinn við Norðmenn,
bæði hvíld frá hver öðrum og eins frá
þjálfaranum og æfingasölunum.
Maður gat farið í sund og skokkað
úti sem er mjög þægilegt eftir svona
törn. Það er mjög notalegt að losna
við allt, sérstaklega salinn. Maður
fær stundum ógeð á salnum, sérstak-
lega þegar það eru tvær æfingar á
dag, þá getur verið erfitt að hafa sig
af stað.
Eftir fríið höfum við einbeitt okk-
ur að því að fara í leikinn hjá Suður-
Kóreumönnum og ná liðinu saman.
En kistuhopp og æfingar með þunga
bolta hafa verið aflagðar.
- Á ekki að vera óþarfi hjá lands-
liðinu að vera með svona þrekæfing-
ar, eiga liðin ekki að sjá um þetta?
- Jú, sjálfsagt. En það er ekki
hægt að ætlast til þess að allir komi
eins til þjálfarans. Hann metur
ástand manna frá sínu sjónarhorni
og valdi þann kostinn að byrja frá
grunni. Mér finnst persónulega dá-
lítið slæmt að við skulum ekki vera
athugaðir hver fyrir sig og þrekið
kannað. Það getur jafnvel verið illt
að fara í mikið af þrekæfingum ef
maður er í góðu forrni fyrir. Síðan
getur verið að maðurinn við hliðina á
þér hafi verið veikur í tvær vikur.
Það væri eðlilegra að haga þrek-
æfingunum eftir því í hvernig ásig-
komulagi hver og einn væri.
- Verðurþjálfarinnekkipersónu-
gervingur fyrir þreytu og erfiði, hef-
ur ekki verið freistandi að kasta
bolta í hausinn á Bogdan?
- Það á nú við um alla þjálfara.
Bogdan er stífur á sínu, en maður
veit að það þarf að gera þetta og það
er ekki honum að kenna. Stundum
er maður úrillur út í allt og alla og þá
ekkert frekar út í þjálfarann en
hvern annan.
- Hverjir eru möguleikar íslend-
inga í Sviss?
- Við eigum að vinna Suður-Kór-
eu, ég mundi segja að möguleikarnir
gegn Tékkum væru 40% á móti 60%,
en við eigum litla möguleika gegn
Rúmenum. Ef við komumst í milli-
riðil og lendum á móti Dönum og Sví-
um þá eigum við jafna möguleika á
móti þeim þjóðum. En þetta veltur
allt á fyrsta leiknum gegn Suður-
Kóreu. Við megum ekki vanmeta þá
Atli Hilmarsson Tímamynd-Sverrir
Atli Hilmarsson,
landsliösmaður
í handbolta,
segir frá undir-
búningi liðsins
fyrir heims-
meistarakeppn-
ina í Sviss og
möguleikum ís-
lendinga þar.
því þeir geta verið mjög skæðir. Ég
hef tvívegis leikið á móti þeim og veit
að þeira eiga ýmislegt til.
- Nú hafa menn verið að kvarta
yfir vörninni hjá ykkur, stendur hún
til bóta?
- Bogdan vill meina að það sé
vegna þess að menn eins og Alfreð,
Þorberg og Sigga Sveins hafi vantað á
æfingarnar og því hafi ekki verið
hægt að stilla upp tveirrfur jafn sterk-
um liðum á æfingum, jjannig að
landsleikirnir hafa verið einu æfing-
arnar sem vörnin hefur fengið. En
þegar liðið kemur saman á þetta að
smella saman, enda þekkjast menn
það vel og kunna inn á hvern annan.
- Nú var talað um „dimma daga i
Danmörku“ árið 1978, er ekki hætta
á að þær væntingar sem hafa verið
bundnar við árangur liðsins í Sviss
eigi eftir að bregðast og talað verði
um „svarta daga í Sviss“?
- Við erum að reyna að koma í
veg fyrir það. Við höfum þessa
reynslu frá Danmörku þegar allt var
skrúfað í botn. Það ætti að vera víti
til varnaðar. Það lið sem við höfum
núna er mun heilsteyptara og betur
undirbúið undir svona stórmót. Mér
fannst alltaf fáránlegt þegar menn
voru að gefa út yfirlýsingar um að
þeir ætluðu að verða heimsmeistarar
1978.
- Nú hefur HSÍ lagt á það áherslu
að halda ykkur frá öðrum íslending-
um í Sviss og jafnvel gefið út yfirlýs-
ingar um að blaðamenn fái ekki að
koma nálægt ykkur. Bogdan og einn
af leikmönnunum eiga síðan að
koma fram og gefa opinberar yfirlýs-
ingar.
- Mérfinnstof langtgengiðefþað
á að útiloka blaðamenn frá liðinu.
En það hefur hins vegar oft komið
fyrir að menn hafa gefið stórar yfir-
lýsingar í búningsklefanum í æsingn-
um eftir leiki. Menn eru þá annað-
hvort langt niðri eftir tap eða hátt
uppi eftir sigur og þá er ekki mikið að
marka það sem þeir segja. Menn
hafa oft fengið þetta síðan í hausinn
aftur þegar rennur af þeim æsingur-
inn.
- Að lokum Atli, hvernig ferðu
að því að hanga svona í loftinu?
- Þetta er bara einhver eiginleiki
sem ég hef og þess vegna er ég lélegri
í öðru. Ég hef ekki æft hástökk eða
neitt slíkt. Það hefur alltaf legið vel
fyrir mér að stökkva og þetta hefur
þróast með árunum. gse