Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. febrúar 1986
Tíminn 9
þar fyrir fangana. Mest allan tímann
lá maður þar í iðjuleysi og engir
möguleikar eru þar á námi.
Reyndar finnst mér að það þurfi
að taka fangelsiskerfið ailt í gegn.
T.d. á Litla-Hrauni er hrúgað saman
geðsjúkum mönnum, forhertum
glæpamönnum og unglingsgreyjum
sem koma miklu verri út. Enda er
raunin sú að flestir þeir sem gista ís-
lensk fangelsi eru fastagestir, sem
... á Litla Hrauni er
hrúgað saman geð-
sjúkum mönnum,
forhertum glæpa-
mönnum og unglings-
greyjum...
koma þangað ár eftir ár. Finnst ágætt
að vera þar í smátíma, endurnæra
sig, læra ný trix og slappa aðeins af.
Þetta fyrirkomulag er engum manni
til gagns hvað þá gamans.
Einnig langar mig að benda á hvað
dómskerfið er seinvirkt. Þess eru
jafnvel dæmi að menn hafi verið
dæmdir í fangelsi 4-5 árum eftir að
þeir hættu öllu veseni. Jafnvel þá
komnir með konu, börn og bú. Það
held ég að geri þjóðfélaginu ekkert
gagn, það á að láta menn taka út
dóminn strax eða allavega fljótlega.
Tölur utan úr heimi sýna að skóla-
menntun fanga dregur verulega úr
afbrotahneigð þeirra og býr þá vissu-
lega undir baráttuna fyrir utan. Það
ætti að gefa mönnum kost á að stytta
dóminn ef þeir leggja sig virkilega
fram og læra eitthvað gagnlegt á
meðan á dvöl þeirra stendur í fang-
elsi. Oft er ástæðan sú að menn fara
aftur inn að þeir kunna ekkert og eru
bitrir út í allt og alla og lenda strax í
sama farinu.
Það ætti að koma upp vinnubúð-
um eða setja unga menn t.d. á togara
undir handleiðslu góðra manna.
Unga menn sem verið er að taka í
Þessi mynd er tekin á slysstað
þar sem viðmælandi okkar
endaði líf sitt eftir að hafa tekið
bíl ófrjálsri hendi og ekið hon-
um á Ijósastaur. Hann hafði
fyrr um kvöldið verið tekinn
drukkinn á öðrum bíl en var
látinn laus með fyrrgreindum
afleiðingum.
Það er viðurkennt af þeim
sem til þekkja að ótrúlegur
fjöldi ungmenna, sem orðið
hafa utangarðs í samfélaginu
láti lífið fyrir aldur fram, ým-
ist beint eða óbeint af völdum
áfengis eða vímuefnanotkunar
og öðrum þáttum er tengjast
lifnaðarháttum þessara ung-
menna.
Viðmælandi eins af dag-
blöðunum, sextán ára stúlka,
sagðist hafa séð á eftir hátt í
tuttugu félögum sínum í gröf-
ina, sem annaðhvort féllu fyrir
eigin hendi eða létust sökum
slysa er beint má rekja til of-
angreindra þátta.
Það er kominn ni til að
skera upp herör tii þess að
stöðva þessar mannfórnir.
Við væntum þess að þetta
viðkvæma viðtal verði til þess
að vekja sem flesta til umhugs-
unar um eina af sárustu af-
leiðingum nútíma samfélags-
hátta. Timainvnd -Sverrir
... það ætti að koma
upp vinnubúðum eða
setja menn á togara
undir handleiðslu
góðra manna...
fyrsta sinn á að láta vinna ýmisskon-
ar þegnvinnu. T.d. ungurmaðursem
tekinn er við ölvunarakstur. Það á að
láta hann vinna kauplaust á slysa-
deild í einn til tvo mánuði, eða vinna
að öðrum líknarmálum. Þegnskylda
af þessu tagi væri líklega til þess að
hræra upp í mönnum og vekja þá til
umhugsunar.
Glæpir þessara manna eru
misjafnlega alvarlegir og ætti að taka
á málunum í samræmi við það. Ég er
sannfærður um að ef eitthvað af
þessu yrði reynt þá myndi það skila
sér fljótt til þjóðfélagsins.
Viðmælandi okkar er nú á leiðinni
út í lífið engu betur búinn en áður.
Að honum takist að halda sig réttum
megin við lögin verður að teljast
frekar ólíklegt en hans vegna skulum
við vona það besta. En hvað er til
ráða með þessa menn?
777 viðbótar má benda á að þegar
drengurinn var leystur úr fangelsi,
vissi hann að hann átti eftir að af-
plána viðbótardóm, sem ekki hafði
verið hirt um að dæma í á meðan
hann sat inni. (Pó sat hann í tæplega
9 mán.)
Honum var sjálfum ekki sérlega
hugað um að losna, þegar hann var
leystur út, og hefði verið ánægðari að
Ijúka allri afplánuninni íeinu lagi og
geta verið laus allra mála þegar út
værí komið í stað þess að losna um
stundarsakir til þess eins að bíða þess
að fara í fangelsi aftur.
í Ijósi þeirrar sögu sem hér
hefur verið sögð, væri ekki úr vegi aó
viðkomandi yfirvöld hugleiddu hvað
betur mætti fara í afplánunarmálum
unglinga sem þessa pilts og ekki síst
hvaða aðstæður þarf að skapa þeim,
þcgar þeir eru látnir lausir, svo að
þeir eigi möguleika á að hefja heil-
brigt líf, í stað þess að lenda sífellt í
sama farínu.
Meðferðarheimili eru neyðarbragð
Viðtal við Kristján Sigurðsson, forstöðumann
Unglingaheimilis ríkisins, í framhaidi af
sorgarsögunni hér að framan.
Kristján Sigurðsson er forstöðu-
maður Unglingaheimilis ríkisins
sem minnst er á í viðtalinu hér að
framan. Sökum þess að viðmæl-
andinn í viðtalinu hefur nú látist á
voveifilegan hátt er má tengja þeim
lifnaði sem hann meðal annars seg-
ist hafa kynnst á Unglingaheimil-
inu þykir rétt að bera frásögn hans
undir yfirmann þeirrar stofnunar,
um leið og fólk er varað við því að
reyna að gera einn aðila ábyrgan
fyrir hinu hörmulega lífi og hroða-
legu endalokum piltsins.
En Kristján hafði eftirfarandi að
segja:
„Mér finnst erfitt að ræða um
óhappasögu þessa unga manns nú
en vil ekki skorast undan beiðni
blaðamanns.
Ég ætla ekki að afsaka gerðir
Unglingaheimiiisins, en pilturinn
lýsir þar þó miklum mun harðara
lífi en þar er í raun að mínu mati. Á
þessum tíma voru að vísu vistaðir
10 unglingar samtímis og hópurinn
því stór af unglingum sem áttu allir
í meiri eða minni vanda. Nú er til-
svarandi vistun mest 7 unglingar
samtímis. E.t.v. er þessi lýsing
hans á Unglingaheimilinu eðlileg
svona eftirá þar eð hann átti í meiri
vanda en flestir aðrir og hjálp við
hann gekk verr en við flesta aðra.
Saga dvalar
Þessi piltur kom á Ungl-
ingaheimilið 12 ára gamall, þ.e.
óvenju ungur, en flestir þar eru á
aldrinum 13-16 ára. Hann var bú-
inn að vera úti í sveit svo árum
skipti án skólagöngu, sem var því
miður allt of algengt og hef ég kall-
að börn sem svipaða aðstöðu höfðu
„nútímaniðursetninga“. Þegar
hann kom til borgarinnar reyndist
hann ófær að vera með í skóla og
einnig í skólaathvarfi, enda algjör-
lega ólæs og óskrifandi. Samskipti
hans við jafnaldara var barátta.
Hann var sterkur og grimmur í bar-
áttu sinni og jafn vel eldri drengir
urðu að lúta í lægra haldi fyrir
honum.
Eftir fyrstu örðugleika á Ungl-
ingaheimilinu gekk vel um tíma
meðferð á þessum dreng. Hann var
skemmtilegur og hændist að starfs-
fólki, m.a. að mérog vildi kallamig
pabba. Við nánari kynni kom þó í
ijós að hann virtist hafa tapað hæfni
til dýpri tilfinningatengsla og kom
hvað eftir annað á óvart með
breytni sinni og olli vonbrigðum.
Seinni hluta meðferðardvalar hans
gekk aftur orðið svo illa að ekki
þótti fært að hjálpa honum í þétt-
býlinu þar sem margt truflaði utan
heimilis m.a. möguleiki á að ná í
vín og því fór hann að Smáratúni í
samráði við hann og móður hans.
Hann hafði dvalið 8-9 mánuði á
Unglingaheimilinu.
Að Smáratúni dvaldi hann nokk-
uð lengur og undi vel í fyrstu og
kom sér vel en hann lýsir því
sjálfur, hvernig það endaði. Fljót-
lega eftir það kom aftur til kasta
Unglingaheimilisins að taka í
taumana þá eftir ákvörðun barna-
verndarnefndar um algjöra gæslu
eftir að hafa ítrekað ráðist á fólk og
meitt það. í þetta sinn var hann á
lokaðri deild; Neyðarathvarfi ca.
mánuð og fékk hann ekkert frjáls-
ræði sem er þó óvenjulegt til lengd-
ar á Unglingaheimili ríkisins. Ekki
er ólíklegt að tilfinningar hans til
heimilisins mótist síðan mjög af
þessari dvöl. Hann fór í enda þess-
arar dvalar í sveit að eigin frum-
kvæði.
Einsdæmi?
Þessi ungi piltur lenti verr úti í
lífi sínu en flestir aðrir og virtist
þegar hafa orðið fyrir það miklum
skaða áður en ég kynntist honum,
að erfiðara var að hjálpa honum en
flestum öðrum. Hann er þó ekki
einsdæmi og hef ég kynnst allt of
mörgum unglingum, sem virðast
búnir að loka sig fyrir dýpri tilffnn-
ingum, hættir að treysta fullorðna
fólkinu og er því ekki hægt að
hjálpa. Miklu fleiri eru þó þeir sem
auðvelt er að aðstoða með meðferð
og enduruppeldi sem ég kalla svo.
Breytingar til
batnaðar?
Þess má geta hér að Unglinga-
heimilið hefur tekið nokkrum
breytingum síðan þessi ungi maður
dvaldi þar. Nú eru deildir stofnun-
arinnar fjórar auk skóla, þ.e. göngu-
deild sem ber heitið Unglingaráð-
gjöf, móttökudeild með rannsókn
og stuttri meðferðaráætlun, nefnd
Neyðarathvarf, Meðferðardeild
með lengri vistun og meðferð og
Sambýli, einnig lengri dvöl fyrir
hinn léttari hluta starfsins. Lögð er
áhersla á sam eðlilegast heimilis-
umhverfi sérstaklega á tveim síðast-
nefndu deildunum. Dvalarstofn-
un fyrir unglinga hvort sem hún
heitir Unglingaheimili eða geð-
deild er þó jafnan neyðarúrræði
sem á aðeins að nota þegar öll önn-
ur sund lokast og þar hljóta þeir,
sem erfiðast eiga og erfiðast er að
hjálpa að dvelja saman.
Hér skal þó tekið fram að sam-
kvæmt könnun á Unglingaheimil-
inu virðist ekki hætta á að stofnun-
in hafi skemmt unglinga, t.d. þeir,
sem orsök vistunar var önnur en
afbrot, hafa ekki orðið afbrota-
menn eftir dvöl þar.
Hvað er hægt að
gera betur?
Ég tel að huga ætti meir en nú er
að því að finna fólk með sérþekk-
ingu og reynslu til að taka að sér
Tímamynd: Sverrir
unglinga á heimili sín og greiða því
eðlileg laun fyrir vinnu með þá ung-
linga sem þeir taka að sér. Greiðsla
fyrir slíkt starf er lítt möguleg í
kerfinu í dag.
Aðalatriðið er þó að það sem
kallað hefur verið fyrirbyggjandi
starf eflist og verði betur virkt því
að unglingar sem eru í svo miklum
vanda að vista þarf þau á stofnun
eru mörg hver svo illa leikin á
bernskuskeiði, jafnvel á fyrstu
árum ævinnar, að þar verður ekki
um bætt.
Ég vil geta þess að ég tel að þetta
fyrirbyggjandi starf hafi farið vax-
andi undanfarið. Afbrot sem aðal
orsök að vistun á Unglingaheimili
ríkisins er mjög á undanhaldi enda
hef ég grun um að afbrotum ung-
linga hafi fækkað fremur en hitt.
Ýmis önnur félagsleg vandamál,
vímuefnavandamál o.fl. verða
stöðugt stærri hluti í orsök vistunar
unglinga á Unglingaheimilinu á
hverjum tíma. Finnst mér það
meðal annars benda til að fyrr sé
tekið á erfiðleikum en áður og er
það vel.
gse