Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.02.1986, Blaðsíða 20
20 Tíminn Sunnudagur23. febrúar 1986 listatíminn-listatíminn-listatími f Tímamynd-Róbert Islenski dansflokkurinn: Aðstaðan lítið breyst frá stofnun Einungis fjölgað um einn í dansflokknum á þrettán ára ferli hans. Dansararnir fyrir löngu búnir að sanna þörfina fyrir auknum umsvifum. Fjárframlög ríkisins til Þjóðleikhússins skorin niður um helming. íslenskir karldansarar leita utan þar sem þeim gefast fleiri tækifæri á að komast á svið. Húsagaskipan er sjálfsagt síðasta fastmótaða menningarstefnan sem íslendingar hafa haft. í henni var bæði söngur og dans stranglega bannaður og illa farið með fleiri listgreinar. Síðan þessi skip- an var aflögð hefur menningarstefna stjórnvalda ýmist einkennst af því að bæta það tjón sem hún olli eða af hægri tilslökun á húsagaskipan- inni. Viðhorf fslendinga til menningarmála er nefnilega um margt ein- kennilegt og er eins og fleira í þjóðarsálinni markað af sam- blandi minnimáttarkenndar og mikilmennskubrjálæðis. Ef taka má mið af stefnu stjórnvalda á þessari öld þá rambar þetta viðhorf á milli þess að byggja hér upp öfiugt og fjölbreytt listalíf eða að hverfa aftur til and- menningarstrauma húsagaskipunar. En oftast mótast stefnan að þessu hvoru tveggja. Listum er gefinn kostur á að dafna og jafnvel styrktar til þess en ein- ungis upp að vissu marki. Þetta mark er sjaldnast sett út frá listrænum sjónarmiðum, heldur öðrum einhverrar annarlegrar ættar. Þriðjungs niðurskurður á framlagi til Þjóðleikhúss Samkvæmt fjárlögum þessa árs hefur Þjóðleikhúsið nú náð þessu marki. í þeim kemur fram að fram- lag ríkisins til þess hefur verið skorið niður um þriðjung si'ðan 1973. „Með þessu er verið að kasta Þjóðleikhúsinu í j>in markaðsafl- anna,“ sagði einn leikhúsáhugamað- ur við Tímann þegar hann var að viða að sér efni í þessa grein. „Þó það kunni að hljóma ágætlega að fólk eigi bara að borga fyrir það sem það vill sjá þá verður það ekki niðurstað- an af þessari aðför. Stjórn leikhúss- ins verður neydd til að spá í hvað fólk vilji sjá og það þarf ekki að vera ár- angursríkara en að leyfa leikhúsinu að þróast eftir sínum eigin leiðum. Og það hefur einmitt sýnt sig undan- farin ár að sýningar sem engunr þótti líklegar til vinsælda hafa slegið í gegn. Það er nefnilega misskilningur að halda að „fólk sé einhver þekkt stærð sem hægt sé að reikna út og það er enn meiri misskilningur að halda að listamenn séu eitthvað ann- að en fóík. Því er lang auðveldast og best að leyfa listamönnum að gera það sem þeir vilja því oftar en ekki er það nákvæntlega það sem fólk vill sjá. Ég kann ntiklu betur við þann stórhug sem reisti Þjóðleikhúsið en þann labbakúta-hátt sem virðist hafa helgripið valdamenn þessa dagana." Þegar Tíntinn hafði samband við Þjóðleikhússtjóra til að forvitnast unt hvaða afleiðingar þessi niður- skurður hefði á leikhúsið sagði hann að það væri enn óvíst. „I leikhúsi eins og þessu nær öll skipulagning langt fram í tímann svo það má varla búast við breytingum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.