Tíminn - 07.03.1986, Síða 1

Tíminn - 07.03.1986, Síða 1
RAUSTIR MENN 25050 StttDIBiUKTÖDin SÆNSKA dagblaðið sagði í grein að sérstakur hópur á vegum lögreglunnar ynni nú að því að rannsaka hugsanlega aðild hins róttæka verkamannaflokks kúrda (PPK) að morðinu á Olof Palme. Sá hópur er sagður vera efst á listanum yfir þá aðila er hugsan- lega hafa staðið að baki morðinu. [ gær voru tveir Júgóslavar handteknir af dönsku lög- reglunni í sambandi við morðið en þeim síð- an sleppt. ERRÓ hefur verið valinn fulltrúi íslands á Feneyjabíennalnum í sumarog verðamynd- ir Errós sýndar í Alvar Alto skálanum sem íslendingar hafa fengið á leigu næstu árin. Erró mun á sýningunni sýna yfirlit yfir hinar frægu „Scapamyndir" sínar. Sýningarnefnd- ina fyrir íslenska myndlist skipa Einar Hákon- arson, Gylfi Gíslason og Jóhannes Jóhann- esson en framkvæmdastjóri nefndarinnar er Gunnar B. Kvaran listfræðingur. VERÐ Á RÆKJU og hörpudisk var ákveðið í gær eftir marga og langa fundi yfir- nefndar Verðlagsráðs, og gildir verðið frá 1. febrúar til 31. maí. Verðið miðast við óskel- fletta rækju i vinnsluhæfu ástandi og er31,80 kr.kg miðað við 160 stykki eða færri, 26,50 miðað við 161-220, 23,00 miðað við 221- 240, 21,00 miðað við 241-260, 20,00 miðað við 261-290,17,00 miðaðvið 291-320,15,00 miðað við 321 -350 og 8 kr. miðað við 351 eða fleiri. Verð á hörpudisk í vinnsluhæfu ástandi var ákveðið kr. 13 fyrir 7 cm og yfir og kr. 11 fyrirfisk á milli 6-7 cm. JÓHANN J. ÓLAFSSON stór kaupmaður var í gær kjörinn formaður Verzl- unarráðs íslands. í ræðu sem Ragnar Hall- dórsson fráfarandi formaður Verzlunarráðs- ins hélt á fyrri degi aðalfundar ráðsins í gær hvatti hann alla félagsmenn til að sameinast í baráttunni við verðbólguna. Hann benti á að verðlag á íslandi hefði hundraðfaldast á síð- ustu 12 árum og því hefðu ýmsir velt því fyrir sér að hætta að nota íslensku krónuna í utanríkisviðskiptum en nota þess i stað gjaldmiðil helstu viðskiptaþjóðanna. SVEINN EINARSSON var kjör- inn formaður Leikskáldafélags Islands á aðalfundi félagsins fyrir skömmu en fráfar- andi formaður, Örnólfur Árnason, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Sex nýir félagar gengu í félagið á fundinum, þau Arni Ibsen, Gunnar Gunnarsson, Olga Guðrún Árnadótt- ir, Steinunn Sigurðardóttir, Valgarður Egils- son og Þórarinn Eldjárn. DAGSBRUN samþykkti kjarasamn- ingana með 125 atkvæðum gegn 47 á fundi í fyrrakvöld. Tillaga kom fram á fundinum aö fella samningana en hún var felld með svip- uðum mun. Talsverðrar andstöðu gegn samningunum gætti í máli þeirra sem tóku til máls á fundinum. Hingað til hafa samning- arnir verið samþykktir á öllum félagsfundum, yfirleitt mótatkvæðalítið eða laust. HITAVEITUR munu ekki allar lækka gjaldskrá sína eins og iðnaðarráðuneytið hefur farið fram á við þær. Á fundi stjórnar Sambands íslenskra hitaveitna var sam- þykkt ályktun þar sem mótmælt var harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru við gerð nýafstaðinna kjarasamninga, þ.e. að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin taki ákvarðanir sem byggja á lækkun gjaldskrár hitaveitna án nokkurs samráðs við þær. Þá segir að margar hitaveitur standi tæpt fjár- hagslega og lækkun gjaldskrár þessara veitna leiði af sér aukin rekstrarlán sem krefj- ist hlutfallslega hærra orkuverðs síðar. KRUMMI Hækkaði álagning um leið og tollar lækkuðu? Verðlagsstofnun kannar verð á nýjum bifreiðum Ábendingar um undanbrögð! Verðlagsstofnun gerði í gær og fyrradag umfangsmikla könnun á verði nýrra bifreiða með tilliti til þess hvort að nýleg tollalækkun hefur skilað sér að fullu til kaup- enda. Undanfarið hefur orðið vart við dæmi þess að innflytjendur t.d. bifreiða og heimilistækja hafi ekki lækkað vöru sína sem skyldi og hækkað þannig um leið eigin álagn- ingu. Niðurstöður könnunarinnar munu að öllum líkindum verða gerðar opinbcrar í dag. í samtali við Tímann sagði Ge- org Ólafsson verðlagsstjóri að á heildina litið virtist sem að tolla- lækkanir hefðu skilað sér nokkuð vel í samsvarandi verðlækkunum. Hins vegar bætti hann við að stofn- uninni hcfðu borist ábendingar um hið gagnstæða, án þess að hægt væri að tilgreina cinstaka aðila fyrr en fyrrnefndar niðurstöður lægju fyrir. Gert er ráð fyrir að unnið verði úr gögnum cftirlitsmanna fram eft- ir degi í dag og tilkynning send út að því loknu. Þess má geta að Verðlagsstofnun gerði átak í að skrásetja verð ýmissa annarra vöruflokka cn bifreiða áður en tollalækkanirnar komust í framkvæmd, þannig að saman- burður í frekari verðkönnunum ætti að reynast auðveldur. - SS Þessi jeppi valt þegar hann lenti í árekstri við annan bíl á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar um kl. 18.15 í gærdág. Þrír voru iluttir á slysadeild en meiðsl þeirra voru ekki aivarleg. FULL0RÐINN PRAKKARI EDA GEÐSJÚKLINGUR? Ýmsir hafa orðið fyrir barðinu á mjög sannfærandi lygalaup Akurnesingar fengu undarlega heimsókn um helgina. Þar var á ferðinni vellríkur athafnamaður, að því er virtist. Sagðist maðurinn vera frá Vestmannaeyjum, og jafn- framt að hann væri skipstjóri á togara þaðan. Fyrst skaut maðurinn upp kollin- um á Bárunni, bjórstofu þeirra Akurnesinga. Þar eyddi hann eins og brjálæðingur að sögn heima- manna. Virtist hann hafa ómælt fé handa á milli. Þegar leið á kvöldið hafði hann boðið þó nokkrum mönnum vinnu um borð í togaran- um, og eins við viðgerð á honum, þar sem hann var á leið í slipp í Reykjavík. Boðið var freistandi, sérstaklega þar sem skipstjórinn sagðist vera nýkominn af fundi með Halldóri Asgrímssyni sjávar- útvegsráðherra, þar sem hann hefði fengið loforð fyrir stærri kvóta. Árslaun sín sagði hann ekki af lakari endanunt. Hann hafði fengið 12 milljónir síðastliðið ár, og því orðið að fjárfesta. Hann keypti villu á Arnarnesinu. Rafvirki nokkur var ráðinn til þess að setja upp „ljósasjó" í stofunni, og jafn- frarnt bauð hann neðri hæðina til leigu. Loks bauö hann konu nokkurri vinnu sem ráðskona á jörð hans undir Eyjafjöllum. Þegar helgin var liðin og mcnn ætluðu að fara að pakka var athafnamaðurinn ríki farinn. Þegar hringt var í útgerðina t' Eyjum kom í ljós að ekkert af því sem maðurinn hafði sagt stóðst. Maðurinn hafði einfaldlega logið. Tíminn hafði samband við út- gerðina í Eyjum og staðfestu þeir að menn hefðu verið að hringja og spyrjast fyrir um skipspláss. Maðurinn var tekinn í vörslu rannsóknarlögreglunnar á þriðju- dag, vegna kæru frá fyrirtæki í Reykjavík. Hann hafði svikið út freðfisk fyrir 30 þúsund krónur í nafni fyrirtækisins. Fleiri sögur hafa heyrst um þennan mjög svo sannfærandi fullorðna prakkara. Hann á að hafa ráðið sig sem dönskukennara í Hveragerði, hann ætlaði að kaupa Sölva Bjarnason á sínum tíma, og hafði fengið 40 milljóna lán til þess. T>á hefur heyrst að liann hafi pantað frysti- tæki í togara hér við land. Maðurinn gengur nú laus. - ES

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.