Tíminn - 07.03.1986, Síða 6
6 Tíminn
Föstudagur 7. mars 1986
Titnirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Ritstjóri: NíelsÁrniLund
Auglýsingastjóri: SteingrimurGíslason
Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, rítstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Norðurlandaráð og
norræn samvinna
Árlegt þing Norðurlandaráðs er haldið þessa viku í
Kaupmannahöfn. Síðasta þing ráðsins var háð í Reykja-
vík fyrir einu ári, enda flyst þing ráðsins milli höfuð-
borga ríkjanna frá ári til árs. Norðurlandaráð er í eðli
sínu umræðu- og samstarfsvettvangur Norðurlanda.
Ráðið er ekki valdastofnun í eiginlegum skilningi en
áhrif þess á norræn málefni eru bæði mikil að vöxtum og
mikilvæg í reynd fyrir einstakar aðildarþjóðir og nor-
rænt samstarf í heild.
Norðurlandaþjóðirnar hafa að sjálfsögðu hver sín ein-
kenni og eiga sína menningu og sögu hver og ein og sín
brýnu hagsmunamál og sérstök vandamál sem hljóta að
hafa áhrif á stjórnmálin heima fyrir í hverju landi um
sig. Eigi að síður eiga Norðurlönd sér samnefnara sem
bæði er sprottinn af því sem með réttu má kalla sameig-
inlegan menningararf Norðurlanda, - og sannar skyld-
leika eða söguleg tengsl þjóðanna, - og samfélagsleg
viðhorf sem viðurkennt er um allan heim að séu samnor-
ræn og hafi mótað sérstaka norræna þjóðfélagsgerð, sem
byggð er á lýðræðishugsjón og mannúðarstefnu.
Fer ekki á milli mála að íslendingar eigi heima í þessu
samstarfi og hafa af því ómetanlegt gagn, enda taka ís-
lendingar fullan þátt í því sem m.a. sést á því að fráfar-
andi forseti Norðurlandaráðs og þar með æðsti virðing-
armaður þess er íslenskur þingmaður, Páll Pétursson,
formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Þessi heið-
ursstaða gengur nú til dansks þingmanns, Ankers Jörg-
ensens, formanns sósíaldemókrata og þannig skipta full-
trúar hinna ýmsu stjórnmálaflokka á Norðurlöndum því
með sér að veita þessum merku samtökum forstöðu.
Menningar- og framfarasókn
smáþjóða á Norðurlöndum
Sú ánægj ulega þróun hefur gerst á undanförnum árum
að sjálfsstjórnarlönd innan norrænu ríkjanna, þ.e. Fær-
eyjar, Grænland og Álandseyjar eiga nú sérstaka aðild
að Norðurlandaráði og láta æ meira til sín taka á þeim
vettvangi. Gefur þátttaka sjálfsstjórnarlandanna
Norðurlandaráði aukið gildi. Pótt þessi lönd séu ekki
fullvalda ríki þá eru þær þjóðir sem þau byggja fullgildar
sem sjálfstæðar þjóðir að máli og menningu og á það
ekki síst við um næstu nágranna okkar, Færeyinga og
Grænlendinga. Það er gleðiefni að ungt færeyskt ljóð-
skáld Rói Patursson hlýtur nú bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs. Verðlaunaveitingin er að sjálfsögðu
fyrst og fremst persónulegur heiður fyrir skáldið sjálft en
jafnframt viðurkenning á því að færeysk tunga er í sókn
sem þjóðtunga og bókmenntamál og að Færeyingar
skipa virðulegan sess meðal bókmenntaþjóða. íslend-
ingar geta glaðst yfir því að íslenskt tónskáld Hafliði
Hallgrímsson hlýtur í ár tónlistarverðlaun Norðurlanda-
ráðs. Þessar verðlaunaveitingar eru tákn þess að smá-
þjóðir leggja fyllilega sitt af mörkum í samfélagi þjóð-
anna og standa stærri þjóðum á sporði í ýmsum efnum,
ekki síst á sviði menningarmála. Grænlendingar sækja
einnig fram og láta að sér kveða í norrænu samstarfi. Ný-
fengin heimastjórn hefur orðið þeim hvatning til fram-
fara sem vonir standa til að eigi eftir að bera góðan
ávöxt. Vitni um sérstæða þjóðmenningu Grænlendinga
getur nú að líta á myndarlegri Grænlandssýningu sem
haldin er á Kjarvalsstöðum í Reykjavík.
ORÐ ( TÍMATÖLUÐ
Hinir hófsömu og hinir herskáu
Þrátt fyrir nær einróma lof og
prís sem nýgerðir kjarasamningar
hafa fengið, hefur nú síðustu daga
borið sífellt meira á gagnrýnisrödd-
um sem tala um „þjóðarsátt um
ekki neitt". Slíkt er í sjálfu sér ekki
í frásögur færandi, nema af því að
þessi gagnrýni virðist að miklu leyti
koma frá alþýðubanda-
lagsmönnum í verkalýðshreyfing-
unni sjálfri og málgagni Alþýðu-
bandalagsins, Þjóðviljanum. Við
þessu hefur stjórn Dagsbrúnar
brugðist harkalega og sagt sig úr
lögum við málgagnið eins og frægt
er orðið. Skeytin milli þeirra Þjóð-
viljamanna annars vegar og Guð-
mundar J. Guðmundssonar og
Þrastar Ólafssonar hins vegar hafa
flogið í fjölmiðlum og síðast í gær
skrifaði Sigurdór Sigurdórsson
blaðamaður Guðmundi J. Guð-
mundssyni opið bréf þar sem hann
upplýsir ýmislegt um náið samstarf
Guðmundar og Þjóðviljans í gegn-
um tíðina.
Þetta karp Dagsbrúnar og Þjóð-
viljans hélt raunar áfram á baksíðu
blaðsins í gær þar sem sagt var frá
afgreiðslu samninganna á Dags-
brúnarfundi í fyrrakvöld. Þar er
undirstrikað í fyrirsögn að samn-
ingarnir hafa ekki verið samþykktir
andstöðulaust, sem raunar er fylli-
lega sannleikanum samkvæmt.
Staðreynd málsins er, að umtals-
verð andstaða er við þessa samn-
inga hjá herskárri félögum einkum
úr Alþýðubandalaginu í verkalýðs-
hreyfingunni, og ef sú andstaða var
dreifð og ómarkviss til að byrja
með hefur hún að nokkru leyti
þjappast saman um málflutning
Þjóðviljans eftir að Dagsbrúnarfor-
ystan gagnrýndi blaðið. Ekki getur
þó talist líklegt að þessi andstaða
nái að fella samningana í nokkru fé-
lagi.
•Vandi verkalýðsforustunnar í
þessu sambandi er að sannfæra
hinn almenna félaga um að allur sá
margumtalaði viðskiptabati sem
orðið hefur á síðustu vikum geti
ekki nema að takmörkuðu leyti
skilað sér í auknum kaupmætti.
Það getur raunar orðið erfiðara en
ætla mætti, því allsendis óvíst er að
hinn almenni félagi sé tilbúinn að
samþykkja eða þá kæri sig kollótt-
an um þær forsendur sem lagðar
eru til grundvallar þeim útreikning-
um. Þetta kom greinilega fram á
fyrrnefndum Dagsbrúnarfundi,
þar sem Þröstur Ölafsson hag-
fræðingur eyddi talsverðum tíma í
að útskýra fyrir mönnum að í raun
væri ekki nema 1,5-1,8% meira til
skiptanna þrátt fyrir auknar þjóð-
artekjur, því það þyrfti jú að borga
erlendar skuldir og sitthvað fleira.
Engu að síður vildi þriðjungur
fundarmanna fella samningana!
Þjóðviljinn hefur einmitt skipað
sér í flokk með þessum herskárri
öflum, sem á engan hátt telja samn-
ingana tímamótasamninga nema ef
vera kynni vegna þess hvað þeir ná
litlu fram. Það væri því ónákvæmni
að segja að ágreiningurinn í Al-
þýðubandalaginu sem birst hefur á
síðum blaðanna síðustu daga sé á
milli andófshópsins eða Þjóðvilja-
hóspins eingöngu og svo verkalýðs-
armsins. Réttara væri að segja að
fyrrnefndi hópurinn hefði gert
bandalag við herskárri öflin úr
verkalýðsarminum gegn verka-
lýðsforystunni.
Engu að síður er þessi gagnrýni
andófshópsins ekki það öflug eða
nægjanlega vel útfærð að alþýðu-
bandalagsmenn í verkalýðsforyst-
unni þurfi að eiga andvökunætur
yfir henni, ennþá að minnsta kosti.
Það sem þessi ágreiningur ann-
ars sýnir er að innan Alþýðubanda-
lagsins eiga sér nú stað talsverð
átök, þar sem róttækari armurinn
virðist tilbúinn til að kanna styrk
sinn opinberlega með því að ganga
fram fyrir skjöldu og ögra hinum
hófsamari öflum, sem í þessu til-
felli er verkalýðsforystan. Hvert
þessi átök leiða flokkinn er ógern-
ingur að segja en ljóst er að engin
meiri háttar ágreiningsmál voru
leyst á landsfundinum í haust, að-
eins sparslað tímabundið í stærstu
sprungurnar.
-BG
Hækkun gjalda ökumönnum að kenna
Kynslóðir íslendinga hufa aldrci
orðið vilni að slíkum lit'kkununi
sem yfir hal'a gcngið undanfarið í
kjölfar kjarasamninga. Jafnframl
eru fleiri lækkanir boðaðar og
kierkomnusl þeirra allra er efiaust
ef það gengur eftir að verðbólgu-
hraöinn verði kominn niöur í 7-9
stig um áramót.
Þcgar við undirskrilt sumning-
anna voru veröliekkaiiir á margs
kyns varningi boöaðar og nó aug-
lýsa innfiytjendur og kaupmenn
bíla, heimilistæki og fieira á stór-
la'kkuðu verði. Dýrtiðin cr því
raunverulega að hjaðna á ýmsum
sviðunt. Reikningar þjónustustofn-
anu hins opinhera munu cinnig
lækka og von er á skattahekkun-
um.
Það kemur því eins og skrattinn
ár sauðarleggnum þegar tilkynnt er
aö bifrciöatryggingar muni hækka
vcrulega, inismunandi nokkuð, en
allt upp í rúmlcga 31%, en að með-
altali hækka bifreiðatryggingar um
22%. Það hlýtur að vera ástæða
fyrir þessum hækkunum og trygg-
ingafélögin krafui skýringa á þcint.
Og ástæðan sýnist vera augljós.
Bótagreiðslur vegna untferðarslysa
og óhappa eru svo miklar að ekki
cru tök á öðru cn hækku iögjöldin.
Bílcigendur gætu því sparað sér
mikið fé nteö því að sýna meiri að-
gát i umferðinni. Það viröist engin
áhrif hafa að hantra á hörmulegum
afleiðingunt umferðarslysanna,
dauðu og örkumla fjölda fólks á öll-
um aldri og gífurlcgu eignatjóni.
Auk þess kostnaðar sent bætist víð
heilbrigðisþjónustuna, almanna-
tryggingar og kostnaöur vegna
skertrar vinnugetu um lengri eða
skemniri tíma.
Tryggingaiðgjöld eru umtals-
vcrður hluti rekstrarkostnaðar
hvers bíls. Nú cftir að bílar lækka í
verði og bensínkostnaður minnkar
hækkar hundraðshluti iðgjaldanna
í rekstrarkostnaði hlutfallslega enn
meira.
Tryggmgagjöldin er hægt að
lækka. Það væri fundið fé fyrir alla
bíleigendur að fara sér svolítið
hægar í untferöinni. Varast á-
keyrslur. Læra umferðarlögin og
fara cftir þeim. Fylgjast með að öll
öryggistæki í bilunum séu ávallt í
góðu lagi. Sýna þoliumæði og til-
litssemi í umferðinni og flýta sér
ofurlítiö liægar en ökumenn hafu
gert til þessa.
Það eru ekki cndilega stóru slys-
in scm hækka tryggingaiðgjöld upp
ur öllu valdi. Allir smáárekstrarnir
og skemmdirnar sem af þeim hljót-
ast draga sig saman og auka útgjöld
tryggingafélaganna mikið.
Þótt bíleigendur geti stundum
lirósað happi yfir aö greitt er fyrir
það tjón sem þeir valda eða verður á
eigin hílum, eru það sanit þeir sem
borga þegar upp er staðið. Hlut-
verk tryggingafélaganna cr að
dreifa áhættunni, þannig að tjóna-
greiðslur lenda á herðuni fieiri en
þeirra sem þiggja tryggingabætur
eftir óliapp.
Stórhækkun á bílatryggingum nú
er bein afleiöing afieitra aksturs-
venja alltof margra bílstjóra, þckk-
ingarleysi þeirra á umferðarlögum
og aðgæslulcysi yfirleitt.
Það er því fyrst og fremst undir
bílstjórum komið og hegöun þeirra
í umferðinni þegar tryggingafélög-
in nevðast til hækka iðgjöldin eða
hvort þau gætu jafnvel lækkað þau
með bættri uniferðarmenningu.