Tíminn - 07.03.1986, Blaðsíða 19
Tíminn 23
Föstudagur7. mars 1986
illilll!!l!llll!llilli! HELGIN FRAMUNDAN 'MlHliilHIIIIIII^UIIIItttHI!l|lnPIII
Æfingar á Rfkarði þriðja hafa staðið yfir
bardaga og vopnum beitt af krafti
um nokkurn tíma. Hér er verið að æfa
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu:
Ríkarður þriðji á laugardags-
og sunnudagskvöld
Þjóöleikhúsiö frumsýnir Ríkarö þriöja,
eftir William Shakespeare, laugardags-
kvöldiö 8. mars, en önnur sýning verður
síöan á sunnudagskvöld. íslensk þýöing
leiksins er eftir Helga Hálfdánarson, leik-
stjóri er John Burgess frá breska Þjóð-
leikhúsinu, leikmynd er eftir Liz da
Costa, búninga geröi Hilary Baxter, lýs-
ingu annast Ben Ormerod og tónlist er
eftir Terry Davies.
Helgi Skúlason leikur titilhlutverkiö,
en meö önnur veigamiki! hlutverk fara:
Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson,
Flosi Ólafsson, Kristbjörg Kjeld, Margrét
Guömundsdóttir, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Herdís Porvaldsdóttir, Siguröur
Skúlason, Erlingur Gíslason, Siguröur
Sigurjónsson, Jón S. Gunnarsson, en alls
fara um fjörutíu leikarar meö hlutverk í
sýningunni.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir leik-
húsgestir fá aö sjá einn af konungaleikjum
Shakespeares, en Ríkarður þriðji hefur
löngum veriö með langvinsælustu verkum
leikskáldsins, enda spennandi verk meö
hraöa atburöarás og uppfult af kímni þó
gráleit sé. Þarna er rakinn blóöugur ferill
valdaráns allt þar til haröstjórinn fellur í
frægri orrustu.
Pétur Grétursson, Egill Hreinsson og
Tómas R. Einarsson.
Djass í Djúpinu
Næstkomandi mánudags- og þriöju-
dagskvöld veröur djassaö í Djúpinu, þ.e.
kjallara vcitingastaöarins Horniö (viö
Hafnarstræti). Þar spila Egill Hreinsson á
píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa
og Pétur Grétarsson á trommur. Egill
Hreinsson er enn sem komið er fremur
óþekkt stærö í íslensku djasslífi, en ef aö
líkum lætur breytist þaö fyrr en varir. Pét-
ur Grétarsson hefur veriö einn af eftirsótt-
ustu trommuleikurum landsins síöan aö
hann kom heim frá námi í Bandaríkjun-
um og Tómas R. Einarsson er djassfólki
kunnur úr Nýja Kompaníinu. Jazzófétun-
um og fleiri hljómsveitum. Þeir félagar
munu leika ýmsa eldri dansa í nýjum bún-
ingi auk laga eftir Charlie Haden, Eddie
Gómez, Ornette Coleman, Thelonius
Monk o.fl. Tónleikarnir hefjast stundvís-
lega kl. 21.
Herman Uhlhorn.
Píanótónleikar á
Kjarvalsstöðum
Hollenski píanóleikarinn Herman
Uhlhorn mun í kvöld, föstudagskvöldið7.
mars, halda tónleika á Kjarvalsstöðum.
Herman Uhlhorn er þekktur í heimalandi
sínu og víðar sem mjög góður píanóleik-
ari og eftirsóttur leiðbeinandi á námskeið-
um.Hannmun veita leiðsögn á námskeiði
á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík,
Skipholti 33, laugard. 8. mars og sunnud.
9. mars og hefst það kl. 13.30 báða dag-
ana.
Á tónleikunum á Kjarvalsstöðum í
kvöld mun Herman Uhlhorn leika verk
eftir Mozart og samtímamann hans J.W.
Hássler, því næst Carneval op. 9 eftir
R. Schumann. Síðan verk eftir hollenska
tónskáldið Willem Pijper, svítu eftir
Spánverjann Fr. Mompou og að lokum
þætti eftir Stravinski úr ballettinum „Petr-
uschka". Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.
Íslensk list að Vesturgötu 17:
Sýning Kjartans Guðjónssonar
Málverkasýning Kjartans Guðjónssonar
stendur nú yfir í sýningarsalnum að Vest-
urgötu 17. Kjartan sýnir þar 26
myndverk: vatnslitamvndir, oliukrít og
teikningar. Petta er sölusýning. Opin
virka daga 9.00-17.00. en laugardaga og
sunnudaga 14.00-18.00. Síðasti sýningar-
dagur cr 16. mars.
Sinfóníuhljómsveit Æskunnar
Sinfóníuhljómsveit Æskunnar mun
halda tónleika í Menntaskólanum viö
Hamrahlíð á morgun, laugardaginn 8.
mars. kl. 11.00.
Vakin skal athygli á óvenjulegri tíma-
setningu tónleikanna (kl. 11 aö morgni).
Verkefni hljómsveitarinnar aö þessu
sinni er aðeins eitt, sinfónía nr. 9 eftir
Gustav Mahler, en þaö er eitt umfangs-
mesta og kröfuharðasta hljómsveitarverk
sem þessi unga hljómsvcit hefur ráöist í til
þessa. Hér er um aö ræöa frumflutning á
íslandi. Hljómsveitarstjóri er Paul Zukof-
sky, en aðstoöarkennarar: Eggert
Pálsson, slagverk. Joseph Ognibene,
málmblásarar, Bernharöur Wilkinson, tré
blásarar, Pétur Þorvaldsson, selló og Lilja
Hjaltadóttir, fiölur. Hljómsveitin hefur
frá 21. febrúar æft virka daga kl. 16-21 og
undanfarnar tvær helgar kl. 10-17 báöa
daga.
Kynningardagar Borgarbóka-
safnsins í Gerðubergi
Nú um helgina halda áfram Kynningar-
dagar Borgarbókasafnsins í Geröubergi.
Þá verður dagskráin eftirfarandi:
Laugardaginn 8. mars kl. 16.00: Bók-
menntadagskrá. „Mannlíf í Reykjavík í
200 ár.“ Samfelld dagskrá frá Jóni Espól-
ín til vorra daga. Umsjá: Eiríkur Hreinn
Finnbogason. Flytjendur: Erlingur Gísla-
son, Helga Bachmann o.fl.
Sunnudagur 9. mars kl. 14.00: Skott-
urnar koma í heimsókn í nýja bókasafniö,
kynna sig og kíkja í bækur safnsins. Höf-
undur og stjórnandi: Brynja Benedikts-
dóttir. Skottur eru: Saga Jónsdóttir,
Guörún Alfreösdóttir og Guörún Þóröar-
dóttir.
Sunnud. kl. 16.00: Tónlistardagskrá:
„Guösbarnaljóö“ eftir Atla Heimi
Sveinssón við samnefnt ljóö eftir Jóhann-
es úr Kötlum, sem hann orti um Mugg,
Guðmund Thorsteinsson. Flytjendur:
Músíkhópurinn, sem eru: Bernharöur
Wilkinson, flauta, Einar Jóhannesson,
klarínett, Hafsteinn Guömundsson,
fagott, Monika Abendroth, harpa,
Szymon Kuran, fiöla, Carmel Russill,
selló. Upplesarar: Friörik Guöni Þorleifs-
son og Vilborg Dagbjartsdóttir. Einsöng-
ur: Kristinn Sigmundsson meö píanóleik
Jónasar Ingimundarsonar.
Ókeypis aögangur! Allir velkomnir!
Flótti. Úr þjóösögunni um Fjalla-Ey-
vind. Olíumálverk 1905.
Norræna húsið:
Þjóðsagnamyndir
Ásgríms Jónssonar
Dagana 8. mars til 6. apríl 1986 veröur
haldin sýning á þjóðsagnamyndum Ás-
gríms Jónssonar - olíumálverkum, vatns-
litamyndum og teikningum - á vegum Ás-
grímssafns og Norræna hússins.
Sýningin veröuropnuö í sýningarsölum
Norræna hússins laugardaginn 8. mars kl.
15.00. Svningin veröur opin daglega kl.
14.00-19.00 til 6. apríl.
Kardemommubærinn
ásunnudag kl. 14.00
Fáar sýningar cru eftir á þessum sívin-
sæla barnaleik. en kl. 14.00 á sunnudag
verður Kardemommubærinn eftir Thor-
björn Egner sýndur. I helstu hlutverkum
eru: Róbert Árnfinnsson, Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson. Randver
Þorláksson og Örn Árnason.
Revíuleikhúsið: Skottuleikur
Skottuleikur á laugardag kl. 15.00 og
sunnudag kl. 16.00. Þetta eru síðustu sýn-
ingar í Breiðholtsskóla. Miöapantanir í
síma 46600.
Alþýðuleikhúsið sýnir enn Tom
og Viv að Kjarvalsstöðum
Á morgun, laugard. 8. mars. ogsunnu-
dag 9. mars verða 16. og 17. sýning á
leikritinu Tom og Viv að Kjarvalsstöðum
oghefjast sýningar kl. 16.00 báða dagana.
Sýningar á Tom og Viv fcllu niður um
síðustu helgi til að hliðra fyrir Grænlands-
kynningunni, en hefjast nú aftur. Leikrit-
ið, sem fjallar urn hjónabandsraunir og
þjáningar T.S. Eliots og konu hans Vi-
vienne, hefur hlotið lof gagnrýnenda og
frábærar viðtökur leikhúsgesta.
Tom og Viv eru eftir Michacl Hastings,
í íslenskri þýðingu Svcrris Hólmarssonar.
Leikstjóri er Inga Bjarnason. Leikendur:
Sigurjóna Sverrisdóttir. Viðar Eggerts-
son, Margrét Akad., Arnór Benónýsson.
María Sigurðard. og Sverrir Hólmarsson.
Leifur Þórarinsson samdi tónlist, sem
Kolbeinn Bjarnason leikur á flautu.
Síðasta sýning á
Silfurtunglinu hjá L.A.
Á föstudagskvöld kl. 20.30er allra síöasta
sýning á Silfurtunglinu cftir Halldór
Laxness. Síöan veröur sýningarhlé í
Leikhúsinu á Akureyri þar til söngleikur-
inn Blóöbræöur eftir Willy Russell veröur
frumsýndur laugardaginn 22. mars.
Nemendaleikhús
Leiklistarskólans:
Ó muna tíð
í Lindarbæ
Síöustu sýningar á leikriti Þórarins
Eldjárns, Ó muna tíö, veröa laugardags-,
sunnudags-, mánudags- og þriöjudags-
kvöld í Lindarbæ kl. 20.30. Miöapantanir
eru allan sólarhringinn í síma 21971.
Söngskólinn í Reykjavík:
Ástardrykkurinn eftir Donizetti
Nemendur Söngskólans í Reykjavtk
flytja óperuna Ástardrvkkinn eftir Doni-
zetti í þriðja sinn sunnudagskvöldið 9.
mars kl. 20.00 í íslensku óperunni, Gamla
bíói í Reykjavík.
Allir sem koma frant eru neniendur í
Söngskólanum. Einsöngvarar eru: Ingi-
björg Marteinsdóttir, Þorgeir J. Andrcs-
son, Ari Ólafsson, Stefán Arngrímsson
og Guðrún Jónsdóttir og 25 manna nem-
endakór. Hljóðfæralcikarar úr Sinfóníu-
hljómsveit Islands leika mcð, en stjórn-
andi er Garöar Cortes, skólastjóri söng-
skólans.
Nemendur hafa unnið að þessari upp-
færslu stðan í nóvember undir stjórn
æfingastjórans Catherine Williams, cn
leikstjórn hefur á hendi Kristín S. Krist-
jánsdóttir.
Frumsýningar voru 2, þar sem tvísett er
í öll aðalhlutverkin. 3. sýning er á sunnud.
kl. 20.(X).
Gunnlaugur Stefán með
vatnsliti í Gallerí Borg
Fimmtudaginn 6. marz opnar Gunn-
laugur Stefán Gíslason sýningu á vatns-
litamyndum í Gallerí Borg við Austur-
völl. en þetta er sjöunda einkasýning
hans.
Gunnlaugur Stefán er fæddur í Hafnar-
firði 1944 ogstundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla fslands 1960-1962 og
1968-1969. Hann hefur haldið sex einka-
sýningar til þessa og tekið þátt í 12 sam-
sýningum heima og erlendis. Verk eftir
hann í opinberri cigu er að finna hjá Lista-
safni íslands, Listasafni Kópavogs, Hafn-
arfjarðarbæ, Vestmannaeyjabæ og
Stokkhólmsborg.
Gunnlaugur Stefán hlaut starfslaun
listamanna 1983, en hann er kennari við
Myndlista- og handíðaskóla íslands og
hefur kennt þar síðan 1980.
Á sýningunni í Gallerí Borg eru 25
vatnslitamyndir frá árununt 1985-1986.
Sýningin er opin virka daga frá kl. 10.00
-18.00 og milli kl. 14.00 og 18.00 laugar-
daga og sunnudaga og stendur til 17.
mars.
Próf við Háskóla ísiands
í lok haustmisseris hafa eftirtaldir 86
kandídatar lokiö pröfum viö Háskóla
íslands:
Embættispróf í guöfræöi (2)
Gunnar Eiríkur Hauksson
Sighvatur Karlsson
B.S-próf í hjtikrunarfræöi (3)
G. Dýrleif Kristjánsdóttir
Katrín Björgvinsdóttir
Sigríöur Jónsdóttir
Embættispróf í lögfræöi (1)
Jóhannes Sigurösson
Kandídatspróf í viöskiptafræöum (17)
Ásrún Rúdólfsdóttir
Halldór Hreinsson
Haukur Þór Haraldsson
Helgi Lárusson
Jón Loftur Árnason
Jóna Sigþórsdóttir
Jónína Birgisdóttir
Kristinn Sv. Helgason
María Knudsen
Ólafur Gunnarsson
Páll Brynjarsson
Páll R. Pálsson
Siguröur Gcirdal
Siguröur K. Kolbcinsson
Skúli Þór Ingimundarson
Sævar Kristinsson
Vilhjálmur Grétar Pálsson
Kandídatspróf í ísl. bókmenntum (1)
Þorvaldur Sigurösson
Kandídatspróf í ensku (1)
Sturla Sigurjónsson
B.A -próf í heimspekideild (19)
Arnhildur Arnaldsdóttir
Atli Ingólfsson
Axel Kristinsson
Bryndís Guðjónsdóttir
Brynja Ingadóttir
Guömundur Pétur Matthíasson
Gunnar H. Sigursteinsson
Gústaf Baldvinsson
Hallgrímur Helgason
Haraldur Jóhanncsson
Haukur Hannesson
Helga Siguröardóttir
Hulda Anna Arnljótsdóttir
Jón Hjaltason
Katrín Tryggvadóttir
Kristín Jónsdóttir
Tómas Þór Tómasson
Þór Sigurbjöi nsson
Verkfræöideild (1)
Lokapróf í byggingarverkfræöi (1)
Sæmundur Sæmundsson
Kaunvísindadeild (27)
B.S. -próf í tölvunarfræöi (9)
Ásta Björg Þorbjörnsdóttir
Atli Sturluson
Erla Kristín Svavarsdóttir
Kjartan R. Guömundsson
Siguröur Jón Grímsson
Siguröur I Iaröarson
Siguröur Hauksson
Tómas Örn Kristinsson
Þórir Magnússon
B.S -próf í eölisfræöi (I)
Halldór Guömundsson
B.S. -próf í jaröeölisfræöi (2)
MagnúsTumi Guömundsson
Þorsteinn Þorsteinsson
B.S. -próf í efnafræöi (1)
Siguröur Ingvar Sigurösson
B.S. -próf í matvælafræöi (1)
Friörik H. Blomsterberg
t
Jarðarför konu minnar
Hallberu Björnsdóttur
Borgarnesi
ferfram á Borgarneskirkju laugardaginn 8. mars kl. 14.
Hermann Búason.
t
Jarðarför mannsins míns og föður okkar
Tómasar Gíslasonar
frá-Melhóli, Meðallandi
að Reykjamörk 12, Hveragerði
verður laugardaginn 8. mars frá Hveragerðiskirkju kl. 14.
Jytta Eyberg og börnin.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináftu og hlý-
hug við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu og langömmu
okkar
Ingibjargar Jónsdóttur
Bergþórugötu 2
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Öldrunardeild Landspítalans,
Hátúni 10b.
Valgerður Sigurðardóttir
Guðlaugur Eyjólfsson
Þorsteina Sigurðardóttir
Benedikt Hafiiðason
Jakob Sigurðsson
Gyða Gíslason
Bárður Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
B.S. -próf í líffræði (6)
Ása Karlsdóttir
Ásgeir Gunnarsson
Jón H. Sigurðsson
Sigurður Haukur Greipsson
Valgerður Steinþórsdóttir
Vilhjálmur Ö. Berghreinsson
B.S -prúf í jarðfræöi (3)
Anna Lísa Guðmundsdóttir
Björn Hróarsson
Guðrún Þóra Magnúsdóttir
B.S. -próf í landafræði (4)
Árný Sigr. Sveinsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Sigríður Haraldsdóttir
Sigrún Hauksdóttir
B.A. -próf í félagsvísindadcild (14)
B.A. -próf í bókasafnsfræði (6)
Erna Guðhjörg Árnadóttir
Erna Jóna Gestsdóttir
Gunnhildur Kr. Björnsdóttir
Margrét Lilja Magnúsdóttir
Sigurlína Sigurbjörnsdóttir
Viðar Gunnarsson
B.A. -próf í uppeldisfræði (3)
Kristjana Gunnarsdóttir
Sigrún Björk Benediktsdóttir
Sturlaugur Tómasson
B.A. -próf ■ félagsfræði, mannfræði,
stjórnmálafræöi (5)
Halldór Árnason
Hjörleifur R. Jónsson
Sigurhorg Kr. Hannesdóttir
Sigurður Helgi Helgason
Sveinn Birgir Hreinsson
NýttABCkomiðút
Fyrsta tölublaö ABC 1986 er komiö út.
í blaöinu kcnnir ýmissa grasa, m.a. er
viötal viö fegurðardroltningu heims,
Hólmfríöi Karlsdóttur ogopnuveggspjald
af henni. í poppþættinum er fjallaö um
Cyndi Lauper í máli og myndum. Fjöl-
margar smásögur eru í blaöinu, einnig cru
á sínum staö myndasögurnar vinsælu um
Kalla í knattspyrnu og Völu og vinkonur.
í handavinnuþætti er sniö af vetrarfrakka
á brúöu og í föndurþætti auöveld og falleg
föndurverkefni.
Upprennandi skáld, Atli Jónsson, 10
ára, er sóttur heim og birtar nokkrar smá-
sögur eftir hann.
ABC kemur út 8 sinnum á ári. Þaö er
gefiö út í samvinnu viö skátahreyfinguna á
Islandi.