Tíminn - 15.03.1986, Síða 5

Tíminn - 15.03.1986, Síða 5
Laugardagur 15. mars 1986 Albanía: Tíminn 5 Dyrnaropnast - þó ekki uppá gátt Francois Mitterrand forseti Frakklands bíður sjálfsagt óþreyjufullur eftir úrslitum kosninganna á morgun. Þá mun ráðast hver stjómi með honum fimmta lýðveldinu. Frakkland: „Sambúðarvandamál“ sigri hægrimenn Þingkosningar fara fram á morgun París-Reuter Stjórnmálaleiðtogar í Frakklandi luku kosningabaráttu sinni f gær- kvöldi með ræðum þar sem innan- landsmál voru efst á baugi. íbúar landsins hafa því daginn í dag til að hugsa sig um og ákveða við hvaða flokk þeir krossi í þingkosningunum á morgun. t gær var óljóst um gang mála í Lí- banon þar sem frönskum gíslum er enn haldið og forðuðust stjórnmála- leiðtogarnir að nefna þáð mál, svo' ekkert trufli tilraunir stjórnar Laurent Fabius forsætisráðherra við að fá gíslana lausa. Laurent Fabius sagðist í lokaræðu sinni vonast til að meirihluti hinna 37 milljóna kjósenda styddi áframhald- andi stjórn Sósíalistaflokksins sem verið hefur við völd síðustu fimm árin Skoðanakannanirbendaþótil að Fabius forsætisráðherra verði ekki að ósk sinni og hægri flokkarnir vinni nauman meirihluta á þingi. Vinni hægri flokkarnir sigur í kosningunum á morgun kemur upp áðuróþekkt vandamál í sögu fimmta lýðveldisins. Forseti landsins er nefnilega Francois Mitterrand sem er sósíalisti og þarf hann þá að deila framkvæmdavaldinu með pólitísk- um andstæðingum sínum. Mál þetta sem Frakkar kalla „sambúð" hefur verið efst á baugi í allri umræðu fyrir kosningarnar á morgun. „Sambúðarvandamálið" hefur vakið uþp harðar deilur meðal stjórnarandstæðinga á hægri vængnum. Jacques Chirac leiðtogi Gaullista er skipa helsta stjórnar- andstöðuflokkinn RPR, hefur hald- ið fram að slík „sambúð" sé mögu- leg. Líklegt þykir að Chirac setjist í forsætisráðherrastólinn vinni hægri flokkarnir kosningarnar. Raymond Barre, vinsælasti íhaldsmaður Frakka, segir hinsvegar „sambúð“ vinstrisinnaðs forseta og hægrisinnaðrar ríkisstjórnar ekki geta gengið og hefur vitnað óspart í Charles De Gaulle heitinn, stofn- anda fimmta lýðveldisins, niáli sínu til stuðnings. Samkvæmt stjórnarskrá fimmta lýðveldisins hefur forseti vald yfir utanríkismálum og varnarmálum landsins og það er því nokkuð Ijóst að vandamál eiga eftir að koma upp vinni bandalag hægriflokka sigur í kosningunum eins og skoðanakann-i anir hafa bent til. Svo virðist sem Ramiz Alia hinn nýi leiðtogi Albaníu sé áhugasamari um aukin samskipti við vestrænar þjóðir heldur en tengsl við kommún- ista. Alia tók við völdum á þessu minnsta og mest einangraða komm- únistaríki Evrópu á síðasta ári eftir lát Envers Hoxha sem stjórnað hafði landinu í anda Stalíns í fjóra áratugi. Hoxha var mikill stalínisti og lét aldrei af sannfæringu sinni í þeim efnum. Hann sagði oft Albaníu vera eina kommúnstaríkið í heiminum og gagnrýndi bæði Kínverja, sem voru bandamenn Hoxha á árunum milli 1961 og 1978, og Austur-Evrópu- þjóðir fyrir að hverfa frá hinni „sönnu stefnu". Tengsl Albaníu við aðrar þjóðir hafa því ávallt verið lítil og íandið sannarlega það leyndar- dómsfyllsta í Evrópu. Á síðustu árum Hoxha og eftir að Alia tók við leiðtogastarfinu hafa stjórnvöld í Albaníu gefið greinilega bendingu um að þau hafi áhuga á auknum efnahagslegum samskiptum við þjóðir á borð við Ítalíu og Frakkland. Þá hafa stjórnvöld í Al- baníu sýnt vilja til að stofna til stjórnmálatengsla við bæði V-Þýska- land og Bretland og er reyndar búist við að V-Þjóðverjar opni sendiráð í höfuðborg landsins Tirana á þessu ári. Bundinn hefur verið endi á opin- bert stríðsástand milli Albaníu og Grikklands og landamæri ríkjanna eru nú opin þ.e. fyrir þá fáu sem leyfi hafa til að fara þar yfir. Albanía hefur opnað dyr sínar lít- ið eitt en enginn skyldi þó halda að þær verði rifnar upp á gátt á næst- unni. Þó má örugglega segja að þetta leyndardómsfulla land sé aðgengi- legra nú en það hefur verið síðustu fjörutíu árin. (Stuðst við Sviss Press Review) Ókyrrð í Kampala Kampala-Rcutcr. Ríkisstjórnin í Uganda hefur beð- ið þegna sína að sýna stillingu og friðsemd og taka lögin ekki í sínar hendur. Tilkynning þessi kom í kjöl- farið á glæpum og ofbeldisaðgerðum sem mikið hefur borið á síðustu daga í kringum höfuðborgina Kampala. Paul Semogerere innanríkisráð- herra sagði að embættismenn þeir er tengdust fyrri stjórnvöldum hefðu margir hverjir mátt þola barsmíðar og í sumum tilvikum hefðu þeir verið drepnir. Síðasta fórnarlamb ofbeldisað- gerðanna var lögfræðingurinn Flavi- ani Kyambadde sem skotinn var til bana á heimili sínu í fyrrinótt. Nýlega brutust 27 fangar út úr ör- yggisfangelsinu í Luzira sem er að- eins fáeinum kílómetrum austur af Kampala og setja margir flótta þeirra í samband við aukin rán og aðrar ofbeldisaðgerðir í kringum Kampala. í höfuðborginni sjálfri er einnig farið að bera á nokkurri ókyrrð vegna endurkomu hermanna sem hliðhollir voru Tito Okello fyrrver- andi leiðtoga landsins. Svíþjóð: Oryggi er í hávegi haft Stokkhólmur-Reuter Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna útfarar Olofs Palme sem fram fer frá ráðhúsinu í Stokkhólmi í dag. Viðstaddir jarðar- för Palme verða leiðtogar og sendi- fulltrúar rúmlega hundrað ríkja. Lögreglan í Stokkhólmi erviðöllu búin og munu um 1500 einkennis- klæddir lögreglumenn sjá um að allt fari fram samkvæmt áætlun. Þá eru um 200 öryggisverðir og ótilgreindur fjöldi óeinkennisklæddra lögreglu- manna á vakt. Viðstaddir útförina verða meðal annars George Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Nikolai Ryz- hkov forsætisráðherra Sovétríkj- anna, Francois Mitterrand forseti Frakklands og Rajiv Gandhi for- sætisráðherra Indlands. „Við erum ekki áhyggjufullir en erum á verði,“ sagði Leif Hallberg lögreglufulltrúi og bætti við að allar öryggisráðstafanir hefðu verið sér- lega vel skipulagðar. Þjóðarleiðtogararnir munu sækja minningarathöfnina í ráðhúsinu sem byggt var árið 1920 og þykir jafnan vera tilkomumesta bygging höfuð- borgarinnar. Lögreglan hefur sagt tiltölulega auðvelt að gæta þeirrar byggingar. Allar verslanir verða lokaðar og öll atvinnutæki munu stöðvast í Sví- þjóð í dag vegna útfararinnar sem sjónvarpað verður beint og m.a. til íslands. Útför Olofs Palme verður gerð í dag. Fjöldi þjóðarleiðtoga verður við- staddur útförina sem fram fer í Stokkhólmi. ÞU HORF___ INNÍ SKÁPANA ÍDAG HVAÐ ER ÞAÐ SEM BARNIÐ Kemst það í hættuleg efni og lyf í eldhúsi, baðherbergi eða bílskúr? Hreinsaðu burt allt slíkt sem ekki ergeymt á barnheldum stað. EN MENGAÐU EKKI UMHVERFIÐ MEÐ ÞVÍ. Láttu það ekki í öskutunnu eða klósettskál. í DAG! Verðum við allar helstu bensín- stöðvar landsins í dag kl. 1—6. Tökum við hættulegum efnum og eyðum þeim á öruggan og skaðlausan hátt. SLYSAVARNAFÉIAG ÍSIANDS 1 ^ o Æ • ■ 11 ÍÉÉ ■■.. ■ ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.