Tíminn - 15.03.1986, Side 7

Tíminn - 15.03.1986, Side 7
Laugardagur 15. mars 1986 Tíminn 7 Alþýðuf lokkurinn 70 ára Alþýðuflokkurinn mun í dag minnast sjötugsafmælis síns, hann rekur upphaf sitt til stofnþings Al- þýðusambands íslands, en frá 1916-1942 voru Alþýðusambandið og Alþýðuflokkurinn greinar á sama meiði. Að ráði Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu voru Alþýðusam- bandið og Alþýðuflokkurinn sam- tengd skipulagslega, og hafði hann þar fordæmi Breta í huga. Sennilega sýnir þetta, að Jónas Jónsson hefur verið áhrifameiri í samstarfi þeirra Ólafs Friðriksson- ar, en þeir unnu manna mest að stofnun Alþýðusambandsins. Ólaf- ur var aðalboðberi jafnaðarstefn- unnar, og líklegt er, að hann hefði heldur viljað fylgja norrænni fyrir- mynd, þar sem hann hafði hlotið menntun sína í Danmörku. Á Norðurlöndum voru þessar hreyf- ingar formlega aðskildar, þótt milli þeirra væri náin samvinna. Milli Jónasar og Ólafs Friðrikssonar var náið samstarf á þessum árum og hélst vinátta þeirra æ síðan. Styrk- ur Ólafs fólst í því, að hann var mikill mælskumaður, sem gat hrif- ið menn á stórum fundum, en Jón- as var meiri skipuleggjari. Vinátta þeirra Jónasar og Ólafs kom best í ljós, þegar lögreglan gerði aðsúg að Ólafi vegna rússn- esks uppeldissonar hans. Nær allir leiðtogar Alþýðuflokksins sneru þá baki við Ólafi, en Jónas tók son hans í fóstur meðan æsingarnar voru mestar. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson gerðu það eitt af skilyrðum sínum við ríkisstjórn Sigurðar Eggerz 1923, að Ólafur Friðriksson yrði náðaður. Jónas var ekki sósíalisti, þótt hann stæði að stofnun Alþýðu- sambandsins og Alþýðuflokksins. Hann átti heima með Lloyd Ge- orge og hinum róttækari armi Frjálslynda flókksins breska. í þeim ánda beitti hann sér fyrir stofnun Framsóknarflokksins sem væri flokkur bænda og millistétta. Hann taldi jafnframt þörf fyrir verkalýðsflokk og verkalýðs- samtök. Verkalýðssamtök og Al- þýðuflokkur annars vegar og Framsóknarflokkur og samvinnu- hreyfing hins vegar ættu að geta unnið saman. Þannig lagði Jónas grundvöll að íslenskri flokkaskip- an, sem hélst uns Sósíalistaflokkur- inn kom til sögunnar sem öflugur flokkur eftir klofning Alþýðu- flokksins 1938. Að sjálfsögðu á Alþýðuflokkur- inn orðið mikla sögu á þeim 70 árum, sem liðin eru frá stofnun Jón Baldvinsson hans. Hún verður ekki rakin í stuttri blaðagrein. Frá starfsárum hans finnst mér ástæða til að staldra við kosningarnar 1934 og næstu árin á eftir. Flokkurinn reyndist sterkur í þingkosningunum 1934, fékk 10 þingmenn af 49, þrátt fyrir óhagstæða kjördæmaskipun. Hann hafði orðið málgagn, sem undir forustu Finnboga Rúts Valdimars- sonar, að útbreiðslu stóð Morgun- blaðinu á sporði. Hann tók í fyrsta sinn þátt í ríkisstjórn og hafði þar- frábærasta fulltrúann,sem Alþýðu- flokkurinn hefur átt í ríkisstjórn, Harald Guðmundsson. Hann lagði sem ráðherra grundvöllinn að al- mannatryggingum, og verður það jafnan talið mesta afrek Alþýðu- flokksins, þótt eðlilega hafi þær tekið miklum endurbótum síðan og eiga vafalaust enn eftir að gera það. Sem sjávarútvegsráðherra reyndist Haraldur framsýnn og afkastamik- ill, en á ráðherraárum hans tók fiskiðnaðurinn meiri breytingum og framförum, miðað við aðstæð- ur, en nokkru sinni fyrr og síðar. Fleira mætti telja. Samráðherrar h^ns, Eysteinn Jónsson og Her- mann Jónasson, minntust Haraldar jafnan sem hins besta samstarfs- manns. Hermann Jónasson lét svo ummælt, þegar Haraldur fór úr stjórninni, að hann hefði jafnan sýnt hinn fullkomna drengskap. Sú trausta staða, sem Alþýðu- flokkurinn hafði náð 1934, var að sjálfsögðu verk margra manna, en mest ástæða er til að minnast Jóns Baldvinssonar, sem var fyrsti for- maður flokksins og gegndi því starfi til dauðadags eða í 22 ár. Jón Baldvinsson gegndi vel því hlut- verki að vera leiðtogi í stormasöm- Haraldur Guðmundsson Jón Baldvin Hannibalsson um flokki. Hann var frábær mála- miðlunarmaður og naut mikils persónulegs trausts. Þegar þess þurfti með, gat Jón Baldvinsson verið fastur fyrir, eins og vel kom í ljós á síðasta æviári hans. Sú sterka staða, sem Alþýðu- flokkurinn hafði unnið sér á árinu 1934, átti því miður eftir að glatast fljótt. Hann varð fyrir nokkru áfalli í jtingkosningunum 1937, því að at- vinnuleysið, sem fylgdi heims- kreppunni, var vatn á myllu komm- únista. Flokkurinn átti þó vel að geta rétt sig við aftur, ef ekki hefði nýr óvinur komið til sögunnar, sundurlyndi og klofningur. Þrótt- mesti forustumaður. flokksins, Héðinn Valdimarsson, vildi sam- eina Alþýðuflokkinn og Kommún- istaflokkinn, og beitti sér fyrir því Gylfi Þ. Gíslason af þeirri miklu orku, sem honum var gefin. Um svipað leyti féll Jón Baldvinsson frá. Alþýðuflokkur- inn klofnaði, og Héðinn stofnaði nýjan flokk með kommúnistum. Hann átti þó skamma dvöl hjá hin- um nýju samherjum og dró sig fljótlega í hlé. Fyrir Kommúnista- flokkinn, sem hafði tekið sér nýtt nafn, Sameiningarflokkur alþýðu- Sósíalistaflokkurinn, var það ómetanlegur styrkur að hafa feng- ið fylgismenn Fléðins í raðir sínar. Þó munaði mest um Sigfús Sigur- hjartarson. Það réði miklu í samkeppninni milli Alþýðuflokksins og Sósíal- istaflokksins á næstu árum, að Sjálfstæðisflokkurinn studdi Sós- íalistaflokkinn beint og óbeint bæði í verkalýðshreyfingunni og með hinum mikla blaðakosti sínum. Sjálfstæðismenn hjálpuðu Sósíalistaflokknum til að ná völd- um í verkalýðshreyfingunni og brjóta Alþýðuflokkinn á bak aftur. Þegar því verki var lokið, sneri Sjálfstæðisflokkurinn við blaðinu. Hann hóf stuðning við Alþýðu- flokkinn gegn Sósíalistaflokknum og Alþýðuflokkurinn þáði það með ofmiklumþökkum. FaðmlögSjálf- stæðisflokksins reyndust Alþýðu- flokknum litlu betur en fjandskap- ur hans áður. Mikil átök urðu um það í Al- þýðuflokknum næstu árin hvort halda skyldi nánum tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Árið 1952 urðu þáttaskil, þegar Hannibal Valdimarssyni og Gylfa Þ. Gísla- syni tókst að fella Stefán Jóhann Stefánsson, sem hafði tekið við for- mennsku flokksins af Jóni Bald- vinssyni. Undir forustu Hannibals og Gylfa hófust viðræður við Fram- sóknarflokkinn um myndun kosn- ingabandalags og náðist fullt sam- komulag um það vorið 1956. En þá var Hannibal Valdimarsson horf- inn úr Alþýðuflokknum og genginn til samstarfs við Sósíalistaflokkinn og myndaði með honum kosninga- bandalag. Alþýðuflokkurinn hafði klofnað öðru sinni. Sá klofningur leiddi til þess, að bandalag Sósíal- istaflokksins og Hannibals varð sig- urvegarinn í kosningunum 1956. Það bandalag hlaut óbeinan stuðn- ing Sjálfstæðisflokksins, sem beitti sér fyrst og fremst gegn bandalagi Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. Vinstristjórnin, sem var mynduð 1956, stóð því strax á veikum grunni. Hún sætti bæði andstöðu hægri manna í Alþýðuflokknum og kommúnista í Sósíalistaflokknum, sem hét nú orðið Alþýðubandalag. Eftir fall hennar urðu þau öfl ofan á í Alþýðuflokknum, sem vildu stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðis- flokkinn. Sú samvinna stóð á ann- an áratug. Erfitt er að benda á, að eitthvert af stórmálum Alþýðu- flokksins hafi náð framgangi á þeim tíma. Samstarfinu lauk þann- ig að Alþýðuflokkurinn missti helming þingliðs síns í kosningun- um 1971. Flokkurinn var þá undir forustu Gylfa Þ. Gíslasonar og mátti það telja ill örlög, því að Gylfi er í röð gáfuðustu og starf- sömustu foringja Alþýðuflokksins frá upphafi. Síðan 1971 hefuroltiðáýmsu hjá Alþýðuflokknum. Hann virtist sam- kvæmt skoðanakönnunum fá mik- inn fjörkipp fyrst eftir að Jón Baldvin Hannibalsson varð for- maður hans. Jón Baldvin fór víga- mannslega úr hlaði og sagði mesta valdamanni landsins stíð á hendur með herópinu: Ég rek Jóhannes Nordal. Þetta þótti djarflega mælt og gerði Jón næstum að þjóðhetju. En nú virðist allurvindurúr Jóni og draumur hans vera sá að komast sem fyrst í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum, ef til vill með Alþýðu- bandalaginu einnig. Spurningin er sú, ef til slíks samstarfs kemur, hvort því muni ekki ljúka líkt og 1971. En þrátt fyrir það, sem á milli hefur borið, munu framsóknar- menn jafnan minnast þeirra tíma, þegar Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa af heilind- um unnið saman, sem hinna ánægjulegustu í sögu þeirra beggja. Illlllllllllillllllllllllll VFTTVANGUR Haraldur Ólafsson Látum draumana rætast Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins er nú haldinn við sérstæð- ar aðstæður. Tekist hafa samningar milli launþega, vinnuveitenda og ríkisvaldsins um nýja skipan mála. Allir þessir aðilar sameinast nú um að halda niðri verðbólgunni, lækka nokkrar vörutegundir í verði og auk þess að lækka verð ýmiss konar opinberrar þjónustu. Kaup er ekki hækkað eins og ýtrustu kröfur stóðu til, en reynt að lagfæra laun þeirra, sem minnst bera úr býtum. Þessir samningar opna leiðina fyrir margs konar endurbótum í ís- lensku efnahagslífi. Vinnufriður er tryggður um eins árs skeið, grund- völlur atvinnuveganna er styrktur með lækkun vaxta og minnkandi verðbólgu, og hinir öflugustu valdaaðilar í samfélaginu taka höndum saman um að leysa mikil- væg efnahagsmál. Þótt ekki sé rétt að kalla þetta þjóðarsátt, þá er a.m.k. saminn friður um kjaramál um sinn. Við framsóknarmenn höfum lengi haldið fram sjónarmiðum, sem að nokkru fengust viðurkennd í þessum kjarasamningum. Við höfum talið nauðsynlegt að hægja á verðbólgunni með því að lækka verð á vöru og þjónustu í stað þess að borga launþegum fleiri og fleiri verðlausar krónur, sem á engan hátt tryggja kaupmáttinn. Við höf- um talið, að þetta verði ekki gert nema á nokkrum misserum, og engin von sé til þess að unnt sé að koma verðbólgunni niður á við- ráðanlegt stig nema í áföngum. Við höfum einnig talið aðjafnvægií efnahags- og atvinnumálum næðist ekki.fyrr en verðbólga hér á landi væri svipuð og í helstu viðskipta- löndum okkar. Nú bjarmar fyrir nýjum degi og þjóðin getur vænst betri tíma. Flokkur sfarfandi fólks Framsóknarflokkurinn er og á að vera flokkur starfandi fólks til sjávar og sveita. Hann hlýtur að láta frumatvinnuvegi landsmanna sig miklu skipta. Eitt meginhlut- verk hans á að vera að sjá til þess að arðurinn af starfi hins vinnandi manns hverfi til þess sem skóp hann.Arðskiptinginí þjóðfélaginu' er skekkt og hana verður að lagj- færa. Það sem hvað mest hefir farið aflaga er hve milliliðir hafa grætt á kostnað framleiðenda og neyt- enda. Auðvitað gegna verslun og milliliðir margs konar mikilvægu hlutverki í þjóðfélaginu. Þjónustm störf af margvíslegu tagi eru ein- kenni á nútímaþjóðfélagi. En þess- um atvinnugreinum má ekki gera hærra undir höfði en öðrum. Það verður að vera jafnvægi milli ein- stakra atvinnugreina og slíkt jafn- vægi finnst ekki fyrr en frumat- vinnugreinarnar standaundir sér, þ.e. komast af án styrkja og milli- færslu fjármuna. Framsóknar- flokkurinn verður að hafa forystu í þeim málum, enda fer hann nú með hin mikilvægu ráðuneyti landbún- aðarráðuneytið og sjávarútvegs- ráðuneytið. Vald í íslensku þjóðfélagi Miðstjórnarfundurinn, sem nú stendur yfir kemur varla til með að marká nein þáttaskil í sögu og starfi flokksins. Samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn er byggt á því, að þessir tveir flokkar leysi tiltekin efnahagsmál. Grundvallarskoðan- ir þeirra á mörgum stórmálum eru svo ólíkar , að ekki er hægt að reikna með, að þeir geti starfað saman um lengri tíma, - og með lengri tíma á ég við tvö til þrjú kjörtímabil. Framsóknarmenn verða að átta sig á því, að sú þjóð- félagsuppbygging, sem þeir stefna að er önnur en sú sem sjálfstæðis- menn sjá í hillingum. Hér verður ekki rakið hvaða mál það eru, sem ég tel, að Framsókn- arflokkurinn eigi einkum og sérí- lagi að berjast fyrir á næstu árum. Til þess gefst væntanlega tilefni til á næstu vikum. Einungis vil ég vekja máls á tveimur atriðum. Núna í vikunni flutti ég ásamt nokkrum öðrum þingmönnum flokksins þingsályktunartillögu um könnun á valdi í íslensku þjóðfé- lagi. í tillögu þessari er gert ráð fyrir, að fram fari ítarleg rannsókn á því hvernig háttað er völdum og valdahlutföllum einstakra hópa og stofnana í þjóðfélaginu. Vald er margslungið og flókið hugtak og könnun á því snertir flesta þætti sem þjóðfélagið er samansett úr. f raun og veru er hér um að ræða könnun á lýðræði, skilyrðum þess og virkni. Það er skoðun flutn- ingsmanna, að verði af slíkri könn- un muni það auðvelda íslendingum að taka mikilvægar ákvarðanir um stjórnskipan og valddreifingu. Þekking á þjóðfélagsgerðinni og þeim öflum, sem þar ráða mestu er nauðsynleg til þess að unnt sé að bæta samfélagið. Hitt málið er ekki sfður þýðing- armikið. Ég tel, að Framsóknar- flokkurinn eigi að hafa forystu um að efla og auðga mannlíf á landi hér með því að berjast fyrir bættu heil- brigðisástandi, bindindi og hollum og jákvæðum lífsmáta. Um það mikla mál mun nánar verða fjallað síðar, en undirstrikað að hér er ekki verið að tala um að prédika betra líf heldur tel ég að með margs konar löggjöf og opinberum að- gerðum sé unnt að bæta þjóðfélag- ið og gera líf hvers einstaklings innihaldsríkt og auðugt. Hlutverk stjórnmálamanna e’r að stuðla að góðu þjóðfélagi, og fram- sóknarmenn eiga að vinna saman að því að gera draumana að veru- leika.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.