Tíminn - 15.03.1986, Qupperneq 8

Tíminn - 15.03.1986, Qupperneq 8
8Tíminn Laugardagur 15. mars 1986 Við eigirni ai hætta and- slöðu gegn breytingum sem etu óhiákvæmilegar Á þessum aðalfundi geri ég ráð fyrir því, að við ræðum og metum ekki síst þær umfangsmiklu aðgerðir í efnahags- og kjaramálum, sem ákveðnar voru fyrir tveimur vikum. Ef vel tekst, munu þær hafa afger- andi áhrif á þróun alls þjóðlífs hér á 'landi. í fyrsta sinn í áratugi verður verðbólga svipuð og hún er í ná- grannalöndum okkar. Það markmið hafa allar ríkisstjórnir á undanförn- um árum sett sér, en engri tekist að ná. Á aðalfundi miðstjórnar á Akur- eyri vorið 1984 var samþykkt að stefnt skyldi að því að verðbólga yrði á þessu kjörtímabili eins stafs tala. Framsóknarflokkurinn hefur þannig lagt höfuðáherslu á hjöðnun verð- bólgu, enda er verðbólga vafalaust sú meinsemd, sem verst hefur verið í ís- lensku efnahagslífi undanfarna ára- tugi. Pegar þessu markmiði er náð mun margt breytast. Þá á verð- bólguhugsunarhátturinn að hverfa, innlendur sparnaður að aukast, verða unnt að lækka erlendar skuldir, fjármagnskostnaður að lækka og atvinnulífið að geta starfað eðlilega. Á sama aðalfundi mið- stjórnar á Akureyri var einnig gerð tímamótasamþykkt um nýsköpun í atvinnulífi. í samræmi við það hefur Framsóknarflokkurinn leitt sókn til bættra lífskjara. Þótt nýsköpun í íslensku atvinnu- lífi sé þegar umtalsverð og margt á undirbúningsstigi, verður við litla verðbólgu allt annað og betra við slíkt að fást. Því er nú nauðsynlegt að herða þá sókn. Auka verður fjöl- breytni í atvinnulífinu og koma í veg fyrir þær sveiflur, sem eiga mesta sök á verðbólgu undanfarinna áratuga. Um það þurfum við einnig að fjalla á þessum fundi. Áður en ég kem að þeim stóru málum, sem ég hef lauslega nefnt, þykir mér rétt að ræða lítillega um stjórnarsamstarfið. Stjórnarsamstarfið Því verður ekki neitað, að fram- sóknarmenn hafa lengi verið tor- tryggnir í garð samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn. Það er ekki undar- legt, þegar þess er gætt, að þessir tveir flokkar hafa verið höfuðand- stæðingar í íslenskum stjórnmálum í áratugi. Sumt af slíkri gagnrýni á eflaust rétt á sér, en annað þykir mér á litlum rökum reist. Ég nefni sem dæmi þá fullyrðingu flokksmanna, að sjálfstæðismenn hafi óeðlilega mikil áhrif í stjórnarsamstarfinu. Þetta er áróður, sem málgögn Sjálf- stæðisflokksins hamra stöðugt á, og virðist ná inn í raðir framsóknar- manna, þótt alrangur sé. í sam- steypustjórn byggist samstarfið á samkomulagi í öllum meiri háttar málum. í málaflokkum eins ráðherra ráða sjónarmið hans og flokksins hans að sjálfsögðu mestu, þótt sam- starfsflokkurinn geti haft umtalsverð áhrif. í þeim málaflokkum, sem við framsóknarmenn förum með, hefur mjög mikið verið unnið og að sjálf- sögðu ekkert framkvæmt nema í samræmi við stefnu Framsóknar- flokksins. Framleiðsla landbúnaðarafurða Framleiðsluráðslögin eru gott dæmi um það. Við framsóknarmenn höfum hvað eftir annað vakið athygli á þvt, allt frá tíð Halldórs E. Sigurðs- sonar sem landbúnaðarráðherra, að ekki væri unnt að halda áfram á þeirri braut að framleiða kjöt- og mjólkurvörur í stórum stíl til útflutn- ings. Við höfum einfaldlega ekki lengur efni á að taka lán, hvort sem er innanlands eða erlendis, og greiða 70-80 af hundraði með útflutningi landbúnaðarafurða. Fara verður aðrar leiðir til þess að renna stoðum undir byggð í landinu. Að því var stefnt með breytingum á Fram- leiðsluráðslögum 1979 og með þeim nýju búgreinum, sem þá var lagður grundvöllur að. Síðan hefur að ýmsu leyti stefnt í rétta átt, þó því verði hins vegar ekki neitað, að annað hef- ur farið úrskeiðis, eins og t.d. aukn- ing í mjólkurframleiðslu. Það kom í hlut Framsóknarflokks- ins að taka á þessu gífurlega vanda- máli. Við hlupum ekki frá þeirri ábyrgð. Ég er jafnframt mjög ein- dregið þeirrar skoðunar, að breyt- ingar á Framleiðsluráðslögum hafi, miðað við allar aðstæður, tekist vel. Sjálfstæðismenn voru í upphafi með ýmsar markaðs- og frjálshyggjuhug- myndir, sem öllum var hafnað. Hin nýju lög eru í öllum veigamestu atr- iðum eins og við og forystumenn bænda töldum að þau ættu að vera. Ekki er tími til að rekja efni þeirra nú, enda það áður verið ýtarlega gert. Ég læt nægja að leggja áherslu á, að með þeim er gert ráð fyrir að ís- lenskur landbúnaður fái fimm ár til að aðlagast breyttum aðstæðum. Á meðan dregið er úr mjólkur- og kjöt- framleiðslunni er jafnframt ætlað umtalsvert fjármagn til nýsköpunar í landbúnaði. Mér er fullkomlega ljóst, að þessi aðlögun verður erfið, en hún er óhjá- kvæmileg. Hins vegar er vafalaust, að breytingin hefði orðið því erfiðari sem lengur hefði dregist. Fram- kvæmdin er að sjálfsögðu mjög viðkvæm, m.a. vegna þess að mistök virðast hafa orðið á undanförnum árum, sem opinberir aðilar eða sam- tök bænda eru ábyrg fyrir. Því er nauðsynlegt að taka bæði tillit til einstakra tilfella og aðstöðu byggða. Framkvæmdin má ekki verða vélræn. Ef vel tekst, er ég sannfærð- ur um að íslenskur landbúnaður verður ekki síður öflugur og mikil- vægur efnahagslífinu en hann hefur áður verið. Sjávarútvegur Um sjávarútveginn er svipað að segja. Framsóknarflokkurinn tók við þeim málaflokki, þegar miklir erfið- leikar voru í sjávarútvegi vegna afla- brests. Frá því verki var heldur ekki hlaupið. Á málefnum sjávarút- vegs hefur verið tekið af mikilli festu, það er óumdeilanlegt. Ný og róttæk lög um stjórn fiskveiða hafa verið sett. Þau eru að vísu umdeild, en ég fæ ekki betur séð en að þar sé farið mjög að ósk mikils meirihluta þeirra, sem að sjávarútvegi starfa, en þó tekið tillit íil sérstakra hagsmuna annarra landshluta. Sjálfstæðismenn hafa að sjálfsögðu fjallað með okkur um þessi mál, en frumkvæði, forysta og ábyrgð er í höndum sjávarútvegs- ráðherra Framsóknarflokksins. Félagsmál Húsnæðismálin eru enn annar mjög erfiður málaflokkur, sem í okkar hlut kom. Ýmis gagnrýni á meðferð þess málaflokks hefur verið afar ósanngjörn. Erfiðleikar hús- Setningarræða Steingríms Her- mannssonar formanns Framsóknar- flokksins á miðstjórnar- fundi byggjenda nú eiga ekki síst rætur sín- ar að rekja til aðgerða fyrri ríkis- stjórna, m.a. til þess að verðtrygging fjármagns var ákveðin 1979 og vísi- töluuppbætur á laun skertar hvað eftir annað á næstu árum, einkum 1982, án þess að leiðrétta slíkt jafn- óðum gagnvart lánskjörum. Á þessu vandamáli hefur nú loks verið tekið. Víðtækar skuldbreytingar hafa verið gerðar og á s.l. ári var varið kr. 300 milljónum til hagkvæmra viðbótar- lána frá Húsnæðisstofnun til þeirra sem í slíkum erfiðleikum eiga. Á þessu ári voru ákveðnar kr. 200 mill- jónir í sama skyni, og nú, eftir sam- komulag við launþega og atvinnu- rekendur, kr. 300 milljónir til við- bótar. Ég leyfi mér að fullyrða, og reynd- ar veit ég með vissu, að vandamál fjölmargra húsbyggjenda hafa þann- ig verið leyst. Hitt er svo rétt, að sumir voru það djúpt sokknir, að þessi aðstoð hefur ekki nægt. Enn aðrir reistu sér hurðarás um öxl, eða hafa af öðrum óskyldum ástæð- um lent í fjárhagserfiðleikum og hætt húsnæði sínu í því sambandi. Slík dæmi hafa iðulega verið gerð að einskonar vitnisburði um erfiðleika heildarinnar. í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa jafnframt verið gerðar miklar breyt- ingar á húsnæðislánakerfinu almcnnt, eins og fram kemur í skýrslu þeirri, sem félagsmálaráðherra leggur fram hér á fundinum. Húsnæðislánin hafa t.d. verið hækkuð úr 13 af hundraði af verði staðalíbúðar í 30 af hundr- aði, sem reyndar mun vera töluvert meira af kostnaðarverði meðal íbúð- ar. Árið 1982 námu útlán Húsnæðis- stofnunar 2 af hundraði þjóðarfram- leiðslu, en árið 1985 3,6 afhundraði. Mér virðist stundum gleymast í um- ræðunni, að á málefnum fatlaðra hefur verið tekið af miklum myndar- skap. Margar nýjar stofnanir hafa verið reistar og framlag til þessa málaflokks hefur margfaldast í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þannig gæti ég talið lengi mála- flokka, sem ráðherrar Framsóknar- flokksins hafa leitt og mál, sem þeir hafa náð fram. Þetta verður þó að nægja til að vísa á bug þeirri fjar- stæðu, að ekki hafi nægilega að Framsóknarflokknum kveðið í þessu stjórnarsamstarfi. Þó á ég eftir að ræða um efnahagsmálin. I þeim hef- ur stefna Framsóknarflokksins að miklu leyti verið ráðandi, eins og ég mun síðar rekja. Frjálshyggjan Komið hafa fram áhyggjur margra vegna svonefndrar frjálshyggju, sem ýmsir, einkum ungir sjálfstæðis- menn, hafa mjög hampað. Þetta er skiljanlegt. Þótt við framsóknar- menn séum fylgjandi frelsi ein- staklingsins og atvinnufyrirtækja til heilbrigðra athafna og framkvæmda, leggjum við áherslu á að viðhalda lögum og reglum og því velferðar- kerfi, sem tekist hefur að skapa. Ég fæ hins vegar ekki séð, að rétt sé, að hin raunverulega frjálshyggja eða öfgar markaðskerfisins hafi aukist svo nokkru nemi á undanförnum árum. í þessu sambandi má ekki rugla saman auknu frelsi og frjáls- hyggju. Innflutningshöft voru t.d. afnumin fyrir áratugum, og stærsta skrefið í átt til frjáls innflutnings var tekið 1971, þegar við gerðumst aðil- ar að Fríverslunarbandalagi Evrópu og með viðskiptasambandi við Efna- hagsbandalagið. Innflutningur ýmiss konar óþarfa, sem oft er nefndur í þessu sambandi, hefur því ekkert með frjálshyggjuna að gera, heldur er afleiðing af viðskiptasamningum okkar íslendinga. Við getum ein- faldlega ekki stöðvað innflutning á slíku, ef við viljum halda tollfrjálsum innflutningi á sjávarafurðum o.fl. til viðkomandi landa, en það er okkur lífsnauðsyn. Vextir og peningamál Helst er það á sviði peningamála, að frjálsræði hefur farið nokkuð úr böndunum. Einkum hefur sala skuldabréfa á verðbréfamörkuðum bent til þess. Frjálsræði á þessu sviði er þó miklu minna en af er látið. Allir útlánsvextir eru t.d. ákveðnir af Seðlabanka íslands og nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um verð- bréfamarkaði, sem mun gjörbreyta allri aðstöðu hins opinbera til þess að hafa eftirlit með og áhrif á þá starf- semi. Hins vegar er rétt, að vextir eru of háir. Það veldur bæði atvinnuvegun- um og einstaklingum þungum búsifj- um, m.a. vegna þessaðeigiðfé hefur á undanförnum verðbólguárum ann- að hvort brunnið upp eða verið fest í steinsteypu. Þó óttast ég, að um Iækkun raunvaxta gildi það, að oft er hægara um að tala en í að komast. Ég hef cngan heyrt andmæla því, að vextir þurfi að vera jákvæðir, þ.e.a.s. raunvextir. Aðeins með því móti er unnt að gera ráð fyrir sparn- aði, sem er afar mikilvægt. Það er einnig staðreynd, að raunvextir eru háir erlendis, og við erum orðin mjög háð erlendu fjármagni. Því mun reynast erfitt að halda vöxtum hér lægri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Þó er það von mín, að með hjaðnandi verðbólgu og auknum sparnaði innanlands muni reynast unnt að ná smám saman jafnvægi á innlendum fjármagnsmarkaði og lækka raunvexti fljótlega. Reyndar munu atvinnufýrirtæki og einstakling- ar ekki þola til lengdar þá háu vexti, sem nú eru. Á sviði peningamála er þó margs að gæta. Flutningur fjármagns til og frá landinu er miklu nieiri tak- mörkunum háðuren íviðskiptalönd- um okkar, eða t.d. innan Fríverslun- arbandalagsins. Vafalaust mun krafa um aukið frelsi á þessu sviði verða hávær á næstu árum. Reyndar hef ég undanfarið verið því fylgjandi að leyfa innlendum fyrirtækjum að taka lán erlendis á eigin ábyrgð, þ.e. án ríkis- eða bankaábyrgða. Það mundi draga úr þrýstingi á innlenda pen- ingamarkaðinn og því verða til þess að vextir lækki fyrr. Efnahagsmál Efnahagsmálin hafa verið megin viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar. Það var vegna þess alvarlega ástands, sem í þeim málum ríkti vor- ið 1983, að við framsóknarmenn ákváðum að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir flokkar voru ekki reiðubúnir til þess að tak- ast á við þau erfiðu mál. Éins og fyrr, töldum við framsóknarmenn ekki sæma að hlaupa frá vandanum. Öllum má vera Ijós verulegur munur á stefnu Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins í efna- hagsmálum. Hann kom áþreifanlega fram þegar við stjórnarmyndun. Vegna þess afar alvarlega ástands, sem þá var orðið, töldum við fram- sóknarmenn óhjákvæmilegt að taka á þeim málum með ákveðnum og föstum, lögbundnum aðgerðum. Sjálfstæðismenn vildu ganga langt- um skemmra að þessu leyti og helst láta hinn svonefnda frjálsa markað leiða málin til lykta. Niðurstaðan varð átta mánaða lögbundnar að- gerðir. Árangurinn varð mjög mikill, eins og allir þekkja. Verð- bólgan féll úr 130 í u.þ.b. 20 af hundraði. Kjarasamningar Eftir að tímabili lögbundinna að- gerða í efnahagsmálum lauk í febrú- ar 1984, verður að viðurkenna, að við tók nálægt því tveggja ára tími nokkurrar óvissu. Þótt báðir flokk- arnir séu fylgjandi frjálsum samning- um, er töluverður áherslumunur. Sjálfstæðisflokkurinn lagði þegar við stjórnarmyndun mikla áherslu á, að ríkisstjórnin hefði engin afskipti af samningum eftir að þeir yrðu frj álsir. Þetta hefur síðan komið mjög fram í ræðum ýmissa talsmanna flokksins, ekki síst þeirra, sem frjálshyggjuna boða. Við framsóknarmenn höfum hins vegar talið, að algjört afskiptaleysi stjórnvalda væri óframkvæmanlegt, sérstaklega við þær aðstæður, sem enn ríkja í íslensku efnahagslífi. Ríkisstjórnin stuðlaði að skynsam- legum kjarasamningum í febrúar 1984 með 350 millj. króna framlagi í gegnum tryggingarnar, einkum til eins{æðra foreldra. Hins vegar var tilboð ríkisstjórnarinnar um skatta- lækkun við samninga haustið 1984 of óákveðið og reyndar misjafnlega tekið, enda kemur lækkun tekju- skatts þeim tekjulægstu að litlum notum. Samningarnir þá í október urðu því afar óhagstæðir. Þetta varð til þess, að verðbólga í upphafi síðasta árs óx mjög að nýju og var 60 af hundraði í janúar, þegar þriggja mánaða breyting er reiknuð til árshraða. Seinni hluta ársins lá verðbólga í kringum 35 af hundraði. Virtist margt benda til þess, að verð- bólga færi vaxandi á ný. Við framsóknarmenn lögðum þess vegna höfuðáherslu á, að afskipti stjórnvalda af kjarasamningum yrðu að verða markvissari. Um það náðist samstaða og því ber að fagna. Þegar ég kvaddi fulltrúa vinnumarkaðarins á minn fund 14. október s.I. til þess að ræða við þá um þjóðhagsáætlun, lagði ég jafnframt áherslu á vilja ríkisstjórnarinnar til þess að stuðla að skynsamlegum samningum, þannig að drægi úr verðbólgu. Kvað ég ríkisstjórnina reiðubúna til þess að stuðla að slíkum samningum með ýmsum opinberum aðgerðum. Batnandi viðskiptakjör Horfur í efnahagsmálum um síð- ustu áramót voru hins vegar ekki hagstæðar. Því var þá spáð, að við- skiptakjör myndu versna enn á árinu 1986. 1 janúarmánuði varð hins vegar á þessu mikil breyting. Olía hefur lækkað mjög í verði og því er spáð, að lágt verð muni haldast að minnsta kosti út þetta ár. Verð á fiskblokk hækkaði um u.þ.b. 5 af hundraði á Bandaríkjamarkaði og 16 af hundraði hækkun varð á saltfiski. Við þetta gjörbreyttust horfur. Tekjur þjóðar- búsins aukast um a.m.k. 2 milljarða og viðskiptakjör batna um 1,5 til 2 af hundraði. Við þetta sköpuðust jafnframt stórum betri möguleikar til þess að

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.