Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 16
Sunnudagur 16. mars 1986
Dætur stórstjarn-
anna eiga leikinn
Spjall á víö og dreif um dætur Vanessu Redgrave, Tony
Curtis, Ingrid Bergman o.fl.
„Enginn leyfir þér að gleyma að taka fram hverjir for-
eldrar þínir eru,“ kvartar Jamie Lee Curtis, sem nú er
27 ára og er dóttir Janet Leight og Tony Curtis.
„Sjáið hvað brosið er fallegt, - minnir mann á „Cas-
ablanca“!“ Slíkt verður Isabella Rosselini, dóttir leik-
stjórans Rosseiini og þeirrar ódauðlegu Ingrid Berg-
man oft að heyra. Hún er orðin 33ja ára og segir mæðu-
lega: „Enn er ég víst ekki orðin fullorðin.“ Hún hefur
fengið um 2 milljónir dollara frá Lancome sem model
við auglýsingar á ilmvötnum.
„Ég hcf þannig andlit að þótt cg
reyni að líta ekki upp fcr allt á ann-
an endann í verslununt þar scm ég
kem." lJcttaerusjálfgagnrýnin um-
mæli Anjelicu Huston, sem er 34
ára dóttir John Huston, hins mikla
kvikmyndafrömuðar, sem alkunn-
ur varð af eigin lauslætislífi. Hann
viðurkenndi óumbeðinn að hafa átt
fjölda „leikfélaga", auk fimm eig-
inkvenna sinna, sem hann lýsti svo:
„Skólastelpa, hefðarfrú, kvik-
myndaleikkona, ballerína og krók-
ódíll." Ballerínan var móðir Anjel-
icu. Pabbinn hafði áður en hann
kom til Hollywood verið málari,
blaðamaður, og boxari og eftir það
síðasttalda hafði hann vel hlykkjótt
nef. Ekki hlaut dóttirin sama nefið
í vöggugjöf. heldur fékk hún til-
komumikið nef móðurinnar. Þeir
sem sáu hana í „Prizzi’s Honour"
geta borið um að hún er með veika
höku undir bognu og miklu nefi.
„Að giftast? Ég veit ekki. Víst
væri gaman að verða ástfangin og
eignast barn og fá sér svo nýjan
mann og nýtt barn og þannig koll af
kolli." Þetta segir Joely Richard-
son, sem enn er í leiklistarskóla á
öðru ári. En það er búist við ýmsu
af þeim sem á Vanessu Redgrave
að móður. Mamman átti tvær dætur
í hjónabandinu með kvikmynda-
frömuðinumTony Richardson. Nat-
hösu og Joely. Hún lét hjónaband-
ið lönd og leið, eignaðist barn með
Franco Nero, fékk Óskarsverð-
launin, barðist gegn síonisma
studdi trotskyista og bauð sig fram
fyrir Byltingarsinnaða verka-
mannaflokkinn breska. Hún lifði
svo áberandi lífi að litla dóttirin Jo-
ely kaus að láta sem minnst á sér
bera. En nú hefur þessi granna og
veiklulega dóttir leikið í sinni
fyrstu mynd, „Wetherby", ásamt
móður sinni. Hún stælir
„flashback" uppvaxtarár sinnar
eigin móður sem leggur henni lífs-
reglurnar. Joely, sem er 20 ára, læt-
ur sem mest bera á barminum, en
móðirin sýnir þess betur lærin,
enda orðin 48 ára.
„Ég vil hitta eiginmanninn á Ital-
íu, eiga tíu börn, hafa hænsni, og
lifa einföldu Iífi. Ég vil ekki þurfa
að hugsa um línurnar." Hver ætli
segi þetta? Eitthvað á þessa leið
hefur Raquel Welch sagt, en það er
dóttir hennar Tahnee Welch, sem
hér talaði. Hún hefur nú komið
fram í kvikmyndinni „Cocoon".
Margar dætur frægra leikkvenna
hafa látið þá ósk í Ijósi að þurfa
ekki að halda í við sig í mat. Meðan
Tahnee Welch lætur sig dreyma um
ERLEND MALEFNI
Þórarinn Þórarinsson skrifar:
Hernám vesturbakkans
veldur langmestu
stríðshættunni
íbúunum þar ber að fá sjálfsákvörðunarrétt
PÓLITÍSKT morð, sein var franiið í stærstu borg vesturbakkans svonefnda,
Nablus, sunnudaginn 2. þ.m. hefur hortlð í skuggann vcgna morðsins á Olof
Palme tveiinur dögum áður. Morðið í Nablus var þó óhugnanlegur atburður, ,
sem drcgur aukna athygli að þeim heimshluta, þar sem ný heimsstyrjöld er lík-
legust til að hcfjast, ef til hcnnar kemur, sem verður þó vonandi ekki.
Það var borgarstjórinn í Nablus, lafer al-Mastri, sem var skotinn til bana úr
stuttu færi. Þegar þetta er ritað liefur ísraelskum yfirvöldum ekki tekist að hafa
upp á morðingjanuin eða morðingjunum og hafa þau þó bæði ötlugan lög-
regluvörð og hervörð á vesturbakkanum.Tvenn samtök palestínskra hrvðju-
vcrkamanna hafa lýst sig bera ábyrgð á morðinu, og eru önnur þeirra, Abu-
Nidal-hópurinn, talinn liafa beitt sér fyrir hryðjuverkuin, sem voru unnin fyrir
nokkru á flugvöllum í Vínarborg og Róm. Shamir og Peres.
Fyrir mörgum árum varð borgar-
stjórinn í Nablus, Bassam al-
Shakka, fyrir árás ísraelskra hermd-
arverkamanna og missti hann þá
báða fæturna. Hann tók við borgar-
stjóraembættinu eftir að hann var
gróinn sára sinna, en t'sraelsk yfir-
völd viku honum nokkru síðar úr
starfi. Peim gekk illa að finna borg-
arstjóra í hans stað þangað til á síð-
astliðnu hausti, er þeir fengu Masri
til að taka viðstarfinu, en bæði Frels-
ishreyfing Palestínumanna, PLO. og
Jórdaníustjórn höfðu veitt honum
óformlegt samþykki sitt, en Masri
var hliðhollur PLO. Af hálfu PLO
hefur morðið á Masri verið harðlega
fordæmt.
Morðið á Masri er nýtt dænii um,
að risin eru upp ný hryöjuverkasam-
tök Palestínumanna, sem ekki taka
tillit til fyrirmæla PLO um að vinna
ekki skemmdarverk, nema innan
landamæra ísraels. Vesturbakkinn
tilheyrir ekki ísrael, en er hernumið
land, sem er formlega hluti Jórdan-
íu.
Sú stefna Israelsstjórnar að beina
baráttu sinni aðallega gegn PLO
virðist því runnin út í sandinn.
Hún kann að vísu að hafa þau
áhrif. að PLO er fúsara til samninga
en áður, einkum Arafat, en það hef-
ur leitt til þess, að myndast liafa nýir
skæruliðahópar, sem eru í andstöðu
við hann og ganga enn lengra í
hryðjúverkum en PLO hefur nokkru
sinni gert. Mikil hætta er á. að þessi
hryðjuverkafaraldur eigi eftir að
magnast ef hernám vesturbakkans
heldur áfram.
PAÐ ER ekki út í bláinn, að mikið
er nú rætt um stríðshættu í heimin-
um, enda hefur mikill og vaxandi
vígbúnaður oftast leitt til styrjaldar.
Það er þó yfirleitt ekki óttast að til
styrjaldar komi á þann hátt, að ann-
að hvort risaveldanna ráðist á hitt.
Forráðamönnum beggja er Ijóst að
slík árás myndi leiða til endurgjalds,
sem leggja myndi lönd þeirra í rúst.
Stríðshættan stafareinkum af því, að
bandamenn risaveldanna lendi í
styrjöld og risaveldin dragist inn í
hana, eins og næstum var orðið 1956
við Súezskurðinn og í Kóreu, þegar
MacArthur lét bandarískan her ráð-
ast inn í Norður-Kóreu.
Hvergi er nú meiri hætta á að slík
styrjöld geti blossað upp en í Aust-
urlöndum nær, þar sem hernám Isra-
elsmanna á vesturbakkanum er eld-
fimasta deiluefnið. Fyrir Arabaríkin
er illt að þola það, að ísraelsmenn
haldi vesturbakkanum ekki aðeins
hcrnumdum, heldur vinni markvisst
að því að flytja þangað Gyðinga í
þeim tilgangi að festa yfirdrottnun
sína í sessi. Haldist þetta ástand til
frambúðar, getur ekki þurft nema
lítinn neista á þessum slóðum til að
kveikja alheimsbál. Bandaríkin
myndu telja sig nauðbeygð til að
skerast í leikinn, ef fsrael færi liall-
oka. Sama myndi gilda um Sovétrík-
in, cf slík viðureign gengi Aröbum í
óhag.
HINIR framsýnni- og hófsamari
leiðtogar ísraels gera sér þetta Ijóst.
Þar ber ekki síst að nefna Peres for-
sætisráðherra, leiðtoga Jafnaðar-
mannaflokksins. Hann hefur undan-
farna mánuði reynt að koma á við-
ræðum ísraels og Jórdaníu um
framtíð vesturbakkans. Hussein Jór-
daníukonungur telur sig ekki geta
fallist á þær, nema PLO eigi beint
eða óbeint aðild að þeim. fsraels-
stjórn vill hins vegar ekki fallast á að-
ild PLO með neinu móti. þar sem
PLO vili ekki viðurkenna Israel.
PLO telur sig hins vegar ekki geta
viðurkennt fsrael meðan fsraels-
stjórn viðurkennir ekki PLO sem
fulltrúa Palestínumanna, en PLO
virðist hafa eindreginn stuðning Pal-
estínumanna á vesturbakkanum, en
þar eru þeir í yfirgnæfandi meiri-
hluta.
Á þófi um þetta virðist tilraun Per-
esar ætla að stranda. Hann lætur af
forsætisráðherraembættinu í októ-
ber, en þá tekur leiðtogi hægri
manna, Shamir við embætti, sam-
kvæmt samkomulagi. þegar stjórnin
var mynduð. Eftir það þykja samn-
ingalíkur enn minni.
Út úr þessu vonlausa þrefi virðist
ekki nema ein lausn, sem Bandarík-
in gætu vel beitt sér fyrir. ísraels-
stjórn er svo háð Bandaríkjunum, að
hún verður að taka fullt tillit til
þeirra, ef þau beita sér. Þessi lausn er
að skjóta málinu til íbúanna á vestur-
bakkanum sjálfra og láta þá fá sjálf-
dæmi um að ráða framtíð sinni, eða
hvort þeir velja sjálfstæði eða vilji
hafa einhvertengsli við Jórdaníueða
ísrael, eða jafnvel við bæði ríkin.
Þetta væri í samræmi við sáttmála
Sameinuðu þjóðanna um sjálfs-
ákvörðunarrétt.
Ef Bandaríkin beittu sér fyrir
þessu gætu þau með fyllsta rétti
krafist þess, að Rússar fylgdu slíku
fordæmi í Afganistan og veitt Af-
gönum sjálfsákvörðunarrétt i sam-
ræmi við sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna. Meðan vesturbakkinn er
hernuminn af bandalagsþjóð Banda-
ríkjanna með stuðningi þeirra
standa Bandaríkjamenn ekki eins
vel að vígi til að krefjast sjálfs-
ákvörðunarréttar Afgana.