Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 8
8Tíminn
Sunnudagur 16. mars 1986
- segir Dóra Jónsdóttir,
gullsmiður, í spjalli um íslenskt
silfur og þjóðbúninginn
Það er seinleg vinna að smíða
víravirkið. Dóra er í fremstu röð
gullsmiða sem leggja stund á þessa
grein í iðn sinni.
(Tima-mynd Robert)
Silfríð
var
tákn
stöðu
mæðra
okkar
Þegar 200 ára afmæli Reykjavíkur nalgast
eykst áhuginn á íslenska þjóðbúningnum, al-
veg eins og gerðist 1930 á Alþingishátíðinni,
1944 við lýðveldisstofnun og 1974 á þúsund ára
afmæii íslandsbyggðar. Þetta staðfestir frú
Dóra Jónsdóttir, gullsmiður og hver ætti fremur
að verða þess var en hún, því hún er meðal
þeirra gullsmiða í Reykjavík sem mest hafa lagt
sig eftir að smíða silfrið á þjóðbúninginn og er
vel inni í sögu hans og gerð.
Dóra er af gullsmiðum komin, en faðir hennar
var Jón Dalmannsson, gullsmiður, sem lengi
rak verslunina að Skólavörðustíg 21 og var með
verkstæði frá 1920-1970. Það liggur því beint við
að byrja á að spyrja Dóru hvort kynnin við gull-
smíðina í föðurgarði hafi ekki verið orsök þess
að hún lagði þessa iðn fyrir sig.
„Jú. á sinn hátt,“ segir Dóra,“ en
samt hafði cg ætlað mér að fara aðrar
leiðir, fara í langskólanám, eins og
sagt er. En meiðsli og langvarandi
veikindi á sínum tíma komu í veg
fyrir það. Ég missti af skóla og fór að
vinna hjá símanum, en þótt mér Iík-
aði vel þar var það einmitt þá að mér
datt í hug að byrja að læra gullsmíð-
ar. Auðvitað hafði ég náin kynni af
þessu heima á Grettisgötu 6, þar sem
við bjuggum og pabbi var með verk-
stæðið. Hann hafði keypt það af
tveimur gullsmiðum öðrum, sem
höfðu átt það í tuttugu ár og eins og
þú getur séð á ég hér ýmis áhöld frá
þessu verkstæði sem komin eru til
ára sinna, sum á annað hundrað ára
i görnul.
En iðnin var sem sagt alltaf nálæg
i mér. Ég hóf námið 1949 og lauk því
I 1953. Nei, ekki var ég nú sú fyrsta í
þessu. Önnur stúlka var að læra um
svipað leyti og ég, var nokkru á und-
an mér. Fyrsta konan lauk sveins-
prófi sem gullsmiður 1923 á ísafirði.
f>að var Sigríður Ásgeirsdóttir. Önn-
ur lauk svo prófi 1931, en hún mun
hafa flust til Danmerkur og lítið hafa
starfað við þetta. Nú fer konum
fjölgandi í Gullsmíðafélagi íslands
og ég held að við séuni bráðum orðn-
ar jafn margar og karlarnir."
Hverjir voru helstu viðskiptavinir
í verslun föður þíns, þegar þú varst
að alast upp?
„Þegar ég var að aiast upp var
pabbi ekki með verslun, en það var
sarnt mikið um að fólk kæmi á verk-
stæðið og pantaði hitt og þetta, eink-
um til gjafa. Á stríðsárunum voru
svonefndir englahöfuðskrossar mjög
vinsælir til fermingargjafa og margir
kannast við það, því þeir eru víða til.
Svo var stöðugt nokkur eftirspurn
eftir búningasilfrinu og ýmsum öðr-
um hlutum úr víravirkinu. Bresku
hermennirnir og síðar hjúkrunar-
konur, bæði breskar og kanadiskar
vildu kaupa þessa hluti, hringa nælur
og annað og muni með goða og guð-
spjallamyndum, því þetta þótti
þjóðlegt. Nokkuð af þessu var til
sölu á Keflavíkurflugvelli og seldist
vel og svo var pabbi líka með talsvert
af því sem hann smíðaði til sölu í
gömlu Baðstofunni við Kalkofnsveg-
inn.“
Þegar þú sjálf lýkurnámi leggurþú
þig mikið eftir víravirkissmíðinni?
„Gullsmíðanámið er fjögur ár og
þar kynnist maður allri gullsmíði,
jafnt úr gulli sem silfri, -og líka víra-
virki. Á tímabili gætti þess nokkuð
að sumir vildu komast hjá að læra
víravirkið, sögðu að þetta væri að
hverfa og til einskis að læra það. En
ég sagði við þá sem þetta sögðu að
það væri alltaf gott að kunna þetta,
því þekkingin gæti komið að notum í
ýmsu öðru. Nú.ogsvo hefurþaðfar-
ið svo að þjóðbúningurinn og þar
með víravirkið hefur sótt á og alltaf
nokkur eftirspurn.
Já, ég hafði alltaf áhuga á víravirk-
inu og loftverkinu svonefnda, sem
var mikið í tísku hér áður, t.d. um
1930. Sveinsstykkið mitt var t.d.
höfuðspöng með loftverki. Þessi lauf
sem þú sérð á henni eru fyrst teiknuð
og söguð út, en síðan slegin út og