Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.03.1986, Blaðsíða 12
12Tíminn Sunnudagur 16. mars 1986 Regnbogi þjóðanna: Þjóðverjar taka við af Frökkum í gær lauk franski kvikmynda- hátíð í Regnboganum og í dag taka Þjóðverjar upp merkið og halda áfram að skammta kvikmyndaáhuga- mönnum citthvað af því sem sjaldan ratar uppá hvíta tjaldið hérlendis, nema af sérstöku tilcfni. f vikunni verða sýndar 10 myndir og hafa 9 af þeim verið sýndar hér- lendis áður. Af öðrum myndum má nefna „tríalógíu" Fassbinders; Hjónaband Maríu Braun. Lola og Þrá Veróníku Voss, París Texas eftir Wim Wenders, Das Boot eftir Wolgang Petersen, Hellcr Walin eftir Margar- ethe von Trotta... Pað verður því margt um góða kvikmyndagcrð í Regnboganum þessa vikuna eins og vikuna á undan. Og svo má geta þcss að sendiherra Atriði úr myndinni „Die Weisse Rose“ sem sýnd verður við opnun þýskrar kvikmyndahátíðar í Regnboganum í dag. Vestur-Pýskalands á íslandi, Hans verndari hátíðarinnar og það ætti Hermann Haferkamp, verður varla að vera verra. „Við vitum að þegar fækka á fólki í fyrirtækjum og stofnunum bitnar það gjarna á þeim eldri,“ segir Bergsteinn Sigurðsson. (Tímamynd Kóbcrt) . Við óskum áhöfninni á ms. Guðmundi Ein- arssyni til hamingju með giftusamlega björgun, um leið og við tökum undir hvatn ingu skipstjórans um að áhafnir æfi sig reglulega í notkun Markúsametsins. BJÚRGUNARNETID Markúsarnetið er fáan- legt í sérhönnuðu hylki á allar gerðiír dekkbáta og skipa. BJÖRGUNARNETIÐ MARKÚS HF. SKÚTAHRAUNI 13c, PÓSTHÓLF 13 222 HAFNARFIROI S (91)51465 Sérhönnuðu hylkin auka öryggið. MARKUS ] L_ J Besta fjár- festingin að nýta krafta aldraðra lengur - segir Bergsteinn Sigurðsson, einn forgöngumanna um stofnun Félags eldri borgara á Hótel Sögu í dag „Islendingar eru ekki of margir, okkur vantar fólk. Þess vegna er ætl- unin að reyna að ná til fólks frá sextugu og upp úr, sem af ýmsum orsök- um hefur orðið að hætta að vinna, en býr þó yfir nægri starfsorku og þar að auki ómetanlegri reynslu." Þetta segir Bergsteinn Sigurðsson, deildarfulltrúi hjá Borgarverkfræð- ingi, en hann er einn forgöngumanna um stofnun Fclags eldri borgara, sem halda mun stofnfund sinn á Hótel Sögu í dag, laugardag, kl. 13.30. „Við vitum að þegar fækka á fólki í fyrirtækjum og stofnunum bitnar það gjarna á þeim eldri," segir Berg- steinn. „Þá feroft svo að menn verða utanveltu og eiga í vandræðum með sjálfa sig. Þcir slitna úr tcngslum við vinnufélaga og vinnustað og hætta að mæta á fundi í eigin stéttarfélagi. Við viljuni ná til þessara manna, hvort sem þeir koma úr verkamannastétt eða embættismannastétt. Allirkoma í félagið sem einstaklingar og miðað við að þeir geti hjálpað sér sjálfir. Því ég legg áherslu á að það er starfs- æfin sem við viljum framlengja með þessu. Ég geri ráð fyrir að aðeins í Reykjavik séu 15-20 þúsund ein- staklingar, sem félagið ætti erindi við. Um hugmyndina að félaginu má segja að það voru nokkrir menn hjá borginni sem fóru að huga að þessu og urðu strax varir við mikinn áhuga. Leitað var til ASÍ, sem brást vel við og þar hafði raunar verið í gangi nefnd með svipaðar hugmyndir. Einnig kom til samstarfs Starfs- mannafélag Reykjvíkurborgar og Samtök aldraðra, sem hafa einkum einbeitt sér að byggingum. Já, við höfum orðið varir við mik- inn áhuga og við væntum góðrar þátttöku. Ég held að það sé besta fjárfesting sem þjóðfélagið getur gert að halda þessu eldra fólki við störf, því þess síðar þarf að finna handa því elliheimilispláss og pláss á stofnunum. Hér er byggt í sjálfsbjargarvið- leitni, en ekki skyldu." í drögum að lögum fyrir félagið segir að hlutverk Félags eldri borg- ara sé að gæta hagsmuna eldra fólks í hvívetna, m.a. með því: • að vinna að því að skapa efna- hagslegt öryggi og gott umhverfi hjá öldruðum. • að vinna að úrbótum í húsnæðis- málum þess. • að byggja upp féiagsheimili og vinnuaðstöðu fyrir ýmiss konar starf- semi félagsins. • að annast um og koma á vinnu- miðlun fyrir eldra fólk sem getur og óskar að miðla öðrum af þekkingu sinni og starfskröftum. • að hlúa að hverskonar áhuga- mannamáluni þess, skipuleggja námskeið, hópvinnu. föndur og skemmtanir. • að stuðla að líkamsþjálfun og útivist eldra fólks. • að leitast við að hafa áhrif á laga- setningu og ákvarðanir. sem varða hagsmuni aldraðra, með viðræðum og samningum við stjórnvöld og stjórnmálaöfl. Félagið skal vera skipulagslega óháð stjórnmálaflokkum og hlut- laust í afstöðu sinni til trúfélaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.